Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 EITT LANDSINS MESTA ÚRVAL AF PERUM Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. Einhver þér eldri gefur þér góð ráð. Þakkaðu fyrir allt það góða í lífinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið erfitt að draga lín- urnar þegar aðilar eru á öndverðum meiði. Reyndu að hrista slenið af þér því þú ert fær í flestan sjó þó að þér finnist annað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið einmanalegt að bera of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á hlutunum. Hættu að reiða þig á aðra og farðu eftir eigin tilfinningum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Allir hafa þörf fyrir hól af og til. Prófaðu og sjáðu hvað gerist. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er oft betra að geyma hlutina hjá sér um stund heldur en að deila þeim strax með öðrum. Láttu reyna á mátt samfélags- miðla ef þig vantar vissan hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið gott að bregða út af vananum endrum og sinnum. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum og þá mun allt leysast af sjálfu sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að finna jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Að vita að maður skapar sína framtíð er í senn spennandi og ógn- vænlegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú verður ekki lengur hjá því komist að taka til hendinni því verkefnin hafa hlaðist upp. Bittu endahnút á vinskap sem þjónar engum tilgangi lengur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skildu vinnuna eftir á sínum stað. Ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að ástamálunum. Þú færð merkilegar fréttir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur verið hrókur alls fagn- aðar að undanförnu og ættir að gefa sjálf- um/sjálfri þér frí frá félagslífinu um stund. Leitaðu ráða þegar þú ert ekki viss. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að hjálpa öðrum gefur stundum ekkert til baka, ekki einu sinni vissuna um að hafa gert gott. Allt er með kyrrum kjör- um í félagslífinu en það mun breytast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft ekki að hrökkva frá þótt til þín sé leitað um forystu í máli sem þú telur þig ekki vita nóg um. Settu heilsuna í fyrsta sæti. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Fjölda manna finnum hér. Fríður knörr mun vera. Stundum hurðar handfang er. Í hendi sverð menn bera. Hagyrðingum þótti gátan strembin en sjálfur skýrir Guð- mundur gátuna þannig: Mannhring finna megum hér. Mun skip hringur vera. Hringur oft á hurðum er. Hring stríðskappar bera. Þá er limra: Framsóknar foringinn slyngi fimlega snerist í hringi, en jafnvægið missti og jörðina kyssti, þegar hann féll af þingi. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Illa ganga yrkingar, aumt er þetta tíðarfar, og allar bjargir bannaðar, berist ei við gátu svar: Andinn, sem í brjósti býr. Í biblíunni kóngur dýr. Sést ei nokkur hræða hér. Hjarta í brjóskfiskunum er. Meðan ég skrifa þetta Vísnahorn rifjast upp fyrir mér „Utan hrings- ins“, ljóð Steins Steinarr. Við Ari Jósefsson gátum aldrei gert upp við okkur, hvort það væri heim- spekilegs eðlis eða ástarkvæði, – nema hvort tveggja sé! Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. Leirulækjar-Fúsi orti brúð- arvers: Situr hún á brúðbekk býður ástar fram smekk hennar skál í dag drekk drós var aldrei mér þekk. Vísað úr vinnu, – Káinn orti: Góður, betri, bestur burtu voru reknir; illur verri verstur voru aftur teknir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allt snýst í hring eftir hring Í klípu „HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ÞÉR? ÞÚ SKILDIR GLUGGANN EFTIR OPINN OG LOFTKÆLINGUNA Á.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVER PANTAÐI FIMM-STJÖRNU CHILI- KÁSSU?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna alltaf föstudagsfiðringinn. VIÐ SÝNUM AFTUR AUGLÝSINGAR … ÞEGAR ÞESSI AUGLÝSING ER BÚIN EN FYRST … ÆI, Í ALVÖRU! VITRINGUR! HVERSU LENGI HEFUR ÞÚ VERIÐ HÉR UPPI? SVONA LENGI, HA? Eitt sinn var fyrirkomulag Evrópu-keppni félagsliða í fótbolta þann- ig að meistarar í hverju landi fyrir sig fóru í pottinn og síðan var dregið. Öll lið voru í sama potti og íslensk lið drógust á móti andstæðingum á borð við Benfica, Juventus, Liverpool og Real Madrid og allt gat gerst. Sama fyrirkomulag var í Evrópukeppni bikarhafa. x x x Nú er öldin önnur. Það er fyrirneðan virðingu stóru liðanna að spila við minni spámenn í fjarlægum löndum. Nú eru efstu liðunum í öfl- ugustu deildunum tryggð sæti í Meistaradeild Evrópu. Síðan eru nokkur sæti til skiptanna fyrir lið annarra deilda og þau geta keppt um að hreppa þau og komast í riðla- keppni Meistaradeildarinnar. Sú var tíðin að snillingar á borð við Michel Platini og Eusebio reimuðu á sig skóna til að sparka bolta á Laug- ardalsvelli með félagsliðum sínum, en líkurnar á að þau örlög bíði hetja á borð við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru hverfandi. x x x Nú vilja eigendur fínu liðanna íEvrópu þrengja enn að öðrum liðum, ef ekki loka nálarauganu al- veg. Tillögurnar um breytt fyr- irkomulag hafa ekki verið birtar, en í umræðunni er að 24 lið fái varanlegt sæti í Meistaradeildinni og síðan verði átta sæti til skiptanna háð ár- angri liða heima fyrir. Þá verði um- ferðir í Meistaradeildinni leiknar um helgar, en ekki í miðri viku eins og nú er. x x x Þessar hugmyndir falla reyndar ígrýttan jarðveg landsdeildanna. Óttast forráðamenn í fótboltanum í löndum á borð við England og Þýskaland að þær dragi verulega úr áhuga og geti jafnvel orðið banabiti íþróttarinnar. Nú sé stór hluti spennunnar hvaða lið nái að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni. Virðast Englendingar og Þjóðverjar staðráðnir í að koma í veg fyrir að þessar áætlanir verði að veruleika, draga eigi rauða línu við helgarnar og yfir hana megi Meistaradeildin ekki fara. vikverji@mbl.is Víkverji Ég horfi ekki á hið sýnilega heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt en hið ósýnilega eilíft. (Síðara Korintubréf 4.18)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.