Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 26
Notre-Dame dómkirkjan í París Hæð turnanna: 69 metrar Breidd framhliðar: 43,5 metrar Hæð spíru: 96 metrar Hæð framhliðar án turna 45 metrar Heildarflatarmál: 5.500 ferm Kirkjuklukkurnar Fjöldi súlna og stöpla: 75 Orgelið mikla Kirkjusafnið Um 8.000 pípur, 5 nótnaborð með 56 nótur, 32 nótna fótstig, 109 raddir Að meðaltali Rúmlega 2.000 helgiathafnir á ári 5 messur á dag Fjórar klukkur sem settar voru upp 1856 voru teknar úr notkun og í stað þeirra voru settar átta nýjar kirkjuklukkur árið 2013 Í kirkjunni er einnig stór klukka, þrettán tonn, frá sextándu öld. Loðvík 14. konungur lét steypa hana upp aftur árið 1681 Norður- turn Suður- turn Dómkirkjan Sagan Heildar- lengd: 128 m Viður í þak: 1.300 eikur eða 21 ha. skóglendisÞar eru geymdir ýmsir munir (svo sem skraut- munir og bækur) sem notaðir eru við helgiathafnir 12-14 milljónir gesta á ári 30.000 á dag 7 messur á sunnu- dögum 1 2 Dómsinngangurinn Meyjarinngangurinn Inngangur heilagrar Önnu 1 2 3 3 Heimild: notredamedeparis.fr 1163 Hornsteinn lagður að kirkjunni. Á meðal viðstaddra var Alexander 3. páfi 1163-1250 Bygging kórsins, kirkjuskipsins, þverskipsins, skrautinngangs, framhliðar og tveggja turna 1250-1345 Annar áfangi byggingarinnar, sem var færð í gotneskan stíl, þverskipið stækkað, kapellur í kórnum 1572 Hinrik af Navarra, sem seinna varð Hinrik 4., og Marguerite de Valois gefin saman 1804 Napóleon krýndi sig keisara að Píusi 7. páfa viðstöddum 1831 Victor Hugo birti Notre-Dame de Paris (Hringjarinn í Notre-Dame) 1843-1864 Viðamiklar viðgerðir 1730 Orgelið mikla sett í kirkjuna 1792 Dómkirkjan var nefnd „musteri skynseminnar“ í frönsku byltingunni. Styttur voru skemmdar og kirkjuspíran rifin niður Kór Kirkjuskip Þverskip Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fyrirtæki, auðkýfingar og borgar- yfirvöld í París höfðu í gær lofað að leggja til hundruð milljóna evra til að endurreisa dómkirkjuna Notre- Dame í París eftir að þak hennar og turnspíra eyðilögðust í eldi sem kviknaði í fyrradag. Sérfræðingar telja að endurreisn byggingarinnar taki mörg ár eða jafnvel áratugi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði heitið því að kirkj- an yrði endurreist í samstarfi við færustu sérfræðinga á sviði viðgerða á sögufrægum byggingum. Að sögn fréttaveitunnar AFP hafði alls nær 700 milljónum evra, jafnvirði 95 milljarða króna, verið lofað í verk- efnið. Fyrirtækið Kering SA, sem á meðal annars tískumerkin Gucci, Balenciaga og Yves Saint Laurent, reið á vaðið og lofaði 100 milljónum evra í fyrrakvöld. Franska lúxús- vöruveldið LVMH og fjölskylda stofnanda þess, Bernards Arnaults, lofaði síðan 200 milljónum evra í gær. Á meðal annarra fyrirtækja, sem hétu fjárframlögum, er franska olíufyrirtækið Total sem lofaði 100 milljónum evra. Anne Hidalgo, borgarstjóri París- ar, sagði að borgin myndi leggja til 50 milljónir evra og standa fyrir ráð- stefnu á næstu vikum um skipulagn- ingu fjársöfnunarinnar. Gert er ráð fyrir að sérhæfð fyrir- tæki annist viðgerðirnar. Franska timburfyrirtækið Charlois sagðist ætla að reyna að safna um 1.300 eikartrjám sem gert er ráð fyrir að þurfi í þakið. Sylvain Charlois, for- maður stjórnar fyrirtækisins, sagði þó að ekki yrði auðvelt að finna eikartré sem væru nógu stór fyrir verkefnið. Bjóða Frökkum aðstoð Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, hét því að aðstoða Frakka við endurreisn kirkj- unnar, sem hefur verið á heims- minjaskrá stofnunarinnar frá árinu 1991. Stjórnvöld í Þýskalandi og á Ítalíu hafa einnig boðið Frökkum að- stoð. Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, bauðst til að senda „bestu sér- fræðinga Rússlands, með mikla reynslu af endurreisn bygginga sem eru minnisvarðar um þjóðararfleifð“. Talið er að endurreisn kirkjunnar kosti hundruð milljóna evra og taki mörg ár ef ekki áratugi, að sögn franskra sérfræðinga. Eric Fischer, yfirmaður stofnunar sem annaðist þriggja ára viðgerðir á þúsund ára gamalli dómkirkju Strassborgar, hefur spáð því að endurreisn Notre- Dame taki áratugi. „Tjónið er veru- legt,“ hefur AFP eftir honum. „En við erum heppin vegna þess að hér í Frakklandi eru framúrskarandi fyrirtæki á sviði endurreisnar á byggingum, hvort sem það eru lítil fyrirtæki handverksmanna eða stór- fyrirtæki.“ Aðrir sérfræðingar hafa sagt að endurreisn byggingarinnar taki að minnsta kosti tíu til tuttugu ár, að sögn fréttaveitunnar. „Meira en kraftaverk“ Ekki er vitað um orsök eldsins en talið er að hann hafi kviknað í tengslum við viðgerðir sem hafnar höfðu verið á turnspíru dómkirkj- unnar. Um fimmtíu manns taka þátt í rannsókninni á eldsupptökunum og byrjað var að yfirheyra vitni og starfsmenn fimm fyrirtækja sem önnuðust viðgerðirnar. „Ekkert bendir til þess að þetta hafi verið gert af ásettu ráði,“ sagði franski saksóknarinn Rémy Heitz. Aðalarkitekt verkefnsins sagði að enginn viðgerðarmannanna hefði verið á staðnum þegar eldurinn sást fyrst skömmu fyrir klukkan 19.00 að staðartíma, kl. 17 að íslenskum. Um 400 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem stóð í fimmtán klukkustundir. Um tíma var óttast að tveir turnar kirkjunnar myndu hrynja en slökkiliðinu tókst að bjarga þeim og meginbyggingunni. Laurent Nuñez, aðstoðarinnan- ríkisráðherra Frakklands, sagði að slökkviliðið hefði aðeins haft um 15- 30 mínútur til að bjarga kirkjunni. „Þetta er meira en kraftavark, þetta er hetjudáð,“ sagði fulltrúi erkibisk- upsins í París um slökkvistarfið. Ekki er vitað hversu mikið af list- munum og málverkum eyðilagðist í brunanum. Aðalorgel kirkjunnar skemmdist en þekktustu steindu gluggar hennar eru óskemmdir, að sögn AFP. Slökkviliðsmennirnir björguðu meðal annars þyrnikórónu, sem sagt er að hafi verið sett á höfuð Krists áður en hann var krossfestur, og kyrtli, sem Loðvík 14. konungur er sagður hafa verið í þegar hann flutti þyrnikórónuna til Parísar. Gæti tekið mörg ár eða áratugi  Fyrirtæki og auðkýfingar hafa lofað jafnvirði nær 100 milljarða króna til endurreisnar Notre-Dame í París eftir að þak kirkjunnar brann og turnspíra hrundi  Slökkviliðið kom í veg fyrir enn meira tjón 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík Sími 553 5200 solohusgogn.is Retro borð Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali. Einnig fáanlegt í ferkantaðri útfærslu. Verð frá kr. 102.700 E60 orginal stóll, verð kr. 32.100 E-60 Bekkur Fáanlegur í mismunandi lengdum. Verð frá kr. 71.200 Íslensk framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.