Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Laxeldi hefur lengi verið mikilvæg atvinnugrein við Noregsstrendur. Þannig háttar líka til í Norður- Noregi þaðan sem ég er. Eldinu hafa fylgt ákveðin vandamál, sérstaklega hvað varðar laxalús. Mikil laxalús getur haft áhrif bæði á eldislaxinn og á villta laxinn. Þess vegna hefur ver- ið lögð mikil áhersla á að þróa leiðir til að draga úr lúsinni. Því miður er það svo að leiðirnar til úrbóta geta líka haft vandkvæði í för með sér. Eiturefnanotkun getur haft óheppileg áhrif á umhverfið og töluverð umræða hefur átt sér stað milli sjómanna, heimamanna með áhuga á umhverfismálum og at- vinnurekenda í laxeldi um hversu skaðlegt þetta er. Þá hefur einnig verið reynt að nota vélrænar aðferð- ir, eins og að skola fiskinn upp úr heitu vatni. Það hefur áhrif, en getur líka styggt fiskinn og jafn- vel leitt til þess að fleiri fiskar drepist í kvíun- um. Í sveitarfélaginu mínu, Vevelstad, höfum við verið svo lánsöm að hafa fengið til okkar fyrirtæki sem rekur tvær stöðvar sem ala lax í lokuðum kvíum. Þessar stöðvar hafa fengið svokölluð þróun- arleyfi frá norskum stjórnvöldum. Þetta leiðir til þess að í stöðvunum er hægt að nýta nýja tækni til að tryggja um- hverfisvænni leiðir til eldis. Lokuðu kvíarnar innihalda þéttan innri poka inni í hinni hefðbundnu nót. Þetta kerfi gefur tvöfalda vernd fyrir slysasleppingum, sem veiðimenn villta laxins hafa verið mjög ánægðir með. Vegard Heggem er verk- efnastjóri í Norske lakseelver, sem er félag veiðiréttarhafa í norskum fiskveiðiám. Hann telur að þessi teg- und eldis hafi allar forsendur til að tryggja öryggi villta laxins, vegna þess að lús eða slysasleppingar eru óþekkt í þessari tegund eldis. Hann hefur þess vegna borið eldislax úr lokuðum kvíum á borð fyrir gesti sína í laxamiðstöðinni Aunan Lodge, þar sem einungis úrvalsfiskmeti er á borðum. Ég er dýralæknir að mennt og starfi og hef þess vegna sérstakan áhuga á því samstarfi sem fiskeld- isfyrirtækið stendur í við ýmsar rannsóknarstofnanir. Bæði Dýra- lækningastofnunin (Veterinær- instituttet), Háskólinn í Gautaborg og aðrar rannsóknarstofnanir hafa komið að rannsóknum í þessum kví- um. Kvíarnar taka inn vatn af dýpi þar sem laxalús fyrirfinnst ekki og þess vegna finnst ekki lús á laxinum. Þessu lúsafría fram- leiðsluferli hefur Dýra- lækningastofnunin fylgst með og skrásett í mörg ár. Þar sem engin lús fyrirfinnst þarf ekki að með- höndla laxinn með eit- urefnum eða skol- unarvélum. Fyrir vikið drepast færri fiskar í kvíunum en annars gerist. Sænsku vís- indamennirnir sem fylgjast með kvíunum vinna með samræktun ýmissa teg- unda í hafinu. Verkefni þeirra er að kanna hvers konar sjávargróður taki sér bólfestu í kringum kvíarnar og hvaða tegundir, t.d. af þara og skel, hafi mest umhverfisáhrif á lífríki svæðisins. Vísindamennirnir kanna líka möguleika á að þróa tegundir sem geti verið hægt að nýta til laxa- fóðurs. Í sveitarfélaginu mínu vinnum við með eigin rannsókn- arverkefni, meðal annars í þara- framleiðslu. Við eygjum í þessu góða möguleika á að skapa