Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Útlína nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í Kópavogi í dag kl. 13. Á henni má sjá verk úr safneign Gerðarsafns allt frá árinu 1950 til dagsins í dag. Á sýningunni er útlínan notuð til þess að tengja verk þvert á miðla, eins og segir í tilkynningu. „Línan flæðir á milli teikninga, málverka og prentverka og útlínan öðlast eigið líf í (þrívíðu) formi skúlptúra og rýmisverka. Út- línan verður allt í senn: þráðurinn á milli verka, afmörkun og enda- leysa,“ segir þar um sýninguna sem er hluti af +Safneigninni, rými á neðri hæð safnsins sem tileinkað er rannsóknum á safneign Gerðar- safns þar sem gestum er gefinn kostur á að kynnast innra starfi safnsins. Unnið verður að rannsóknum á listaverkunum fyrir opnum dyrum og mun gagnagrunnur um verkin vaxa meðan á sýningu stendur, að því er fram kemur í tilkynningu. Á sýningunni megi því sjá verk sam- hliða handteiknuðum leiðbein- ingum, ljósmyndum, viðtölum við listamenn og skráningarspjöldum. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Giss- urardóttir. Útlína tengir verk saman þvert á miðla Lína In house production I-III, verk eftir Theresu Himmer frá 2017. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Fyrsta einkasýning Almars S. Atla- sonar, Búskipti, verður opnuð í dag kl. 16 í menningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi. Á sýning- unni freistar hann þess að skera í sundur KitchenAid-hrærivél, al- genga brúðkaupsgjöf, til að tákna að- skilnað hluta sem ættu í raun ekki að vera aðskildir. Viðfangsefnið er per- sónulegt og heimspekilegt en sýn- ingin snýst um tvískinnung alls – hvar ólík sjónarhorn er að finna á hinum ýmsu stöðum í daglegu lífi. Skref út fyrir þægindarammann Almar vakti mikla athygli fyrir verkefni sitt í myndlistardeild við Listaháskóla Íslands árið 2015, þeg- ar hann dvaldi í viku einsamall í plexíglerkassa. Gjörningurinn hlaut mikla og óvænta athygli og fylgdist þjóðfélagið grannt með dvöl Almars í kassanum gegnum samfélagsmiðla. Almar er fyrst og fremst málari þrátt fyrir ófáa gjörninga í gegnum tíðina. Sýningin Búskipti er skref út fyrir þægindarammann að hans sögn: „Þetta er í raun ný tegund af sýningu fyrir mig því það þarf svolít- ið hugrekki fyrir mig að sýna eitt- hvað þar sem enginn er á typpinu og enginn er að meiða sig heldur ein- hver „nenna“ fyrir tilfinningar og liti,“ segir Almar. Hann segir að það sem einkenni sýninguna sé hvernig hægt sé að sjá hlutina á ólíkan hátt, t.d. að grár sé hvítur ef hann er um- kringdur svörtu. Einnig veltir hann fyrir sér óþægindunum sem fylgja því að slíta hlutina í sundur. „Eins og ef sinnhvor verslunar- stjórinn væri í verslunarrými í Kringlunni. Hún væri slitin í sundur og ómögulegt væri að vita hvaða kassa maður ætti að fara á, allt væri í rugli. Svo erum við að gera þetta all- an daginn, við erum alla daga að slíta í sundur veruleika sem við höldum að eigi heima saman. Þetta snýst um tvískinnung alls, til dæmis hvernig Evrópusambandið sér Brexit, hvern- ig Bretland sér Brexit og hvernig grár er hvítur ef hann er umkringdur svörtu.“ Kitchen Aid-hrærivél sundurskorin Á sýningunni verða ýmist mál- verk, prentverk, höggmyndir og myndbandsverk en Kitchen Aid- gjörningurinn er einmitt tekinn upp á myndband og sýndur á sýningunni með tveimur sjónarhornum; sjón- arhorni sýningarstjórans og sjón- arhorni listamannsins. „Nú eru Kitchen Aid-vélar algeng- ar brúðkaupsgjafir en svo lendir fólk í vandræðum þegar það á að skilja. Þetta er svolítið eins og flekaskil. Það er fáránlegt að hugsa til þess að einu sinni hafi Skandinavía og Kan- ada verið að kyssast einhvers staðar á Íslandi,“ segir hann og bætir við að aðgerðin að skera í sundur Kitchen Aid-vél geti verið groddaleg og flókin líkt og hjónaskilnaður. „Það er hægt að hætta saman í einni setningu en síðan er svo ótrúlega margt sem ger- ist,“ segir hann. „Almar í kassanum að eilífu“ Almar hefur haft í nógu að snúast að undanförnu og hélt meðal annars gjörning á sýningunni Ég býð mig fram þar sem gestir og gangandi fengu að húðflúra á honum bakið. Eftir sitja 40 til 50 húðflúr á baki Almars: „Nú er ég orðinn dýrgripur, það þarf að koma þessu í einhverja erfðaskrá og setja mig í formalín þegar ég dey. Þá er það Almar í kassanum að eilífu,“ segir Almar léttur í bragði. Þekkir fólk þig úti á götu vegna gjörningsins? „Ég held ég sé í rauninni blindur á það. Fólk brosir voða mikið og kink- ar kolli til mín og ég brosi voða mikið til þess. Ég vil trúa að það sé vegna þess að allir séu svo almennilegir,“ segir Almar. Tilfinningahiti og tvískinnungur  Sýning Almars Atlasonar, Búskipti, markar skref út fyrir þægindarammann  Ólík sjónarhorn eru höfð í hávegum Morgunblaðið/Eggert Í Midpunkt Almar í sýningarrýminum Midpunkt í Hamraborg. Geigen býður upp á aðra tón- leikaupplifun sína, Geigen Galaxy #2, á Vorblótinu í Tjarnarbíói í kvöld kl. 19. Geigen er teknóf- iðludúó sem var stofnað í fyrra af Gígju Jónsdóttur og Pétri Egg- ertssyni en þau voru fiðluleikarar í æsku en eru listafólk í dag, eins og þau orða það sjálf. Gígja er myndlistarkona og dansari en Pétur tónskáld og plötusnúður. Bæði vildu þau notfæra sér fiðlu- hæfileika sína í listsköpun sinni og fannst tímabært að upphefja fiðluna í nútíma- eða framtíð- arlegu samhengi, segir í tilkynn- ingu og að Geigen Galaxy sé upp- lifun sem blandi saman vísindaskáldskap, fiðluleik og barrokktísku allt við dúndrandi taktfastan bassa í útfjólublárri og neonlitaðri ljósadýrð. Sjón og heyrn eru sögu ríkari, eins og sjá má af þessari lýsingu. Fjólublá Teknófiðludúóið Geigen. Teknófiðludúóið Geigen á Vorblóti Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 13/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Mið 22/5 kl. 19:30 Fös 12/4 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30 Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 15:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30 Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 6/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 22:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 15:30 Lau 6/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Sun 2/6 kl. 19:00 38. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk! Elly (Stóra sviðið) Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 6/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.