Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  91. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS NAUÐSYNLEGT AÐ TALA MEIRA UM BÆKUR BORGA MEIRA FYRIR UM- HVERFISVÆNT BÓKMENNTAHÁTÍÐ, 58 VIÐSKIPTAMOGGINNFINNA VINNU 8 SÍÐUR Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðár- króki, gagnrýnir stofnun þjóðarsjóðs svokallaðs í ítarlegu samtali við Við- skiptaMoggann í dag. Hugmyndir eru uppi um að arður af rekstri Landsvirkjunar renni inn í slíkan sjóð, sem mæta eigi ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir í framtíðinni. „Ég hef miklar efasemdir um þjóðarsjóðinn. Ég held að þar séu menn á villigötum,“ segir Þórólfur. „Við erum eyja úti í miðju Atlants- hafi, en við erum með stórt land með miklar auðlindir og þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkennd. Það eru fiskimið í kringum landið, landið sjálft nýtist til matvælaframleiðslu og hingað koma ferðamenn. Landið er orkuríkt, bæði varðandi háhita og fall- vötn. Þetta vegur upp á móti fámenn- inu, og vegur upp á móti því að við er- um með mjög dýran aðgang að mörkuðum vegna legu landsins.“ Þórólfur bætir við að nýta þurfi auðlindirnar skynsamlega, og þar með raforkuna því hún þurfi að vega upp á móti öðrum kostnaði sem Ís- lendingar hafi af vörum og flutningi og slíku. „Því finnst mér miklu eðli- legra að fallorkan sé nýtt til að auka samkeppnishæfni samfélagsins og fyrirtækja og auka kaupmátt almenn- ings, frekar en að ríkið sé með orkuna á sínum vegum að gera einhvern sjóð sem ég hef miklar efasemdir um að menn hafi einhverja stjórn á, og ætli að láta verða einhvern öryggissjóð. Ég held að þetta verði bara einhver framkvæmdasjóður. Við höldum ekki kaupmætti uppi í samfélaginu nema samkeppnishæfni samfélagsins sé í lagi,“ segir Þórólfur. Þá telur hann að menn eigi ekki að vera fikta við lagningu sæstrengs til að selja rafmagn til Evrópu. Gagnrýnir þjóðarsjóðinn  Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga telur að nota eigi fallorkuna til að auka samkeppnishæfni samfélagsins  Menn ættu ekki að fikta við sæstreng Morgunblaðið/RAX Kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason vill nýta auðlindir skynsamlega. MViðskiptaMogginn „Sú staða sem við kaupmenn horfum nú fram á í miðbænum – mér líst ekk- ert á hana,“ segir Gilbert Ó. Guðjóns- son, úrsmiður við Laugaveg. Margir kaupmenn við Laugaveg eru uggandi yfir þeim áformum borg- aryfirvalda að breyta götunni í göngu- götu til frambúðar. Gilbert segir að auð verslunarpláss á Laugavegi séu nú 16 og fleiri kaupmenn séu á förum. „Ég myndi kalla þessa þróun hryðju- verk, það er ekkert hlustað á okkur hjá borginni.“ Fleiri kaupmenn taka undir sjónar- mið Gilberts og kvarta undan fram- göngu borgarinnar. „Ef viðskiptavinir okkar geta ekki nálgast verslunina fyrir þrengingum og lokunum þá höf- um við ekkert með verslun á þessum stað að gera,“ segir Jón Sigurjónsson gullsmíðameistari. „Fólk er orðlaust yfir þróuninni. Þetta er rosalega sorg- legt allt saman,“ segir Vigdís Guð- mundsdóttir. »10 Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Margir kaupmenn eru ósáttir við að gatan verði göngugata. Flótti af Laugavegi Það blés hressilega á höfuðborgarsvæðinu í gær og mörgum stóð ekki á sama í verstu hviðunum. Rokið stöðvar þó ekki alvöruútivistarfólk og þessi garpur fór hratt yfir við sandhólana vestur á Seltjarnarnesi. Í dag er búist við áframhald- andi hvassviðri á suðvesturhluta landsins, 8-15 metrum á sekúndu. Lægja á undir kvöld og vænta má meinlætisveðurs á landinu á skírdag og föstudaginn langa. Morgunblaðið/Eggert Sprett úr spori á sandhólum við sjávarsíðuna A ct av is 91 10 13 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Síðumúla 30 Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 - 30% AFSLÁTTUR AF FERMINGARRÚMUM Engholm sængurver að eigin vali fylgir með hverju seldu fermingarrúmi. Falleg fermingarrúm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.