Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 ✝ Þuríður Gunn-arsdóttir fædd- ist á Þormóðs- stöðum við Star- haga 3. desember 1946. Hún lést í Reykjavík 2. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Sólberg Gíslason sjómaður, f. 22.10. 1911, d. 4.12. 1993, og Auður Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 26.11. 1916, d. 18.5. 1981. Systkini Þuríðar eru Elva, f. 3.10. 1936, Valur Sólberg, f. 20.8. 1939, Gíslína, f. 21.7. 1942, Gestína Sigríður, f. 20.8. 1952. Hinn 29.8. 1964 giftist Þur- íður eftirlifandi eiginmanni sín- um, Edvard Skúlasyni, f. 25.7. 1941. Foreldrar hans voru Brynja Þórðardóttir, f. 10.3. 1921, d. 27. 5. 2007, og Skúli Einarsson, f. 26.11. 1916, d. 15.10. 2003. Börn Þuríðar og Edvards eru: Skúli, f. 9.5. 1965, maki Hanna Dóra Jóhannes- dóttir, f. 24.7. 1972, dætur þeirra eru 1) Sigrún Gróa, maki hennar er Anton Rúnarsson, börn þeirra eru Emilía Ósk, Óli- ver Aron og Róbert Breki; 2) Auður Harpa. Edvard Börkur, f. 13. 10. 1966, maki Berghildur Erla Bernharðsdóttir, f. 1.2. 1968, og eiga þau tvo syni, 1) stakt leyfisbréf frá forseta Ís- lands sökum ungs aldurs Þur- íðar. Fyrst um sinn bjuggu ungu hjónin á Fornhaga 19 á heimili foreldra Þuríðar, en fluttust síð- ar á Týsgötu 1. Árið 1966 byggðu Edvard og Þuríður sér íbúð í Hraunbæ 44 þar sem þau bjuggu til 1969, er fjölskyldan fluttist til New York, en þar starfaði Edvard sem ör- yggisvörður hjá Sameinuðu þjóðunum til 1971. 1979 keyptu hjónin Bjarg við Suðurgötu og gerðu húsið upp. Þau fluttu á Grundarstíg 1998. Árið 1974 hóf Þuríður störf í Iðnaðarbanka, síðar Íslands- banka Lækjargötu þar sem hún starfaði alla sína starfsævi, eða í 35 ár. Árið 1994 tók hún við sem þjónustustjóri og sinnti því starfi þar til hún hætti árið 2011. Þuríður var bankakona af lífi og sál. Hún hafði einstaka þjónustulund og bar hag við- skiptavina sinna ætíð fyrir brjósti enda var hrun bankanna henni afar þungbært sem og at- hafnir æðstu stjórnenda. Þuríði leið best þegar fjöl- skyldan kom saman. Hún hafði mikinn áhuga á innanhús- hönnun og var mikill fagurkeri. Hún ferðaðist víða ásamt eigin- manni sínum og í uppáhaldi voru ferðir til Flórída með fjöl- skyldunni. Hún var félagi í MND- félaginu síðustu árin, þaðan sem hún fékk mikinn styrk og kjark. Þuríður var jörðuð í kyrrþey að eigin ósk frá Neskirkju 28. mars 2019. Sigurbjörn Bern- harð, 2) Edvard Dag. Ótthar, f. 6.6. 1971, maki Sigríður Arndís Jóhanns- dóttir, f. 7.1. 1972, og eiga þau fimm börn, 1) Edvard Börkur, sonur hans er Kristían Leví, unnusta Edvards Barkar er Sara Björk Einarsdóttir og dóttir þeirra Arndís Helga; 2) Auður Ósk, d. 2001; 3) Andrea Ósk; 4) Arnór Gauti; 5) Þuríður Eva. Fyrir átti Edvard dótturina Helen Arndísi, f. 18.10. 1963, maki Baldur Þór Bragason, f. 22.5. 1959, börnin þeirra eru 1) Trausti Ágúst; 2) Bjartey Birta og 3) Elísabet Bára. Fyrstu sjö árin bjó Þuríður ásamt fjölskyldu sinni í Efsta- sundi en flutti síðan í Vesturbæ Reykjavíkur og bjó fjölskyldan á Fornhaga 19. Þuríður gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Edvard, sem þá var sjómaður á MS Selfossi. Til að lýsa því betur fór Edvard þremur dögum síðar í siglingu til Ameríku, þar sem beið hans bréf frá Þuríði og þar með voru örlög þeirra ráðin. Þau gengu í hjónaband 29. ágúst 1964 og á þeim árum þurfti sér- Elsku mamma, erfitt