Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 *F or se nd ur áb yr gð ar er u re gl ul eg t þj ón us tu ef tir lit se m ka up an di be r ko st na ð af .L es tu m ei ra um áb yr gð in a á w w w .k ia .c om /a by rg d. *G re id d he ild ar fjá rh æ ð á 7 ár um er 5. 38 3. 13 9 kr .Á rle g hl ut fa lls ta la ko st na ða r er 9, 19 % Fylgdu straumnum 36.777 kr.M.v. 50% innborgun eða bíl í uppítökuog lán til 84 mánaða. Vextir 7,7 %. Afborgun á mánuði: ASKJA · Krókhálsi 11–13 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Fjölhæfur fjölskyldubíll með allt að 64 km rafdrægni Nýr Kia Optima Plug-in Hybrid er vel búinn og umhverfismildur fjölskyldubíll. Hann hefur 440 lítra farangursrými og er því afar rúmgóður, með allt að 64 km rafdrægni og yfir 1.000 km heildardrægni á eldsneyti og rafmagni. Optima PHEV er bæði fáanlegur í Sportswagon og Sedan útgáfu. Komdu og reynsluaktu Kia Optima PHEV. Við tökum vel á móti þér. 4.590.777 kr. Optima PHEV EX á verði frá: Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Síaukin skattheimta og gjaldtaka undanfarinna ára og hækkandi rekstrarkostnaður eru farin að taka verulega í hjá mörgum sjávar- útvegsfyrirtækjum,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi, á að- alfundi samtakanna í gær. Hann sagði að hallað hefði undan fæti undanfarin misseri hvað varð- aði samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði og benti m.a. á að þrír af stærstu stjórnmálaflokkum Noregs hefðu allir ályktað gegn aukinni gjaldtöku á hefðbundinn sjávar- útveg og fiskeldi. Jens Garðar rifjaði upp hvatningu Ólafs Thors, forsætisráðherra, í ára- mótaávarpi 1945 og sagði síðan: „Sem eyþjóð við heimskautsbaug höfum við þurft að treysta afkomu okkar á viðskipti við aðrar þjóðir. Engum dyrum var lokað og við átt- um farsæl viðskipti við þjóðir þvert á landamæri, köld stríð eða aðrar pólitískar stefnur. Heimsvalda- pólitík stoppaði okkur ekki í að auka hagsæld og velferð – Íslendingar byggðu brýr til þeirra þjóða sem vildu eiga við okkur viðskipti. Stjórnmálamenn dagsins í dag verða einnig að hafa það hugfast að enn þann dag í dag byggjum við vel- ferðarsamfélag okkar á sömu for- sendum. Frjálsum og óheftum við- skiptum.“ Greinin að slíta barnsskónum Hann sagði íslensk stjórnvöld hafa það í hendi sér að auka hér út- flutningsverðmæti á sjávarafurðum um 100 milljarða á næstu árum eða sem nemur sömu útflutnings- verðmætum og þorskstofninn gefur af sér í dag. Norðmenn, Færeyingar og Skotar hefðu nú þegar nýtt sér sama sóknarfæri og byggt upp öfl- ugan fiskeldisiðnað í sínum löndum. Hér væri komin viðbót við íslenskan sjávarútveg sem ekki hefði þegið eða beðið um neina uppbyggingar- samninga eða aðrar fyrirgreiðslur af hendi ríkisvaldsins heldur verið að byggja upp þekkingarsækinn iðnað á landsbyggðinni. „Því verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með að nú liggi fyrir Alþingi frumvarp um auðlindagjald af sjókvíaeldi þegar það liggur fyrir að greinin er rétt að slíta barns- skónum, er í uppbyggingarfasa og ekki eitt fyrirtæki í sjókvíaeldi er ennþá farið að skila hagnaði. Hér er nýr akur, sem getur gefið ríkulega af sér til framtíðar,“ sagði Jens Garðar. Markmiði náð Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegsráðherra, sagði í ávarpi sínu á fundinum að hann teldi að með nýj- um lögum um veiðigjald hefði það markmið náðst að greiðsla gjaldsins tæki tillit til afkomu fyrirtækja eins og hún væri á hverjum tíma og að gjaldið væri einfalt, stöðugt og fyrirsjáanlegt. „Hvað sem öllu þessu