Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ. Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna. Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj. Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Laugardaginn 6. apríl frá 14:00-15:00 Sunnudaginn 7. apríl frá 14:00-15:00 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikill áhugi er meðal framhalds- skólanema á að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Kjósa þeir frekar að geta haft aðgang að slíkri þjón- ustu í skólanum en á heilsugæslu- stöðvum. Lítill áhugi er á sálfræði- þjónustu í gegnum netið, nemendur kjósa frekar persónuleg samtöl við sálfræðinga. Margir nemendur vita ekki hvort sálfræðiþjónusta er í boði innan skólans og bæta þarf upplýs- ingagjöf um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta er meðal niðurstaðna skoðanakönnunar sem gerð var meðal framhaldsskólanema hér á landi í síðasta mánuði. Átta þúsund svöruðu Samkvæmt upplýsingum frá Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhalds- skólanema, var könnunin lögð fyrir á tveggja vikna tímabili í 24 fram- haldsskólum í gegnum Innu, kennslu- og upplýsingakerfi í skól- unum. Alls svöruðu í kringum átta þúsund manns könnuninni og þessa dagana er verið að vinna úr niður- stöðunum. Þær verða birtar í heild sinni á næstu vikum. Könnunin var gerð í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið. Hlúa þarf að geðheilsu framhaldsskólanema Meðal þess sem spurt var um, að sögn Gunnhildar, var hvort viðkom- andi hefði nýtt sér þjónustu sálfræð- ings, hvort áhugi væri fyrir að nýta slíka þjónustu, hvort fýsilegra væri að slík þjónusta væri innan skólans eða á heilsugæslustöðvum, og hvort áhugi væri á sálfræðiþjónustu í gegnum netið. „Það er ekki mikill áhugi á sál- fræðiþjónustu í gegnum netið. Það bendir til þess að fólk sé líka að leita sér að manneskju til að tala við, enda hafa ekki allir aðgang að því heima. Samkvæmt könnuninni vilja nemendur frekar fá sálfræðiþjón- ustu inni í skólunum en á heilsu- gæslunni. Þeir vilja hafa þetta í nær- umhverfinu og finnst greinilega erfiðara að labba inn á heilsugæslu- stöð,“ segir Gunnhildur. Hún segir töluvert vanta upp á framhaldsskólar meti geðræn vandamál sem alvöruveikindi. Tölur um brottfall vegna geðrænna vanda- mál og brota á mætingarreglum sýni þó þörfina fyrir að betur sé hlúð að geðheilsu nemenda. „Þetta er orðið miklu minna tabú en það var en engu að síður kemur í ljós í könnuninni að margir vissu ekki af sálfræðiþjónustu í sínum skóla eða töldu hana fyrir hendi þeg- ar svo var ekki.“ Gunnhildur segir að Samband ís- lenskra framhaldsskólanema hafi barist fyrir því að sálfræðiþjónusta verði aðgengileg í öllum skólum síð- ustu ár. Það sé hluti af forvörnum að slík þjónusta sé til staðar. Ef nem- endur þurfi á víðtækri meðferð að halda geti hún farið fram á heilsu- gæslustöðvum eða á stofum sálfræð- inga. „Það þarf að taka þetta skref. Að kalla þetta neyðarástand er vægt til orða tekið.“ Þörf á öflugri stoðþjónustu Síðustu þrjú ár hefur verið til- raunaverkefni í gangi í MH þar sem boðið hefur verið upp á ókeypis sál- fræðiþjónustu. Bóas Valdórsson sál- fræðingur hefur starfað þar við góð- an orðstír. „Það er áhugi og vilji til að halda þessari vinnu áfram enda hefur verið mikil ánægja með þetta framtak,“ segir Bóas í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að huga þurfi sérstaklega að því að tryggja fjár- magn í stoðþjónustu í menntaskóla. Nemendur á menntaskólaaldri þurfa á stuðningi að halda. Það er þörf á því að veita öfluga stoðþjón- ustu í menntaskólum ef við ætlum að viðhalda öflugu menntakerfi og draga úr brottfalli. Öflug stoðþjón- usta kallar á skólasálfræðing, náms- ráðgjafa og sérkennara.“ Hann segir að ekki hafi verið mót- uð afgerandi stefna um sálfræði- þjónustu í öllum framhaldsskólum eða hjá ráðuneytinu. „Staðan í dag er misjöfn eftir skólum. Það eru þó nokkrir framhaldsskólar sem bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólanum og annars staðar hafa þeir aðgengi að slíkri þjónustu. Þessi þjónusta er mjög ólík að umfangi og í áherslum. Það hefur ekki verið gerð sérstök úttekt á því hver þörfin er eða hvernig hún er að þróast. Þeir sál- fræðingar sem ég er í samskiptum við segja að eftirspurnin sé mikil og nemendur nýti þjónustuna vel þegar hún er í boði. Ég tel að það sé mikilvægt að þjónustan sé aðgengileg í nærum- hverfi nemenda. Sálfræðingar nýt- ast betur ef þeir starfa inni í skólum og geta stutt við nemendur í þeirra umhverfi. Bæði er auðveldara að nýta sér hana og hún nýtist fleir- um.“ Erum að berjast við brottfall Bóas kveðst hafa áhyggjur af því að fjármögnun fyrir sálfræðiþjón- ustu í menntaskólum sé ekki tryggð. Þar standi upp á stjórnvöld því skólastjórnendur séu oftast vel upp- lýstir um mikilvægi þessa, að hans mati. „Auðvitað þarf að tryggja fjár- hagslegt svigrúm til að skólar geti boðið upp á þessa þjónustu. Við er- um að berjast við brottfall og við viljum stuðla að ákveðnum forvörn- um í baráttunni fyrir bættri geð- heilsu ungmenna hér á landi.“ Vilja sálfræðinga inn í skólana  Ný könnun meðal menntaskólanema sýnir áhuga á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna  Ekki verið mótuð stefna hjá stjórnvöldum  Mikil ánægja með þriggja ára tilraunaverkefni í MH Morgunblaðið/Hari Menntaskóli Nemar vilja aðgang að ókeypis sálfræðiþjónustu í skólum. Bóas Valdórsson Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.