aukin verð- mæti á umhverfisvænan hátt í hér- aði. Á okkar heimaslóðum er mikið um sjávarútveg og rækjusjómenn eru sérstaklega ósáttir við það hvernig hefðbundið eldi notar eiturefni til að meðhöndla laxalús. Þegar við lögð- um drög að þessum nýju eld- isstöðvum í sveitarfélaginu, fékk það stuðning frá sjómannafélaginu í hér- aðinu, Smábátafélagi Brønnøy (Brønnøy fiskarlag). Sjómanna- félagið segir að þessi fram- leiðsluaðferð beini sjónum að fram- tíðinni og félagið hefur verið jákvætt í umfjöllun sinni um þessa tegund laxeldis. Kvíarnar eru þéttar í gegn og þess vegna er hægt að safna öllum úr- gangi saman og dæla í land. Úrgang- urinn er sendur til lífeldsneytisverk- smiðju í Verdal í Þrændalögum. Strætisvagnarnir í Þrándheimi eru knúðir áfram á lífeldsneyti frá eld- islöxum í Brønnøy og Vevelstad. Verið er að vinna að því að reisa líf- eldsneytisverksmiðju í nágrenninu, svo vonandi þarf ekki að flytja úr- ganginn langt eftir nokkur ár. Í ljósi þess að opinberir aðilar hafa markað sér stefnu um að bílferjur, farþega- bátar og rútur á vegum hins op- inbera í Noregi eiga að skipta yfir í umhverfisvænt eldsneyti innan tíðar er þessi hráefnisframleiðsla til elds- neytis einnig mikilvæg fyrir Nord- landsfylki sem heild. Sem sveitarstjórnarmanneskja er ég ákaflega ánægð með að hýsa þessa tegund eldis og auðvitað sér- lega ánægð með atvinnutækifærin sem laxeldið hefur skapað í sveitar- félaginu. Stöðvarnar okkar sem taka þarfir framtíðarinnar með í reikn- inginn sýna að það er hægt að fram- leiða hágæðavöru á umhverfisvænan hátt með áherslu á velferð dýra og endurvinnslu til orkuframleiðslu. Ef einhverjir af okkar góðu grönnum í vestri vilja koma í heimsókn til okk- ar til að sjá hvernig laxeldið fer fram, þá eruð þið hjartanlega vel- komin! Kæru Íslendingar – umhverf- isvænni leiðir í laxeldi Eftir Kari Anne Bøkestad Andreassen » Í sveitarfélaginu mínu, Vevelstad, höfum við verið svo lán- söm að hafa fengið til okkar fyrirtæki sem rekur tvær stöðvar sem ala lax í lokuðum kvíum. Kari Anne Bøkestad Andreassen Höfundur er forseti bæjarstjórnar í Vevelstad í Noregi. Ljósmynd/Akvafuture Eldisstöð Akvafuture i Andalsvogi, í sveitarfélaginu Vevelstad í Nordland fylki. Ójá, Þorgerður Katrín gerir það ekki endasleppt ásamt Við- reisn. Alþingi sam- þykkti frumvarp þeirra um að útlendingar megi fá ríkisstörf án þess að hafa íslenskan ríkisborgararétt. Þið eruð að opna út- lendingum leið inn í ís- lensk stórmál. Það er sorglegt að horfa upp á vitgrannt fólk á Alþingi sem leggur sig fram um að eyðileggja allt sem ís- lenskt er. Þar sem þið teljið ykkur vera svo mikla heimsborgara, því flytjið þið ekki í eitthvert dásemd- arlandið og lofið mér og öllum þeim sem vilja vera Íslendingar að eiga okkar land og þjóðerni í friði. Ykkur á að vera ljóst að heimsborgarar eiga sitt föðurland sem þeir virða en þið viljið selja það, gefa það, nauðga því – allt vegna misskilnings á hugtakinu frelsi – sem þið misnotið. Þjóð án lands hefur ekkert og á ekkert frelsi. Handónýtir þingmenn sem skrifa undir allt sem ESB sendir til þeirra