Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er nötur-legt að lesalýsingu
Sigurðar Sig-
mannssonar á
þrautagöngu sinn í
heilbrigðiskerfinu
í Sunnudagsblaði
helgarinnar. Þar
lýsir hann tveggja
ára bið eftir aðgerð á hné. Á
meðan á biðinni stóð versnaði
ástandið á hnénu til muna,
sem kallaði á stærri aðgerð.
Hann fékk loks vilyrði fyrir
því að fara til Svíþjóðar í að-
gerðina, en vegna þess að
hann hafði fengið blóðtappa
var talið að hann mætti ekki
við ferðalaginu og því vildu
Svíarnir ekki taka hann. Sá
hann fram á slíka bið sár-
kvalinn eftir aðgerð hér heima
að hann ákvað að borga sjálfur
fyrir að fara undir hnífinn á
Klíníkinni. Sú aðgerð var
helmingi ódýrari en sú
sænska hefði verið, en ekki er
við það komandi að hún verði
endurgreidd.
Í baráttu sinni fyrir að kom-
ast í aðgerð hefur Sigurður átt
í miklum samskiptum við heil-
brigðiskerfið. „Ástandið hjá
mér versnar bara og versnar,“
segir hann í einum tölvupóst-
inum. „Mér finnst þetta mjög
óréttlátt og er mjög ósáttur
við þetta ömurlega kerfi.“
Í umfjöllun Morgunblaðsins
tvo sunnudaga í röð um þessi
mál hafa ýmsar brotalamir
komið fram. Í blaðinu nú um
helgina lýsir Yngvi Ólafsson,
yfirlæknir á bæklunar-
skurðdeild Landspítalans,
ástandinu og dregur ekkert
undan.
Hann bendir á að uppbygg-
ing heilbrigðisþjónustunnar
sé ekki í neinu samræmi við
fjölgun íbúa í landinu og hin
löngu tímabæra sjúkrahús-
bygging, sem nú sé að skríða
af stað, verði sennilega of lítil
þegar hún verður fullbyggð.
Hvað biðlistana snertir
bendir hann sérstaklega á
hinn svokallaða fráflæðis-
vanda, sem lýsi sér í því að
sjúklingar festist á legudeild
spítalans og taki upp rúm sem
annars yrðu nýtt undir sjúk-
linga, sem þurfi að leggjast
inn í styttri tíma, eins og eftir
liðskiptaaðgerðir.
Einnig vantar hjúkrunar-
fræðinga og svæfingarlækna,
sem til dæmis sést á því að
nýting bráðaskurðstofu, sem
búin var til, er innan við 50%.
Yngvi segir að sér finnist
sorglegt að ekki hafi tekist að
byggja upp þessa starfsemi
hér heima og segir að þrátt
fyrir allt sé ódýrasti kosturinn
að gera þessar aðgerðir innan
spítalans. „En ég
skil vel fólk sem
fer út, það á rétt á
því og það þarf að
gera það upp við
sjálft sig. Sama
gildir um Klíník-
ina. Sá hluti sem
hefur farið út og
farið á Klíníkina
hefði annars verið á biðlista
hér,“ segir hann og bætir við
aðspurður að sér finnist „eig-
inlega skrítið“ að Sjúkra-
tryggingar Íslands vilji ekki
semja við Klíníkina vegna lið-
skiptaaðgerða, þó ekki væri
nema tímabundið. „Það eru
þúsund manns á biðlista með
sínar þjáningar,“ segir hann.
„Mér finnst sjálfsagt að reyna
að koma þeim til hjálpar á ein-
hvern hátt.“
Þessar þjáningar mælast
vitaskuld hvergi í hagtölum,
en kostnaður þeirra í vinnu-
tapi og lyfjakostnaði kemur
hins vegar fram auk þess sem
líkurnar á að endurheimta
fyrri heilsu minnka eftir því
sem biðin lengist.
Sigurður Sigurmannsson
lýsti sinni reynslu í bréfi til
Sjúkratrygginga Íslands:
„Þessi bið hefur kostað mig
miklar kvalir og tekið frá mér
mikil lífsgæði í nær tvö ár;
vinnuna, áhugamálin og ýmis-
legt annað.“
Sigurður hefur fengið sér
lögfræðing til að sækja rétt
sinn, þótt Sjúkratryggingar
Íslands hafni alfarið að taka
þátt í greiðslu kostnaðar.
Gildir þar einu þótt sú aðgerð
hafi verið ódýrari, en aðgerð-
in, sem þó hafði verið sam-
þykkt að greiða. Finnst Sig-
urði það vera „mannréttinda-
brot að hann þurfi að gjalda
fyrir erjur milli einstakra að-
ila í heilbrigðis- og ríkisgeir-
anum“, eins og segir í kæru
hans. Þar kemur enn fremur
fram: „Umbjóðandi minn tel-
ur að hér sé um að ræða brot á
jafnræðisreglu og að ekki séu
málefnalegar ástæður að baki
þessari ákvörðun. Hans tilvik
er í engu frábrugðið tilviki þar
sem sjúkratryggður ákveður
að fara í dýrari meðferð er-
lendis.“
Þetta er kjarni málsins og
tímabært að látið yrði reyna á
þetta með þeim hætti, sem
Sigurður hyggst gera. Biðlist-
arnir eru síðan annað mál og
sérstaklega þar sem sennilega
hefði verið unnt að ganga
verulega á listana í liðskipta-
aðgerðum hefði verið gengið
til samninga við Klíníkina.
