Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Sjöunda október 2006 stofnaði Vél- stjórafélag Íslands, Akk, styrktar- og menningarsjóð vél- stjóra og vélfræðinga. Markmið m.a. að styrkja rannsóknir á vinnuumhverfi, aðbún- aði og vinnuaðstöðu vélstjóra og vélfræð- inga ásamt námsefni og kennsluað- ferðum vélstjóranáms. Vegna sam- einingar Vélstjórafélag Íslands og Félags járniðnaðarmanna 14. októ- ber 2006 í VM-félag vélstjóra- og málmtæknimanna kom fram í sam- þykktum sjóðsins að þeim yrði ekki breytt nema með samþykki meiri- hluta vélstjóramenntaðra manna á aðalfundi VM. Á aðalfundi VM 2011 var samþykkt tillaga stjórnar um að sjóðurinn tæki ekki einungis til vél- stjóramenntaðra manna, heldur til allra félagsmanna VM sem fjölgaði félagsmönnum Akks úr um 2.100 í 3.900, eða um 86%, sem rýrði hlut þeirra sem fyrir voru, bæði hvað varðaði framlög til nefndra verkefna svo og vægi atkvæða þeirra, um allt að 46%. Fjöldi ágalla á samþykkt og undirbúningi tillögunnar Að mati undirritaðs voru margir ágallar á undirbúningi og samþykkt tillögunnar, m.a. hverjir greiddu at- kvæði og hvernig tillagan var kynnt, en sagt var að hér væri eingöngu um nafnabreytingu að ræða sem engin áhrif hefði á rétt núverandi sjóðsfélaga. Málinu var stefnt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og þess krafist „að engin gild breyting hafi verið gerð á samþykktum sjóðsins á nefndum aðalfundi“. Stefndu kröfð- ust þess aðallega að málinu yrði vís- að frá dómi sem hlýtur að segja nokkuð um trú þeirra á mál- staðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 23. des. 2015. Þar var kröfu stefndu um frávísun hafn- að á grundvelli þess að undirritaður hefði ekki lögvarinn rétt til þess að fá málið dómtekið en orðið í einu og öllu við kröfu stefnanda. Stefndu áfrýjuðu til Hæstaréttar þar sem aðalkrafan var frávísun. Hæstiréttur kvað upp dóm 7. des- ember 2017 og vísaði málinu frá dómi á þeirri forsendu að stefnandi hefði ekki sýnt fram á að hann hefði lögvarinn rétt til þess að fá málið dómtekið. Í stjórnarskránni 72. gr. er kveðið á um friðhelgi eignarrétt- arins og í þeirri 73. um tjáning- arfrelsið og að því megi einungis setja skorður með lögum og þá í þágu allsherjarreglu, öryggis o.fl. Með nefndum breytingum á sam- þykktum Akks var gengið freklega gegn ákvæðum beggja þessara greina. Lítum fyrst á eignarréttinn. Félagsmenn Akks áttu rétt á fram- lögum til rannsókna á vinnuum- hverfi og aðbúnaði á vinnustöðum þeirra ásamt námsefni og náms- aðferðum vélstjórnarnáms. Almennt er viðurkennt að möguleikar hvers og eins til bættra kjara á vinnu- markaði felist í hæfni hans til þess að takast á við þau verkefni sem honum eru falin hverju sinni. Af sjálfu leiðir að þeim fjármunum sem ætlað er til þess að auka hæfni við- komandi á vinnumarkaði, bæta kjör hans eru hans eign auka eigið virði hans. Sömuleiðis þeim fjármunum sem varið er til rannsókna á vinuað- stöðu og aðbúnaði sem hlýtur að leiða til breytinga til bóta sem leiða ætti til færri sjúkdóma og aukinna lífsgæða. Undir hvað annað en eign er hægt að flokka fjármuni sem ætl- aðir eru til nefndra verkefna. Lítum á tjáningarfrelsið. Hvað erum við að gera þegar við greiðum atkvæði? Við erum að tjá okkur um ákveðið málefni. Í nefndu tilfelli var dreg- ið úr vægi atkvæða þeirra sem fyrir voru í sjóðnum um í kringum 46%. Er hægt að kalla það annað en að tján- ingarfrelsinu hafi í þessu tilfelli verið sett- ar skorður sem er í andstöðu við 73. gr. stjórnarskrár- innar. Að öllu þessu virtu er það mín skoðun að með dómi Hæstaréttar 718/2016 hafi verið brotið gegn bæði 72. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Það sem er einna daprast í málinu er að réttarstaðan er mjög óljós. Af hverju segir hópur gáfumanna, mál- inu var bara vísað frá. Þannig er það bara. Þá gleymist að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm sem áður hefur verið minnst á að und- angengnum réttarhölum, málflutn- ingi, vitnaleiðslum og tilheyrandi þar sem nefnd breyting var numin úr gildi. Það eina sem virðist ólög- mætt er að stefnandi hafði ekki lög- varinn rétt til þess að fá málið dóm- tekið að mati Hæstaréttar. Dómurinn sem slíkur uppfyllti öll skilyrði, annað hefur a.m.k. ekki komið fram hingað til. Getur það samrýmst lögum? Hver er nú réttarfarsleg staða fé- laga í verkalýðsfélögum almennt á Íslandi að gengnum þessum dómi Hæstaréttar. Hún er í meg- inatriðum sú að þeir eru réttlausir gagnvart yfirgangi í eigin félagi þar sem meirihlutinn getur knúið fram það sem honum sýnist, beitt öllum tiltækum brögðum án þess að hægt sé að láta viðkomandi svara til saka. Í þessu tilfelli lá fyrir að ekkert eft- irlit var með því hvort fleiri greiddu atkvæði en til þess bærir. Tillagan var ekki kynnt í fundarboði á full- nægjandi hátt. Villt var um fyrir fundarmönnum með því að tillagan hefði ekki önnur áhrif en nafna- breytingu. Fundargerð var trúlega rituð eftir á, aldrei frágengin lög- formlega, þess í stað undirrituð af stjórn félagsins sem er algjörlega fráleitt þar sem á aðalfundum gerir stjórnin félagsmönnum grein fyrir verkum sínum. Stéttarfélög eru valdastofnanir í hverju samfélagi, þau starfa í um- boða sinna félagsmanna, semja um kaup og önnur kjör fyrir þeirra þeirra hönd og annast samskipti við stjórnarvöld. Það getur einfaldlega ekki samrýmst 70. gr. stjórn- arskrárinnar, um rétt manna til þess að fá mál sín dómtekin að fé- lagsmenn stéttarfélaga séu þar und- anskildir. Er starfsemi stéttarfélaga utan réttarkerfisins? Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal »Hæstiréttur útilokar félagsmenn stétt- arfélaga frá því að fá niðurstöðu um hvort eigið félag fari að sett- um reglum um starf- semi stéttarfélaga. Höfundur er fv. yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Loðvíki 14. konungi Frakka er eignuð setn- ingin: „Ríkið, það er ég.“ (fr. L’État, c’est moi). Hefur þetta verið haft til sannindamerkis um alræði hans og eig- ið mat á óskeikulleika. Svo ekki sé talað um sjálfsálit. Ekki er laust við að orð sólkonungs- ins sjálfumglaða rifjist upp þegar hlýtt er á ís- lenska seðlabankastjórann ræða ávirðingar umboðsmanns Alþingis, og annarra, á hendur honum. Sú gagnrýni, sem umboðsmaður við- hafði á opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á dög- unum, verður þó seint talin léttvæg eða ómálefnaleg. Kannski að seðla- bankastjóri líti svo á að: „Le Ban- que Centrale, c’est moi?“ Spyr sá sem ekki veit. Orð Tryggva Gunnarssonar um- boðsmanns Alþingis, sem er orðvar maður, eru áfellisdómur yfir vinnu- brögðum starfsmanna Seðlabanka Íslands. Jafnvel hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum með vinnubrögð- in og taldi starfsmenn bankans hafa farið offari gegn Samherja. At- hugasemdir á borð við böðlast á borgurunum og tilraunastarfsemi með refsiheimildir er ekki eitthvað sem umboðsmaður Alþingis lætur hafa eftir sér að óathuguðu máli. Benti hann einnig á að það krefðist ekki mikillar lögfræðikunnáttu að lesa regluverkið, þetta snerist ein- faldlega um íslenskukunnáttu. Það er samt sem áður svo að orð hans ættu ekki að koma á óvart því Ragnar Árnason hagfræðingur og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum hafði talað á svip- uðum nótum. Umboðsmaður Alþingis sá ástæðu til að minna forsvarsmenn Seðlabankans á að í jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar fælist ekki að ef bankinn hefði brotið gegn einum aðila ætti hann að halda áfram og brjóta gegn öllum öðrum. Út á það gengi jafnræðisreglan ekki. Fyrir nákvæmlega sjö árum varð gríðarlegt fjölmiðlafár þegar Seðla- bankinn réðst inn í húsakynni Sam- herja í fylgd starfs- manna RÚV, sem fyrir „hreina tilviljun“ voru mættir með myndavélarnar. Í framhaldinu fengum við hvern fréttatímann og Kastljósþáttinn á fætur öðrum um ætluð brot Samherja. Ráð- herrar og aðrir voru fljótir fram á völlinn og virtust sannfærðir um sektina þrátt fyrir að félaginu sjálfu hefði ekki einu sinni verið kynnt tilefni húsleitarinnar. Helstu heimildarmenn RÚV virðast hafa verið Gróa á Leiti og systur hennar og jafnvel var gengið svo langt að klippa til viðtöl sem höfðu verið tek- in í allt öðrum tilgangi mörgum mánuðum áður svo þau pössuðu við þá mynd sem RÚV vildi mála af Samherja. RÚV sá ekki ástæðu til að nefna að áður en viðtölin voru tekin hafði starfsmaður fjölmiðilsins lýst því yfir austur á fjörðum að hann ætlaði sér að taka Þorstein Má „niður“. (Hvað ætli það þýði á blaðamannamáli?) Tilgangurinn virtist því ekki hafa verið hlutlæg frásögn heldur blóðþorsti. Þá læðist jafnframt að manni sá grunur að tilgangurinn hafi verið pólitískur þegar horft er til þess að daginn fyrir húsleitina var nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða kynnt. Minna fer fyrir fjölmiðlafárinu nú þegar seðlabankastjóri stendur með allt niður um sig og heimtar launa- hækkun áður en hann lætur af störfum. Og þá hefur umboðsmaður Alþingis kallað eftir því að aðkoma RÚV að þessu máli verði skoðuð, ég vænti þess að eftir því verði farið og sá hluti málsins verði upplýstur hið fyrsta. En hvað stendur svo eftir, eftir allan þennan málatilbúnað? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Dómstólar felldu stjórnvaldssekt á Samherja úr gildi. Sérstakur saksóknari og bankaráð sögðu Samherja hafa skil- að meiri gjaldeyri til landsins en honum bar og skattrannsókn- arstjóri taldi enga ástæðu til að skoða málið. Seðlabanki Íslands stærir sig af því á heimasíðu sinni að stofnunin sé sjálfstæð og þurfi því ekki að svara neinum. Ef seðlabankastjóri ætlar að slá um sig með þeim hætti þá skal hann líka axla ábyrgðina. Það þýðir ekki núna þegar búið er að afhjúpa afglöp hans að benda í allar áttir og kenna öllum öðrum stofnunum ríkisins um yfirganginn. En það sem mér finnst sorgleg- ast sem starfsmanni Samherja og hafandi starfað við þessa atvinnu- grein í að verða yfir 40 ár er um- ræðan. Hún kristallaðist í upphafi þessa ömurlega máls í því að það væru bara glæpafyrirtæki sem störfuðu í sjávarútvegi. Sleggju- dómar í þá veru komu frá alls kon- ar fólki sem sjálfsagt kýs að gleyma þeim núna, en það mætti rifja þá upp. Þá hefur það löngum verið vin- sælt af fyrrverandi og núverandi stjórnmálamönnum að hnýta í sjáv- arútveg við hvert tækifæri og líf sumra stjórnmálamanna virðist hanga á þeim þræði. Það er rauna- legt að sumir skuli finna sér fróun í því að tala niður einu atvinnugrein- ina sem Íslendingar eru fremstir í á heimsvísu. Við eigum að hlúa að sjávar- útvegi svo hann megi dafna. Slíkt er til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Fólk sem hefur ekkert annað til málanna að leggja en niðurrif hefur gott af því að taka sér frí frá op- inberri umfjöllun – og jafnvel frí frá opinberum störfum til frambúðar. „Seðlabankinn, það er ég“ Eftir Pál Steingrímsson »Kannski að seðla-bankastjóri líti svo á að: „Le Banque Cent- rale, c’est moi?“ Spyr sá sem ekki veit. Páll Steingrímsson Höfundur er sjómaður. pall.steingrimsson@gmail.com Allt um sjávarútveg ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.