er að setj- ast niður og skrifa fátækleg orð því allt virðist svo smátt og lítil- fjörlegt í þessum aðstæðum. Þú varst yndisleg mamma og sam- band þitt við fjölskylduna var ríkt af kærleik, vináttu og ást. Ég minnist samverustunda okkar stórfjölskyldunnar „Skúla- son leikarnir“ þar sem mikið var hlegið, góður matur á boðstólum og farið í leiki. Á slíkum stundum naust þú þín einna best. Í þessu ljóði þínu, Fjölskylda mín, kemur þetta allt svo vel fram. Ég á fjölskyldu sem er hjarthlý. Er til staðar ef á þarf að halda. Skilningsrík í blíðu og stríðu. Þannig er fjölskylda mín. Baráttan þín við MND sjúk- dóminn var erfið og þú vissir að ör- lög þín voru óumflýjanleg en sam- hliða því sagðist þú vera svo þakklát að eiga okkur öll. Það væri það eina sem skipti máli, lífið hefði æðri tilgang. Samband þitt við okkur bræð- urna var fullt kærleik og vináttu og þú náðir að fanga það í þessum fallega texta. Synir mínir. Stundum þegar synir mínir lögðu hönd- ina sína í lófa minn þegar þeir voru litlir, fann ég hlýjan straum fara um mig. Höndin þeirra var svo smá í lófa mínum og handtakinu fylgdi traust og þeir voru öruggir með mömmu sinni. Núna þegar þeir eru orðnir fullorðnir faðma þeir mig og halda í höndina mína nema nú snýst þetta við, ég verð örugg og óhrædd, þá koma hlýju straumarnir og fara beint í hjarta mér. Mikið á ég eftir að sakna þín en við munum hittast aftur. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, Guð blessi þig og varðveiti. Þinn sonur Edvard Börkur Edvardsson. Elsku mamma mín, Ég er búinn að byrja oftar en einu sinni á þess- ari minningargrein, en hvernig er hægt að skrifa minningargrein um mömmu sína. Það eru ekki til nógu mörg orð í orðabókinni til að lýsa því hvað ég elska þig mikið og það eru ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hvað ég er stoltur af þér, hvað þú barðist hetjulega, hvernig þú og pabbi tókust á við ykkar erfiðasta verkefni saman. Af auðmýkt og hugrekki, hönd í hönd og hlið við hlið. Ég sé eftir því að hafa ekki sagt það oftar við þig, en elsku mamma, þú ert hetjan mín. Þú og pabbi bjugguð okkur bræðrum gott heimili og uppeldi. Hús fullt af ást og kærleik, þar bar aldrei skugga á. Ég er svo þakklátur fyr- ir ykkur pabba, er svo þakklátur fyrir allt sem þið hafið kennt okk- ur bræðrum, eiginkonum og börn- um. Allar sögurnar sem þú bjóst til fyrir barnabörnin, þegar þú varst að segja þær var ekkert sem truflaði, sagan af Rúsínu, Litlu öldunni, Litla ljósinu og fleiri yndislegum sögum. Við höfum öll átt dýrðlegar stundir saman, elsku mamma, og þær minningar hugga á erfiðum tímum. Við áttum öll erfitt þegar þú, elsku mamma, kvaddir okkur en við skulum vera dugleg, dugleg að halda utan um hvort annað, hugga, styðja og styrkja, eins og þú og pabbi kennduð okkur. Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund og ég bið góðan Guð að gefa þér hvíld og frið frá þessum þungu þjáningum sem MND sjúkdómurinn var. Nú ertu orðin heilbrigð aftur og komin í blómagarðinn þinn. