Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
✝ Hildur Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 17. ágúst
1935. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 30.
mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Hall-
dórsson skrifstofu-
stjóri, f. 21. október
1913, d. 15. mars
1992, og Guðrún
Hildur Halldórsson húsfreyja í
Reykjavík, f. 2. mars 1913, d. 10.
júli 1996. Systir Hildar var Guð-
rún Kristjana Ólafsdóttir, f. 4.
júní 1941, d. 17. október 2017.
Hinn 14. ágúst 1954 giftist
Hildur Pétri Marel Gestssyni, f.
20. maí 1934, d. 25. febrúar
2014. Foreldrar hans voru Gest-
Gestur Ólafur, f. 9. mars 1957,
hans maki er Ásta Sólrún Leifs-
dóttir, f. 8. mars 1958, þeirra
synir eru a) Pétur Marel Gests-
son, f. 9. júlí 1979, maki Guðrún
Sveinsdóttir, b) Árni Freyr
Gestsson, f. 27. mars 1984, maki
Ragnheiður Bjarnadóttir. 3)
Ólafur Gunnar, f. 4. mars 1967,
maki Ásdís Íshólm Ólafsdóttir,
f. 7. október 1968. Börn þeirra
eru a) Andrea Katrín, f. 17.
mars 1994, b) Ólafur Íshólm, f.
8. maí 1995, c) Andri Snær, f.
25. desember 2000. Fyrir átti
Ólafur Auði Sólrúnu, f. 14. apríl
1986, maki Magnús Níels Sig-
urðsson. Barnabarnabörn Pét-
urs og Hildar eru 14.
Hildur starfaði stærstan
hluta starfsævi sinnar sem
gæslukona hjá Reykjavíkur-
borg.
Útför Hildar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 17. apríl
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
ur Ólafur Péturs-
son, f. 20. mars
1904, d. 13. janúar
1957, og María
Magnúsdóttir, f. 8.
desember 1909, d.
3. desember 1960.
Börn Hildar og
Péturs eru: 1) Guð-
rún Hildur, f. 30.
september 1954.
Hennar maki er
Rafn Finnbogason,
f. 24. október 1954, dætur
þeirra eru a) Þórhildur, f. 6.
september 1974, maki Þór
Þórisson. b) Hildur Katrín, f. 25.
júní 1976, maki Einar V. Bárð-
arson. c) Berglind, f. 25. apríl
1981, maki Chris Teasdale. d)
Rúna Sif, f. 14. janúar 1986,
maki Jónatan Guðbrandsson. 2)
Elsku amma Hildur, ég vildi
að ég hefði getað knúsað þig
einu sinni enn áður en þú fórst
frá okkur.
En ég veit að þú ert komin á
betri stað núna, komin til afa og
þarft ekki lengur að labba um
með göngugrind og súrefniskút,
ég veit að núna líður þér betur.
Eins og oft þegar þeir, sem
eru okkur kærastir, fara frá okk-
ur höfum við talað mikið um þig
á mínu heimili síðustu daga og
ég hef sagt stelpunum mínum
sögur af þér þegar ég var lítil.
Það kemur varla á óvart að flest-
ar minningarnar eru frá róló,
felandi okkur undir borðinu frá
öllum hinum krökkunum drekk-
andi kókómjólk og borðandi
snúð.
Og auðvitað sumarbústaðnum,
enda eyddi ég miklum tíma æsk-
unnar þar.
Alltaf varstu þar, annaðhvort
á pallinum eða í glugganum þeg-
ar við komum keyrandi niður
brekkuna, alltaf með bros á vör
og alltaf tókstu vel á móti okkur
með kaffi og köku. Það skipti
ekki máli hver vildi koma með,
fjölskyldan eða vinkonur, þú
bauðst alla velkomna. Eitt sum-
arið kom ég með nánast allan
vinahópinn minn, fimm ellefu og
tólf ára stelpur í ævintýraferð,
og þú kenndir þeim öllum að
henda skífum og að spila Kana.
Hræddir þær kannski pínu í
fyrsta hringnum þegar þú skellt-
ir í borðið, en þær lærðu fljótt að
svona spilar maður alvöru Kana
og ekki búast við að vinna þegar
þú spilar á móti ömmu, þótt þú
sért 11, ef þú ætlar að vera með
þá gerir þú það almennilega, ég
lærði það þegar ég var ca. sjö.
Og þegar við vorum ekki að spila
sungum við Faðir Abraham.
