Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Barcelona – Manchester United............ 3:0 Lionel Messi 16., 20., Philippe Coutinho 61.  Barcelona áfram, 4:0, samanlagt. Juventus – Ajax........................................ 1:2 Cristiano Ronaldo 28. – Donny van de Beek 34., Matthijs de Ligt 67.  Ajax áfram, 3:2, samanlagt. England Brighton – Cardiff................................... 0:2  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 55 mínúturnar með Cardiff. Staðan: Liverpool 34 26 7 1 77:20 85 Manch.City 33 27 2 4 86:22 83 Tottenham 33 22 1 10 64:34 67 Arsenal 33 20 6 7 66:40 66 Chelsea 34 20 6 8 57:36 66 Manch.Utd 33 19 7 7 63:44 64 Leicester 34 14 5 15 46:45 47 Wolves 33 13 8 12 41:42 47 Everton 34 13 7 14 46:44 46 Watford 33 13 7 13 47:48 46 West Ham 34 12 6 16 42:52 42 Bournemouth 34 12 5 17 49:61 41 Cr. Palace 34 11 6 17 40:46 39 Burnley 34 11 6 17 42:60 39 Newcastle 34 10 8 16 32:43 38 Southampton 33 9 9 15 39:54 36 Brighton 33 9 6 18 32:53 33 Cardiff 34 9 4 21 30:63 31 Fulham 34 5 5 24 32:76 20 Huddersfield 34 3 5 26 19:67 14  Cardiff á eftir: Liverpool, Fulham, Crys- tal Palace og Manchester United.  Brighton á eftir: Wolves, Tottenham, Newcastle, Arsenal og Man. City. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, oddaleikur: Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan (2:2). 19.15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Framvöllur: Fram – Ýmir ........................ 19 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Fjölnir.......... 19 Ásvellir: KÁ – Berserkir........................... 20 BLAK Fjórði úrslitaleikur kvenna: Fagrilundur: HK – KA (1:2) ................ 19.30 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur: Philadelphia – Brooklyn .................. 145:123  Staðan er 1:1. Vesturdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur: Golden State – LA Clippers ............ 131:135  Staðan er 1:1. KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Barcelona og Ajax eru komin í und- anúrslitin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir að hafa slegið Man- chester United og Juventus út úr keppninni í gærkvöld. Barcelona vann öruggan 3:0 sigur gegn enska liðinu á Camp Nou og 4:0 samanlagt en Ajax vann frækinn útisigur, 2:1, á Juventus í Tórínó og einvígið þar með 3:2 samanlagt. Manchester United byrjaði vel á Camp Nou því Marcus Rashford átti sláarskot eftir aðeins 40 sekúndur. En Lionel Messi sló fljótlega á allar vonir enska liðsins. Hann skoraði með fallegu skoti á 16. mínútu og aftur fjórum mínútum síðar, með lausu skoti sem David de Gea hefði átt að verja auðveldlega. Þar með voru úrslitin ráðin og Philippe Coutinho innsiglaði sigur- inn með þriðja markinu snemma í síðari hálfleik. Eftir jafntefli í Amsterdam, 1:1, var Juventus mun sigurstranglegri aðilinn gegn Ajax á sínum heima- velli, og ekki dró úr því þegar Cristi- ano Ronaldo skoraði á 28. mínútu, 1:0 fyrir Juventus. En hollensku meistararnir eru með mikið sjálfstraust, eins og þeir sýndu í útisigrinum magnaða gegn Real Madrid í sextán liða úrslit- unum. Donny van de Beek jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar og það var síðan miðvörðuinn Matthijs de Ligt sem skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Þá þurfti Ju- ventus tvö mörk og það var of mikið fyrir Ronaldo og félaga sem eru fallnir úr keppni. Annað útivallarafrek hjá Ajax  Sigruðu Juventus í Tórínó og fara ásamt Barcelona í undanúrslitin AFP Sigurmarkið Matthijs de Ligt fagnar sigurmarki Ajax ásamt Daley Blind en Cristiano Ronaldo er ekki skemmt. Fjórði úrslitaleikur HK og KA um Íslandsmeistaratitil karla í blaki fór fram í Fagralundi í Kópavogi í gær- kvöld og var ekki lokið þegar blað- ið fór í prentun. HK var 2:1 yfir eftir þrjá fyrstu leikina og gat því orðið Íslands- meistari með sigri í gærkvöld. HK vann fyrstu hrinuna í gær- kvöld eftir upphækkun, 26:24, en KA jafnaði metin með sigri í þeirri næstu, 25:19. HK svaraði fyrir sig með sigri í þriðju hrinu, 25:22. Ítarlega umfjöllun um leikinn er að finna á mbl.is/sport. HK stóð vel að vígi í Fagralundi Morgunblaðið/Hari Fagrilundur Barátta við netið í við- ureign HK og KA í gærkvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eiga enn þokkalega möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir gríðarlega mikilvægan úti- sigur á Brighton í gærkvöld, 2:0. Allt bendir til þess að annað þess- ara liða falli ásamt Fulham og Huddersfield, Cardiff er enn í fall- sætinu en er nú aðeins tveimur stig- um á eftir Brighton, sem á hins- vegar leik til góða. Aron lék fyrstu 55 mínúturnar með Cardiff og spil- aði mjög vel en lið hans mætir næst Liverpool á heimavelli. vs@mbl.is Cardiff vann fall- slaginn í Brighton AFP Cardiff Aron Einar Gunnarsson og félagar gætu bjargað sér frá falli. Handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson hefur samið til tveggja ára við þýska 1. deildar liðið Bietig- heim. Þetta verður opinberað í dag, eftir því sem heimildir Morgun- blaðsins herma. Ráðning Hannesar Jóns kemur í framhaldi af slitum hans á samningi við handknatt- leikslið Selfoss sem greint var frá um liðna helgi. Hannes Jón tók við þjálfun Bie- tigheim, sem er í Stuttgart, í byrjun febrúar. Hann hafði þá þegar skrif- að undir samning við forráðamenn Selfoss um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins í sumar. Upp- haflega stóð til að Hannes Jón yrði aðeins í þjálfarastólnum hjá Bietig- heim út keppnistímablið í júní. For- ráðamenn Bietigheim lögðu hins- vegar hart að honum að skrifa undir lengri samning sem varð ofan á eftir að forráðamenn Selfoss komu til móts við óskir Hannesar Jóns um að samningurinn við þá tæki ekki gildi. iben@mbl.is Ljósmynd/Heimasíða Bietigheim Þjálfari Hannes Jón Jónsson verður áfram á hliðarlínunni hjá Bietigheim. Verður hjá Bietig- heim næstu tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.