Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Dægurumræða sem og fræðileg umræða um vændi eða kynlífs- þjónustu er iðulega sveipuð alls konar fordómum og fyrir- litningu. Konum, sem kaupa kynlífsþjónustu kynsystra sinna, virð- ist hlíft, en körlum, sem kaupa vændi, eru ekki vandaðar kveðj- urnar. Fyrrverandi formaður sam- taka kvennaathvarfa í Svíþjóð, Ireen von Wachenfeldt, orðaði þetta svo: „Karlar eru skepnur.“ Siðar áréttaði hún: „Ég hefði ekki átt að halda því fram, að karlar væru verri en dýr. Ofbeldiskarl- arnir sumir hverjir njóta þess, þegar konur þjást. Það gera dýr ekki.“ Hverjir eru þeir karlar, sem kaupa vændi? Árið 2010 var gerð umfangsmikil könnun á vændis- kaupum karla í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Niðurstaða: „[Þ]að eru engin gild gögn, sem styðja þá hugmynd, að kynlífskaup lýsi algengri og hefðbundinni kyn- lífshegðun karla í Bandaríkjum Norður-Ameríku ...“ (Christine Milrod, University of Portland). Rannsakendur komust einnig að því, að meðal-Jón-kynlífsneytandi sé í engu frábrugðinn þeim kyn- bræðrum, sem ekki kaupa kynlíf. Ennfremur: „[Þ]að er fátt, sem bendir til, að umræddir karlar séu í eðli sínu afbrigðilegir eða búi við vanhöld á sálinni.“ Það eru einkum vel menntaðir, vellaunaðir, frjáls- lyndir og lostafullir hvítir karlar, sem kjósa að leysa girnd sína í skauti kynlífsþjóna. Eins og gefur að skilja eru þeir kúnna ötulastir. Hópur kaupenda er fjölbreyttur, hvað áhrærir lýðfræðilega sam- setningu, hegðun og viðhorf. „Þó að það sé engum vafa undirorpið, að sumir þeirra [karlkyns vændis- kaupenda] sýni ofbeldi og misnotk- un, bendir rannsókn á 2300 hand- teknum kaupendum til, að flestir þeirra vísi á bug nauðgunarþörf og hafni ofbeldi gegn konum.“ (Ron- ald Weitzer/Martin A. Monto) Það er engin ástæða til að ætla, að meginhluti kaupanda kynlífsþjón- ustu sé ofstopafullur. Líklega er tiltölulega fámennur hópur ábyrgur fyrir miklum hluta ofbeldis gegn kynlífsþjónum (pros- titutes). (Martin A. Monto) Karlar, sem bjóða kynlífsþjónustu, búa jafnvel við meiri for- dóma, heldur en starfssystur þeirra. Í yfirlitsgrein í „Journal of Sex Research“ árið 2013 stendur m.a. um fordóma: „Skilningur manna, hvað viðvíkur karlkyns kynlífsþjónum, hefur tekið breyt- ingum samfara breyttu hugarfari, félagslegu umhverfi og nýrri tækni. Rannsakendum hefur verið tamt að álíta þá í sálarlegu upp- námi, örvæntingarfulla eða fórnar- lömb á ystu nöf. Litið hefur verið á skjólstæðinga þeirra sem félags- lega öfugugga.“ (Victor Minichiello og félagar) Árið 2008 skrifaði Dav- id S. Bimbi í „Journal of Homo- sexuality“: „Þekking fyrri tíma rannsókna ber iðulega svipmót af þýðinu (undirhópnum), sem rann- sóknir beindust að. Samfélagsfræð- ingar hafa ákveðið beint sjónum að þeim, sem harka á götunum, enda þótt annað fyrirkomulag kynlífs- þjónustu væri þekkt. Þekking, sem aflað hefur verið úr þessu þrönga sjónarhorni, hefur einatt verið al- hæfð til allra karlkyns kynlífsþjóna og haft í för með sér fordæmingu og skrímslun, stuðlað að mótun staðalímynda.“ Fordómar torvelda einnig rannsóknir: „Sökum þess, að hugmyndir um kynlífssölubann grundvallast í meginatriðum á hugmyndinni um misnotkun karla á konum, var næstum ókleift að beina sjónum að kynlífsþjónustu karlmanna. Svo virðist sem karl- kyns kynlífsþjónar falli ekki að hugsmíðinni um brothætta kynlífs- þjóninn, sem bjarga þarf frá glöt- un.