Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 ✝ Bragi Eggerts-son fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 26. apríl 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 10. apríl 2019. Foreldrar hans voru Soffía Ingi- marsdóttir, sím- stöðvarstjóri á Þórshöfn, og Egg- ert Ólafsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfirði. Bragi átti 10 hálf- systkini og eina uppeldissystur, þau eru Petra, Hulda, Árni, Guðný, Oddný, Ólafur, Stefán, Marinó, Guðrún, Þórarinn og Garðar. Árið 1952 giftist Bragi Ídu Borgfjörð Guðnadóttur frá Borgarfirði eystri. Ída lést 1966. Síðar giftist Bragi Krist- ínu Ingibjörgu Tómasdóttur en Börn Braga og Ídu eru: 1) Rósa Guðný, f. 1952, gift Óm- ari Erni Ingólfssyni. Börn þeirra eru: 1a) Ída Braga, gift Þórði Hjalta Þorvarðarsyni og eiga þau þrjú börn, 1b) Kristín Sif, gift Daníel Scheving Hall- grímssyni og eiga þau þrjú börn og 1c) Ingólfur Örn, gift- ur Írisi Ósk Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. 2) Jón Egg- ert, f. 1954, giftur Ástu Guðnadóttur. Börn þeirra eru: 2a) Guðný, gift Snorra Dón- aldssyni og eiga þau þrjú börn, 2b) Gylfi sem á tvö börn og 2c) Hlynur. Bragi og Unnur Laufey eiga soninn Unnar Braga, f. 1979, sem er í sam- búð með Kristjönu Ósk Traustadóttur. Barnsmóðir Unnars er Eyrún Guðmunds- dóttir og eiga þau tvö börn, 3a) Emil Braga og 3b) Evu Karen. Útförin verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 17. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. þau slitu samvistum og Bragi fór í sam- búð með Unni Lauf- eyju Jónsdóttur en þau slitu samvistum. Eftirlifandi eigin- kona Braga er Helga Jóhanns- dóttir. Bragi bjó öll sín fullorðinsár á höfuð- borgarsvæðinu. Hann lærði hús- gagnasmíði og var með meist- arabréf í iðninni. Hann vann í faginu allan sinn starfsaldur og stofnaði og rak húsgagnaverk- stæðið Furuhúsgögn í mörg ár. Bragi var áhugasamur bridgespilari. Hann stundaði blak fram undir áttrætt og sótti öldungamót í blaki í áratugi. Hann var mikill útivistarmaður og stang- og skotveiði áttu hug hans allan. Elsku pabbi. Þá ertu búinn að fá hvíldina eft- ir erfið og löng veikindi. Það er ekki auðvelt eða einfalt að þurfa að fara í blóðskilun þrisv- ar í viku í sex ár. Aldrei kvartaðir þú eða neitaðir að fara, fórst þetta á æðruleysinu og seiglunni. Það sem gerði skilunina aðeins auðveldari var yndislegt starfsfólk á deildinni, sem sinnti þér af mik- illi fagmennsku, hlýju og nær- gætni. Eftir að þú gast lítið hreyft þig um sjálfur fórstu að föndra við að gera nælur og hálsmen sem þú límdir á hina ýmsu steina og reyndir að selja öllum sem á vegi þínum urðu. Þessi iðja stytti þér margar stundirnar. Einnig gaf bridge-spil þér mik- ið eftir að þið fluttuð á Strikið og verst af öllu fannst þér ef þú komst ekki til að spila við þína góðu spilafélaga, en það reyndir þú að gera fram undir það allra síðasta. Alltaf hélstu sama sæta útlit- inu, varst sléttur og fínn, hann er eins og kvikmyndastjarna, orðaði ein systir þín það, eftir að hafa heimsótt þig fyrir stuttu. Ég var oft spurð: Ertu konan hans? eða: Var hann bara rétt fermdur þegar hann átti þig? Helga konan þín hefur verið betri en engin, stutt þig í blíðu og stríðu og hugsað eins vel um þig og hugsast getur. Á hún miklar þakkir skilið fyrir það. Við Ómar þökkum þér sam- fylgdina í gegnum öll árin sem aldrei hefur borið skugga á. Þín dóttir Rósa. Rólyndur, dagfarsprúður mað- ur – alltaf stutt í brosið. Hug- myndaríkur smiður, sem