Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Með ást á tónlist og frábærum vin- skap höfum við spilað saman í 25 ár og erum hvergi hættar,“ segir Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari sem skipar Tríó Nordica ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Íslandsvininum Monu Kontra, píanó- leikara sem búsett er í Svíþjóð. Tríó Nordica heldur síðustu Tíbrár- tónleika vetrarins í Salnum í Kópa- vogi annað kvöld kl. 20. „Í tilefni 25 ára starfsafmælis Tríó Nordica ætlum við að flytja slavnesk-rússnesk píanóverk. Við byrjum á Píanótríó í D-dúr eftir rúss- neska tónskáldið Sergei Taneyev. Það er gaman að segja frá því að þetta verk hefur aðeins einu sinni verið flutt á Íslandi áður og það var af okkur í Tríói Nordica,“ segir Auð- ur og bætir við að verkinu hafi strax verið vel tekið en það hafi svolítið gleymst. Desemberverk flutt í apríl „Taneyev var meistari kontra- punkts. Hann lærði heimspeki og stærðfræði. Hans lærimeistari í tón- list var Tsjaíkovskíj en Taneyev kenndi sjálfur m.a. Rakhmanínov,“ segir Auður. Á tónleikunum flytur Tríó Nordica verkið Desember sem er úr Árstíð- unum eftir Tsjaíkovskíj. „Verkið var upprunalega samið fyrir píanó en það hefur verið um- skrifað fyrir píanó, fiðlu og selló. Árstíðirnar skiptast í 12 litla kafla sem bera nöfn allra mánaða ársins. Okkur fannst desemberkaflinn passa á tónleikana þrátt fyrir að komið sé fram í apríl,“ segir Auður og bætir við að júníkaflann gætu þær allt eins spilað í október. Síðasta verkið á efnisskránni er Pí- anótríó no. 4 Dumky eftir tékkneska tónskáldið Dvorák. „Þetta er frægasta kammerverk Dvoráks en er ekki byggt upp á hefð- bundu formi. Verkið er í sex köflum og er í senn stórbrotið, sorglegt og glaðlegt,“ segir Auður. Á þeim aldarfjórðungi sem Tríó Nordica hefur spilað hafa Auður, Bryndís Halla og Mona spilað á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Frakk- landi, Ítalíu, Þýskalandi, Bandaríkj- unum og Kanada. Tríóið hefur tekið þátt í mörgum tónlistarhátíðum, spil- að inn á fjöldann allan af diskum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Liðsmenn Tríósins hafa allar fengið góða dóma og fjölmargar viðurkenn- ingar fyrir tónlistarflutning sinn. „Á efnisskrá okkar er fjöldi verka en við höfum lagt okkur fram um að flytja verk eftir konur, norræn píanó- tríó og nútímaverk. Við gáfum meðal annars út disk með verkum eftir eitt af frægustu tónskáldum Svíþjóðar, Elfridu Andree,“ segir Auður og bætir við að margt hafi á daga Tríó Nordica drifið og liðsmenn þess séu samrýndir. Taneyev-kvintettinn í haust „Við fórum í tónleikaferð um Mið- og Vestur-Svíþjóð í apríl 1998. Með okkur voru í för tveggja mánaða dóttir mín og synir Monu og Bryn- dísar Höllu sem báðir voru þriggja vikna. Í þeirri ferð voru tónleikahléin notuð til þess að gefa krílunum brjóst,“ segir Auður, ánægð með gifturíkt samstarf Tríó Nordica sem heldur áfram. Í haust munu þær m.a. leika hjá Kammermúsíkklúbbnum þar sem þær flytja meðal annars Ta- neyev-kvintettinn ásamt tveimur öðrum tónlistarmönnum. Morgunblaðið/RAX Samrýndar Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Mona Kontra píanóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari hafa spilað tónlist saman í aldarfjórðung. Þær leggja áherslu á verk eftir konur, norræn verk og nútímaverk. Tónlist og vinskapur  Slavnesk og rússnesk píanóverk í Salnum í tilefni 25 ára afmælis Tríó Nordica  Stórbrotið, sorglegt og glaðlegt Guðrún Óskarsdóttir semballeikari heldur tónleika í Ásmundarsal á Freyjugötu 41 annað kvöld kl. 20. Þar leikur hún verk eftir De la Guerre, Couperin, Önnu Þorvaldsdóttur og Kol- bein Bjarnason. „Francois Couperin hefur lengi verið talinn framvörður franska barokksins en Elisabeth de la Guerre var tvímælalaust eitt merkasta barokktónskáld Frakka,“ segir í tilkynningu. Verkið