Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
sp
ör
eh
f.
Sumar 23
Þessi glæsilega ferð byrjar í frönsku Ölpunum í fjallabænum
fræga Chamonix.Við förum til bíllausa bæjarins Zermatt og
bæjarins Stresa við vatnið Lago Maggiore en staðsetning
vatnsins hefur allt frá 18. öld laðað að ferðamenn. Þaðan
verður m.a. farið í siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella og þar
skoðuð dásamleg höll í miðjum, stórglæsilegum lystigarði.
19. - 28. ágúst
Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 274.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Chamonix, Zermatt&Stresa
Deila má um hvar hjartað liggurí heimsborgum en hvað París
varðar er staðsetning þess næsta
ljós.
Hvarvetna varmönnum
brugðið við frétt-
ir um að Notre
Dame stæði í ljós-
um logum.
Það var ástæðatil þess að
ætla að þar myndi allt brenna sem
brunnið gat.
Og tjónið varð mikið og illbætan-legt sumt, en þakka má fyrir
að ekki varð allsherjartjón.
Frönsk yfirvöld hafa þegar til-kynnt að margt hafi bjargast
sem ómetanlegt telst á alla kvarða
og óttast var að yrði eyðilegging-
unni að bráð og heitið endurreisn
kirkjunnar góðu.
Almenningur, sem og fyrirtækiog félög hans hafa lofað að
styrkja framtakið af öllu afli.
Íslensk stjórnvöld hafa fagnaðþeim áformum. Lilja Alfreðs-
dóttir, menntamálaráðherra, talar í
nafni þjóðarinnar þegar hún lýsir
samkennd með Frökkum vegna
þessa atburðar sem snertir flesta
djúpt.
Það gerir Björn Bjarnason fv.menntamálaráðherra einnig
þegar hann færir hinn einstæða at-
burð þessarar dymbilviku yfir á
hefðbundna helga viðburði sem þá
er jafnan minnst – krossfestinguna
og upprisuna og bendir á að „þrátt
fyrir sorg sé einnig ástæða til að
gleðjast og fagna.“
Eldur laus í
helgidóminum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Boðað er til sáttafundar í kjaradeilu
samflots iðnaðarmannafélaganna og
Samtaka atvinnulífsins í dag. Tals-
maður iðnaðar-
manna á ekki von
á að dragi til tíð-
inda á þeim fundi
en hann segir að
herslumuninn
vanti á að ná
samningum. Sér-
stakur hópur iðn-
aðarmannafélag-
anna hefur verið
að störfum og
samið aðgerða-
áætlun ef félögin sjá sig knúin til að
boða til verkfallsaðgerða eftir páska.
Að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarn-
arsonar, formanns Rafiðnaðarsam-
bandsins, hefur það plan ekki verið
gert opinbert. Hann segir óþreyju
farið að gæta í baklandinu í félögun-
um. „Það verður pottþétt ekki geng-
ið frá neinum samningum fyrir
páska. Það er alveg augljóst en við
eigum fund með SA í fyrramálið og
það er síðasti fundurinn fyrir páska.
Ég er ekki bjartsýnn á að það gerist
neitt markvert á þeim fundi. Eftir
páska munum við reyna hvað við get-
um til að keyra á viðræður en ef það
fer ekkert að gerast upp úr því þá
fara menn bara í næsta gír.“
Hann segir að þegar viðræður
stóðu sem hæst milli iðnaðarmanna-
félaganna og SA hafi þær gengið
mjög vel. ,,En það vantar herslu-
muninn á að ná þessu saman. Við
viljum auka kaupmátt launa iðnaðar-
manna og sjáum ekki alveg hvernig
við náum því með því uppleggi sem
SA hefur boðið öðrum.“
Viðsemjendurnir hafi líka verið
komnir mjög langt í viðræðum um
breytingar á vinnutímamálum en
þau mál séu þó ekki heldur komin í
höfn. ,,Við eigum eftir að fínpússa
ýmislegt þar og þetta snertir flest
allt sem við höfum verið að vinna að,
þar vantar herslumuninn.“
Félög iðnaðarmanna eiga líka eftir
að gera kjarasamninga við ríkið,
sveitarfélögin og orkufyrirtækin en
sú samningalota hefst væntanlega
ekki fyrr en sér fyrir endann á við-
ræðunum við SA. Kristján segir að
viðræðurnar við orkufyrirtækin séu í
startholunum. Að sögn hans hefur
ekki verið ákveðið hvort félögin
halda samflotinu í viðræðunum við
iðjuverin og hið opinbera en ekki
kæmi á óvart að menn yrðu líka mjög
samstíga í þeim viðræðum.
