Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Nýr forseti Alþjóðaskák-sambandsins, ArkadyDvorkovich, verður við-staddur opnun Reykja- víkurskákmótsins, minningarmóts um Stefán Kristjánsson, sem hefst í Hörpu á mánudaginn. Hann var aðal- framkvæmdastjóri HM í knattspyrnu í Rússlandi sl. sumar og þótti standa sig vel. Þótt hann sé ekki óumdeildur og þyki hafa sterk tengsl við Pútín Rússlandsforseta tóku flestir kjöri hans vel og ekki er útlit fyrir þrásetu hans í stóli eins og fyrirrennarans, nú hefur verið girt fyrir þann möguleika að forseti FIDE starfi lengur en í átta ár. Dvorkovich mun hitta Lilju Al- freðsdóttur menntamálaráðherra og ræða þá hugmynd, að í tilefni 50 ára afmælis einvígis aldarinnar verði heimsmeistaraeinvígið árið 2022 hald- ið hér á landi. Þó að lítil umræða hafi farið fram innan skáksamfélagsins hér og að einvígi Fischers og Spasskís sumarið ’72 lifi eiginlega sjálfstæðu lífi hefur hefur Gunnar Björnsson, forseti SÍ, sent inn kostnaðaráætlun upp á 700 milljónir sem er til skoð- unar hjá ráðuneytinu. Meira en 250 skákmenn eru skráðir til leiks. Heimavarnarliðið er skipað Hannesi Hlífari Stefánssyni, virkasta íslenska stórmeistaranum, Jóhanni Hjartarsyni, Hjörvari Steini Grét- arssyni, Braga Þorfinnssyni, Guð- mundi Kjartanssyni og Birni Þor- finnssyni svo nokkrir séu nefndir. Stigahæsti maður mótsins er Gawain Jones. Sannkallað einvalalið ungra skák- manna mun tefla í Hörpu. Má þar nefna tvo Írana, Alireza Firouzja, 16 ára, en því hefur verið spáð að einn góðan veðurdag verði hann heims- meistari í skák, og Parham Maghs- oodloo, sem er heimsmeistari ung- linga 20 ára og yngri. Og þarna verður yngsti stórmeistari heims, Indverjinn Dommaraju Gukesh, 12 ára, og landar hans Pragnanandhaa og skákdrottningin Tania Sadchev. GAMMA er aðalstyrktaraðili móts- ins. Carlsen efstur í Shamkir Heimsmeistarinn Magnús Carlsen hefur náð forystu á stórmótinu í Shamkir í Aserbaídsjan sem haldið er til minningar um Vugar Gashimov. Carlsen „sveið“ Anand og Navara í 3. og 4. umferð en þeir náðu sér báðir á strik þrátt fyrir það. Staðan: 1. Magn- ús Carlsen 3½ v. (af 5). 2.-3. Anand og Karjakin 3 v. 4.-7. Ding, Radjabov, Navara og Grischuk 2½ v. 8. Mame- dyarov og Topalov 2 v. 10. Giri 1½ v. „Skyldubyrjun“ elítumótanna, Berlínarvörnin, hrundi í eftirfarandi skák fimmtu umferðar: Wisvanathan Anand – Anish Giri Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Það er af sú tíð að menn fór glaðir út í drottningarlausa miðtaflið sem hefst með 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 7. Bxc6 dxc6 8. dxe5 Rf5 9. Dxd8+ Kxd8 o.s.frv. 4. … Bc5 5. c3 0-0 6. Rbd2 He8 7. 0-0 a6 8. Bxc6 dxc6 9. Rc4 Rd7 10. He1 Bf8 11. d4 exd4 12. cxd4 Rb6 13. Rxb6 cxb6 14. h3 b5 15. Bf4 Be6 16. He3 Leikandi létt taflmennska og hvít- ur er með mun betra tafl. 15. … f6 17. b3 Dd7 18. Dc2 Had8 19. Hd1 Df7 20. Bg3 Dh5 21. Bc7! Læsir drottningarvængnum og undirbýr gegnumbrot á miðborðinu. 21. … Hd7 22. Bb6 Bb4 23. Re1 Bf7 24. Rd3 Bd6 25. Hde1 Bb8 26. f4 f5 27. Re5! Bxe5 28. dxe5 fxe4 29. Dxe4 Hd2 30. H3e2 Bd5 31. De3 Hxe2 32. Hxe2 Df5 33. g4 Db1 34. Kf2 h5 35. f5 Dh1 36. Kg3! Frábær leiktækni. Kóngurinn er í öruggu skjóli og svartur án mótspils. 