elskaði að vinna með tré. Barnahúsgögn, skrautmunir og skart héldu áfram að verða til löngu eftir að hinn almenni vinnu- markaður gaf þér frí, til að njóta gullnu áranna. Það var alltaf gaman að fylgjast með því sem þú varst að búa til. Einstaklega barngóður varst þú og gjafmildur á tíma þinn með ská-afabörnum þínum. Alexandra og Ína Katrín nutu góðs af skemmtilegum veiðiferðum með Braga afa, sem smitaði áhuga sín- um á veiði yfir á þær stuttu. Þannig þekkjum við þig og minnumst. Það er líka gaman að minnast allra ferðalaganna, sem þið mamma fóruð í á húsbílnum góða. Mikil natni var lögð í þann skemmtilega fararskjóta enda eð- algripur þar á ferð og út um landið allt voru ættingjar og vinir til að heimsækja. Já, margar eru minningarnar um góðan mann og munu þær verma huga okkar í framtíðinni þegar við hugsum til þín. Vertu nú sæll, elsku Bragi okkar, og takk fyrir allt og allt. Kristín (Lúlla), Helga og Alexandra, Linda, Ína Katrín og Daníel, Íris, Ína Guðlaug og Steingrímur. Nokkur kveðjuorð til þín, elsku bróðir. Hugurinn leitar norður í Lax- árdal þar sem við ólumst upp hvor á sínum tíma þar sem þú varst kominn á þrítugsaldur og farinn að heiman þegar ég fæddist, þú elstur en ég yngstur í átta barna hópi. Eins og títt var í sveitum sóttu brottfluttir „Dölungar“ norður til æskuslóða á sumrin. Það ríkti eftirvænting þegar von var slíkra gesta og mest þó þegar von var á ykkur Ídu til lengri eða skemmri dvalar í Laxárdal. Það fylgdi ykk- ur alltaf eitthvað nýtt, ferskt og skemmtilegt. Fótbolti í varpanum eða Kvíadokk, fjöruferðir, sela- veiðar, laxveiði, bíltúrar til Þórs- hafnar eða á aðra bæi og fleira heillandi. Nýjungar að sunnan bárust með ykkur sem ekki var farið að selja í Kaupfélaginu á Þórshöfn, svo sem bananar og tómatar. Þú varst stóri bróðir sem var svo gott að líta upp til. Þegar kom að því að ég hleypti heim- draganum var ekki ónýtt að fá leiðbeiningar hjá þér við að feta þroskabrautina. Þú kenndir mér vönduð vinnu- brögð við húsgagnasmíði, kenndir mér að umgangast vopn og veiðar, enn fremur að njóta víns í hófi og af virðingu og fleira mætti telja. Í gegnum árin höfum við átt ótal góðar stundir við rjúpnaveiðar og bridgespil sem gott er að minnast. Þótt þú virtist lukkunnar pam- fíll áttir þú þína erfiðu tíma af og til í lífinu. Missir Ídu þinnar í blóma lífsins var ógnarsár og lík- lega varstu löngum að leita henn- ar. Nokkrar konur voru tilbúnar að bæta hennar skarð en að lokum fannstu höfn hjá Helgu þinni og saman byggðuð þið upp fallegt heimili og samveru í aldar- fjórðung. Hún hefur reynst þér vel, ekki síst nú á síðustu árum þegar heilsu þinni tók að hraka. Nú er komin sú stund sem lýst er í ljóði Jóhanns Jónssonar: Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Við Jóhanna þökkum þér sam- fylgdina og biðjum fyrir kveðjur til ástvina í sólarlandinu. Garðar Eggertsson. Hann var að hálfu uppalinn í Laxárdal og að hálfu á Þórshöfn, í það minnsta frumbernskuna, hjá móður sinni. Ég man hann fyrst sem fullorð- inn mann sem kom heim á vorin, líklega á hans Laugaárum. Í þeim góða skóla var hann fjóra vetur og þar fann hann Ídu, þá fallegu konu sem alltof snemma dó. Ída var frá Borgarfirði eystra en alin upp hjá móðurbróður sínum í Reykjavík. Og þar settust þau Bragi að og áttu saman „englabörn“. Þegar Rósa Guðný var á þriðja ári og Jón Eggert öðru nutum við í Dal þess að hafa fjölskylduna hjá okkur sumarlangt, Bragi þá í vinnu á Heiðarfjalli og tveimur árum seinna aftur nálægt