“ (Skýrsla European Network Male Prostitution) Fyrrnefndur Victor Minichiello, ástralskur félags- og lýðheilsu- fræðingur, hefur, ásamt breska félagsfræðingnum, John Scott, rannsakað vændi karla allítarlega. Þeir gerðu m.a. alþjóðakönnun á kynningarsíðum fylgdarsveina á veraldarvefnum. Að kynningunum stóðu (trúlega) um 105.000 karlar. Sökum ýmiskonar fordóma og andsnúinna laga má búast við, að þeir séu umtalsvert fleiri. Í Dan- mörku fundust sjö kynningarsíður, í Noregi átta og í Svíþjóð tíu. Ís- land var ekki tekið með í þessari könnun. Almennt bjóða flestir þjónustu sína öðrum körlum eða tvöfalt fleiri en þeir, sem falbjóða sig konum og pörum. Þó er það misjafnt eftir löndum. T.d. sækjast fleiri karlkyns kynlífsþjónar í Stóra Bretlandi eftir viðskiptum við konur eða pör. Það virðist óðum draga að því, að vændi kvenna og karla verði áþekkt að vöxtum og fyrirkomu- lagi. Svo segir Jan Wisser, hol- lenskur félagsfræðingur og fræði- maður um vændi til margra áratuga: Kynlífsþjónusta karla er nærri jafn fjölbreytt og kvenna. Þó er drengjum ekki stillt út í glugga lengur. Þegar það var reynt hóp- uðust fjölmiðlar að þeim, svo að kvenviðskiptavinir lögðu á flótta. Fátt er vitað um ástand mála á Fróni í þessu efni. Í skýrslu, útgef- inni af Dómsmálaráðuneytinu, er þó bent á; „að marktækt fleiri strákar en stúlkur sögðust hafa þegið greiða eða greiðslu fyrir kynmök. Þetta sé þó í samræmi við niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna...“ Einnig er þekkt á Íslandi „fósturvændi,“ þ.e. þegar konur taka að sér umkomulausa ung- lingspilta eða karla í skiptum fyrir kynlíf. (Þýðingar eru höfundar.) Vændiskarlar Eftir Arnar Sverrisson Arnar Sverrisson »Karlar, sem kaupa kynlífsþjónustu kvenna, eru fordæmdir sem kúgarar og afbrota- menn. En þeir selja kon- um sams konar þjón- ustu. Hvað eru þeir þá? Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com Eitt það fyrsta sem við lærum um heiminn er að jörðin er hnött- ur. Þetta er svo við- tekin staðreynd að ég hef aldrei hitt mann- eskju sem heldur öðru fram. Hnöttótt jörð er heldur ekki ný af nál- inni, því Forn-Grikkir vissu af kúlulögun jarðar fjögur hundruð árum fyrir Krist. Engu að síður er til fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Eins og eitt félag um þennan málstað, Flat- jarðarfélagið (e. The Flat Earth Society), á að hafa komist að orði, þá er „meðlimi félagsins að finna allt í kringum hnöttinn“. Já, hnöttinn. Samkvæmt málflutningi framá- manna í samfélagi Flatjarðarfólks eru stuðningsmenn málstaðarins ekki bara allt í kringum hnöttinn heldur fer þeim einnig fjölgandi. Ekki nóg með það heldur hafa körfuboltastjörnur og aðrir frægir lýst yfir stuðningi sínum við þvæl- una. Í nýlegri heimildarmynd á Netflix kom fram að 53 þúsund manns væru meðlimir í Facebook- hópi sem snerist um umræður um þessa tilgátu. Þeim hefur nú fjölg- að í 123 þúsund. Einn þessara forsprakka gengur meira að segja svo langt að halda því fram að „kenningin“ um flata jörð sé að sigra vísindin eða vís- indahyggjuna. Ástæðan er sú að vísindin benda bara á flóknar stærðfræðiformúlur en flatjarðar- fólk geti einfaldlega bent á það sem er beint af augum: Flatneskj- una. Þrátt fyrir að þetta mál sé hið fjarstæðukenndasta er engu að síður heillandi að fylgjast með því hvernig fólk getur virt mat helstu sérfræðinga, staðreyndir og rann- sóknir að vettugi og jafnvel sagt vísindunum, sjálfri leitinni að sannleikanum, stríð á hendur. Það skiptir þetta fólk engu máli að sjá mynd af hnettinum, því jörðin er flöt, allt annað er samsæri og blekkingar. Það skiptir engu máli að heyra færustu sérfræðinga