í gegnum EES eiga að segja af sér. Það hlýtur að vera nægilegt að hafa sjö manna nefnd sem undirritar og hlýðir ESB. Til hvers þurfum við eig- inlega Alþingi? – Alþingi sem er orð- ið að kerlingarvaðli þar sem konur leika og sýna okkur hvert grátkastið á fætur öðru og strunsandi út úr þingsal undir ræðum annarra þing- manna. Sé andlegur styrkur ykkar ekki meiri en þetta, hvern fjandann viljið þið upp á dekk, haldandi að þið getið stýrt landi og þjóð? Já, Lilja Alfreðsdóttir og þið hinar konur – „músin sem læðist er ekkert skárri en sú sem stekkur“. Og, Katr- ín Jakobsdóttir, mjög svo takmark- aður stjórnmálamaður sem dælir inn til sín jafnréttiskonum, sem ég vil ekki borga laun því að það er komið nóg, kona góð. Þú átt að tala um of- beldi en ekki kynbundið því að þið konur eruð farnar að beita ofbeldi og hafið átt það til í gegnum tíðina. Svo er það loftslags- grýlan. Möndull jarðar hefur færst úr stað, get- ur það verið orsök á loftslagsbreytingunum, frú Katrín? Á meðan þingmenn niðurníða hver annan á þingi er verið að selja eða gefa landið, fólki er dælt inn á örþjóð, fólki sem ætti að fara til síns heima og byggja þar upp. Skrifað er undir allan fjandann til þægðar ESB og þjóðin fær ekki einu sinni að vita um allan ósómann. Til dæmis, bað Alþingi ekki sjálft um að framfylgja tilkynningarskyldu til ESB um lög sem sett eru á íslensku þingi og undirskriftir svo að ESB geti fylgst með íslenskum fyrir- tækjum og sektað, líki þeim ekki framganga þeirra? Ætlið þið að skrifa undir orkupakka 3? Ég mótmæli öllum undirskriftum, sölu og gjöfum á auðlindum okkar. Ég vil fá að vita hver á Ísland og hver stjórnar landi og þjóð. Er virkilega hvergi að finna viturt fólk til starfa á Alþingi Íslendinga? Nei, því að við erum á vegferð til hrörnunar á öllu og þess vegna þarf þetta fólk sem sit- ur nú á Alþingi og er við völd að víkja, það er stærsti liðurinn í þessari vegferð til hrörnunar lands og þjóð- ar. Og ekkert vantar upp á mikil- mennskuna, með blaður úti í heimi, teljandi sig geta sett út á önnur ríki en sjá ekki ósómann í eigin landi und- ir eigin stjórn, eða réttara sagt stjórnleysi. Lítið ykkur nær. Í lokin, fækkið flottræflunum sem eru á ríkis-, heiðurs- og ævilaunum og kaupið Vigur. Vigur má ekki fara í erlenda eigu. Þjóðin á að eiga Vigur, ásamt fjöllum, dölum, fossum, ám og vötnum því að allt eru þetta auðlindir þjóðarinnar. Dómsmálaráðherra, þarf ekki und- anþágu til Malasíubúans sem er að kaupa Geirsgötu 11? – Og auðvitað veitir þú undanþáguna, bara eftir dúk og disk, og þess vegna spyr ég: Hver á Ísland ? Ekki þú ein, kona góð, sem sagðir að það skipti ekki máli hvort Íslendingar eða útlend- ingar kaupi hér eignir og jarðir. Segðu af þér ásamt öðrum óþjóð- hollum þingmönnum. Hættið að nauðga stjórnarskránni. Vegferð Alþingis Eftir Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttur »Ég mótmæli öllum undirskriftum, sölu og gjöfum á auðlindum okkar. Ég vil fá að vita hver á Ísland og hver stjórnar landi og þjóð. Höfundur býr á Sauðárkróki. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.