Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Flott og vönduð ferðataska frá
Herschel. Taskan er einstaklega
létt og er búin 4 tvöföldum hjólum
sem snúast í 360 gráður, TSA lási og
skilrúmi.
Verð frá 26.995
4 stærðir
5 litir
Ert þú á leið í
fermingar- eða
útskriftarveislu?
[Gestaþraut sem er ætlað að minna á mikilvægi greinarmerkja: Setjið
kommu í eftirfarandi setningu og gjörbreytið þar með merkingu henn-
ar: Hann drakk ekki sér til vansa (lausn í lok pistils).]
Allt breytist, sbr. hjúkrunarkonuna sem varð hjúkrunarfræð-ingur. Skólastýra varð skólastjóri. Ég var að blaða í Íslenskrilestrarbók 1750-1930 frá 1963 (lítið eitt breytt frá fyrri prent-unum), því sígilda úrvali sem Sigurður Nordal setti saman.
Þá tók ég eftir því að af um 60 höfundum er aðeins ein kona: Hulda. Að
gamni mínu teygði ég mig í gömlu góðu Skólaljóðin (bláu bókina með
myndskreytingum Halldórs Péturssonar) sem lesin var upp til agna í
öllum grunnskólum á sjöunda áratugnum og lengi síðan. Af 43 höf-
undum þar voru þrjár konur: Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Theo-
dóra Thoroddsen og Hulda. Skakkinn hefur nú jafnast sem betur fer.
Svo fór ég að fletta latínu-
kennslubókum Kristins
rektors Ármannssonar og
rakst þar á gamlan kunn-
ingja innan um setningar úr
ýmsum áttum sem ætlað var
að sýna notkun viðtenging-
arháttar (coniunctivus iussi-
vus): „Mulier taceat in
ecclesia!“ Setningin er
reyndar úr latnesku Vul-
gataþýðingunni á fyrra
bréfi Páls postula til
Korintumanna 14:34
og er svona í íslenskri
biblíuþýðingu: „Konur
skulu þegja á safn-
aðarsamkomunum.“ Í
enskri þýðingu segir:
„Let the woman be si-
lent in church.“ – Nú
eigum við biskupinn
Agnesi og vígslubiskup-
inn Solveigu Láru. Ég
þarf ekki að segja meira.
Allt breytist. Skáldið frá
Fagraskógi sagði í viðtali
árið 1956: „Varla auðgar það
íslenska tungu að
svipta hana fornum
stuðlum og rími.
Enda mun slíkt ódæði aldrei henda“ (Mælt mál 1968:54). Okkar ástsæli
Bubbi Morthens sagði í blaðagrein þann 4. þessa mánaðar: „Hvernig
eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar
það er sagt við þau: Þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað
nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla […]
til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgun-
dagurinn.“ Bubbi er afar mikilvægur menningu okkar. Ég tek undir
með honum þegar hann segir að „íslenskan þoli alls konar bragðteg-
undir“.
Ég hitti gamlan nemanda um daginn, sem nú er íslenskukennari í
stórum skóla. Hún sagði nokkuð sem kom mér reyndar ekki á óvart:
„Eigendur íslenskunnar skjóta gjarnan lævísum eiturörvum að okkur
kennurunum: störf okkar eru töluð niður; við ættum, segja þeir, að geta
gert betur í öllu sem snýr að kennslu móðurmálsins, námsefnið sé illa
valið, prófin ómöguleg o.s.frv.“ Og hún bætti því við að það væri ekki
leitað til kennaranna sjálfra þegar ráðstefnur væru haldnar; þeir væru
ekki beðnir að lýsa stöðu kennarans í gjörbreyttu skólaumhverfi.
Gleði er það sem við þurfum á að halda, ekki nöldur og nagg í fullkomnu
húmorsleysi.
[Lausn á gestaþraut: Hann drakk ekki, sér til vansa.]
Bragðtegundir Bubba
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Umræður á Alþingi um Orkupakka 3 eru farnarað minna á BREXIT-umræðurnar í brezkaþinginu. Þær snúast meira um rifrildi um álits-gerðir lögfræðinga en kjarna málsins. Lög-
fræðingar slá alltaf úr og í, í álitsgerðum sínum, og stund-
um eru þær beinlínis samdar til þess að rökstyðja með
lagarökum sjónarmið og málstað kaupanda álitsins. Það á
reyndar ekki bara við um álitsgerðir lögfræðinga. Hið
sama á við í vaxandi mæli, þegar sérfræðingar um efna-
hagsmál taka til máls.