okkur. Þá var verið að byggja íbúðarhús á Sauðanesi sem Bragi vann að og Ída var prestkonunni til aðstoðar með heimilishaldið. Næstu ár komu þau að mig minnir á hverju sumri og þá fyrst var sumarið komið þegar Bragi kom. Þá var leikið sér úti á kvöldin, gjarnan fótbolti og átti hann létt með að leika á okkur bræður sína þótt við værum fjórir móti einum. Á kynningarkvöldi í Laugaskóla 1961, þar sem skólastjóri og kenn- arar fleiri tóku nýnema hvern og einn upp á svið og sögðu eitthvað um fólkið, sagði Guðmundur Gunnarsson er við Marinó vorum til umfjöllunar, að bróðir þessara drengja, Bragi Eggertsson, væri flinkasti fótboltamaður sem hann hefði séð til á Laugum. Honum var fleira gefið eða eins og vinur hans Sveinn í Kálfskinni orðaði á góðri stundu „allt það sem ungir menn vilja vera, dugnaðarforkur, veiðimaður, íþróttamaður og kvennamaður“. Oft er ég búinn að njóta bróður míns. Þegar ég var fimm ára kom ærin mín með tvær gimbrar tvílitar sem einboðið var að setja á til lífs. Það þótti ekki ganga að einn strákurinn af mörg- um börnum setti á tvær gimbrar, þá keypti Bragi aðra gimbrina af mér á 100 kr. (bláan seðil). Svo gerðist það rúmu ári seinna að Flekka mín fórst í dýi úti við Hundsvatn en þegar Bragi frétti af því slysi gaf hann mér Buxu og afþakkaði seðilinn til baka. Annað dæmi um viðskipti okk- ar. Þegar nálgaðist jól 1963 og ég var nemandi á Hvanneyri, hringdi ég í hann og bað um að fá að vera hjá þeim Ídu yfir jólin. „Þú getur fengið það ef þú leggur á borð með þér ögn af sykri,“ svaraði bróðir og meinti það. Þá var eitt af stóru verkföllum Dagsbrúnar búið að standa svo lengi að margt vantaði í Reykjavík, ég fór bónarveg að ráðskonunni í eldhúsinu og hafði með mér sykurinn í jólabakstur- inn í Stórholti 25 og þar átti ég góð jól. Seinna urðu viðskiptin meiri þegar hann tók mig í sitt hús í nokkrar vikur og útvegaði vinnu og enn síðar reyndi ég að vera til gagns á hans verkstæði í nokkra mánuði. Þegar við Hólmfríður vorum að koma upp íbúð var Bragi okkur oft þarfur. Keypti inn hreinlætistæki o.fl. á sínum við- skiptaafslætti og húsgögn voru lengi vel flest smíðuð af honum og sum þegin að gjöf. Svo lengi sem heilsa hans leyfði kom hann heim í Dal til þess að komast í veiði, fugla eða fiska, og var öllum sannur gleðigjafi. Kæra þökk fyrir allt, elsku bróðir. Stefán Eggertsson. Bragi Eggertsson, minn kæri vinur, er fallinn frá. Ég kynntist Braga þegar ég hóf störf hjá hon- um árið 1979 í Furuhúsgögnum, sem hann rak og átti, en það var á blómatíma íslenskrar húsgagna og innréttingaframleiðslu. Það tókst strax með okkur mikil vin- átta en Bragi var einstaklega traustur og tryggur vinur. Við enduðum með að reka saman tré- smiðjuna Lund síðar á ævinni. Margs er að minnast frá þessum tíma í lífi okkar Braga en við vörð- um miklum tíma saman eins og gefur að skilja. Við fórum m.a. saman í söluferðir út á land og smíðuðum innréttingar í húsnæði, s.s. Samvinnuskólann á Bifröst svo fátt eitt sé nefnt. Þetta voru gæðastundir. Þá get ég ekki látið hjá líða að minnast þess að Bragi hefur kom- ið víða við og átt hönnun inni á mörgum íslenskum heimilum, hann seldi til að mynda á annað þúsund sundurdraganlegbarna- rúm en þau voru hvað þekktust af hans vörum. Þá framleiddi Bragi ýmis húsgögn úr furu eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna. Sjálfur heimsótti ég Braga á Vífilsstaði á sl. ári. Þessi heimsókn mín var afar skemmtilegt og minnisstæð en þar sýndi Bragi mér myndir af alls kyns vörum sem hann hafði framleitt í gegnum tíðina. Það mátti merkja á Braga ánægju með sitt ævistarf en hann og hans fjölskylda geta verið mjög stolt af ævistarfi hans. Bragi var mannvinur mikill og þótti honum gaman að vera í góðra vina hópi þar sem hann var oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Þeirra gæðastunda á ég eftir að minnast með gleði í hjarta. Braga er minnst sem góðs félaga og vin- ar og hans verður sárt saknað. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl þú í guðs friði, kæri vinur. Björn Gíslason. Fallinn er frá einn af mínum bestu vinum, Bragi Eggertsson. Eftir sitja ótal minningar. Það er huggun harmi gegn að hafa fengið að kynnast þessum öðlingsmanni og eiga með honum langa samleið. Fyrir hart nær 70 árum var ég svo lánsamur að fá skólavist á Héraðs- skólanum á Laugum. Þar voru saman komin ungmenni frá ýms- um stöðum á landinu, mörg þeirra að fara að heiman til langdvalar í fyrsta sinn. Spennandi tímar fóru í hönd, en þó smákvíði fyrir því óvænta. Fljótlega kynntumst við Bragi og Arnþór Björnsson, Vopnfirðingur, og urðum við fljótt nánir vinir. Bakgrunnur okkar var svipaður, við vorum 18 og 19 ára gamlir og með stopula skólagöngu að baki. Við Arnþór settumst í annan bekk en Bragi hóf nám í smíðadeild skólans og þar komu í ljós hans miklu hæfileikar, því handlagni hans og hönnun var við brugðið. Vináttubönd okkar urðu til þess að við stofnuðum Þre- menningasamband hið þriðja, en í mannkynssögunni höfðum við les- ið að áður höfðu verið stofnuð tvö sambönd á tímum Rómverja. Þessi vinátta hefur staðið fölskva- laus meðan stætt var, en nú eru þeir horfnir á braut, Addi fyrir nær sjö árum og nú Bragi. Eftir nám á Laugum lærði Bragi hús- gagnasmíði í Reykjavík og varð það hans starfsvettvangur svo lengi sem hann hafði orku til. Hann stofnaði fyrirtæki og rak það um áratuga skeið við góðan orðstír og sá um hönnum hús- gagna og jafnvel skartgripa. Bragi sótti meira en smíðanámið í Laugaskóla. Þar kynntist hann fallegu Ídu, sem stundaði nám í Kvennaskólanum og varð síðan eiginkona hans, en var tekin frá honum og börnunum eftir fárra ára hjónaband. Slík lífsreynsla varð vini mínum erfið að vinna úr og sorgin var sár. Seinna kynntist ég fjölskyldu Braga. Pabba hans Eggert í Dal kynntist ég vel í margs konar fé- lagsmálum, við sátum saman á mörgum fundum. Af honum lærði ég margt, hann var ötull baráttu- maður og foringi í umbótamálum í sveitum landsins. Marinó húsa- smíðameistari, bróðir Braga, var lengi mín hægri hönd og verk- stjóri er við vorum að byggja Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Öll eru systkini hans mikilvirk og mikið athafnafólk. Þrátt fyrir oft langan vinnudag átti Bragi sér önnur áhugamál. Keppti í blaki um áratugaskeið, var góður brids- spilari og stundaði það fram á síð- asta dag. Hann tók þátt í starfi aldraðra m.a. við að spila og kenna Ringó, eftir að það náði vinsæld- um. Þegar ég fór að læra húsa- smíði í Reykjavík var Bragi að ljúka sínu námi. Hann var eftir- sóttur við margs konar innrétting- ar íbúða og hafði mikið að gera. Fékk ég að vinna með honum að alls konar verkefnum og á ég hon- um mikið að þakka fyrir það sem ég lærði af honum. Bragi bjó um tíma í Noregi og ég við nám og vinnu í Danmörku, og þá skrifuð- umst við á og á ég enn ómetanleg bréf frá honum. Síðustu ár Braga voru honum erfið eftir að hann missti heilsuna og þurfti á stöð- ugri umönnun að halda. Hann var mjög þakklátur öllu því góða fólki sem annaðist