Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 27

Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Armenarnir Sergei Movsesi-an og Robert Hovhann-isjan deila efsta sæti með15 ára gömlum Írana, Firouzja Alireza, þegar fimm um- ferðir eru búnar. Eins og kom fram í pistli sem ég skrifaði sl. laugardag er þessum unga Írana spáð miklum frama í skákinni. Það eru góð tíðindi, einkum þegar horft er til þess að klerkaveldið sem tók völdin í Íran ár- ið 1979 bannfærði skáklistina um tíma en hófsamari öfl sneru við blaðinu. Á eftir þremenningunum koma keppendur með fjóra vinninga og er enginn Íslendingur í þeim hópi. Jó- hann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Sig- urbjörn Björnsson, Björn Þorfinns- son og Dagur Ragnarsson eru allir með 3½ vinning. Í gær var frídagur en áður en sjötta umferðin hefst í dag fer fram skemmtilegur viðburður, „barna- blitz“, ætlað keppendum 12 ára og yngri. 16 ungmenni hefja keppni, þar af fimm stúlkur. Eins og áður hefur komið fram hafa margir okkar manna verið að ná góðum úrslitum. Má þar nefna Braga Þorfinnsson og hinn 15 ára gamla Stephan Briem, og systir hans, Guðrún Fanney, níu ára, vann kunnan hollenskan skákmann. Og Dagur Ragnarsson sýndi strax í byrjun að hann gengur óhræddur til leiks gegn hverjum sem. Andstæð- ingur hans er einn besti skákmaður Hollendinga nú um stundir: Reykjavíkurskákmótið 2. umferð: Dagur Ragnarsson – Jorden Van Foreest Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Db3 dxc4 5. Dxc4 Bg4 6. Db3 Db6 7. e3 Rbd7 8. Rbd2 e6 9. Be2 Dxb3 10. Rxb3 a5 11. a4 Bd6 12. 0-0 0-0 13. Bd2 Bc7 14. h3 Bf5 15. Hfc1 h6 16. Be1 Re4 17. Rfd2 Rxd2 18. Bxd2 Hfd8 19. Be1 Bb6 20. Ha3 Bc7 21. Bf3 Bg6 22. Bc3 e5 Það er ekki margt um þessa byrj- un að segja þó að einhver gæti spurt hvað hrókurinn væri að gera á a3. Þar sem Dagur hafði teflt fram liði sínu á afskaplega hógværan hátt mátti kannski búast við miklum rólegheitum áfram. 23. d5 e4 24. dxc6 exf3 25. cxb7?! Almennt er ekki mælt því að fórna liði í endatafli og hvítur gat einfald- lega leikið leikið 25. cxd7 og þá er staðan í jafnvægi. En mannsfórnin freistaði. 25. … Ha7 26. Bxa5! Og hvítur fórnar öðrum manni! 26. … Bxa5 27. Rxa5 Hxa5 28. Hc8 Hf8 29. b4 Þetta var hugmyndin. Frípeð hvíts halda Van Foreest við efnið sem þarf nú að velja stað fyrir hrókinn. 29. … Hd5? „Vélarnar“ telja að svartur geti unnið með 29. … Ha7 30. Hc7 Rb8 en þetta er ekki alveg einfalt eftir 31. gxf3, 29. … Hg5 var einnig góð- ur leikur. 30. gxf3 Bd3 31. Hac3! Hg5+ 32. Kh2 Ba6 33. h4 Hg6 34. H3c7 Bxb7 35. Hxf8+ Kxf8 36. Hxb7 Re5 37. f4 Rg4+ 38. Kg3 Rxe3+ 39. Kf3 Rf5 40. b5 Frípeðin tryggja jafnteflið. 40. … He6 41. a5 Rd6 42. Hb6 Ke7 43. a6 Rxb5 44. Hxb5 Hxa6 – Jafntefli. „Magno-saurus“ vann með yfirburðum í Aserbaídsjan Norski heimsmeistarinn bætti enn einni rósinni í hnappagatið með yfirburðasigri á minningarmótinu um Vugar Gashimov. Armenski stórmeistarinn Aronjan „tísti“ nýrri nafngift á þennan mikla skák- mannaskelfi: „Magno-saurus“. Í lokaumferðinni vann Magnús Rússann Grischuk í 39. leikjum og munaði tveimur vinningum á hon- um og næstu mönnum. Loka- staðan: 1. Magnús Carlsen 7 v. (af 9). 2.-3. Karjakin og Ding 5 v. 4.-6. An- and, Radjabov og Grischuk 4½ v. 7.-8. Topalov og Navara 4 v. 9. Mamedyarov 3½ v. 10. Giri 3 v. Armenarnir efstir ásamt 15 ára Írana Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Í framför Stephan Briem vann sinn fyrsta stórmeistara við taflið í Hörpu. Ein af grunn- hugmyndum kapítal- isma hefur verið að nýta auðlindir náttúr- unnar og vinna úr þeim vörur sem fólk vill kaupa. Samfara þessu þróaðist sú hugmynd að breyta þekkingu í vöru, t.d. með því að skrifa hana niður og selja, svo sem bækur. Með tímanum hef- ur úrvalið af þekkingu aukist jafnt og þétt. Með hinni stafrænu bylt- ingu varð auðveldara en nokkru sinni fyrr að selja þekkingu og nánast hver sem er getur nýtt sér upplýsingatækni til að kynna og selja þekkingu sína og vöru – án milliliða. Allt form af þekkingu er auðlind sem er óþrjótandi og auð- deilanleg. Reyndar þykir hún stundum full auðdeilanleg þegar kemur að ólöglegri dreifingu. Gríðargögn (e. big data) eru grunnur að viðskiptalíkani þriggja stærstu fyrirtækja heims í dag. Google