36. … He7 37. Bc5 He8 38. e6 Kh7 39. Dg5 – og Giri gafst upp. Dvorkovich setur Reykjavíkurskák- mótið og ræðir HM- einvígi hér á landi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chess Base Nýr forseti FIDE Arkady Dvorkovich. Langflest okkar nota þráð-laus fjarskipti oft á hverj-um degi og þykir það jafn-sjálfsagt og að skrúfa frá vatni að morgni eða kveikja ljós að kveldi. Hægt er að skipta þráðlausum fjarskiptum í tvo meginflokka, fjar- skipti yfir þráðlaus net (Wi-Fi) og fjarskipti um farsímakerfi. Þó að upplifunin sé svipuð af notkun þess- ara neta eru þau gerólík. Wi-Fi netin eru þau sem fólk notar heima hjá sér eða á vinnustöðum og hafa almennt litla langdrægni. Miðpunktur þeirra er beinir sem tengdur er netinu með ljósleiðara eða símalínu með DSL- tækni. Þessi net þjóna einkum þeim tilgangi að veita fólki „þráðlaust frelsi“ en fjarskiptin fara fram gegn- um fastanetið. Varnir Wi-Fi neta gagnvart árás- um og hlustun óvel- kominna aðila hafa þróast gegnum tíðina. Fyrstu varnir voru nefndar WEP (Wired Equivalent Privacy) og eru mörg ár síðan þær voru brotnar. Fólk ætti alls ekki að nota WEP til varna. Næst kom tækni sem nefnist WPA og WPA2 (Wire- less Protected Access). Árið 2017 uppgötvaðist veila í þeirri tækni sem hefur verið lagfærð í sumum tækjum en ekki öllum. Þeir sem nota þessa tækni í tiltölulega nýjum beinum ættu að vera allvel varðir ef þeir velja nægilega sterkt lykilorð. Í janúar 2018 kom fram þriðja aðferðin sem nefnd er WPA3 og mun bæta öryggi Wi-Fi neta til muna. Hún er þó ekki komin víða í umferð og búist er við því að nokkur ár líði þar til hún kemst í almenna notkun. Nettengingar um farsíma nást í flestum byggðum Íslands og sums staðar utan byggðar. Þeir sem ferðast til útlanda taka eftir því að farsímanet þar veita oft mun verri þjónustu en farsímanet á Íslandi. Þetta stafar af því að farsímanetin á Íslandi eru víða þéttriðin og hér er færra fólk sem nýtir sér getu hverrar far- símastöðvar en gerist erlendis. Geta far- símastöðva skipst milli þeirra notenda sem nota stöðina hverju sinni. Nú eru þrjár kynslóðir far- símakerfa í notkun hér á landi, 2G (GSM), 3G (UMTS) og 4G (LTE). Mest af gagnafjarskipt- unum fer um 3G og 4G, reyndar er 4G hreint gagnafjarskiptakerfi þar sem tal er flutt eins og hver önnur tölvugögn. Gagnafjarskipti um farsíma eru orðin svo ódýr hér á landi að margir eru hættir að nýta Wi-Fi í farsímum sínum og treysta eingöngu á far- símatenginguna. Þá vaknar spurn- ingin um öryggi slíkra fjarskipta, er t.d. hægt að hlera fjarskipti um far- síma? Í maí nk. munu verkfræðingar við Ruhr-háskólann í Þýskalandi og New York-háskólann í Bandaríkj- unum birta grein sem alþjólega verk- fræðingafélagið IEEE gefur út. Greinin ber heitið „Breaking LTE on Layer Two“ og er bæði löng og ít- arleg. Þar kemur fram að hugsanlegt er að komast inn í fjarskipti á 4G neti. Til þess þarf þó mikla þekkingu og búnað og því er ólíklegt að slík inn- brot eigi sér stað af hendi annarra að- ila en stórra fyrirtækja eða leyni- þjónustna. Innbrotin eru af því tagi sem nefnt er „man-in-the-middle at- tack“ og felast í því að setja upp far- símastöð sem smeygir sér inn í fjar- skiptin, tekur við öllum gögnum farsímanotanda og sendir þau áfram en tekur jafnframt af þeim afrit. Þetta þýðir ekki að hægt sé að „hlusta“ á fjarskiptin eða ná í gögnin sem send eru. Hins vegar er hugs- anlegt að finna nöfn þeirra sem eiga í fjarskiptum við tiltekna fjar- skiptastöð og jafnvel hvaða heimasíð- ur þeir heimsækja. Þetta er nefnt „Website fingerprinting“. Þeir sem vilja vita meira um þetta efni geta farið á heimasíðuna https:// alter-attack.net. Öryggi þráðlausra fjarskipta Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Ný aðferð í þráðlaus- um fjarskiptum, nefnd WPA3, mun bæta öryggi þráðlausra neta til muna. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi Öryggi Hversu auðvelt er að hlera fjarskipti um farsíma? Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.