Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Í meira en áratug hafa íslensk stjórn- völd viljað leggja nið- ur núverandi ör- orkumat og taka upp svokallað starfsget- umat. Á meðan stjórnvöld vinna und- irbúningsvinnuna bíða öryrkjar eftir kjarabótum þannig að þeir geti fram- fleytt sér og sínum á viðunandi hátt og tekið þátt í sam- félaginu eins og aðrir. Það er alveg ljóst að stjórnvöld eiga mikið starf óunnið áður en starfsgetumat kemur til framkvæmda og í mínum huga er ég ekki sannfærður um að stjórnvöldum takist ætlunarverk sitt, en ef þeim tekst það mun það taka nokkur ár. En hvað eiga ör- yrkjar að gera á meðan til að framfleyta sér? Örorkulífeyrir frá Trygginga- stofnun ríkisins er í dag rúmar 247 þúsund kr. fyrir skatt, fyrir utan heimilisuppbót sem aðeins 30% ör- orkulífeyrisþega fá. Þegar búið er að greiða skatt af 247 þúsundum eru eftir til ráðstöfunar rúmar 212 þúsund kr. Það er öllum ljóst að þessi lága upphæð hrekkur skammt í heimilisbókhaldinu og ill- mögulegt er að ná endum saman og þurfa örorkulífeyrisþegar að lifa á loftinu seinni hluta hvers mánaðar. 1. janúar síðastliðinn fengu ör- orkulífeyrisþegar að jafnaði innan við 8 þúsund kr. eftir skatta í hækkun á lífeyri fyrir árið 2019 og ljóst er að verðbólgan á þessu ári mun éta hækkunina upp og því verður engin raunhækkun þetta árið. Þetta er ekki ný staðreynd fyrir okkur öryrkjana. Allir fá mun meiri hækkun en við! Í mörg ár hefur örorkulífeyrir verið á pari við atvinnuleysisbætur en frá og með 1. janúar sl. munar rúmum 32 þúsund kr. á mánaðar- greiðslum. Við hjá Öryrkjabanda- laginu höfum þráspurt stjórnvöld hverju þetta sætir en fáum engin skýr svör og menn yppta öxlum og segja að þetta hafi bara gerst, eins og stjórnvöld hafi ekki komið nálægt breyt- ingunum. Sýnið okkur sann- girni og virðingu! Stjórnvöld geta ekki kennt forsvars- mönnum Öryrkjabandalagsins um þá kjaragliðnun sem lífeyrisþegar hafa þurft að taka á sig síðastlið- inn áratug. Stjórnmálamenn og -konur bera alla ábyrgð á slæmum kjörum öryrkja og það er löngu orðið tímabært að losa fatlað og veikt fólk út úr fátæktargildrum t.d. með því að losa okkur undan krónu-á-móti-krónu-skerðingunni. Svona skerðingar þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar og allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa sagt að það eigi að afnema þetta óréttlæti strax en ekkert gerist. Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er að hækka atvinnuleysisbætur um rúmar 42 þúsund kr. og skilja aldraða og öryrkja eftir með ein- ungis 3,6% hækkun sem étin verð- ur upp í verðbólgu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur er úti á túni við að draga úr fátækt því fátækt hefur þvert á móti aukist í íslensku samfélagi. Ég skora á Katrínu að stíga fram og verja þá sem verst standa án tafar. Fyrst er að viðurkenna vandann og síðan að bregðast við honum með ábyrgum hætti. Er verið að svelta okkur til hlýðni? Eftir Halldór Sævar Guðbergsson Halldór Sævar Guðbergsson » Það er mikið óunnið hjá stjórnvöldum og vinnan mun taka nokkur ár. Hvað eiga öryrkjar að gera á meðan til að framfleyta sér? Höfundur er varaformaður ÖBÍ. Þótt margt hafi verið gert með ágætum eftir efnahagshrunið, þá vantar meiri skerpu og framsýni í stjórnmálin svo hér skapist meira traust og stöðugleiki til framtíðar. Reyndar er það svo að margir botna lítið í hinu póli- tíska umhverfi sem hér hefur myndast að hluta. Framsýnir stjórnmálamenn til þjóðmálanna þurfa að stíga betur fram til þarfra umbóta- og aðhalds- verka og gæta þess að ekki verði dregið úr sjálfstæði okkar og öryggi til lands og sjávar. Reglulegar hag- og rekstrarsveiflur eru ekki nátt- úrulögmál sem ekkert er hægt að gera í. Það sama á við um mikla misskipt- ingu til launa og lífeyris sem hér hef- ur fengið að þróast til lengri tíma. Almennt treysti fólk á að staðið yrði að meiri jöfnuði í landinu eftir efnahagshrunið 2008, en í þess stað stefnir í mikið launaþjark á næstu mánuðum. Þar þurfa stjórnvöld, sveitarstjórnir, atvinnurekendur og verkalýðsforystan að standa skyn- samlega að verki til að ná sátt og meiri jöfnuði í launaumhverfið. Miðaldaviðhorf til launa og afkomu mega ekki ráða þar för. Afnema þarf skatta og gjöld af lágum lífeyris- greiðslum og vissri upphæð af sér- eignasparnaði eftir starfslok, þar sem margir lenda þá oft í framfærslu- vanda. Meira jafnræði til launa og af- komu myndi