Það er með ólíkindum hvað
biðlistarnir ætla að verða líf-
seigir í íslensku heilbrigðis-
kerfi.
„Þessi bið hefur
kostað mig miklar
kvalir og tekið frá
mér mikil lífsgæði í
nær tvö ár; vinnuna,
áhugamálin og ým-
islegt annað“ }
„Þetta ömurlega kerfi“
Þ
egar verðbólgan var að sækja í sig
veðrið, mjakaði sér úr tíu prósent-
um yfir hundraðið á rúmum ára-
tug, var ég sannfærður um að léleg
efnahagsstjórn á Íslandi væri lé-
legum hagfræðingum að kenna.
Í raun var það fyrst þegar hagfræðin seytlaði
inn í huga stjórnmálamanna að von vaknaði um
árangur. Vinstri stjórn innleiddi verðtryggingu
árið 1979, en hún varð grundvöllur að því að
hægt væri að byggja upp lífeyriskerfi lands-
manna. Önnur vinstri stjórn festi kvótakerfi og
framsal kvóta í sessi árið 1990, en með því var
lagður grunnur að arðbærri útgerð.
Verkalýðshreyfingin tók hagfræðina líka í
sína þjónustu við lok níunda áratugar síðustu
aldar. Hún stóð að samningum, sem ýttu undir
kaupmáttaraukningu sem á engan sinn líka, í
stað krónutöluhækkana sem sífellt eltu óðaverðbólguna.
Um aldamót var Seðlabankanum svo falið það hlutverk
að hemja verðbólguna. Bankinn nýtir einkum vaxtavopnið
sem beit ekki vel þegar flest lán voru annað hvort í erlend-
um gjaldeyri eða verðtryggð. Síðustu ár hefur bankinn náð
markmiðum sínum, en vextir á Íslandi eru enn miklu hærri
en í nágrannalöndunum, sem skaðar samkeppnishæfni
fyrirtækja og þrengir hag ungs fólks.
Fyrir nokkrum árum kom fram merkilegt hagstjórnar-
tæki, fjármálastefna til fimm ára með samsvarandi fjár-
málaáætlunum. Í lögum eru sett fram skýr markmið um
afkomu og skuldir ríkisins og kveðið á um að fylgt skuli
fimm stefnumiðum: Sjálfbærni, varfærni, stöð-
ugleiki, festu og gagnsæi.
Fjármálaráð er óháð stjórnvöldum og fer yf-
ir fjármálastefnu og –áætlanir. Það hefur skil-
að skýrslu um fjármálaáætlunina sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi. Ráðinu verður tíðrætt um að
stjórnvöld geti „lent í spennitreyju eigin
stefnu“ þó að aðstæður kalli á annað. Það er
ekki sagt berum orðum, en ráðið virðist telja að
stjórnvöld hafi, ein og sér, bætt sjötta stefnu-
miðinu við þau fimm sem í lögunum standa:
Bjartsýni. Aftur á móti sé sjaldan er minnst á
varfærni en „það verður að teljast óheppilegt
miðað við þær aðstæður sem efnahagslífið býr
við um þessar mundir.“ Ráðið bætir við: „Var-
færni í ákvörðunartöku er nauðsynleg, mikil-
vægt er að sýna festu til að minnka óvissu og á
sama tíma þarf að gæta fulls gagnsæis svo að
hagsmunaaðilar geti rýnt áætlunina.“
Ráðið bendir á að „í áætlunum sé almennt gefið eftir í
aðhaldi til skamms tíma en til lengri tíma sé aðhaldið auk-
ið.“ Aðhaldið er sem sé fært næstu stjórnvöldum í vöggu-
gjöf. Fjármálaráð óttast greinilega um að framhaldið:
„Þegar stefnumið setja ákvörðunum stjórnvalda skorður
er mikilvægt að gagnsæi sé viðhaft varðandi áform stjórn-
valda í hagstjórn og að óvænt framvinda leiði ekki til þess
að festu í stefnu og áætlunum sé kastað fyrir róða.“ Sem
sé: Raunsæi væri líka gott stefnumið.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Stjórnvöld í spennitreyju
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hrein skattbyrði ein-staklings með meðal-laun sem er í sambúðeða hjónabandi og með
tvö börn á framfæri sínu lækkaði
hér á landi á síðasta ári frá árinu á
undan. Þetta má lesa út úr árleg-
um skattasamanburði OECD á
skattlagningu launa sem er nýkom-
inn út. Í þessum samanburði á
skattbyrðinni hefur verið tekið tillit
til bótagreiðslna og endurgreiðslna
í gegnum skattkerfið sem barna-
fjölskyldur njóta, s.s. barnabóta.