lýsa því yfir að jörðin sé vissulega hnöttur, því það eru lygar. Sjálf geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, er erkióvinurinn. Orkupakkinn er flatur Maður prísar sig sælan yfir því að flatjarðarkenningin hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Umræðan um þriðja orkupakkann býður hins vegar upp á hliðstæður, þó segja verði að flatjarðarfólkið sé tölu- vert lengra komið í samsæris- kenningasmíð. Andstæðingar pakkans mála upp hamfaramynd af Íslandi, frelsissnauðu undir oki Evrópusambandsins, verði pakk- inn tekinn upp í íslenska löggjöf. Orkuverð mun hækka, sæstrengur verður lagður að okkur forspurð- um og erlendar stofnanir verða einráðar um tilhögun orkumála á Íslandi. Hatrið mun sigra. Sama heillandi viðhorfið ein- kennir andstæðinga pakkans og hina flatneskjuþenkjandi bræður þeirra og systur víðsvegar um hnöttinn. Í þeirra Facebook-hópi eru fimm þúsund manns og meira að segja sjónvarpsstjörnur hafa lýst yfir stuðningi við málstaðinn. Andstæðingar pakkans benda jú á það sem allir hljóta að sjá, að hér sé ver- ið að framselja full- veldi og brjóta gegn stjórnarskrá. Þar skiptir engu þó fræðimenn komist að gagnstæðri niður- stöðu, orð þeirra eru einfaldlega skrum- skæld til að þjóna málstaðnum. Þannig þurfa hinir sömu fræðimenn sífellt að koma fram að nýju og taka aftur af öll tvímæli um niðurstöður sínar. Fyrir vikið verða andstæðingar pakkans heit- ari í sinni trú og umfram allt verð- ur umræðan sífellt ruglingslegri. Ráðamenn eru sagðir spilltir, blekktir eða latir við að kynna sér málið ef þeir vilja samþykkja pakkann. Fyrirvarar eru sagðir marklausir og allt tal um að er- lendar stofnanir muni ekki hafa tögl og hagldir í orkumálum hér á landi er sagt lygar. Ekki er heldur mark takandi á lagafrumvarpi um að ekki verði ráðist í lagningu sæ- strengs án samþykkis Alþingis. Það er hluti af stærra plotti með Evrópusambandinu. Látum vera að hann kosti mörg hundruð millj- arða króna og muni því krefjast raforkuverðs sem er miklu hærra en markaðsverð í ESB-löndum. Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði í Evrópu, ACER, er þeirra NASA – erkióvinurinn. Og allt er þetta eitt stórt samsæri um fullveldisframsal. Brjóstvörnin gegn Djúpríkinu Engu skiptir heldur að EES- samningurinn hefur lagt grund- völlinn að lífsgæðum Íslendinga síðustu áratugi og tryggt frjáls viðskipti við 500 milljóna markað. Honum skal sagt stríð á hendur því orkupakkinn er flatur. Hliðstæðurnar eru grátbros- legar. Djúpríkið er greinilega víða og verkefni þess fjölbreytt. Allt frá blekkingum um lögun jarðar til skipulagningar á samsæri gegn fullveldi Íslands. Til varnar Djúp- ríkinu hafa forlögin þó sem betur fer sent okkur Flatjarðarfélagið en líka Flatpakkafélagið – félag fólks sem lætur ekki staðreyndir sérfræðinganna um orkupakkann flækjast fyrir „hinum raunveru- lega sannleika“. Staðreyndir á borð við þær, að Ísland mun eftir innleiðingu þriðja orkupakkans áfram hafa fullt forræði yfir orku- auðlindum sínum, að enginn sæ- strengur verður lagður án sam- þykkis okkar og að Landsvirkjun mun áfram geta starfað undir sama eignarhaldi, nema Íslend- ingar sjálfir ákveði annað. En þannig staðreyndir skipta Flat- pakkafélagið engu máli. Jörðin er flöt Eftir Ísak Einar Rúnarsson »Maður prísar sig sælan yfir því að flatjarðarkenningin hafi ekki náð fótfestu hér. Umræðan um þriðja orkupakkann býður hins vegar upp á hliðstæður. Ísak Einar Rúnarsson Höfundur er sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.