Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR FERMINGAR fastus.is Hnífar, bretti, leirtau, glös, hitapottar, lampar, fatnaður, hitaborð, hitakassar og trillur o.fl. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is  Körfuknattleiksmaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur rift samningi sín- um við Tindastól en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær. Brynjar Þór gekk til liðs við Tindstól frá KR síðasta sumar en hann yfirgefur félag- ið af persónulegum ástæðum. Brynjar, sem er áttfaldur Íslandsmeistari með KR, tjáði mbl.is í gær að hann væri að flytja aftur til Reykjavíkur. KR sé fyrsti kostur hjá honum í stöðunni en hann útiloki ekki önnur lið sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu.  Førde, liðið sem Hilmar Guð- laugsson þjálfar í norsku B-deildinni í handknattleik, hafnaði í 7. sæti deild- arinnar en keppni lauk í fyrrakvöld. Førde hélt þar með sæti sínu í deild- inni annað árið í röð. Hilmar tók við þjálfun Førde á síðasta sumri af Kristni Guðmundssyni sem nú er ann- ar þjálfari karlaliðs ÍBV.  Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, fékk þungt högg á andlitið frá Chris Smalling þegar Barcelona og Man- chester United áttust við í átta liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. Messi þurfti að fá aðhlynningu en töluvert blæddi úr nefi Argentínumannsins og eftir leikinn óttuðust menn að hann hefði nef- brotnað. Messi fór í myndatöku á fimmtudag og þar kom í ljós að nefið er óbrotið. Eitt ogannað og voru ÍR-ingar harðir í vörninni, án þess að vera grófir. Borche Ilevski, þjálfari ÍR, á svo mikið hrós skilið, en hann teiknaði upp nokkur glæsileg leikkerfi á æsi- spennandi lokamínútum. Þau héldu hans liði inni í leiknum. Kevin Capers átti glæsilegan leik fyrir ÍR, en Bandaríkjamaðurinn er ólíkindatól. Hann pirraðist er Annti Kanervo braut á honum í fyrri hálf- leik og ýtti hann Finnanum frá sér, löngu eftir að flautað var. Hann fékk tiltal frá dómurum leiksins og var svo tekinn af velli af Ilevski. Hann fékk orð í eyra frá þjálfarateyminu og eftir það fór orka hans í að spila körfubolta og ekki almenna vitleysu. Þjálf- arateymið las aðstæður gríðarlega vel og greiddi úr flækju. ÍR er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið gegn KR eða Þór Þorlákshöfn og eru tvöfaldir meistarar Stjörnunnar með bakið upp við vegg. Það er erfitt að spá hvernig fjórði leikur einvígisins fer á mánudaginn kemur. ÍR hefur sýnt gríðarlegan hug í úrslitakeppninni og gefst aldrei upp. Stjarnan verður hins vegar að vinna og mæta Stjörnumenn væntanlega dýrvitlausir til leiks. ÍR lét Stjörnuna spila sinn leik  ÍR einum sigri frá úrslitaeinvíginu  Stjarnan skoraði ekki í framlengingu Morgunblaðið/Eggert Útisigur Kevin Capers hefur stolið senunni í rimmu Stjörnunnar og ÍR . Í GARÐABÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍR er komið í 2:1-forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfubolta eftir 68:62-útisigur í framlengdum leik í gærkvöldi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 62:62 og skoraði Stjarnan ekki eitt einasta stig í framlengingunni. Það kom ekki sérstaklega á óvart, miðað við gang leiksins. Bæði lið áttu afar erfitt með að skora og hittu illa. Stjarnan virtist hins vegar ætla