Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 6. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  82. tölublað  107. árgangur  VIÐ ERUM ENN AÐ SEGJA SVIPAÐAR SÖGUR NÁTTÚRU- ELEMENT Í VERKUNUM FRUMEFNI NÁTTÚRUNNAR 46ÞJÓÐSÖGURNAR 14 Síðumúla 30 Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 - 30% AFSLÁTTUR AF FERMINGARRÚMUM Engholm sængurver að eigin vali fylgir með hverju seldu fermingarrúmi. Falleg fermingarrúm  Níu vegaframkvæmdir eru á lista um flýtiframkvæmdir sem starfs- hópur um fjármögnun samgöngu- framkvæmda hefur reiknað út að séu arðbærastar. Framkvæmdirnar eru út frá höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandsvegi austur fyrir Sel- foss, Reykjanesbraut að Flugstöð og Vesturlandsvegi upp í Borg- arnes, auk Grindavíkurvegar. Allra arðbærustu framkvæmd- irnar eru flýting lagningar Suður- landsvegar frá Norðlingaholti að Fossvöllum og Suðurlandsvegar á milli Kamba og gatnamóta Bisk- upstungnabrautar. »6 Morgunblaðið/Ómar Teppa Mikil umferð er um Suðurlandsveg á annatímum og oft umferðarteppur. Arðbærast að flýta Suðurlandsvegi  Flestir at- vinnubílstjórar nefna ójafnan akstur sem helsta vanda- málið í umferð- inni á þjóðvegi 1 á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Meirihluti nefnir einnig stopp bíla á hættulegum stöðum, glæfralegan framúrakstur, farsímanotkun, hraðakstur og umferð hjólreiða- fólks. Þetta sýnir könnun Háskól- ans á Akureyri. »26 Ójafn akstur vanda- mál á þjóðvegi 1  Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fylgst með ferðalagi íslenskrar konu til Svíþjóðar þar sem hún gekkst undir liðskiptaaðgerð, en í heilt ár hafði hún haltrað um, óvinnufær og kvalin. Mjöðmin var ónýt og þurfti hún nýja og eftir að hafa reynt til þrautar að komast í aðgerð á Landspítalanum var ákveðið að halda út fyrir landstein- ana í aðgerð. »8 og Sunnudagur Haltraði um óvinnu- fær og kvalin í ár Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í gær. Veðrið lék við alla við- stadda sem settu svip á bæinn í þjóðlegum bún- ingum. Dagurinn einkenndist af dansi og söng og tóku nemendur sporið m.a. á Droplaugar- stöðum, Grund, Ingólfstorgi og í porti Miðbæj- arskólans. Löng hefð er fyrir peysufatadeginum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifaði í gær á veðurvefinn Bliku (blika.is) að vorkoman yrði hæg en ákveðin næstu tvær vikur. Ekkert útlit er fyrir hret. Vissulega verða tíð næturfrost og engin leysing „en sólin á hins vegar eftir að skína glatt og ylja að deginum þar sem fyrir- stöðuhæð kemur sér fyrir á hentugum stað. Það eitt eru nokkur tíðindi!“ Einar birti kort sem sýnir hvar hæðin tekur sér bólfestu norðaustur af landinu og heldur lægðunum frá. Braut þeirra liggur langt í suðri með vætutíð í Frakklandi og á Íberíuskaganum. Hér verður sæmilega milt meðan sólar nýtur að deginum, en næturfrost tíð, a.m.k. fram í miðja vikuna. Morgunblaðið/Eggert Pilsaþytur í borginni og vorið kemur hægt en ákveðið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir hugmyndir um eiginfjárlán ríkisins til íbúða- kaupa verða skoðaðar með lagasetn- ingu í huga. Slík lán geti stutt tekju- lága á markaðnum. Þá verði hugmyndir um ráðstöfun skattfrjáls lífeyrisiðgjalds skoðaðar til að styðja tekjulága og fyrstu kaup- endur við kaup á húsnæði. Ráðstöfun séreignar verði mögulega útvíkkuð svo hún nái til fjölmennari hóps. Starfshópur á vegum ráðherrans hefur skilað 14 tillögum um hvernig lækka megi þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað. Markaðurinn brást tekjulágum Ásmundur Einar segir tvær áður- nefndar tillögur verða útfærðar nán- ar en hinar 12 skoðaðar betur. Hann segir aðspurður að markað- urinn hafi brugðist tekjulágum. Með bættri áætlanagerð á vegum nýrrar húsnæðisstofnunar megi stuðla að betra jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar. Þá geti stuðn- ingur við íbúðakaup gert mörgum kleift að fara af leigumarkaði. Horft til reynslu Breta Frosti Sigurjónsson, rekstrarhag- fræðingur, segir eiginfjárlán geta hraðað eignamyndun. Þau komi til viðbótar lánum frá banka. Við sölu íbúðar, eða að 25 árum liðnum, sé eig- infjárlánið greitt til baka. Reynsla Breta af slíkum lánum sé góð og bendi til að þau hafi lítil áhrif á íbúðaverð. Þá sé útfærslan ekki tæknilega flókin og til að mynda vel á færi Íbúðalánasjóðs. »4 Ríkið styðji við íbúðakaup  Félagsmálaráðherra segir nýja gerð lána, eiginfjárlán, geta hjálpað tekjulágum 6-8 þúsund íbúðir » Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, sagði í ræðu er til- lögur starfshópsins voru kynntar að vonir væru bundnar við nýtt húsnæðisfélag. » Það heitir Blær og sagði Ragnar Þór rætt um að félagið gæti mögulega byggt 6-8 þús- und íbúðir á 10-15 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.