Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 5 herbergja einbýli ásamt bílskúr á mjög eftirsóttum stað í Reykjanesbæ. Grunnskóli, framhaldsskóli og íþróttamannvirki í göngufæri. Stærð 192,3 m2 Verð kr. 51.500.000 Baugholt 15, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Um síðustu helgi var fjallað hér um hin elstu indóevrópsku tungu-mál. Nær helmingur mannkyns talar nú tungumál úr hópi afkom-enda þeirra; þ.e. sá helmingur sem tók sér bólfestu í núverandiEvrópu og Síberíu, Persíu og Indlandi – og ruddi síðar frum- byggjum annarra málaætta undan sér í Ameríku, Ástralíu og víða um Eyja- álfu. Í Afríku og mið- og austanverðri Asíu eru töluð mál annarra ætta; málin á Madagaskar og í Indónesíu eru í sérstakri fjölskyldu, og til að rugla aðeins í myndinni skjóta hin framandi finn-úgrísku mál upp kollinum í Lapplandi, Finnlandi, Eistlandi, Ungverjalandi og hér og þar í austurvegi – og í Baska- landi er töluð baskneska sem var líklega útbreidd á Íberíuskaganum áður en fólk með indóevrópskt mál á vörunum fluttist þangað. Á sautjándu öld heilluðust Íslendingar af hinni fram- andi basknesku þeirra fjöl- mörgu hvalveiðimanna sem sóttu hingað. Hér voru tekin saman basknesk-íslensk orðasöfn sem eru ólíkt þekkilegri minning um samskiptin við Baska en Spán- verjavígin 1615, þegar íslensk yfirvöld höfðu forystu um að myrða hér fjölda baskneskra skipbrotsmanna sem urðu hælisleitendur og síðan útilegumenn á Vestfjörðum eftir að bændum mistókst að koma þeim fyrir á bæjum sínum á meðan beðið var eftir vorskipum. Okkur finnst skyldleiki þjóða ráðast af skyldleika þeirra tungumála sem þær tala – þótt ekki sé það ótvírætt. Við höllum okkur t.d. að norrænumæl- andi löndum í þjóðarættrækninni þótt meirihluti landnámsmanna hafi komið frá Bretlandseyjum og stór hluti fólks verið gelískumælandi og/eða tvítyngd- ur – og menningin blönduð eftir því. Norrænu málin teljast germönsk í indó- evrópsku fjölskyldunni, en gelísku málin eru keltnesk við hlið rómanskra mála líkt og grískan. Þessar ættir mynda fylkingu andspænis slavneskum, baltneskum og indóírönskum málum sem teygja sig austur um til Indlands. Mikilvægi málaættanna kom í ljós um daginn þegar Hagstofan birti rann- sókn á þjóðernisbundnum launamun hér á landi. Innflytjendur reyndust lægra launaðir en við sem eigum íslensku að móðurmáli og launin lækkuðu eftir því sem móðurmálið var fjær íslenskunni á ættartré málanna. Þannig var norrænumælandi fólk aðeins lítillega lægra en íslenskumælandi, þau sem töluðu önnur germönsk mál, keltnesk og rómönsk komu þar á eftir, en þriðju í röðinni voru þau sem ólust upp við slavnesk og baltnesk mál. Vel þar fyrir neðan var fólk sem talaði ekki einu sinni indóevrópsk tungumál. Viðurkennt er að kyn hafi áhrif á launagreiðslur en það kom á óvart að skyldleiki tungumála hafi líka forspárgildi um hvernig fólki er greitt fyrir sömu vinnu hér á landi. Það minnir okkur á efnahagslegt mikilvægi málvís- indanna og maður spyr sig af hverju launamisrétti sem ræðst af ólíkum móð- urmálum launþega skuli ekki hafa komið meira við sögu í hinum yfirlýs- ingaglöðu kjaraviðræðum undanfarnar vikur. Borgað eftir indó- evrópsku máli Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Mismunun Hagstofan hefur birt rannsókn á þjóðernisbundnum launamun hér á landi. Bakgrunnur þeirrar kjaradeilu sem lauk seintá miðvikudagskvöld með undirritun nýrrasamninga var ákvörðun Kjararáðs sálugaum kaup og kjör æðstu embættismanna sumarið 2016 svo og um kjör alþingismanna og ráð- herra haustið það sama ár. Þær ákvarðanir voru ótvíræð vísbending um að fámennir hópar í sam- félaginu væru byrjaðir að misnota aðstöðu sína sjálf- um sér til hagsbóta á kostnað allra hinna. Sömu þró- un mátti sjá í launakjörum æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði sem aðallega eru í eigu lífeyr- issjóða. Síðustu tæp þrjú ár hafa staðið nánast linnulausar umræður um þessar ákvarðanir og hvernig við skyldi bregðast. Það dró ekki úr þeim umræðum þegar í ljós kom að þessir fámennu hópar töldu að sambæri- legar launahækkanir til annarra mundu setja efna- hagslíf þjóðarinnar úr skorðum. Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarmeiri- hluta á Alþingi voru þau að leggja Kjararáð niður og málflutningur talsmanna ríkisstjórnarinnar bar þess merki að þeir teldu að með því hefðu þeir keypt sér frið. Þegar upp var staðið frá samningaborðinu á mið- vikudagskvöld kom þessi bak- grunnur ekkert við sögu sem vekur þá spurningu hvort rík- isstjórnin hafi „keypt sér frið“ með þeim fjölmörgu aðgerðum sem boðaðar voru af hálfu ríkisvaldsins í tengslum við lausn kjaradeilunnar. Væntanlega finn- ur einhver fjölmiðill hjá sér hvöt til þess að spyrja þeirrar spurningar næstu daga. Þegar ríkisstjórnin kynnti upphaflegar hugmyndir sínar um skattalækkanir sem engu máli skiptu í þessu samhengi bentu þær ekki til þess að mikill vilji væri til frekari aðgerða af hennar hálfu til að greiða fyrir lausn kjaradeilunnar. Annað kom á daginn. Þegar horft er á þessa atburðarás úr fjarlægð má velta því fyrir sér hvort verkalýðsfélög og vinnuveit- endur hafi í raun sameinast um kröfugerð á hendur ríkisstjórninni með þessum árangri. Hinn möguleik- inn er sá að VG og Framsóknarflokkur hafi sett Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar innan rík- isstjórnar og gert honum ljóst að yrði ekki gengið til móts við slíkar kröfur væri samstarfi flokkanna þriggja lokið. En þetta eru auðvitað hreinar vangaveltur. Hvernig svo sem þessi atburðarás hefur orðið til er ljóst að með hinum nýju kjarasamningum hefur verið stigið skref í rétta átt í þróun samfélagsins. Með þeim er viðurkennt að krafan um að lægst laun- aða fólkið geti lifað af launum sínum var og er rétt- mæt. Og jafnframt er viðurkennt að margvíslegar kröfur sem uppi hafa verið í samfélaginu um nauðsyn aðgerða í húsnæðismálum, um vexti og verðtrygg- ingar, um vernd fyrir leigjendur, um félagslegar um- bætur, eiga líka rétt á sér. Allt eru þetta þættir sem eiga heima í umræðum á Alþingi en af einhverjum ástæðum er það fyrst þeg- ar þrýstingur kemur vegna kjaradeilu sem brugðizt er við. Hvað veldur slíkum sofandahætti hjá alþing- ismönnum? Er til staðar hjá þeim skortur á áhuga á samfélagslegum umbótum? Gleymast skyldur við kjósendur um leið og kjöri hefur verið náð? Alla vega rifjast þær upp þegar kemur að næstu kosn- ingum. Þessi forsaga er rifjuð upp til að minna á að með þeim kjarasamningum sem nú hafa verið gerðir er ekki lokið því verkefni sem í ljós kom á árinu 2016 að er fyrir hendi. Hvort sem við viljum kalla þá hópa sem reynt hafa að misnota aðstöðu sína á kostnað allra hinna „hina nýju stétt“ eins og Milovan Djilas gerði í samnefndri bók sinni eða „djúpríkið“ eins og áþekkt fyrirbæri hefur verið kallað víða um lönd á seinni ár- um er ljóst að þá misnotkun verður að stöðva. Það eru ekki stjórn- málaflokkarnir sem slíkir sem ábyrgðina bera á þeirri mis- notkun heldur fámennir hópar í forystu þeirra allra. Og kannski er kominn tími á að sá „þögli meirihluti“, svo vísað sé til frægra ummæla Richards Nixons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem til staðar er inn- an flokkanna láti að sér kveða innan þeirra og taki þessa baráttu upp þar. Það er í krafti atkvæða þess þögla meirihluta sem fólk situr á Alþingi. En auðvitað er við ramman reip að draga eins og Kjartan Valgarðsson, flokksmaður í Samfylkingu, fékk að kynnast á flokksstjórnarfundi þess flokks um miðjan marz þegar