Annar af þínum bestu kostum
var hvað þú varst stolt af fjöl-
skyldunni þinni. Ég man alltaf
eftir ræðunni þinni í brúðkaup-
inu mínu og Chris, þegar þú
sagðir öllum hvað þú værir stolt
af ekki bara mér, heldur öllum
barnabörnum þínum og taldir
upp marga áfanga og afrek okk-
ar allra. Margir vina minna töl-
uðu um ræðuna þína eftir brúð-
kaupið, hvað það væri fallegt að
sjá hversu stolt þú værir af okk-
ur öllum.
Ein af fyrstu minningum
Chris af þér er hversu ánægð þú
varst þegar hann kom í fjöl-
skylduna, ekkert af neinu sér-
stöku afreki, heldur aðallega af
því hann var einn af fáum sem
elskuðu heimabruggaða rauðvín-
ið þitt, og það var nóg fyrir þig
til þess að bjóða hann velkominn
í fjölskylduna.
Og ég var líka alltaf svo stolt
af þér hvað þú reyndir með
stelpurnar mínar, já og Chris, að
tala við þau ensku og kenna
þeim íslensku.
Ég veit ég gerði þér lífið ekki
léttara með því að flytja til út-
landa og giftast útlendingi, með
útlensk börn. En þú lést mig
aldrei finna fyrir því, þvert á
móti stjanaðir þú við okkur öll í
hvert skipti sem við komum
heim og heimtaðir að við kæm-
um til þín við hvert tækifæri.
Svo fékk ég að fá þig í heimsókn
bæði fyrir brúðkaupið og í smá
verslunarferð fyrir jólin, ég mun
alltaf muna eftir því.
Stelpurnar tala líka um klein-
urnar þínar og lagkökurnar og
smákökurnar sem þú sendir
okkur við hvert tækifæri í ferða-
töskunum hennar mömmu þegar
hún kom í heimsókn, ég veit ekki
hvað fólkið í tollinum hélt, en
það var þess virði.
Ég verð líka að minnast á
þrjóskuna þína, þú ert eflaust
þrjóskasta manneskja sem ég
hef hitt, og þótt fólk tali oft um
þrjósku á mismunandi hátt er ég
glöð hversu þrjósk þú varst, því
ég væri ekki stödd þar sem ég er
í mínu lífi án þrjóskunnar frá
þér, takk amma.
Þú munt alltaf lifa í mínu
hjarta.
Þín
Berglind.
Elsku amma mín er farin,
amma sem hringdi svo oft og
sagðist vita hversu þungt tólið á
símanum mínum væri og ákvað
því að hún skyldi bara hringja í
mig.
Elsku amma sem elskaði að fá
alla í heimsókn til sín, elskaði að
veita og bjóða.
Elsku þvera og þrjóska amma
sem ávallt tók svo vel á móti mér
og öllum.
Nú verður engin kjötbollu-
veisla lengur, eða snakk og bjór
fyrir matinn eins og maður var
vanur að fá hjá ömmu en minn-
ingarnar lifa og aldrei gleymast.
Ég mun ávallt minnast þín,
elsku amma mín.
Ég man svo vel eftir öllum
ferðunum til þín á róló þar sem
við systur fengum kókómjólk og
snúð í kaffitímanum sem við
þurftum að borða undir borði
svo hinir krakkarnir sæju okkur
ekki. Margar voru þær ferðir.
Ég man líka svo vel eftir öll-
um sumarbústaðaferðunum þar
sem þú og vinkonur þínar
kennduð mér að syngja og spila.
Það var alltaf svo gaman og mik-
ið sungið. Þú lagðir alltaf svo
mikla áherslu á að við krakk-
arnir hefðum það gaman og þú
naust þess að vera með okkur.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
...
Leiddu svo ömmu, góði guð,
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín
Þórhildur (Tóta),
Jasmín, Þór og Hekla.
Elsku amma.
Það er stutt síðan þú tókst svo
rausnarlega á móti okkur og
bauðst okkur velkomin í fjöl-
skylduna. Frá þeim degi hefur
þú ávallt látið okkur líða eins og
þú hafir alltaf verið amma Hild-
ur okkar – sem þú auðvitað ert.
Þú varst nú líka dálítið stríðin.
Ég man eftir síðasta símtalinu
okkar þar sem þú spurðir mig
hvort ég væri í fýlu út í þig og
þegar ég hváði þá sagðir þú að
það væri vegna þess að það væri
svo langt síðan við hefðum
hringt í þig.
