Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 26
Hegðun ökumanna á þjóðvegi 1 22% 15% 12% 20% 21% 20% 18% 16% 21% 30% 25% 18% 59% 70% 68% 50% 55% 62% Heimild: Rannsóknamið- stöð Háskólans á Akureyri Lítið vandamál Hvorki né Mikið vandamál Stoppað á hættulegum stöðum Umferð reiðhjóla- fólks Glæfra - legur framúr- akstur Ójafn akstur Hrað- akstur Stefnuljós ekki notuð SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Könnun á viðhorfum at-vinnubílstjóra til hegð-unar í umferðinni á þjóð-vegi 1 á milli Reykjavíkur og Akureyrar leiðir í ljós að ójafn akstur er sá þáttur sem flestir telja mesta vandamálið. Nefndu 70% þátttakenda það sem mikið eða mjög mikið vandamál. Næstflestir töldu stopp á hættu- legum stöðum vera mikið vandamál. Glæfralegur framúrakstur, far- símanotkun ökumanna, hraðakstur og umferð reiðhjólafólks voru einnig mikið vandamál í augum a.m.k. helmings þátttakenda. Það voru Arnar Þór Jóhannesson og Helga Einarsdóttir sem gerðu könnunina fyrir Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri með styrk frá rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Hún var gerð frá því í ágúst í fyrra og fram í febrúar á þessu ári. Megintilgangurinn var að nýta at- vinnubílstjóra til að aðstoða við að greina hegðun ökumanna í umferð- inni á þessari leið í því skyni að skapa forsendur til aukins umferð- aröryggis fyrir vegfarendur. Þátttakendur voru bílstjórar hjá tíu fyrirtækjum sem reglulega sinna farþega- eða vöruflutningum á þjóð- vegi 1 milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Auk þeirra atriða, sem nefnd voru hér að framan, lét yfir helmingur bílstjóranna í ljós áhyggjur af of litlu bili á milli bíla og skorti á því að stefnuljós væru notuð. Fleiri atriði voru nefnd sem nokk- urt vandamál, þar á meðal akstur inn á veg, í veg fyrir bíl, of hægur akstur, röng ljósanotkun, tregða til að hleypa framúr, illa vikið til hægri við mætingar, ólag á ljósabúnaði og akstur vanbúinna bíla. Marktækur munur kom fram á milli svara um hraðakstur eftir aldri. Þeir sem voru yngri voru lík- legri til þess að finnast hraðakstur minna vandamál en hinum eldri. Sérstaklega var spurt um hvort einhver hluti leiðarinnar væri sér- staklega varhugaverður vegna hegðunar ökumanna. Þar skáru þrír hlutar sig úr, kaflinn frá Borgarnesi til Reykjavíkur, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Ennfremur var spurt hvar brýnast væri að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nefndu nær 60% veginn við Varma- hlíð og 34% við Blönduós (t.d. Svína- vatnsleið). Þegar ökumönnum var boðið að koma að sérstökum atriðum sem þeir vildu nefna, var m.a. nefnt að engin löggæsla væri sýnileg á þjóð- veginum, bílstjórar stoppuðu í veg- kanti vegna skorts á útskotum, hringvegurinn væri of mjór og hækka mætti umferðarhraðann í 100 km. Glæfralegur framúr- akstur á hringvegi 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess hefurverið minnstí vikunni að 4. apríl voru 70 ár liðin frá undirritun Atlantshafssátt- málans. Sáttmálinn markaði stofnun Atlantshafsbanda- lagsins, sem hafði það hlutverk að vera brjóstvörn lýðræðis á Vesturlöndum. Aðildin að bandalaginu var umdeild, en engin spurning eru um að ákvörðunin um að taka þátt í stofnun þess reyndist far- sæl og hefur átt lykilþátt í að tryggja öryggi og varnir Ís- lands. Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað og fór til Washington til að undirrita sáttmálann. „Eftir á tel ég mig ekki hafa betra verk unnið en eiga þátt í aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu,“ sagði Bjarni í samtali við Matthías Johann- essen rúmum tuttugu árum síð- ar eins og rifjað var upp í Morgunblaðinu á fimmtudag. Það er heldur engum blöðum um það að fletta að NATO hef- ur gegnt afgerandi hlutverki í að tryggja frið í Evrópu frá því að hildarleik síðari heimsstyrj- aldar lauk. Bandalagið var brjótstvörn friðar og lýðræðis í kalda stríð- inu þegar járntjaldið skipti Evrópu í tvennt. Austan járn- tjaldsins bjó fólk við alræði og kúgun. Andóf var barið niður með hörku og grimmd og her- valdi beitt þegar leiðtogar í Austur-Evrópu voru ekki nógu leiðitamir. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur leystist Varsjár- bandalagið upp. Þau ríki, sem höfðu verið nauðbeygðir banda- menn Sovétríkjanna, vildu þeg- ar tryggja öryggi sitt gagnvart Rússum og biðu ekki boðanna að sækja um inngöngu í Atl- antshafsbandalagið með stjórn- völd í borginni, sem hernaðar- bandalag austurblokkarinnar var kennt við, fremst í flokki. Fyrst eftir lok kalda stríðs- ins þegar farið var að tala um endalok sögunnar lenti banda- lagið í tilvistarvanda. Reyndar kom fljótt í ljós að sögunni var ekki lokið, en hvert átti hlut- verk NATO að vera í breyttum heimi? Sú spurning varð enn ágeng- ari þegar Júgóslavía leystist upp og styrjöld braust út á Balkanskaga og bandalagsríkin í Evrópu stóðu vanmáttug á hliðarlínunni þar til Banda- ríkjamenn tóku frumkvæðið. NATO hefur reyndar ekki skort verkefni eftir lok kalda stríðsins, þótt mörg þeirra hafi verið víðs fjarri aðildarlönd- unum, sem því er ætlað að verja. Í 17 ár hefur NATO verið þátttakandi í stríð- inu í Afganistan. Um þessar mundir steðja ýmis vandamál að NATO. Deilt er um áherslur. Aðildar- ríkin í vestri og suðri eru þeirrar hyggju að straumur flótta- manna og hryðjuverk skapi mesta ógn við öryggi. Aðild- arríkin í austri líta hins vegar til ógnarinnar, sem varð til þess að bandalagið var stofnað og kvarta undan skilningsleysi á því að setja þurfi upp viðunandi varnir gegn Rússum. Það eru ekki nema 25 ár síðan síðustu rússnesku hermennirnir fóru frá Eistlandi. Fyrir tólf árum lömuðu Rússar hálft landið með tölvuárás út af því að ákveðið var að fjarlægja sovéskan stríðsminnisvarða í miðborg Tallinn. Ekki þarf að ræða lengi við ráðamenn í Póllandi eða Eystrasaltsríkjunum til að átta sig á því að í þeirra huga er hættan ljóslifandi. Þá hafa Tyrkir einangrast í NATO og horfa í auknum mæli til Rússa. Í tíð Baracks Obama Banda- ríkjaforseta færðist megin- áhersla Bandaríkjamanna í varnarmálum til Asíu. Fram- kvæmdir Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli vegna eftir- litsflugs benda til áherslubreyt- ingar, en Donald Trump Bandaríkjaforseti gefur ekki mikið fyrir alþjóðleg samtök og hann hefur gagnrýnt harðlega þau aðildarríki, sem ekki borga sinn hlut í samstarfinu. Sú gagnrýni hefur einkum beinst að Þjóðverjum og eru Bandaríkjamenn ekki einir um hana. Markmiðið er að framlag aðildarríkjanna til varnarmála nemi sem svarar tveimur hundraðshlutum af vergri landsframleiðslu. Þjóðverjar hafa verið langt frá því, en í febrúar hétu þeir að framlagið myndi nema 1,5% í það minnsta til ársins 2024. Það vakti því furðu þegar þýska stjórnin ákvað að næstu árin yrði framlagið til varnarmála 1,25% af landsframleiðslu. Er ljóst að Bandaríkjastjórn mun ekki láta kyrrt ligga. Hvað sem þessum vanda- málum líður hefur Atlantshafs- bandalagið hlutverki að gegna. Það er um margt einstakt og hefur reynst lífseigt. Fyrir fund utanríkisráðherra aðild- arríkjanna í Washington í vik- unni í tilefni af afmælinu sagði Mike Pompeo, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að mark- mið ráðherranna væri „að tryggja að NATO yrði til staðar næstu 70 árin“. Aðildin að NATO hefur verið hornsteinn- inn í öryggis- og varnarmálum Íslands og verður það vonandi