líður verður stóra þrætueplið í allri þessari um- ræðu þó alltaf það sama. Hversu stóran hluta á ríkið að taka til sín? Ég veiti því sjónarmiði – að það gjald sem var lögfest sé of hátt – fullan skilning. Á sama tíma tel ég þó augljóst að núverandi gjaldtaka sé á allan hátt betri en það sem áður var og efast um að nokkur myndi vilja snúa til baka,“ sagði Kristján. Hann sagði einnig að það skyti á margan hátt skökku við að á sama tíma og stjórnvöld hvetji til þess að íslenskur sjávarútvegur ráðist í fjár- festingar á umhverfisvænni skipum sé lagt sérstakt gjald á þessar sömu fjárfestingar sem ekki þekkist í rekstrarumhverfi erlendra sam- keppnisaðila. „Hér er ég að vísa til þess stimp- ilgjalds sem greiða ber við eigna- tilfærslur fyrir skip yfir 5 brúttó- tonnum. Þessa gjaldtöku þarf að endurskoða enda myndi það fela í sér hvata fyrir íslenskan sjávar- útveg til að hraða enn frekar endur- nýjun fiskiskipaflotans og þannig stuðla að loftslagsvænni sjávar- útvegi. Það er öllum til hagsbóta.“ Skattar og gjöld farin að taka verulega í  Frjáls og óheft viðskipti grundvöllur velferðarsamfélagsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Jens Garðar Helgason, formaður SFS, og Kristján Þór Júlíusson. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við höfum mjög lengi haft af því áhyggjur að grunnskólanemendur séu í skipulögðu starfi eða vinnu allt frá því þau eru lítil. Þetta er sem dæmi afleiðing af þeirri umræðu sem snýr að löngum vistunartíma barna í leikskólum. Og í framhaldi af því eru yngstu börnin í grunn- skólum flest hver í lengdri viðveru. Þau eru því flest með skóladag frá átta til fimm, en síðan bætast tóm- stundir, íþróttaiðkun og tónlist, of- an á þetta og langt fram á kvöld.“ Þetta segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, en sl. fimmtu- dag greindi Morgunblaðið m.a. frá því að vinnuvika nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð væri á milli 40 og 50 klukkustundir. Er það að teknu tilliti til mætingar í kennslustundir, heimanáms, laun- aðrar vinnu og skipulagðra æfinga vegna tónlistarnáms, íþróttaiðkunar o.fl. „Það sem síðan gerist í elstu bekkjum grunnskóla er að börnin fara að draga úr tómstundum og fara þess í stað að vinna með skóla á kvöldin og um helgar. Þetta mikla vinnuálag á íslensk börn og ung- menni er vel þekkt og heldur áfram inn í framhaldsskólann,“ segir Þor- gerður Laufey og bætir við: „Ís- lensk ungmenni vinna mikið í dag sem áður, en kannski hefur það breyst úr því að vera einungis laun- uð vinna og farið meira í tónlistar- og íþróttanám enda höfum við náð framúrskarandi árangri í þessum greinum sem eru utan við hið hefð- bundna skólastarf.“ Opna þarf umræðu um álag Þorgerður Laufey bendir á að mörg þessara barna standi sig vel í bæði námi og áhugamálum. Engu að síður sé þörf á að fylgjast með álagi á börn með tilliti til aukins kvíða. „Þessar miklu kröfur um að standa sig koma auðvitað einhvers staðar fram. Við þurfum að fara að opna á umræðuna um álag og þá einkum hvenær toppnum er náð.“ Morgunblaðið/Hari Grunnskóli „Við þurfum að fara að opna á umræðuna um álag og þá eink- um hvenær toppnum er náð,“ segir formaður Félags grunnskólakennara. Vinnuálag vel þekkt hjá börnum Upptekin ungmenni » Vinnuvika nemenda í Menntaskólanum við Hamra- hlíð er á milli 40 og 50 klst. » Íslensk ungmenni hafa lengi verið þekkt fyrir að vinna mikið með námi sínu. » Auknu álagi fylgir hættan á auknum kvíða og því er þörf á að opna umræðu um álag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.