Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 sp ör eh f. Sumar 25 Blómlegar sveitir, ótrúlega vel varðveitt miðaldaþorp, konungshallir, forn klaustur og kastalar eru meðal þess sem við kynnumst í þessari ferð um Rúmeníu. Við förum m.a. um Transilvaníu, heimsækjum kastala Drakúla í Bran og siglum um óshólma Dónár. Endum ferðina á að kynnast hinni dásamlegu Búdapest og nágrenni hennar. 20. ágúst - 3. september Fararstjórn: Steingrímur Gunnarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 364.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! ÁDrakúlaslóðum íRúmeníu Á ársfundi Samtaka fyrirtækja ísjávarútvegi, SFS, sem hald- inn var í gær, sagði sjávarútvegs- ráðherra að það væri „frumskylda stjórnvalda að tryggja sem best stöðugleika í rekstrarumhverfi íslensks sjávar- útvegs til lengri tíma og búa greininni samkeppnishæft starfsumhverfi. Tryggja að þau verði ekki undir í harðri alþjóðlegri samkeppni. Þar hefur gjaldtaka mikið vægi en ekki síður þarf að róa að því öllum árum að útflutningur á sjávaraf- urðum til Evrópusambandsins og annarra mikilvægra markaða verði sem greiðastur og að fullu tollfrjáls. Sú vinna stendur yfir.“    Rekstrarumhverfi þessararhelstu undirstöðuatvinnu- greinar landsins er gríðarlega mikilvægt og ánægjulegt að ráð- herra nefni sérstaklega að gjald- taka vegi þar þungt.    Í því sambandi er nauðsynlegtað hafa í huga að íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri og harðri samkeppni við sjávarútveg annarra landa.    Og sjávarútvegur annarralanda býr ekki við þær að- stæður að vera skattlagður sér- staklega umfram allar aðrar at- vinnugreinar.    Þvert á móti er sjávarútvegurvíða niðurgreiddur.    Þetta er það starfsumhverfisem íslenskum sjávarútvegi er búið og það er fjarri því að vera sanngjarnt. Kristján Þór Júlíusson Ósanngjarnt starfsumhverfi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vanmat á aðstæðum var orsök þess að farþegaskipið Ocean Diamond rakst utan í endann á Norðurgarði í innsiglunni til Reykjavíkur í lok maí á síðasta ári, samkvæmt áliti sigl- ingasviðs rannsóknanefndar sam- gönguslysa, en málið var afgreitt frá nefndinni á mánudag. Skemmd- ir urðu bæði á garðinum og skipinu. Áður en siglt var inn á milli garð- anna hafði skipið verið í vandræð- um fyrir utan innsiglinguna og lent of langt suður frá henni. Í skýrslu nefndarinnar segir að við rannsókn hafi komið fram að hafnsögumaður hafi verið um borð. Hann kvað þetta hafa verið mannleg mistök sem fólust í því að hafa ekki farið fjær innsiglingunni áður en siglt var þar inn. Í skýrslu skipstjóra kom fram að vindhviða hefði valdið því að skipið lenti utan í enda hafnargarðsins í innsiglingunni. Hann hefði lagt inn í höfnina vegna ráðlegginga hafn- sögumanns en taldi það hafa verið mistök hjá sér. Fram kom hjá hafnsögumannin- um að einhver vandræði hefðu verið með skiptiskrúfuna í fyrri ferðum skipsins. Hann hafi því orðað það við skipstjórann hvort búnaðurinn væri í lagi þegar hann kom um borð og fengið þær upplýsingar að svo væri. Þegar skipið var í vandræðum fyrir utan höfnina fannst honum það ekki bakka eðlilega. Þá kemur fram í álitinu að engar upplýsingar liggi fyrir um vélar- vandræði, hvorki frá skipstjóra eða útgerð þrátt fyrir að eftir því væri leitað. aij@mbl.is Ljósmynd/Kristján Þór Júlíusson Ocean Diamond Skipið lenti í vandræðum fyrir utan garðana við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Vanmat á aðstæðum  Skemmdir er farþegaskip rakst utan í hafnargarð fyrir ári Krónan ehf. hefur áfrýjað til Lands- réttar dómi Héraðsdóms Suður- lands frá 4. mars síðastliðnum í máli sem fyrirtækið höfðaði á hendur sveitarfélaginu Árborg og Heil- brigðiseftirliti Suðurlands. Krónan krafðist þess að ógilt yrði með dómi stjórnvaldsákvörðun heilbrigðiseft- irlitsins frá 6. desember 2016 þar sem kveðið var á um að brauðmeti í verslun fyrirtæksins á Selfossi skyldi varið með umbúðum eða með öðrum hætti sem tryggði að mat- varan spilltist ekki eða mengaðist. „Það er mat dómsins að athuga- semdir og ábendingar stefnda, Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, sem lutu að meðferð stefnanda á brauðmeti í verslun sinni, hafi verið réttmætar þar sem telja verður að augljós og raunveruleg hætta hafi verið á því að viðskiptavinir hnerri eða hósti yfir brauðið eða handfjatli það með ber- um höndum. Hafa ber í huga að ólíkt grænmeti verður brauð ekki skolað fyrir notkun. Verður því að fallast á að mengunarhætta hafi verið fyrir hendi og voru athugasemdir stefnda í samræmi við framangreind laga- og reglugerðaákvæði,“ segir í dómi héraðsdóms. Í dómnum kemur fram að áður en til þvingunaraðgerða af hálfu eftir- litsaðila kom hafi Krónan orðið við kröfum stefnda og breytt innrétt- ingum í versluninni. Því hafi ekki verið sýnt fram á að eiginleg stjórn- sýsluákvörðun hafi verið tekin í mál- inu og af þeim sökum verði stefndu sýknaðir af kröfum um ógildingu stjórnsýsluákvarðana. Krónunni var gert að greiða hvorum stefnda um sig eina milljón króna í málskostnað. hdm@mbl.is Krónan áfrýjar dómi í brauðmálinu  Raunveruleg hætta talin á að hnerrað væri á brauðið  Bíður Landsréttar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.