áfram. Atlantshafs- bandalagið hefur verið brjóstvörn lýðræðis á átaka- tímum og hefur enn hlutverki að gegna } NATO í 70 ár Þ ann 1. apríl síðastliðinn kom fram áskorun til stjórnvalda frá samn- ingsaðilum á markaði þar sem var meðal annars sagt að aðkoma rík- isins að kjarasamningum þyrfti að vera umtalsverð. Þar var talað um verðtrygg- ingu, vaxtalækkun og að létta skattbyrgðinni af þeim tekjuminnstu. Það biðu því líklega margir spenntir eftir því að sjá hvernig rík- isstjórnin myndi bregðast við. Daginn eftir komu hugmyndir frá stjórnvöldum sem þau meta upp á um 100 milljarða á samnings- tímabilinu en á sama tíma litu hugmyndirnar mjög kunnuglega út, margar hverjar litu ná- kvæmlega eins út og búið var að gera ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ég nýtti því tækifærið þegar félagsmála- ráðuneytið kom á fund fjárlaganefndar að spyrja hvaða áhrif kjarasamningarnir hefðu á mál- efnasvið ráðuneytisins þar sem þar voru meðal annars tillögur um auknar barnabætur og fæðingarorlof. Svarið var einfalt, ráðuneytið hafði ekki hugmynd um það. Það þýddi að ég þurfti að gramsa í gegnum þetta sjálfur. Fyrsta vandamálið sem ég lenti í var að í kynningu stjórnarráðsins þá leggur ríkisstjórnin fram 45 tillögur til stuðnings lífskjarasamningunum. Í skjalinu þar sem farið er yfir tillögurnar er bara hægt að finna 38 tillögur. Það er eins og það vanti eina blaðsíðu í tillöguskjalið eða eitthvað. Næsta vandamál sem ég lenti í var að tölurnar sem eru notaðar í tillöguskjalinu eru ekki á sama sniði og í fjármálaáætluninni. Það þýðir að þær eru ekki samanburðarhæfar og ekki hægt að sjá hvort tillögurnar í fjármálaáætluninni og til- lögurnar í lífskjarasamningunum séu í raun bara sömu tillögurnar eða hvort um ein- hverjar viðbætur sé að ræða. Ég hefði haldið, kannski í einfeldni minni, að það væri for- gangsatriði að sýna það á tungumáli fjár- málaáætlunarinnar hverjar breytingarnar eru, því ekki gerðu samningsaðilar kröfur um að aðkoma stjórnvalda væru þær tillögur sem þegar voru komnar fram í fjármálaáætlun. Fyrir mér lítur þetta einmitt svona út, fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur út með ýmsum tillögum sem eiga að greiða fyrir kjarasamningum. Samningsaðilar komast að einhverju samkomulagi og senda áskorun til stjórnvalda um atriði sem munu skipta höf- uðmáli í því hvort niðurstaða fáist. Ríkisstjórnin kemur svo og tilkynnir 100 milljarða pakka inn í þessa lífs- kjarasamninga. Það er augljóst að stór hluti þess pakka var þegar kominn fram. Það er einnig augljóst að samn- ingsaðilar vildu meira. Einu atriðin sem ég finn eru óljós loforð um vexti og verðtryggingu. Flest, ef ekki allt, ann- að hefur þegar komið fram í stefnu stjórnvalda. Það er svona eins og að gefa sama pakkann tvisvar. Snérist áskorun samningsaðila um það að gefa stjórnvöldum tækifæri til þess að gefa sama pakkann tvisvar? Björn Leví Gunnarsson Pistill Að gefa sama pakkann tvisvar Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Margir bílstjóranna töluðu um þörf fyrir betri útskot/áningarstaði við þjóðveg 1 milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Sem dæmi um góð stopp var Lyngdalsheiðin m.a. nefnd, en þar væri ekið út af veginum og stórt bílastæði í nokkurri fjarlægð. Þá var nefnt stæði við Sveinsstaði í Vatnsdal, en þar er einnig salerni sem þótti til fyrirmyndar á slíkum stöðum. Atvinnubílstjórarnir nefndu einnig að þörf væri á að bílstjórar sýndu almennt meiri til- itssemi gagnvart annarri umferð. Þörf er fyrir betri útskot ÞJÓÐVEGUR 1 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þjóðvegur 1. Flutningabíll í Hörg- ársveit á suðurleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.