að tryggja sér sigurinn með góðri byrj- un í fjórða leikhluta, en ÍR-ingar neituðu að gefast upp og náðu að jafna. Liðin skiptust svo á að vera í forystu á spennandi lokamínútum. Gæðin í leiknum voru yfirhöfuð ekki sérstaklega mikil, en það hent- aði ÍR-ingum vel. Leikmannahópur Stjörnunnar er sterkari og er meiri breidd hjá deildar- og bikarmeist- urunum. ÍR-ingum tókst hins vegar að láta Stjörnuna spila sinn leik. Í staðinn fyrir glæsileg tilþrif þurftu liðin að hafa fyrir hverju einasta stigi Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, mun spila hreinan úrslitaleik um sigur í Evr- ópukeppninni, Eurocup, eftir sigur Alba Berlín á spænska liðinu Val- encia í hinni glæsilegu Mercedes Benz-höll í Berlín í gærkvöldi. Framlengja þurfti en Berlínar- liðið sigraði 95:92 og jafnaði þar með 1:1 en Valencia vann fyrsta leikinn á Spáni 89:75. Spænska liðið á heimaleikjarétt- inn og verður oddaleikurinn í Val- encia. Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er fé- lagsbundinn Valencia en var lán- aður í vetur til Monbus Obradoiro. Martin lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn en frammi- staða hans hefur verið mjög góð á hans fyrsta tímabili hjá Alba. Mart- in skoraði 14 stig, gaf 6 stoðsend- ingar og tók 4 fráköst. Með því að leika til úrslita í Evr- ópukeppni félagsliða í körfuknatt- leik fetar Martin í fótspor Jóns Arn- órs Stefánssonar. Helena Sverrisdóttir komst í undanúrslit Euroleague með Good Angels Ko- sice árið 2013. kris@mbl.is Alba nældi í oddaleik Ljósmynd/FIBA Úrslit Martin Hermannsson verst leikmanni Valencia. MG-höllin, undanúrslit karla, þriðji leikur, föstudag 12. apríl 2019. Gangur leiksins: 4:3, 8:5, 15:10, 20:12, 22:17, 26:19, 28:22, 32:30, 32:32, 34:36, 36:38, 43:45, 49:45, 53:48, 55:53, 62:62, 62:68. Stjarnan: Brandon Rozzell 15/6 frá- köst/5 stoðsendingar, Hlynur Bær- ingsson 12/10 fráköst, Antti Kanervo 12/6 fráköst, Filip Kramer 8/6 frá- köst, Collin Pryor 6, Ægir Steinarsson 5/11 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Stjarnan – ÍR 62:68 Hilmarsson 4/8 fráköst. Fráköst: 36 í vörn, 13 í sókn. ÍR: Kevin Capers 30/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Matthías Sigurðarson 13/6 fráköst/5 stoð- sendingar, Sigurkarl Jóhannesson 8/6 fráköst, Trausti Eiríksson 7/6 frá- köst, Sigurður Þorsteinsson 6/14 frá- köst, Gerald Robinson 4/7 fráköst. Fráköst: 39 í vörn, 5 í sókn. Áhorfendur: 1.000.  Staðan er 2:1 fyrir ÍR. KA jafnaði metin gegn HK í úr- slitaeinvíginu um Íslandsmeist- aratitil karla í blaki á Akureyri í gærkvöld en KA vann leikinn 3:0. Jafnfræði var með liðunum í fyrstu hrinunni en KA vann 25:22 og þá næstu 25:21. Í þriðju hrinu var mik- il spenna en svo fór að lokum að KA vann 25:23-sigur. Miguel Castrillo var frábær í liði KA og skoraði 23 stig og Stefan Hidalgo skoraði 11 stig. Benedikt Baldur Tryggvason var stigahæstur hjá HK með 10 stig og Theódór Óskar Þorvaldsson skoraði 7 stig. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1:1, en liðin mætast aftur á morgun á Akureyri. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Ís- landsmeistaratitilinn. Allt galopið hjá KA og HK Morgunblaðið/Eggert 1:1 KA jafnaði metin í gær en liðin mætast aftur á Akureyri í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.