Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 52
52 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Dejan Lovren, króatíski miðvörður-
inn, verður ekki með Liverpool í kvöld
þegar liðið sækir Porto heim í Meist-
aradeild Evrópu í fótbolta. Lovren er
veikur og varð eftir heima þegar lið
Liverpool fór til Portúgals í gær. Adam
Lallana kemur inn í hópinn en hann
hefur misst af þremur síðustu leikjum
liðsins vegna meiðsla. Liverpool vann
fyrri leikinn á Anfield, 2:0, og stendur
því vel að vígi með að komast í undan-
úrslit keppninnar.
Sergio Conceicao þjálfari Porto
sagði á fréttamannafundi í gær að Liv-
erpool væri besta lið heims í dag að
sínu mati en taldi þó lið sitt eiga von
um að slá það út í kvöld. Porto fær tvo
sterka menn í hópinn í kvöld, fyrirlið-
ann Hector Herrera og miðvörðinn
reynda Pepe, en þeir voru í leikbanni í
fyrri leiknum á Anfield.
Miðjumaðurinn Dele Alli gæti spilað
með Tottenham gegn Manchester City
í Meistaradeildinni í kvöld, þrátt fyrir
að hann hefði brotið bein í hendi í fyrri
leiknum í síðustu viku sem Tottenham
vann 1:0. Alli æfði
með liðinu í gær og
Mauricio Pochettino
knattspyrnustjóri
sagði að það yrði met-
ið á síðustu stundu
hvort hann gæti ver-
ið í liðinu eða á
bekknum. Harry
Kane, Eric Dier og
Harry Winks eru
allir frá keppni
hjá Totten-
ham vegna
meiðsla.
Eitt
ogannað
góðum bata Woods hefur náð og
því að hann ráði við að spila fjög-
urra daga risamót, með öllu álaginu
sem því fylgir, og standa uppi sem
sigurvegari.
Líklegastur til að vinna í maí
Og þarna er eitt mikilvægasta at-
riðið í spurningunni að ofan, um
hvort Woods geti velt Jack Niklaus,
með sína 18 risatitla, úr sessi sem
sá sigursælasti í sögunni. Hvað þol-
ir bakið? Bilið á milli þeirra er eftir
helgina komið niður í þrjá titla, en
það er samt mjög mikið. Woods
þarf að hlífa bakinu og keppa á
færri mótum en hann vill, því álag-
ið sem fylgir því að vera kylfingur í
allra fremstu röð gerir það að verk-
um að læknar segja hann ekki geta
enst mjög lengi. En Woods hefur
nú þegar komið þeim á óvart og
gæti þess vegna haldið því áfram.
Honum tókst að komast úr 1.199.
sæti heimslistans í 6. sæti á undra-
skömmum tíma. Veðbankar telja
hann nú líklegastan til þess að
vinna næsta risamót, PGA-
meistaramótið sem hefst eftir mán-
uð.
Enginn unnið tvö risamót
eftir 43 ára afmælisdaginn
Þó að Woods hafi stimplað sig
svona rækilega inn aftur um
helgina, og raunar síðasta árið, þá
verður að hafa í huga að hann er
orðinn 43 ára. Hann var 32 ára
þegar hann vann risamót síðast.
Það verður að teljast afar ólíklegt
að þó að bakmeiðslin plagi hann
ekki lengur muni hann raða inn
risatitlum eins og hann gerði ungur
og ferskur í byrjun aldarinnar, þeg-
ar hann vann til að mynda öll risa-
mótin fjögur í röð. Enginn kylf-
ingur hefur unnið risamót oftar en
einu sinni eftir 43 ára afmæli sitt.
Nicklaus á aldursmetið á Masters
en hann vann mótið 46 ára gamall
árið 1986 og var það í eina sinn
sem hann vann risamót eftir 41 árs
aldur. Julius Boros er sá eini sem
hefur unnið risamót eldri, eða 48
ára þegar hann vann PGA
meistaramótið og það var árið 1968.
Woods lifir vissulega á tímum þar
sem alls konar vísindum sem tengj-
ast íþróttum hefur fleygt fram svo
að menn ættu að geta spilað leng-
ur, en hann þarf eins og aðrir í sög-
unni að standast samkeppnina við
þá yngri.
