Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is fara ekki hraðar í uppbygginguna en sem nemur þessum tveimur stöðum. Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar. Gestirnir eru mjög ánægðir með vör- una. Það er stórmál að vera með gott kjöt. Það er lykilatriði að vera með fínt hráefni, réttu vöðvana, rétta fitumagn- ið og rétta aldurinn á dýrinu þegar því er slátrað. Það eru ótal hlutir í kring- um í þetta. Þetta snýst ekki aðeins um að skafa af beinunum og hakka. Við er- um millistig milli skyndibita og brass- erie. Skyndibitakeðjurnar eru með til- búna borgara sem eru látnir standa en hjá okkur eru borgarar eldaðir eftir hendinni.“ Góð yfirsýn mikilvæg Tómas segir aðspurður að sem stendur sé ekki horft til fleiri borga í Noregi en Óslóar. Hafa þurfi góða yfirsýn við slíkan rekstur. Því verði ekki leitað út fyrir Óslóarsvæðið fyrr en staðirnir eru orðnir rótgrónari. Hann segir eigendur Hamborgara- búllu Tómasar íhuga að opna veit- ingastaði í nýjum borgum á næstu misserum. Þá sé til skoðunar að fjölga stöðum í nokkrum borgum. Búllurnar eru orðnar sjö á Íslandi. Fjórar eru í Reykjavík og svo eru búll- ur í Kópavogi, Selfossi og Hafnarfirði. Þá er veisluþjónusta í boði. Fyrsti staðurinn utan landsins var opnaður 2012 í London og hefur stöðunum síð- an fjölgað hratt. Þriðji staðurinn í Berlín var opnaður fyrir 4 mánuðum. Þá eru tveir staðir í þremur borgum; Kaupmannahöfn, London og Ósló. Loks hafa Oxford og Róm sinn stað hvor. Alls eru þetta 18 búllur í sex löndum. Tækifæri í Þýskalandi Tómas segir búllunni í Malmö í Sví- þjóð hafa verið lokað. Reksturinn hafi ekki gengið. Þá hafi búllan í Árósum farið sömu leið. Hins vegar séu tæki- færi til vaxtar í Þýskalandi. „Við erum farnir að líta í kringum okkur í Frankfurt, München og Köln. Svo er pláss fyrir einn til tvo staði til viðbótar í Berlín. Borgin er svo stór og víðáttumikil. Þar búa 3,5 milljónir manna á landsvæði á stærð við Reykjanesskaga. Við gætum bætt við stað í Berlín án þess að það tæki frá hinum stöðunum,“ segir Tómas sem upplýsir að fyrirspurnir hafi borist frá Spáni og Portúgal varðandi mögulegt samstarf. Búllum í suðrinu gæti því fjölgað næstu árin. „Þetta er alltaf spurning um að finna rétta samstarfsaðilann. Ef við finnum hann erum við opnir fyrir sam- starfi. Það er enginn vandi að innrétta stað og opna með látum. Það þarf hins vegar að vera líf eftir hveitibrauðsdag- ana. Það eru allir að leita að góðum rekstraraðilum í veitingabransanum. Ef maður hefur góðan skipstjóra þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu. Ef það eru hins vegar góðir stýrimenn en ekki góður skipstjóri fer allt í vitleysu. Þetta er spurning um skipstjórann. Hann heldur utan um sína áhöfn.“ Til þjónustu reiðubúin Það var stutt í brosið hjá þeim Cecilie, Matej og Cherry. Sandra er við grillið. Í Grünerløkka Staðurinn á Thorvalds Meyers götu. Á laugardegi Staðurinn í Grünerløkka er vinsæll meðal námsmanna. Margir panta sér ölglas. Thorvalds Meyers gata Sendlar á vegum Foodora bíða í bleikum einkennisklæðnaði meðan borgararnir eru eldaðir. List Teikning eftir Ólöfu Kristínu. Frá Íslandi Hrafninn fer víða. Morgunblaðið/Baldur Vel útlátið Hægt er að fá sætar kartöflur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.