Vantar herslu-
muninn upp á
Aðgerðaplan iðnaðarmanna tilbúið
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Þessa dagana er verið að setja sam-
an nýja brú yfir Eldvatn hjá Ásum í
Skaftártungu. Steypuvinnu lauk í
október sl. og í vetur var brúin sjálf
smíðuð í Póllandi. Stálvirkið var flutt
í einingum til Íslands og komu síð-
ustu bitarnir á verkstað 28. mars.
Samsetningu þeirra lýkur í byrjun
maí, gangi allt að óskum.
Skv. upplýsingum frá Vegagerð-
inni, sem stendur að þessari fram-
kvæmd, er brúin úr frístandandi
bogum og með neti hengistanga sem
bera langbita uppi. Brúargólfið er
steypt plata ofan á steyptum ein-
ingum. Undirstöður eru steyptar og
skorðaðar í klöpp með bergboltum.
Við uppsetningu má svo segja að
brúnni sé ýtt yfir ána, það er á
bráðabirgðaundirstöðum sem síðar
verða fjarlægðar. Í sumar verður
unnið að frágangi við brúna en sam-
tímis verður farið í vegagerð. Form-
leg opnun er í lok komandi sumars.
Aðalverktaki í þessari framkvæmd
er Munck Íslandi ehf.
Eldvatnsbrúin við Ása, sem nú
stendur, skemmdist í Skaftárhlaupi
2015. Rof varð á eystri bakka sem
leiddi til þess að brúin skekktist og
burðarþol minnkaði. Var brúin því
lokuð um hríð, en seinna var umferð
léttari bíla leyfð. Ekki varð þó hjá
því komist að reisa nýja brú, sem er
78 metra löng og kippkorn neðar en
sú sem nú stendur. sbs@mbl.is
Eldvatnsbrú verður tilbúin í sumarlok
Stálvirki skrúfað saman Steypuvinnu lokið Vegir og frágangur í sumar
Ljósm/Vegagerðin
Brú Góður gangur í framkvæmdum.
Ef iðnaðarmannafélögin gripu
til sambærilegra verkfalls-
aðgerða og þau boðuðu í júní
árið 2015, gætu áhrif þeirra orð-
ið víðtæk um allt samfélagið.
Félög iðnaðarmanna voru í sam-
floti í kjaraviðræðum við SA
2015 og boðuðu verkfall með
75,1% atkvæða, sem átti að
hefjast 10. júní. Því var svo
frestað til 22. júní og náðust
samningar á síðustu stundu áð-
ur en það átti að skella á. Verk-
föll iðnaðarmanna 2015 hefðu
m.a. leitt til mikillar röskunar á
flugi þar sem rafvirkjar og raf-
eindavirkjar áttu að leggja niður
störf en þeir sjá m.a. um viðhald
á ljósabúnaði á flugvöllum og
flugleiðsögubúnaði. Við blasti
að starfsemi veitingahúsa,
mötuneyta, kjötvinnslna og
bakaría hefði lamast þegar mat-
reiðslumenn, bakarar, kjötiðn-
aðarmenn o.fl. í Matvís færu í
verkfall og prentun dagblaða og
tímarita hefði stöðvast í verk-
falli félagsmanna í Grafíu.
Starfsemi vélsmiðja og járn-
smiðja hefði raskast í verkfalli
félagsmanna í VM og verkfall
byggingarmanna hefði haft
mikil áhrif á byggingariðnaðinn.
Viðbúið var að röskun yrði í bíl-
greinum og á hársnyrtistofum
og viðhaldi skipa yrði ekki sinnt.
Víðtæk áhrif
MÖGULEG VERKFÖLL