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson) Elsku mamma, takk fyrir allt. Þinn Ótthar. Þurý er ein glæsilegasta kona sem ég hef kynnst. Ég gleymi aldrei þegar ég sá hana fyrst, með fallega brosið sitt í eldhúsinu á Bjargi. Hún tók mér eins og ég væri hennar eigin dóttir og við urðum strax miklar vinkonur. Svo miklar að ég samþykkti að flytja til heim til Barkar míns daginn eftir stúdentspróf frá MA á Akur- eyri 1988. Við Börkur bjuggum í litlu herbergi í fallega húsinu hennar og Edda tengdapabba fyrsta árið. Og ekki nóg með það heldur byrjaði ég að vinna með henni í bankanum á sama tíma. Og hvar sem Þurý mín var þá dáðist ég að henni, það var einhver gald- ur í kringum hana. Hún var eins og drottning í bankanum, alltaf glöð og með frábæra kímnigáfu. Þurý nostraði kringum viðskipta- vinina sem elskuðu að koma til þessarar flottu konu sem tók á móti þeim með brosi og jafnvel faðmlagi. Hún var leiðandi og fyr- irmynd á vinnustaðnum. Eftir vinnu var farið í Raggabúð og keyptar flatkökur sem voru borð- aðar með miklu smjöri. Drög lögð að kvöldmatnum en mikilvægt var að hafa eitthvað ljúffengt í boði, helst ekki fisk, strákarnir réðu því. Heimilið einkenndist af þessari sömu gleði og húmor eða húmör eins og Eddi segir. Þurý og Eddi áttu einstakt samband sem ein- kenndist af virðingu, ást og gleði. Þau voru afar samtaka í fram- kvæmdum á Bjargi og gerðu húsið að lítilli höll. Þau voru mikið fjöl- skyldufólk og um tíma bjuggum við átta saman, synirnir komnir með kærustur og glatt á hjalla. Jólin og gamlárskvöld voru eins og í ævintýramynd í þessu fallega húsi sem var allt skreytt að utan og inni ríkti einstakur jólaandi þar sem Þurý sveif um og passaði uppá allt og alla. Hún var einstök smekkmanneskja og alltaf fallega klædd. Henni fannst nú ekki leið- inlegt að fara í bæinn með Siggu systur og kaupa föt. Ég erfði oft flottu fötin af þeim sem ég var hæstánægð með þó þær væru þó nokkuð hærri en ég, þær voru bara svo miklar skvísur. „Lífið er of stutt til að eiga ljót gleraugu og ljóta skó,“ var viðkvæðið hjá systrunum. Þurý leið best þegar allir voru saman, stórfjölskyldan fór í ferðalög til Flórída og eyddi verslunarmannahelgum saman á Sauðárkróki hjá Óttha og Siggu eða í Borgarfirði. Þá tók hún sig gjarnan til og tók alla í fótsnyrt- ingu. Henni var margt til lista lagt. Hún var innanhússhönnuður, snillingur í krossgátum og hafði einstaklega gaman af því að segja sögur sem barnabörnin hennar nutu góðs af. Árið 2014 fórum við Börkur til Flórída að heimsækja Þurý og Edda. Það var yndisleg ferð en hún var orðin veik og fór nokkrum sinnum á spítala. Þegar heim var komið leitaði hún til lækna og fékk MND greiningu í október 2017. Þessi hræðilegi sjúkdómur herj- aði á hana af miklu afli og Eddi annaðist hana af sömu alúð og ein- kenndi samband þeirra alla tíð. Þurý skrifaði mikið um upplifun sína af sjúkdómnum m.a.: „Hvern- ig tilfinning er það að missa málið og geta ekki borðað og drukkið? Ég get varla svarað því, sorg, reiði og söknuður. Ég veit þó að það er mikilsvert að njóta hverrar stund- ar, það gefur góðar minningar og sælutilfinningu í hjartað. Mér finnst alltaf fyndið að hugsa til þess þegar sonarsonur sagði meðan ég fékk næringu gegnum sonduna: „Amma er súkkulaðibragð af þessum poka- mat?