hann lagði fram tillögu þess efnis að fella ætti úrskurð Kjararáðs haustið 2016 úr gildi. Tillögunni var vísað til flokksstjórnar og mál- efnanefndar til meðferðar í haust eða á næsta ári! Tryggð við forystusveitir flokka er sterk hér og vafalaust margar skýringar á því. Hún skipti veru- legu máli á tímum kalda stríðsins svo að dæmi sé nefnt. En sú tryggð hefur líka verið misnotuð af þeim sem hafa notið hennar og þeirra umhverfi með því að líkja því nánast við eins konar „landráð“ að hafa aðra skoðun. Nær lagi er að segja að slíkar sak- argiftir eigi við um þá sem misnota það traust sem þeim er sýnt af pólitískum samherjum. En hvað sem slíkum hugleiðingum líður er ljóst að uppreisnarmennirnir í verkalýðshreyfingunni hafa náð þeim árangri að hrinda nauðsynlegum þjóð- félagsumbótum af stað. Og hvernig svo sem jákvæð viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa orðið til fer ekki á milli mála að með þessum málalokum hefur núver- andi ríkisstjórn tryggt stöðu sína til loka kjör- tímabils að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt hægt. Samfélagsumbótum hrint af stað Kannski er kominn tími á hinn „þögla meiri- hluta“ innan flokkanna. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is John Rawls, helsti hugsuður nú-tímajafnaðarstefnu, spyr, hvar fátækt fólk sé best sett. Eflaust svara sumir, að lítilmagninn búi við skást kjör á Norðurlöndum, ekki síst í Svíþjóð. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar norrænu hagkerfin í Norðurálfu, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur og Ísland, eru borin saman við norrænu hagkerfin í Vesturheimi, Alberta, Saskatchew- an og Manitoba í Kanada og Minne- sota og Suður- og Norður-Dakota í Bandaríkjunum, kemur í ljós, að meðaltekjur á mann eru almennt miklu hærri í amerísku löndunum. Munurinn er aðallega sá, að sumir eru miklu ríkari í amerísku hagkerf- unum. Kjör hinna tekjulægstu eru svipuð. Tæki Svíþjóð upp á því að verða 51. ríki Bandaríkjanna, þá væri hún í röð tekjulægri ríkjanna. Fróðlegt er og að bera saman meðaltekjur Svía í Svíþjóð og Bandaríkjamanna af sænskum upp- runa. Árið 2008 voru þær 36.900 dal- ir í Svíþjóð og 56.900 dalir í Banda- ríkjunum, en þá voru meðaltekjur í öllum Bandaríkjunum 46.500 dalir. Allt segir þetta sömu sögu: Lægsta tekjuþrepið er svipað á Norður- löndum og á norðurslóðum Vest- urheims, en tekjustiginn nær miklu lengra upp. Með öðrum orðum eru tækifærin miklu fleiri í Vesturheimi. Sænsku leiðirnar eru líka þrjár, ekki ein. Upp úr miðri nítjándu öld náðu frjálshyggjumenn völdum í Svíþjóð og beittu sér fyrir umbót- um: Árin 1870-1936 óx sænskt at- vinnulíf örast í heimi. Áður en jafn- aðarmenn hrepptu völdin 1932 voru lífskjör orðin góð og tekjudreifing jöfn, eftir því sem þá gerðist. Fyrsta sænska leiðin var fetuð árið 1870- 1970: Svíar bjuggu við svipaða skatta og grannþjóðirnar og frjálst, opið hagkerfi. Horfið var af þeirri braut í tuttugu ár, 1970-1990, skatt- ar stórþyngdir og atvinnulíf hneppt í fjötra. Þetta hafði fyrirsjáanlegar afleiðingar: Framkvæmdamenn fluttust brott, störf sköpuðust að- eins í opinbera geiranum, fjölmennir hópar völdu bætur í stað vinnu. Þeg- ar allt var komið í óefni sneru Svíar við blaðinu, juku atvinnufrelsi og lækkuðu skatta. Þriðja sænska leið- in, sem farin hefur verið frá 1990, er eins konar málamiðlun jafn- aðarstefnu og frjálshyggju: Ekki er gengið lengra í skattheimtu og tekjujöfnun en atvinnulífið þolir, og jafnframt er reynt að auka verð- mætasköpun, til dæmis með einka- rekstri skóla og sjúkrahúsa. Mættu Íslendingar læra margt af reynslu Svía. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sænsku leiðirnar þrjár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.