Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS 2019 ENGINN AÐGANGSEYRIR. SKRÁNING Á VEFNUM WWW.SI.IS HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ BORÐA? SÉRSTAÐA OG SAMKEPPNISFORSKOT Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU HILTON REYKJAVÍK NORDICA 2. HÆÐ, SALUR H & I MIÐ. 10. APRÍL KL. 10.00-12.00 DAGSKRÁ ÁVARP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra GLOBALCHANGES IN FOODLANDSCAPE HenkJanOrmel, sérfræðingur hjáMatvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðuþjóðanna (FAO) HEILNÆMI ÍSLENSKRAMATVÆLA HrönnJörundsdóttir, sviðsstjóri hjáMatís, BrigitteBrugger ogVigdísTryggvadóttir, sérgreinadýralæknar hjáMatvælastofnun STYRKUR ÍSLANDS– MATVÆLASTEFNA ÍMÓTUN ValaPálsdóttir, formaður starfshópsum matvælastefnu fyrir Ísland MATARFERÐAÞJÓNUSTAÁ NORÐURLANDI Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MarkaðsstofuNorðurlands ÁFANGASTAÐURINNAUSTURLAND– MATARUPPLIFUN MaríaHjálmarsdóttir, verkefnastjóri, Austurbrú FUNDARSTJÓRI: ERNABJARNADÓTTIR, hagfræðingurBændasamtaka Íslands Fundi lýkurmeðhádegishressingu – íslensktoggott PALLBORÐSUMRÆÐUR, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, auk frummælenda. M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefur kynnt drög að reglugerð um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er líka að finna drög að reglugerð um veiðar með dragnót þar sem lagt er til að reglugerðir er gilda um þessar veið- ar verði sameinaðar í eina reglugerð auk annarra breytinga. Sams konar breytingar er að finna í samráðsgátt- inni varðandi rækjuveiðar. Í öllum tilvikum er umsagnarfrestur til 16. apríl. Varðandi tímabundnar lokanir á veiðisvæðum segir í kynningu að starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veið- arfæra, veiðisvæði og verndunar- svæði á Íslandsmiðum hafi skilað skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar á framkvæmd lokana veiðisvæða. Skyndilokanir á grunnslóð Í samráðsgáttinni kemur fram að á undanförnum árum hafi skyndilok- unum á djúpslóð fækkað, en fjölgað á grunnslóð. Með öðrum orðum hafi skyndilokanir færst af hefðbundnum veiðisvæðum togaraflotans inn á grunnslóðina, þar sem hluti línubát- anna, en þó sérstaklega handfæra- bátarnir stunda veiðar. Starfshópurinn lagði til að tiltekn- um svæðum, þar sem mest væri um skyndilokanir eða smáfisk, yrði lokað með reglugerð. Í drögunum sem nú eru kynnt er lagt til að sextán svæð- um verði lokað tímabundið til 2-3 ára. Af þessum sextán svæðum eru níu svæði ný og þar er lagt til að lokunin gildi hluta úr ári, en á sjö svæðum eru reglugerðir nú þegar í gildi og þar eru fimm svæði lokuð hluta úr ári en tvö svæði lokuð allt árið. Samráð og saga skyndilokana Tillögurnar voru gerðar í samráði og samstarfi við Hafrannsóknastofn- un, Fiskistofu, Landssamband smá- bátaeigenda (LS), Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) og Sam- tök smærri útgerða (SSÚ). Í hluta draganna er farið alfarið eftir tillög- um heimamanna en hluti draganna byggist á sögu skyndilokana og öðr- um gögnum þar sem engar tillögur frá heimamönnum bárust eða sam- starfsvilji þeirra var lítill, segir í kynningu í samráðsgáttinni. Samhliða er lagt til að viðmiðunar- mörkum vegna lokana veiðisvæða verði breytt samkvæmt tillögu Haf- rannsóknastofnunar. Sýndarmennska? Fjallað er um fyrirhugaðar breyt- ingar á lokunum veiðisvæða á heima- síðu Landssambands smábátaeig- enda. Þar segir að benda megi á að lítið tillit hafi verið tekið til athuga- semda sem gerðar voru eftir að starfshópurinn sem fjallaði um end- urskoðun á regluverkinu skilaði skýrslu til ráðherra í september 2018, en reglugerðin sé samin með hliðsjón af tillögum starfshópsins. „Fjöldi athugasemda var gerður við tillögur starfshópsins og því spurning hvort ekki sé eingöngu um sýndarmennsku að ræða að setja þessa reglugerð nú í samráðsgátt- ina,“ segir á heimasíðu LS. Svæðalokanir komi í stað skyndilokana  Breytingar kynntar á reglugerðum um lokanir, dragnót og rækjuveiðar Á línu Skyndilokunum hefur fækkað á djúpslóð, en fjölgað á grunnslóð. ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn Úthlutun menningarverðlauna, umhverf- isviðurkenninga og styrkja er árlegur viðburður hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er mikil- vægt að fagna fjölbreyttri menningu, umhverf- isvitund og frumkvöðlastarfi í sveitarfélaginu,“ sagði bæjarstjórinn Matthildur Ásmundsdóttir af þessu tilefni. Alltaf fylgir því nokkur eftir- vænting að sjá hverjir hljóta viðurkenningar og styrki. Alls voru veittir 25 styrkir til ýmissa fé- lagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem staðfestir mikla grósku á þessum sviðum.    Eva Bjarnadóttir í Öræfum hlaut menn- ingarverðlaunin fyrir óeigingjarnt starf en hún hefur gert upp gamalt sláturhús á Fagurhóls- mýri og er þar nú vinnustofa fyrir listsköpun.    Viðurkenningar umhverfisnefndar hlutu: Ragnhildur Eymundsdóttir fyrir fallega og snyrtilega lóð við heimili sitt að Holti í Nesjum, Guðrún Sturlaugsdóttir fyrir einstaklings- framtak og að hvetja íbúana til að huga að um- hverfinu í víðu samhengi og leikskólinn Sjón- arhóll hlaut viðurkenningu í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir endurgerð húsnæðis skólans og leikvallar.    Fílamaðurinn í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, sem nemendur framhaldsskól- ans og félagar í leikfélaginu settu á svið, hefur fengið einstaklega góðar viðtökur áhorfenda. Sýningin er öllum sem að henni standa til sóma og sýnir vel hvað ungt fólk getur afrekað þegar það fær tækifæri og aðstöðu til að sýna hvað í því býr.    Stækkun hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs sem komið er í ákveðið ferli er mikið fagnaðar- efni fyrir íbúa héraðsins enda hefur fram- kvæmdinni verið frestað í áratug. Núverandi húsnæði var komið til ára sinna og orðið tíma- bært að bæta aðbúnað til að koma til móts við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi í dag.    Mokfiskirí hefur verið hjá netabátum undanfarið svo elstu menn muna vart annað eins. Dæmi eru um allt að 70-80 tonnum í róðri. Þó vel gangi á netavertíðinni þá bætir það ekki skaðann vegna loðnubrests og hruns í hum- arstofninum. Hefur það áhrif á samfélagið í heild en er alvarlegast fyrir sjómennina, fisk- verkafólkið og fyrirtækin. Margir, meðal ann- arra veitingafólk, hafa áhyggjur af því hvort humarbærinn standi undir nafni í ár enda humarréttir vinsælir á matseðlinum.    Farfuglarnir flykkjast nú til landsins og mikill fjöldi þeirra hefur viðkomu í héraðinu eft- ir langt flug til landsins. Fuglarnir vekja jafnan áhuga fólks og vel er fylgst með komu þeirra. Þar fara fremstir Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn Arnarson hjá Fuglaathugunarstöð Suð- austurlands, sem eru óþreytandi að merkja fugla og miðla upplýsingum daglega á netinu á síðunni fuglar.is. Þó eru ekki allir ánægðir með ágang stóru grasbítanna, álfta og gæsa, sem valda tjóni á túnum bænda. Ljósmynd/Menningarmiðstöð Hornafjarðar Verðlaunahafar Handhafar menningarverðlauna og umhverfisviðurkenninga Hornafjarðar. Fjölbreytt menning og frumkvöðlastarf verðlaunuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.