Impressions samdi Anna fyrir Guðrúnu og kom út á He(a)r, hljómdiski Nordic Affect. Danses achroniques eftir Kolbein er líka samið fyrir Guðrúnu og hljómar það á einleiksdiski hennar, In Paradisum. Miðasala á tix.is og við innganginn. Sembaltónleikar í Ásmundarsal Semballeikari Guðrún Óskarsdóttir. Þorleifur Örn Arnarsson tekur við nýrri stöðu sem yfirmaður leikhúsmála við Volksbühne- leikhúsið í Berl- ín frá og með næsta hausti. Frá þessu var greint í frétta- tilkynningu frá leikhúsinu í gær. Þar kemur fram að á árunum 2019-21 muni Þorleif- ur leikstýra þremur leiksýningum á stóra sviði hússins og leiða list- ræna uppbyggingu leikhússins. Fyrsta frumsýning haustsins hjá Volksbühne verður nýtt verk byggt á Ódysseifskviðu Hómers í leikstjórn Þorleifs sem skrifar handritið ásamt Mikael Torfasyni. „Ég er í skýjunum með þetta tækifæri,“ er haft eftir Þorleifi í fréttatilkynningunni. „Volksbühne hefur í sögulegu samhengi verið fremsta leikhús Þýskalands, þarna unnu Piscator og Bertold Brecht, Besson og Frank Castorf svo fá- einir séu nefndir. Volksbühne hef- ur á hverjum tíma verið í fremstu röð hvað varðar listrænt hugrekki bæði sem stofnun og í leikstjórn, í rannsókn á formi og eðli leikhúss- ins og mögulegri framþróun þess. Á komandi leikári ætlum við að rannsaka sögu 20. aldarinnar í gegnum margvíða linsu leikhúss- ins. Allar sýningar á næsta leikári verða frumflutningur á nýjum leikverkum, að undanskildu verk- inu Germania eftir Heiner Müller, en yfirskrift leikársins, „sögu- maskínan“, er einmitt tilvitnun í þekktasta verk hans, Hamletmask- ínuna.“ Þorleifur nýr yfirmaður hjá Volksbühne Þorleifur Örn Arnarsson Að undanförnu hafa komiðút nokkrar spennusögur ííslenskri þýðingu, semeiga það sameiginlegt að fjalla um ofbeldi, fyrst og fremst gegn varnarlausum börnum og konum. Kastaníumaðurinn eftir Søren Sveistrup er ein þessara bóka og þó hún sé vel skrifuð og spennandi, vel uppbyggð og skipulögð, keyrir ofbeldið um þverbak og við- bjóðurinn er vel yfir velsæmis- mörkum. Sagan gerist einkum í Kaup- mannahöfn í Danmörku í nútíman- um með skírskotun til fyrri ára. Tvær konur finnast limlestar og myrtar með skömmu millibili. Í báðum tilfellum eru fígúrur úr kastaníuhnetum á vettvangi. Dóttir félagsmálaráðherra hvarf ári áður og fingraför barnsins eru á kastaníumönnunum. Eitt leiðir af öðru, fleiri morð líta dagsins ljós og viðbjóðurinn eykst eftir því sem á líður. Ásakanir eru í allar áttir, engum er hægt að treysta og glundroðinn algjör. Hvað er hægt að segja um svona frásögn, þar sem hatur og hrotta- skapur er allsráðandi? Ímyndunar- afl höfundar er með ólíkindum, þegar kemur að limlestingum, og vonandi eru fyrirmyndir ekki sótt- ar í raunheima. En til að allrar sanngirni sé gætt á framkoma brotamanna rætur að rekja til ein- hvers og í grunninn er fyrst og fremst verið að ráðast á kerfið. Hvort ofbeldi sé rétti vettvangur til þess er síðan lesenda að dæma um. Nokkuð margir koma við sögu og fleiri eiga við vandamál að stríða en morðingjar. Skuggahliðarnar eru víða og ýmsar spurningar vakna um eftirlit. Samskipti fólks eru einnig með ýmsum hætti og höf- undur dregur upp skemmtilega mynd af framapoti og eiginhags- munagæslu. Eins og áður hefur verið tíundað í ritdómum eiga ofbeldissögur ekki upp á pallborðið hjá rýni, en Kast- aníumaðurinn er mun dýpri en dráp og limlestingar og höfundur veltir við ýmsum steinum, sem vert er að gefa gaum. Viðbjóðurinn yfir velsæmismörkum Spennusaga Kastaníumaðurinn bbbbn Eftir Søren Sveistrup. Ragna Sigurðardóttir þýddi. JPV útgáfa 2019. Kilja, 558 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Framapot Höfundurinn Søren Sveistrup dregur að mati rýnis upp skemmti- lega mynd af framapoti og eiginhagsmunagæslu og kafar djúpt í bók sinni. HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.