skapa meiri stöðugleika og traust í þjóðfélagið og efla hagvöxt á breiðari grunni og bæta heilsufar. Stjórnvöld verða að íhuga betur að opinber rekstur, hálaunaráðningar hér og þar í kerfinu og framkvæmdir oft með ómældum kostnaði eru ekki einkamál þeirra sem þar ráða för hverju sinni. Það er einnig mál skatt- greiðenda/þjóðarinnar. Mikil umræða hefur farið fram um kaup erlendra aðila á bú- og veiði- jörðum og ýmsum rekstrareiningum hér á landi. Nauðsynlegt er að stjórn- völd setji skarpari reglur varðandi þessa þætti ef hér á ekki að stefna í sama farið og víða hefur gerst erlendis með slæmum afleiðingum. Sumir telja að allt sé fengið til bættra lífsgæða með óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum í stað þess að efla hér sjálfbæra og heilsu- væna gæðaframleiðslu. Það á öllum að vera ljóst sem til þekkja að innflutningur á matvöru getur breyst á einni nóttu varðandi framboð, verð og heilnæmi sem og að sú gullnáma sem gjarnan er rætt um með inngöngu í ESB er ekki fyrir hendi. Flestir þekkja ástandið sem var hér eftir efnahagshrunið og þá um- ræðu sem varð í kjölfarið um þarfar úrbætur í aðhalds- og eftirlitskerfinu. Þeir sem til þekkja segja að lítið hafi í reynd verið gert í þeim efnum og því geti svipuð áföll læðst yfir þjóðfélagið á ný. Mörgum finnst margt vera að fara í svipaðan farveg og var hér fyrir hrun og ýmsum sjónhverfingum haldið á lofti. Háar fjárkröfur eru víða að koma fram, sem stofnað var til eftir hrun, sem ekkert fæst upp í vegna við- skiptasnúninga, kennitöluflakks og fleiri þátta. Á þessu þarf að taka, t.d. kennitöluflakki og fleiru, eins og stjórnvöld eru nú að huga að. Skuldir eru víða miklar í rekstri og hjá ein- staklingum og það er talnaleikur að miða skuldastöðu t.d. hjá ungu fólki við núverandi þensluverð húseigna sem fáir hafa í reynd efni á að kaupa. Ekkert hefur verið gert til að stemma stigu við uppfærslu verðtryggðra lána með ofurvöxtum, t.d. ef verð- bólgan fer á skrið á ný, sem myndi skapa miklar hremmingar og eigna- upptöku hjá almennu launafólki, en hagnað hjá öðrum. Áherslur um sölu ríkisfyrirtækja sem gefa góðan arð til þjóðarbúsins koma reglulega fram. Slíkar hugleið- ingar þarf að meta af yfirvegun með hag þjóðarinnar í fyrirrúmi, ekki ein- stakra aðila. Við megum ekki við því að flytja úr landi ónýttar og óunnar afurðir á lágu verði, t.d. orku, fisk o.fl. Nýta hér frekar og vinna með há- tækni- og hálaunastörfum. Skatta- yfirvöld segja að undanskot séu hér mikil, ca 100 milljarðar eða meira á ári hverju, þ.e. á sama tíma og lág- launahópar eru skattlagðir upp í rjáf- ur. Slík aðför að samfélaginu árum saman hlýtur að kalla á skarpar að- gerðir stjórnvalda. Flestir þekkja hvernig gengið var að mörgum íbúðareigendum og fleir- um eftir hrun og 20% afslætti á gjald- eyri til landsins sem margir fjár- sterkir aðilar frá hruni nýttu sér til kaupa á húseignum og fleiru fyrir lít- ið. Samkvæmt fréttum hafa 11 til 12 þúsund íbúðir eða fleiri farið á upp- boð og/eða í nauðungarsölu frá hruni. Lánaniðurfærslurnar 2011 og 2014 hefði þurft að útfæra betur, sér í lagi 2011. Margir eru enn í vanda eftir efnahagshrunið þegar þjóðfélagið var því sem næst lagt á hliðina og margt sem ekki hefur verið upplýst nægj- anlega varðandi þann víðtæka þjóð- arskell. Ár eftir ár er talað um þarfar úrbætur á framangreindum þáttum og fleiru, en síðan gerist lítið í þeim efnum. Helst að menn dæsi þegar í óefni er komið og lappi upp á hlutina með skammtímalausnum. Stjórnvöld þurfa að horfa betur á heildarmynd- ina og taka á ýmsum veikleika sem víða er í kerfinu svo þjóðfélagið lendi ekki ítrekað í skakkaföllum. Það gæti svo margt blómstrað hér betur fyrir þjóðarheildina ef hlustað væri betur eftir þörfum umbóta- og aðhalds- þáttum. Vonandi eflist sú sýn til verka sem fyrst með eftirfylgni öflugra stjórn- málamanna og fagaðila sem víðast úr samfélaginu. Þjóðin þarf á því að halda. Það vantar meiri skerpu og framsýni í stjórnmálin Eftir Ómar G. Jónsson » Það gæti svo margt blómstrað hér betur fyrir þjóðarheildina ef hlustað væri betur eftir þörfum umbóta- og að- haldsþáttum. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og talsmaður áhugahópsins sjálfstæða framfara- hópsins. GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. ÖRFÁAR ÍBÚÐIR EFTIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þeg- ar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.