Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu • Ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík, á Suðurlandi og Austurlandi, fjölbreytt þjónusta með góða afkomu • Fremsti Fish´nChips veitingastaður landsins. Stöðug sala og góð afkoma á besta stað í bænum • Öflugt fyrirtæki í bílaréttingum og bílasprautun. Fastir samningar við öfluga viðskiptavini • Sérverslanir á Laugavegi og í Smáralind, vel þekkt merki með langa viðskiptasögu • Tvö gistihús í miðbænum með langa viðskiptasögu og góð meðmæli á netinu • Leigusamningur að veitingastað í vesturbænum, nálægt miðbænum, stöðug velta og flottar innréttingar/tækjabúnaður Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 Opið hús mánudaginn 8. apríl milli kl. 17:30 og 18:15 Glæsilegt 312 fm. einbýlishús á þremur pöllum við Dalprýði í Garðabæ. Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsið er heilklætt með læstri Zink klæðningu frá Blikksmiðjunni Vík. Vandaðar hurðir og Rayners álgluggar með solstop speglagleri. Arkitekt hússins er Pálmar Kristmundsson sem hannaði það með tilliti til náttúru og umhverfis. Verð mkr. 149,7. Sími 566 0000 • www.helgafellfasteignasala.is Gunnar Sv. Friðriksson Lögmaður / Löggiltur fasteignasali S: 566 0000 / 842 2217 DALPRÝÐI 13, 210 GARÐABÆR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að því að viðskipta- sendinefnd frá Sankti Pétursborg komi hingað til lands með vorinu. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauð- árkróki og kjörræðismaður Rúss- lands á Íslandi, aðstoðar við að koma á tengslum við íslenskt við- skiptalíf. Ágúst fékk boð um að mæta á fund með forystumönnum samtak- anna „Business Russia“ þegar hann var á ferð í Pétursborg. Þetta eru samtök um allt Rússland sem eru í góðum tengslum við stjórnvöld og fer starfsemi þeirra vaxandi. Katerina Gerasimova sem vinnur með Íslendingum að mark- aðssetningu á skyri og kjöti í Rússlandi er í viðskiptaráðinu og fulltrúi þess gagnvart Íslandi. Hún var með Ágústi á fundinum í Pét- ursborg. Vöktu athygli á HM Ákveðnar hindranir eru í við- skiptum milli landanna. Ágúst seg- ir að Rússarnir leggi meðal annars áherslu á ferðaþjónustu og sýnist honum að þar séu tækifæri fyrir bæði löndin. „Mér fannst einnig áhugavert að ræða við fólk þarna sem vinnur að nýrri tækni við meðferð og endurvinnslu á úrgangi sem þeir virðast leggja mikla áherslu á núna,“ segir Ágúst. Hann segir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fór í Rúss- landi á síðasta ári hafi opnað ýms- ar dyr og vakið athygli á Íslandi. Á mótinu hófst markaðssetning á skyri hjá rússnesk-íslensku fyrir- tæki sem gerði vörumerkjasamn- ing við MS um framleiðsluna. Ágúst segir að möguleikar séu á að gera enn meira á því sviði. Um páskana kemur dagskrár- gerðarfólk frá rússneskri sjón- varpsstöð til að gera þátt um mat- armenningu, land og þjóð. Þátturinn er vinsæll í Austur- Evrópu og bindur Ágúst vonir við að hann geti vakið athygli á Ís- landi og íslenskum afurðum. Móttaka Dmitry Panov, formaður Business Russia í Pétursborg, og Ágúst Andrésson takast í hendur. Katerina Ge- rasimova sem sæti á í viðskiptaráðinu og er fulltrúi þess gagnvart Íslandi stendur við hlið Ágústs. Von á viðskiptasendinefnd frá Sankti Pétursborg  Bjóða nýja tækni við meðferð og urðun úrgangsHelgi Bjarnasonhelgi@mbl.is „Það eru jákvæð teikn á lofti. Von- andi halda skilyrðin áfram að batna. Vonandi sjáum við einhverja hækk- un afurðaverðs í haust,“ segir Guð- finna Harpa Árnadóttir, bóndi í Straumi, sem í gær var kosin nýr formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda á aðalfundi samtakanna sem lauk í Reykjavík í gær. Fjórir bændur buðu sig fram til að taka við embættinu af Oddnýju Steinu Valsdóttur sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þeir eru, auk Guðfinnu, Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð 2, Sigurður Þór Guð- mundsson í Holti og Einar Freyr Elínarson í Sólheimahjáleigu. Sá síðastnefndi dró framboð sitt til baka rétt áður en til kosninga kom og lýsti yfir stuðningi við Guðfinnu. Því var kosið á milli hinna þriggja. Halda áfram á sömu braut „Við höldum áfram á þeirri góðu braut sem fyrrverandi formaður var á og reynum að efla og styrkja gras- rótina,“ segir Guðfinna þegar spurt er um hugsanlegar breytingar með nýjum formanni. Guðfinna Harpa er bóndi í Straumi í Hróarstungu á Fljótsdals- héraði og starfsmaður Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins. Hún býr í samstarfi við foreldra sína og þau eru samtals með tæplega 600 ær á vetrarfóðrum. Eins og fram kemur er hún nokk- uð bjartsýn á framtíðina. „Ég vona að framtíðin sé björt og mun leggja mitt af mörkum til að svo geti orð- ið.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Guðfinna Harpa Árnadóttir var kjörin til forystu sauðfjárbænda. Vonast eftir hækkun afurða  Guðfinna nýr formaður sauðfjárbænda Fimm voru handteknir af lögreglu um miðjan dag í gær, en þeir til- heyrðu hópi fólks sem stóð fyrir kyrrsetumótmælum í dómsmála- ráðuneytinu í miðbæ Reykjavíkur. Voru það meðal annars meðlimir samtakanna No Borders, sem berj- ast t.a.m. fyrir „algjöru ferðafrelsi“ á milli ríkja, sem voru handteknir við ráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólkið handtekið fyrir að fara ekki að ítrekuðum fyrirmælum lögreglu, en þess var óskað að hópurinn yfir- gæfi húsnæði ráðuneytisins. Er þetta í fjórða skipti á skömmum tíma sem lögregla þarf að fjarlægja fólk úr ráðuneytinu vegna óspekta. Handteknir í dómsmálaráðuneytinu Morgunblaðið/Eggert Engin landamæri Frá mótmælum hælis- leitenda við Útlendingastofnun nýverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.