fer þar fremst í flokki, þar á eftir koma Facebook (FB) og svo Amazon. Með greiningu á gríðarlegu magni af upplýsingum um notendahegðun hafa þessi fyrirtæki búið til algjörlega nýja gerð viðskiptalíkana. Þessi fyrir- tæki breyta ekki hugviti í vöru (nema auðvitað í byrjun) heldur safna þau upplýsingum um hegðun fólks og greina þær með ýmsum hætti. Greining er svo notuð til að sérsníða auglýsingar að notendum. Notendur skoða bankaþjónustu á vefnum og svo sjá þeir auglýs- ingar um þá bankaþjónustu á sam- félagsmiðlum nær samstundis, og næstu vikur. Shoshana Zuboff, prófessor við Harvard Business School, kallar þetta eftirlits- kapítalisma og hefur ritað um þetta bók. Í september 2012 birtust í tíma- ritinu Nature niðurstöður rann- sóknar sem Facebook (FB) fram- kvæmdi á notendum sínum. FB skipti not- endum sem voru yfir 18 ára aldri og bú- settir í BNA í þrjá hópa. 60.000.000 manns fóru í stærsta hópinn og fékk hann skilaboð um hvar næsti kosningastaður væri. Gátu þessir not- endur ýtt á hnappinn „Ég kaus“ og þeir sáu hvaða vinir hefðu líka kosið. Til viðmiðunar fóru 611.000 notendur í hóp sem fékk sömu skilaboð og hnapp en gátu ekki séð hvaða vinir hefðu merkt við „Ég kaus“-hnappinn. Svo var enn annar viðmiðunarhópur af 611.000 notendum sem fékk engin skilaboð. Lokaniðurstaðan var sú að stóri hópurinn sem hafði upp- lýsingar um hvað vinirnir kusu var líklegri til að mæta á kjörstað. Þá hefðu 340.000 fleiri notendur mætt á kjörstaði þegar þeir sáu að vinir þeirra væru búnir að kjósa. Hvar liggur þá línan á milli þess að koma með auglýsingu um vöru sem gæti hentað notand- anum og að hafa bein áhrif á hvað hann kaupir eða kýs? Þessi mark- aður er ennþá nýr og í mótun, en eins og við ákváðum að vernda til- teknar auðlindir gegn ofnýtingu, þá er spurning hvort ekki sé þörf á að vernda neytendur fyrir grein- ingartólum tæknirisanna. Það er a.m.k. ástæða til að hafa varann á sér og skoða með gagnrýnum hætti þær upplýsingar sem okkur berast – ekki aðeins 1. apríl. Gríðargögn og virði upplýsinga Eftir Aron Friðrik Georgsson »Ný viðskiptalíkön byggjast á því að safna upplýsingum um fólk og selja. Aron Friðrik Georgsson Höfundur er viðskiptafræðingur og ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum hjá Stika ehf. aron@stiki.eu Upplýsingaöryggi Jóninna Sigurðardóttir fædd- ist 11. apríl 1879 á Þúfu í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Jónsson, bóndi á Draflastöðum, og Helga Sigurðardóttir. Jóninna fór í Kvennaskól- ann á Akureyri 18 ára að aldri og hélt síðan til Noregs og Danmerkur og stundaði þar hússtjórnar- og kennaranám. Jóninna kom heim sumarið 1903 og hóf farkennslu í mat- reiðslu um allt Norðurland næstu árin. Námskeið hennar nutu mikilla vinsælda og voru mörg kvenfélög stofnuð í kjöl- far þeirra. Árið 1907 hóf Jón- inna matreiðslukennslu á Akureyri og 1915-1945 rak hún Hótel Goðafoss. Jóninna stóð fyrir því að stofnaður var húsmæðraskóli á Akureyri 1945 og var hún fyrsti formað- ur skólanefndar. Árið 1915 kom út eftir Jón- innu Matreiðslubók fyrir fá- tæka og ríka. Seldist hún strax upp og var síðan oft endur- útgefin með viðbótum. Það var ekki fyrr en Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðar- dóttur, bróðurdóttur Jóninnu, kom út 1947 að bók Jóninnu var ekki lengur helsta mat- reiðslubiblía Íslendinga. Jóninna var sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar 1959. Jóninna, sem var ógift og barnlaus, lést 19.9. 1962. Merkir Íslendingar Jóninna Sigurðar- dóttir Framhaldsaðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn föstudaginn 26. apríl 2019 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. félagsins: www.eimskip.com/investors/agm Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors/agm 1. Kosning stjórnar félagsins. 2. Önnur mál. FRAMHALDSAÐALFUNDUR EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF. Upplýsingar um frambjóðendur er að finna á heimasíðu félagsins. Gæta þarf kynjahlutfalla við kjörið og skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Fundurinn er auglýstur skv. ákvæðum í 3. mgr. 88. gr. a laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Reykjavík, 11. apríl 2019 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.