““ Skömmu áður en Þurý lést skrifaði hún: Má ég fara upp? Já, elsku Þurý, þú mátt fara upp. Takk fyrir allt, elsku vinkona, sjáumst síðar. Guð blessi þig. Þín Berghildur. Elsku amma mín. Núna er elsku amma mín gengin yfir móð- una miklu, laus úr viðjum MND- sjúkdómsins. Á þessum stundum vakna upp allar yndislegu minn- ingarnar okkar ömmu, labba Laugaveginn hönd í hönd spjall- andi um lífið og tilveruna, kaffi- húsaferðirnar, öll gistipartíin allar helgar á Grundarstíg þegar við afi sátum og hökkuðum í okkur kók- osbollur á meðan amma sat í stóln- um sínum, prjónaði og hneykslað- ist á okkur meðan hún hló. Hjá ömmu var staðurinn sem mér leið best, ég fór alla daga eftir skóla til ömmu og afa, gisti allar helgar. Það var alltaf hægt að leita til ömmu með hvað sem er, alltaf með ráð við öllu, alltaf með opinn arm- inn. Við amma mynduðum einstök tengsl og vorum rosalega góðar vinkonur, við meira að segja sömdum okkar eigið tungumál sem við töluðum hvor við aðra. Ég á ömmu minni allt að þakka, hún kenndi mér allt sem ég kann, allt sem ég veit og allt sem ég er. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Sjáumst í blómagarðinum amma mín, þín Andrea Ósk Óttharsdóttir. „Á endanum erum við lítið ann- að en minningarnar sem við skilj- um eftir okkur,“ heyrði ég ein- hvern segja um daginn. Amma skilur eftir sig margar og góðar minningar hjá mér og stóra og samheldna fjölskyldu sem ég er stoltur að vera hluti af. Ég á henni því margt að þakka. En þó að maður reyni að minna sig á þetta þá fellur það hins vegar í skugg- ann á að ég muni ekki sjá ömmu aftur, a.m.k. ekki strax. Það er sárt og ég á eftir að sakna hennar svo lengi sem ég lifi. Amma var yndisleg og glæsi- leg, það tóku allir eftir henni hvar sem hún kom. Hún var úrræðagóð og einn allra sterkasti karakter sem ég hef kynnst. Það sýndi sig einna best þegar hún greindist með MND-sjúkdóminn í október Þuríður Gunnarsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 27. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 9. apríl klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina Ósk, Búðardal. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Marta Þorsteinsdóttir Margrét Guðbrandsdóttir Stefán Bjarnason Þorbjörg Guðbrandsdóttir Þórður Pálsson Svanberg Guðbrandsson Þóra Skúladóttir Reynir Guðbrandsson Bjarnheiður Jóhannsdóttir Þorsteinn Guðbrandsson Theodóra Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BRYNJÓLFUR SAMÚELSSON frá Bjargi, Ísafirði, lést á Landspítala Fossvogi 31. mars. Útför hans fer fram frá Neskirkju, miðvikudag 10. apríl klukkan 15. Bjarni Brynjólfsson Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Theodór Brynjólfsson Bryndís Kvaran Berglind Hulda Theodórsdóttir Ragnhildur Björk Theodórsdóttir Ásthildur Dóra Þórsdóttir Margrét Edda Lian Bjarnadóttir Þorbjörg Anna Qing Bjarnadóttir Samúel J. Samúelsson Friðgerður Samúelsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 2. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 12. apríl klukkan 15. Einar Bjarni Bjarnason Arndís Einarsdóttir Róbert Kristjánsson Bjarni Einar Einarsson Eydís Garðarsdóttir Björn Anton Einarsson Gróa Dal Haraldsdóttir Heimir Skúli Einarsson Aðalheiður Jóhannesdóttir Anna Margrét Einarsdóttir Gunnlaugur Reynir Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir, SIGURÐUR FINNBJÖRN MAR vélfræðingur, Vatnsstíg 19, Reykjavík lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. apríl. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sæunn G. Guðmundsdóttir Kristín Ingibjörg Mar Birna Mar Steinunn Mar Jóhanna Laufey Ólafsdóttir Steinunn Fjóla Ólafsdóttir Guðrún Katrín Ólafsdóttir Berglind Eva Ólafsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.