Við erum svo þakklát fyrir
þann tíma sem við fengum með
þér. Þó hann hafi ekki verið
langur voru þau ófá skiptin sem
þú bauðst okkur til þín í alls
kyns kræsingar og við vorum
ekki lengi að átta okkur á því að
þú naust þess að bjóða fólki
heim í mat og drykk – þá varst
þú í essinu þínu. Það var því við
hæfi að síðasta sinn sem við
sáumst var heima hjá þér í
sunnudagslæri þar sem ekkert
var til sparað.
Elsku amma Hildur, nú er ef-
laust búið að bera fram nýjan
graut í nýrri skál á betri stað.
Við söknum þín nú þegar en
minning þín mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Þröstur Þór Þórisson og
Hekla Björk Þrastardóttir.
Elsku amma Hildur.
Þegar ég hugsa um ömmu þá
hugsa ég um góða og mjög gest-
risna konu sem elskaði ekkert
meira en fólkið sitt. Hún var allt-
af með puttann á púlsinum og
vissi alltaf allt á undan flestum.
Ég hefði getað hringt í ömmu til
að fá planið hjá mömmu og öll-
um systrum mínum. Hún hafði
bara svo mikinn áhuga á okkur
og hvað við vorum að gera.
Ég fann hvað hún var stolt af
mér og með gríðarlegan áhuga á
öllum þeim verkefnum sem við
stórfjölskyldan dembdum okkur
út í og bara þeim leiðum sem við
ákváðum að fara.
Amma var algjör félagsvera
og ég gleymi því aldrei hvað við
áttum góð áramót saman þegar
ég og Jónatan fórum með Jökul
Rafn lítinn með okkur til ömmu,
horfðum á flugeldana og spiluð-
um Kana langt fram á nótt með
ömmu og vinahjónum hennar.
Hún talaði lengi um það hvað
þetta var æðislegt kvöld, sem
það var.
Elsku amma mín, ég gleymi
aldrei öllum þessum góðu stund-
um sem við áttum saman. Uppi í
bústað að syngja saman, segja
sögur, hafa gaman og borða góð-
an mat – já það var alltaf nóg í
boði.
Ég man eftir mörgum
stundum á róló með snúð og
kókómjólk undir borði. Steikta
fiskinum þínum og öllum kana-
kvöldunum svo eitthvað sé nefnt.
Bara ef ég hefði vitað að þú
myndir kveðja svona fljótt þá
hefði ég knúsað þig aðeins betur
síðast og sagt þér hvað ég elska
þig mikið – en ég veit þú veist
það.
Ég man að við áttum gott
spjall síðast sem við töluðum
saman og þú varst heldur betur
ákveðin í að koma til mín vestur
í sumar. Mér þótti mjög vænt
um það, þú ert alltaf velkomin,
amma mín. Þú ert og verður allt-
af í hjarta mínu.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þín
Rúna Sif
og fjölskylda.
Hinn 27. mars bárust mér
þær fréttir að Hildur vinkona
mín væri látin. Þetta kom flatt
upp á mig, þrátt fyrir að hún
væri að glíma við veikindi. Ég
talaði við hana í síma daginn áð-
ur og sagðist hún líklega fara
heim á morgun.
Leiðir okkar lágu saman þeg-
ar hún og Pétur byggðu sum-
arbústaðinn Kleifarsel á Rang-
árvöllum við hliðina á
sumarbústaðnum mínum og eig-
inmanns míns, Hermanns heit-
ins. Fljótlega myndaðist góður
vinskapur með okkur.
Það var alltaf gott að koma til
Hildar enda var hún gestrisin
með eindæmum og félagslynd og
hafði þetta glaðlega viðmót. Hún
var dugleg að bjóða í mat hvort
sem það var í sumarbústaðnum
eða í Rjúpnasölum.
Við hittumst reglulega og spil-
uðum saman og höfðum gaman,
stundum spilaði dóttir mín við
okkur og hafði orð á því hvað
Hildur væri skemmtileg og gam-
an væri að spila við hana.
Hún var hress, lífsglöð og
hafði góða nærveru. Hún hafði
líka gaman af því að koma með
mér í Hraunbæ 3 og spila bingó.
