Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dómstóll í Moskvu dæmdi í gær Frode Berg, norskan landamæravörð á eftirlaunum, í 14 ára fangelsi fyrir að hafa njósnað um rússneska kjarn- orkukafbáta. Fyrrverandi lögreglu- maður í Rússlandi, sem talinn er vera samverkamaður Bergs og sagður hafa afhent honum gögn frá rúss- neska sjóhernum, var fyrir nokkru dæmdur í 13 ára fangelsi. Berg segist saklaus af njósnum, hann hafi nokkr- um sinnum verið sendill fyrir norsku leyniþjónustuna og staðið í þeirri trú að hann væri að flytja fé. Hann var handtekinn í Moskvu í desember 2017 og hefur síðan þá setið í Lefortovo- fangelsinu í Moskvu sem rekið er af rússnesku öryggislögreglunni, FSB. Ilya Novikov, annar tveggja lög- manna Bergs, sagði að skjólstæðing- ur sinn hefði ekki í hyggju að áfrýja dómnum. „Hann var afvegaleiddur og vissi ekki hvað var um að vera,“ sagði Novikov við fréttamenn, að því er AFP-fréttastofan greinir frá. Hann sagði að ólíklegt væri að Berg yrði langlífur í fangelsi í Rúss- landi. „Hann er 63 ára og sé tekið tillit til aðstæðna í rússneskum fangelsum samsvarar dómurinn lífstíðar- fangelsi.“ Í samtali við norska dag- blaðið Aftenposten sagði Novikov að Berg væri hjartveikur og viðbúið væri að hann fengi takmarkaða lækn- isþjónustu í fangelsinu. Á vef norska ríkissjónvarpsins, NRK, segir að sendiráð Noregs í Rússlandi hefði boðist til að leigja íbúð í Moskvu þar sem halda mætti Berg í stofufangelsi og veita honum betri aðbúnað, en það hafi ekki fengist samþykkt. Fangaskipti ólíkleg Það er mat bæði Novikovs og hins lögmanns Bergs, Norðmannsins Brynjulf Risnes, að norska leyniþjón- ustan hafi átt hlut að máli. „Þetta er pólitískt hneykslismál,“ sagði Risnes. Hann bætti við að ríkisstjórnir kæm- ust gjarnan að samkomulagi um að skipta á föngum sem hefðu verið dæmdir fyrir njósnir, en engir Rússar væru í haldi Norðmanna fyrir slíkar sakir og því kæmi slík lausn ekki til greina. Norski blaðamaðurinn Trine Hamran hefur skrifað bók um málið. „Enn og aftur slær það mig hversu al- varlegt þetta mál er,“ sagði hún eftir dóminn. „Það er afar ósanngjarnt að hann skuli þurfa að taka skellinn fyrir misheppnaða norska njósnaaðgerð.“ Rússneski lögmaðurinn og mann- réttindasinninn Ivan Pavlov hefur sérhæft sig í málum þeirra sem hafa verið ákærðir fyrir njósnir og land- ráð. Hann segir í samtali við AFP að vel megi vera að Berg verði veitt upp- gjöf saka. „Það eru fordæmi fyrir slíku,“ sagði Pavlov. Novikov sagði að helsta verkefnið væri nú að komast að diplómatískri lausn þannig að Berg fengi að fara til Noregs. „Líklega eru rússnesk yfir- völd ekkert sérlega áfjáð í að hann sitji í árafjöld í rússnesku fangelsi.“ AFP Dæmdur Frode Berg, inni í svokölluðu sakamannabúri, við dómsuppkvaðninguna í Moskvu í gærmorgun. Norskur landamæravörður dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi  Frode Berg fékk 14 ára dóm  Pólitískt hneykslismál, segir lögmaður hans Indónesar bera atkvæðaseðla yfir á til þorpsins Matinggi í Suður- Sulawesi-héraði vegna þing- og for- setakosninga sem fara fram í Indónesíu í dag. Landið er þriðja fjölmennasta lýðræðisríki heims, á eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Rúmlega 190 milljónir manna eru á kjörskrá og 245.000 í framboði. AFP Kosið í þriðja fjölmennasta lýðræðisríkinu Lögreglan í London hafði í gær hand- tekið rúmlega 200 þátttakendur í mótmælum hreyfingar sem berst fyr- ir því að gerðar verði ráðstafanir þeg- ar í stað til að stemma stigu við hlýn- un jarðar. Flestir þeirra voru hand- teknir fyrir að loka vegum í miðborg London. Lögreglan sagði að breyta hefði þurft 55 strætisvagnaleiðum vegna mótmælanna sem hefðu rask- að ferðum um hálfrar milljónar manna. Sadiq Khan, borgarstjóri London, kvaðst hafa miklar áhyggjur af áformum mótmælendanna um að raska ferðum jarðlesta í borginni í dag og sagði að mikilvægt væri að fá fleiri til að nota almenningssam- göngur til að stemma stigu við losun lofttegunda sem valda loftslagsbreyt- ingum. „Aðgerðir sem beinast að al- menningssamgöngum skaða málstað okkar sem viljum aðgerðir gegn lofts- lagsbreytingum, auk þess sem öryggi borgarbúa er stefnt í hættu.“ AFP Vegum lokað Lögregluþjónar handtaka mótmælanda í London. Yfir 200 handteknir í London  Krefjast aðgerða gegn hlýnun jarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.