Sá veruleiki hefur orðið til þess að draga úr vægi slíkra
álitsgerða. Fólk er farið að sjá í gegnum þessar aðferðir.
Sérfræðingarnir eru fyrir löngu búnir að átta sig á hvað
skapar eftirspurn eftir skoðunum þeirra.
Það sama á við um alls konar nefndir, sem eiga að meta
hæfni fólks til ákveðinna starfa en það er önnur saga.
Inn í ruglingslegar umræður á Alþingi blandast svo alls
konar önnur pólitísk sjónarmið eins og við er að búast.
Hvað ætli hafi t.d. valdið því að allmargir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, sem mánuðum saman hafa talað opinberlega
og í einkasamtölum á þann veg, að ætla
mátti að þeir væru andvígir Orkupakka 3,
hafa skipt um skoðun eða öllu heldur látið
til leiðast að samþykkja hann á Alþingi?
Ein ástæðan fyrir því er sú að hollusta
við foringja hvers tíma hefur alltaf verið
mikil í flokknum og mikilvæg í að halda
svo breiðum flokki með ólík sjónarmið innanborðs saman.
Önnur ástæða gæti verið sú, að þeir hinir sömu hafi
augastað á ráðherraembætti, sem gæti verið laust og vilji
ekki eyðileggja möguleika sína á því að koma þar til
greina.
Allt er þetta skiljanlegt. Slíkur sveigjanleiki er nauð-
synlegur þáttur í stjórnmálastarfi og er verjanlegur, þeg-
ar dægurmál eru á ferð. En hann á ekki við, þegar um
grundvallarmál sjálfstæðrar þjóðar er að ræða.
Það er alveg sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna
vitna oft í lögfræðiálit margra lögfræðinga máli sínu til
stuðnings – eftir stendur að samþykki Alþingi Orkupakka
3 er þingið búið að opna Evrópusambandinu leið til áhrifa
á meðferð einnar helztu auðlinda Íslendinga, orku fall-
vatnanna.
Þá segja þeir: Það er Alþingi eitt sem hefur síðasta orð-
ið um það hvort sæstrengur er lagður til Íslands.
Og þá má spyrja á móti: Er ferill Alþingis síðustu 10 ár
svo glæsilegur, þegar um er að ræða mál sem snúa að full-
veldi Íslands, að það sé sérstök ástæða til að treysta því
fyrir slíkri ákvörðun?
Á þessum vetri eru 10 ár liðin frá því að þáverandi for-
ystusveit Sjálfstæðisflokksins gerði augljósa tilraun til að
breyta stefnu flokksins varðandi aðild að Evrópusam-
bandinu. Hún var hrakin til baka með þau áform af al-
mennum flokksmönnum.
Næsti þáttur í þeirri sögu var samþykkt Icesave-
samninga. Þjóðin hrakti þingið til baka með þau áform.
Ætla hefði mátt að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur hefðu nýtt aðstöðu sína til að draga aðildar-
umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka með form-
legum hætti. Þeir heyktust á því, þegar þeir höfðu aðstöðu
til.
Og nú er enn vegið í sama knérunn í fullveldismálum
með því að opna dyrnar fyrir Evrópusambandið til þess að
ná tangarhaldi á einni helztu auðlind íslenzku þjóðarinnar.
Er sérstök ástæða til að treysta því Alþingi, sem þannig
hefur haldið á málum? Þau segja að vísu hvert á fætur
öðru, að þau muni að sjálfsögðu ekki standa að slíku valda-
afsali til útlanda. En verk þeirra og verkleysi talar sínu
máli. Því miður.
Eitt er að leggja sæstreng milli landa þyki það góður
kostur fyrir þjóðina á eigin forsendum. Annað að leggja
sæstreng, sem þýðir ekki bara sæstreng
heldur innlimun Íslands í regluverk ESB-
ríkja í orkumálum og mun að auki stór-
hækka raforkuverð á Íslandi.
Virðingarleysið gagnvart eigin flokks-
mönnum og kjósendum er umhugsunar-
efni. Samþykktir landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins eru hafðar að vettugi með útúrsnúningum og
„túlkunum“. Ábendingar um að æskilegt væri að ræða
Orkupakka 3 frá báðum sjónarhornum á vettvangi Sjálf-
stæðisflokks eru ekki taldar þess virði að svara þeim.
Hinn tilfinningalegi þáttur þessa máls er hættulegur.
Þegar pólitískir samherjar deila sín í milli um grundvallar-
mál af þessu tagi verða tilfinningar sterkar á báða bóga.