hann. Við Ása send- um Helgu og öllum í stórfjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Genginn er mætur maður, blessuð sé minning hans. Sveinn Elías Jónsson. Bragi Eggertsson Elsku besta, hjartahlýja og und- urfagra amma mín. Ég sit hér með nýj- asta langömmu- prinsinn þinn í fanginu og reyni að koma niður á blaðið nokkr- um kveðjuorðum til þín í þeirri von að þú heyrir þau. Þú fórst svo skyndilega að ég náði ekki að kveðja þig og það brýtur í mér hjartað. Elsku amma mín, þú hefur alltaf átt svo stóran stað í hjarta mínu og okkar allra enda ekki til betri kona en þú. Þú hafðir svo góða og blíða nærveru sem allir í kringum þig sóttust í. Það var sama hvað fyrirvarinn var stuttur, þú opn- aðir ávallt dyrnar og breiddir út þinn hlýja faðm sem ég Þórdís Jónsdóttir Sandholt ✝ Þórdís Jóns-dóttir Sandholt fæddist 28. mars 1930. Hún andaðist 27. mars 2019. Útförin fór fram 10. apríl 2019. sakna svo sárt. Það var alltaf svo dásamlegt að heim- sækja þig og ræða um lífið og til- veruna og svo gam- an hvað þú gast alltaf deilt og leið- beint manni úr reynslubankanum þínum. Þú lést mig ávallt finna hvað þú værir stolt af mér og labbaði ég alltaf út frá þér full vellíðunar. Það er svo margt sem ég ætla tileinka mér úr fari þínu, elsku amma mín, og þá allra helst hversu góð móðir þú varst. Það þarf ekki nema að horfa á börnin þín til þess að sjá hversu vel þér tókst að halda utan um hópinn þinn. Þú skilur eftir samheldin hóp sem ég er svo stolt að tilheyra og við munum öll hugsa og leita til þín ef eitthvað bjátar á, því öll vitum við að þú vakir yfir okkur og verndar. Elsku amma mín, ég elska þig af öllu hjarta og mun sakna þín alltaf. Þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér, það verður tóm- legt að hafa þig ekki hjá okkur en ég mun leita til þín í draum- um mínum í staðinn. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Þín alltaf, Líney. Dísa tengdamóðir mín var falleg jafnt innan sem utan, mikil persóna, listræn, trúuð, sanngjörn og elskaði fólkið sitt og vini. Dísa eins og hún var kölluð var fædd í Reykjavík 28. mars 1930. Þegar móðir hennar var ófrísk að henni bað faðir hennar sem var vélstjóri til sjós konu sína að senda skeyti þegar hún fæddist, það hlusta allir, sagði hún, en Jón sagði henni að segja: kannan komin með eða án stúts. Skeytið kom, kannan komin án stúts. Dísa ólst upp á Eiríksgötu 9 ásamt þremur bræðrum sem allir hafa kvatt og á hún eina yngri systur á lífi. Á neðri hæð bjuggu afi og amma í föðurætt og var henni tíðrætt um æskuheimili sitt sem hún unni mjög. Dísa giftist Ósk- ari Jörgen Sandholt þann 1. apríl 1950 og eignuðust þau sex mannvænleg börn, þrjár stúlk- ur og þrjá drengi. Barnabörn eru orðin 21, langaömmubörn eru orðin 17 og tvö langalang- ömmubörn. Óskar lést 1985 aðeins 63 ára gamall. Dísa hélt ávallt heimili og vann úti alla sína tíð. Heimili hennar hennar bar vott um að þar fór kona sem bar virðingu fyrir öllum. Fyrir 46 árum sá ég fagra stúlku og þar með var æviganga mín ákveðin, mér var strax tekið sem einum af fjöl- skyldunni. Við Dísa vorum ekki alltaf sammála en sanngjarnari vin hef ég ekki kynnst og á ég henni að þakka hennar þátt í þroska mínum. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Nú við leiðarlok hér í þessum heimi vil ég þakka þér fyrir stúlkuna, orðin, gjörð- ir og að hafa verið vinur minn. Farðu í friði, við sjáumst síðar, mín kæra tengdamóðir. Ívar Þ. Björnsson. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.