Með bakið upprétt
á beinu brautinni
Haldi bakið og haldi Woods sig á
mottunni í einkalífinu er samt von
til þess að risatitlarnir verði 3-4 í
viðbót, og hann jafni eða slái met
Nicklaus. Við meiðslastríð hans frá
síðasta risatitli árið 2008, ekki bara
í baki heldur einnig hnjám og há-
sinum, bættust framhjáhalds-
hneykslið sem upp komst í lok árs
2009 og varð til þess að stórfyrir-
tæki á borð við Gillette, Buick og
AT&T sneru við honum bakinu
(Nike hélt þó samningum við
Woods), auk fyrrnefndrar hand-
töku. En nú virðist hann hafa fund-
ið beinu brautina, í bili að minnsta
kosti, og Woods fagnaði sigrinum á
Augusta-vellinum á sunnudag inni-
lega með börnum sínum Sam og
Charlie, kærustunni Ericu Herman
og móður sinni Kultida Woods.
„Það vita voðalega fáir hvað Tiger
Woods gekk í rauninni í gegnum til
þess að komast aftur á þennan
stall. Það var svo svalt að sjá hann
með Tida, Sam, Charlie, Erica og
öllum hinum sem á bakvið hann
standa, á 18. flötinni,“ sagði Rory
McIlroy, einn þeirra fjölmörgu
kylfinga sem hrósað hafa Woods
fyrir endurkomuna og fagnað þeirri
athygli sem á ný beinist nú að golf-
íþróttinni.
Risinn úr öskustónni
Gerir bakið Tiger Woods kleift að verða sá sigursælasti? Læknar orðlausir
yfir árangrinum Fátítt að menn á fimmtugsaldri vinni fleiri en eitt risamót
AFP
Sigurvegarinn Tiger Woods í græna jakkanum sem sigurvegari Masters
fær afhentan og með hinn sérstaka verðlaunagrip keppninnar.
1
200
400
600
800
1.000
1.200
Heimslistinn
Tiger Woods réttir úr sér
Heimild: PGA Tour, AFP photo/Getty Image
Apríl 1997
Vinnur Masters í fyrsta sinn
Apríl 2001
Vinnur fjórða
risamótið í röð
Maí 2014
Hættir nær
alfarið að keppa
vegna bakmeiðsla
23. sept. 2018
Fyrsti sigurinn á
PGA-móti í yfir 5 ár
1994 20001997 2014 20192009
14. apríl 2019
Lýkur 11 ára bið eftir sigri á
risamóti með sigri á Masters
og fer í 6. sæti heimslistans
Aldur: 43 ára
Hóf atvinnumannsferilinn:
1996
Sigrar á PGA-mótum: 81
Sigrar á risamótum: 15
Kylfingur ársins á
PGA-mótaröðinni:
11 sinnum
Efstur á peningalista
PGA-mótaraðarinnar:
10 sinnum
Á metið yfir lengsta setu
í efsta sæti heimslistans:
683 vikur
GOLF
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Með sigri Tiger Woods á Masters-
mótinu um helgina vaknar spurning
sem ekki hefur verið velt upp síð-
ustu ár. Þessi 43 ára gamli Banda-
ríkjamaður og skærasta stjarna
golfheimsins frá því á síðustu öld
hefur risið úr öskustónni en getur
hann orðið sigursælasti kylfingur
allra tíma?
Í maí 2017 var Woods búinn að
gangast undir aðgerð á baki í
fjórða sinn, vegna afar þrálátra og
erfiðra bakmeiðsla. Í lok þess mán-
aðar var hann svo handtekinn í
Flórída eftir akstur undir áhrifum
lyfja, en í blóði hans fundust efni úr
verkjalyfjum, kvíðastillandi lyfjum
og svefnlyfjum auk kannabisefna.
Hryggðarmyndin sem birtist fólki á
fangamyndinni og myndskeiði af
vettvangi, þar sem Woods gat
ómögulega gengið eftir beinni línu,
gaf til kynna að ferli hans sem kylf-
ingur í fremstu röð væri algjörlega
lokið. Golfspekingar kepptust um
að fullyrða að svo væri, enda hafði
Woods ekki unnið risamót frá árinu
2008 og verið langt frá því síðustu
ár.
Bakaðgerðin fyrir tveimur árum
reyndist hins vegar algjör vendi-
punktur fyrir Woods. „Allt í einu
gat ég sveiflað golfkylfu aftur,“
sagði Woods á sunnudaginn, en
bakmeiðsli hans voru svo slæm að
hann átti í erfiðleikum með að leika
við börnin sín eða sitja nógu lengi á
veitingastað til að geta borðað þar
máltíð. Markmiðið með fjórðu að-
gerðinni, sem á ensku nefnist
ALIF, var í raun aðallega það að
Woods gæti lifað eðlilegu lífi. Fyrri
aðgerðir voru ekki eins alvarlegar
og gerðar með það í huga að hann
gæti haldið áfram í sinni íþrótt, en
þær bara virkuðu ekki. Læknar
sem Washington Post ræddi við
eru nánast orðlausir yfir því hve