Lækkaði skatthlutfall þessara ein-
staklinga með börn á framfæri í
fyrra úr 18,6% á árinu 2017 í
16,2%. Hlutfallið er það sextánda
hæsta í samanburði aðildarlanda
OECD en meðaltalið þar var 14,2%
á seinasta ári. Hefur Ísland lækkað
úr 12. sæti frá árinu á undan.
OECD bendir á í umfjöllun um
þennan samanburð að fyrir Ísland
þýði þetta að meðallaunamaður hér
á landi með tvö börn á framfæri
sínu haldi eftir 83,8% af heildar-
launum sínum eftir skatta og vegna
bótagreiðslna samanborið við 85,8%
meðaltal í ríkjum OECD.
Meiri skattbyrði barnlausra
Skattbyrði barnlausra laun-
þega hér á landi, sem eru með
meðallaun, mældist mun hærri eða
28,7% á seinasta ári samanborið við
25,5% meðaltal meðal allra ríkja í
OECD fyrir þennan hóp barnlausra
einstaklinga. Barnlaus einstakl-
ingur með meðallaun fær því í vas-
ann 71,3% af heildarlaununum eftir
skatta og önnur gjöld en meðaltalið
í ríkjum OECD var 74,5% Skatt-
byrði þessara einstaklinga er því
nokkru þyngri en að meðaltali í
OECD.
Í árlegum skattasamanburði
OECD eru notaðir ýmsir mæli-
kvarðar til að leggja mat á skatt-
byrði launafólks. Auk áðurnefndra
útreikninga á hreinni skattbyrði
launafólks reiknar OECD einnig
heildarskattbyrði launa frá sjón-
arhóli bæði launamanna og launa-
greiðenda og finnur út svonefndan
skattfleyg. Hann sýnir hlutfall sam-
anlagðra skatta og launatengdra
gjalda af launakostnaði atvinnurek-
andans vegna starfsmanns og hvað
launþeginn ber úr býtum. Hér er
þá m.a. tekið tillit til trygginga-
gjalds og framlaga til almanna-
trygginga.
Fleygurinn á að sýna hversu
breitt bil er á milli launakostnaðar-
ins vegna starfsmanns og þess sem
launþeginn fær eftir skatta. Þeim
mun hærri sem fleygurinn er því
minna fær launþeginn eftir skatta.
Skattbyrði sem reiknuð er á
þennan mælikvarða var örlítið
minni á Íslandi á seinasta ári frá
árinu á undan. Hlutfallið hér á
landi var 33,2% í fyrra sem setur
Ísland í 24. sæti og hafa Íslend-
ingar færst niður um eitt sæti á
milli ára.
Ísland færist niður
Ef litið er á samanburð á
skattbyrði og skattfleyg sambúðar-
fólks með tvö börn á framfæri sínu
þar sem fyrirvinnan er ein, kemur í
ljós að þessi hópur á Íslandi er
með 25. lægsta skattfleyginn innan
OECD og er skattbyrðin á þennan
mælikvarða 21,5%. Hefur Ísland
færst niður um eitt sæti frá árinu á
undan samkvæmt umfjöllun
OECD.
Skattbyrðin léttist
lítið eitt á síðasta ári
Morgunblaðið/Eggert
Skattar Skattfleygurinn sem sýnir skattbyrði launafólks sem hlutfall af
launakostnaði fyrirtækja stækkaði um 4,4 prósentustig frá 2000 til 2018.
Skattbyrði launþega, meðalskattur 2018
40%
30%
20%
10%
0%
Heimild: OECD Taxing Wages
B
el
gí
a
Þý
sk
al
an
d
D
an
m
ör
k
Sl
óv
en
ía
U
ng
ve
rja
la
nd
Au
st
ur
rík
i
Íta
lía
H
ol
la
nd
Fi
nn
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
Fr
ak
kl
an
d
Ís
la
nd
Le
tt
la
nd
Ty
rk
la
nd
N
or
eg
ur
Po
rt
úg
al
G
rik
kl
an
d
Ír
la
nd
Pó
lla
nd
Sv
íþ
jó
ð
Ás
tr
al
ía
Té
kk
la
nd
Sl
óv
ak
ía
B
an
da
rík
in
B
re
tla
nd
Ka
na
da
Ja
pa
n
Li
th
áe
n
Sp
án
n
N
ýj
a-
Sj
ál
an
d
Ís
ra
el
Sv
is
s
Ei
st
la
nd
Kó
re
a
M
ex
ík
ó
Sí
le
OECD meðaltal,
sambúðarfólk, 14,2%
OECD meðaltal,
einstæðingur, 25,5%
Barnlaus einstæðingur
Sambúðarfólk með 2 börn, ein fyrirvinna
Ísland,
28,7% - 16,2%