Reynslan sýnir að harkan og jafnvel illskan þeirra í milli
verður meiri og erfiðari en þegar deilt er við pólitíska and-
stæðinga.
Þetta má sjá í vaxandi mæli í orðanotkun Viðreisnar-
fólks um fyrrverandi samherja í Sjálfstæðisflokknum.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa þetta í huga,
þegar þeir tala til flokkssystkina, sem eru annarrar skoð-
unar en þeir um þessi mál. Það kemur dagur eftir þennan
dag.
Evrópusambandið er að verða einhvers konar skrímsli,
sem engu eirir. Forráðamenn þess hafa markvisst unnið
að því – með góðum árangri – að ýta undir flokkadrætti og
misklíð vegna útgöngu Breta, sem brezka þjóðin sjálf hef-
ur tekið ákvörðun um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort
Íhaldsflokkurinn lifir það mál af er orðið álitamál.
Við skulum ekki láta Brussel fara eins með Ísland. Og
alveg sérstaklega eiga sjálfstæðismenn að gæta þess að
láta Orkupakka 3 ekki verða BREXIT Íslands og láta
embættismannakerfið þar ekki komast upp með að sundra
Sjálfstæðisflokknum meira en orðið er.
En að því er stefnt enda voru það sjálfstæðismenn í
samvinnu við fullveldissinna í öðrum flokkum, sem komu í
veg fyrir innlimun Íslands í ESB.
Hvers vegna ætti
að treysta Alþingi?
Hinn tilfinninga-
legi þáttur þessa
máls er hættulegur.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tveir kunnustu hugsuðir nútímajafnaðarstefnu eru sem kunn-
ugt er John Rawls og Thomas Pik-
etty. Ég hef bent hér á nokkra galla
á kenningu Rawls og mun á næst-
unni snúa mér að boðskap Pikettys.
En um báða gildir, að þeir verða að
gera ráð fyrir lokuðu hagkerfi, „sósí-
alisma í einu landi“.
Rawls getur ekki látið þá stór-
felldu endurdreifingu tekna, sem
hann hugsar sér til hinna verst settu,
ná til allra jarðarbúa. Slík endur-
dreifing yrði sérhverju vestrænu ríki
um megn. Til dæmis bjó árið 2017
einn milljarður manna á fátækasta
svæði heims, í sólarlöndum Afríku
(sunnan Sahara). Meðaltekjur þar
voru 1.574 dalir. Í Bandaríkjunum
bjuggu hins vegar 325 milljónir
manna, og námu meðaltekjur þeirra
59.531 dal. Þess vegna takmarkar
Rawls endurdreifinguna við vel
stætt vestrænt ríki. Hann lokar aug-
unum, reynir að hugsa sér réttláta
niðurstöðu án sérhagsmuna, en þeg-
ar hann opnar augun aftur blasir við
skipulag, sem líkist helst Cambridge
í Massachusetts, þar sem hann bjó
sjálfur: frjálst markaðskerfi í bjarg-
álna ríki með nokkurri endurdreif-
ingu fjármuna. Örsnauðir íbúar Haítí
og Kongó koma ekki til álita.
Piketty verður að hafa þá ofur-
skatta á miklar eignir og háar
tekjur, sem hann leggur til, al-
þjóðlega eða banna fjármagnsflutn-
inga milli landa. Annars flytjast
eignafólk og hátekjumenn frá há-
skattalöndum til lágskattalanda. Það
er þessi hópur, sem greiðir mestalla
skatta og stendur undir endurdreif-
ingu. Til dæmis greiddi tekjuhæsti
fimmtungurinn í Bandaríkjunum að
meðaltali 57.700 dölum meira í
skatta árið 2013 en hann fékk til
baka frá ríkinu, næsttekjuhæsti
fimmtungurinn 2.600 dölum meira,
en hinir þrír fimmtungarnir fengu
meira frá ríkinu en þeir lögðu til
þess.
Þetta er kjarninn í skáldsögu
Ayns Rands, Undirstöðunni, sem
komið hefur út á íslensku: Hvað ger-
ist, ef þeir, sem skapa verðmæti, til
dæmis frumkvöðlar og afburða-
menn, þreytast á að deila afrakstr-
inum með öðrum, sem ekkert skapa,
og ákveða að hafa sig þegjandi og
hljóðalaust á brott? Gæsirnar, sem
verpa gulleggjunum, kunna að vera
fleygar.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sósíalismi í einu landi