Ég man þegar ég heimsótti
hana í bústaðinn hvað barna-
börnunum mínum þótti gaman
að heimsækja hana enda sérlega
barngóð kona. Ég var byrjuð að
undirbúa næstu heimsókn henn-
ar til mín þar sem ég ætlaði að
bjóða henni í sviðalappir og hún
hlakkaði svo til að koma til mín.
Mér er efst í huga þakklæti til
hennar fyrir góðu stundirnar
okkar. Ég minnist hennar með
gleði og söknuði. Ég votta að-
standendum samúð.
Sigrún Sigríður
Garðarsdóttir.
Hildur Ólafsdóttir
Elsku Beggi, nú
ert þú farinn yfir
móðuna miklu eins
og sagt er og kom-
inn í Sumarlandið
góða.
Ég sit nú hér með Unnar
Leó mér við hlið og er að reyna
að útskýra fyrir honum hvað
verður um fólk þegar það deyr
og af hverju fólk þarf að deyja.
Ég segi honum að fólkið fari til
guðs og þar muni því alltaf líða
vel og að guð kalli fólkið til sín
ef hann þarf á því að halda eða
ef fólkið er mjög veikt og hann
tekur það þá til sín til að lækna
það. Það er erfitt fyrir börn að
meðtaka það þegar einhver
sem þeim þykir vænt um deyr
snögglega, en það er líka erfitt
fyrir þá fullorðnu.
Ég kynntist þér og Jóhönnu
í Kanarí-ferðum með Gulla og
mun alltaf muna hversu vel þið
tókuð á móti mér. Ég heillaðist
strax af sögunum þínum og
ekki síst hvernig þú sagðir
Bergleif Gannt
Joensen
✝ Bergleif GanntJoensen fædd-
ist 6. apríl 1942.
Hann lést 14. mars
2019.
Útför hans fór
fram 6. apríl 2019.
þær, ekki var svo
verra þegar við
uppgötvuðum að
við ættum sama af-
mælisdag. Ég mun
heldur aldrei
gleyma matnum
sem þú eldaðir í
Árnesi þegar við
vorum þar.
Seinna kom svo
Unnar Leó í heim-
inn og þú og Jó-
hanna voruð alltaf svo góð við
hann. Eitt sumarið í Árnesi
fengum við kettling (læðu) frá
ykkur, sem Unnar Leó skírði
Söru prinsessu eftir Söru
barnabarni ykkar sem hann var
svo hrifinn af. Nokkrum árum
seinna fékk hann annan kett-
ling (fress) sem hann skírði
Begga í höfuðið á þér.
Já Beggi okkar, það er
margs að minnast og okkur
Unnar Leó langaði kveðja þig
með nokkrum orðum. Hvíldu í
friði, elsku vinur, og við send-
um Jóhönnu, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveður.
Guðrún og Unnar Leó.
Í fáum orðum langar mig að
minnast Bergleifs, vinar míns
til tuga ára, sem lést 14. mars
sl. á Kanarí. Lát hans bar mjög
brátt að og er ég varla farinn
að átta mig á því að hann sé
genginn á vit feðra sinna.
Við lögðum upp saman 6.
mars, hann í sína hinstu ferð,
en eftir sit ég hnípinn.
Margar ferðirnar til útlanda
höfum við farið saman en sú
allra besta var til Færeyja þar
sem Beggi fór fyrir 12 manna
vinahópi.
Þar var hann á heimavelli og
dönsuðum við félagarnir arm í
arm Orminn langa á Ólafsvök-
unni.
Árin 1969 til 1971 réð ég mig
í vinnu til Kockums í Malmö.
Beggi hafði þá verið búsettur
þar um tíma og við ekki hist í
nokkur ár.
Urðu nú fagnaðarfundir og
tókum við upp þráðinn er frá
var horfið. Við fundum það
fljótt út að á laugar-
dagsmorgnum væri upplagt að
taka ferjuna yfir sundið til Kö-
ben.
Það væri svo miklu ódýrara
að kaupa í matinn þar. Auðvit-
að var það fyrirsláttur því það
var svo miklu skemmtilegra að
fá sér könnu þar en með graut-
fúlum Svíum í Malmö. Matar-
innkaupin fóru því oftar en ekki
út í veður og vind. Svo kom að
því að ég hélt heim á leið en
Beggi fór til Noregs að vinna í
olíubransanum.
Beggi kom svo heim og gerð-
ist kokkur á skipum frá Eski-
firði. Var sagt að hann væri
með betri sjókokkum fiskiflot-
ans. Seinna gerðist hann svo
hótelmanager á Eskifirði.
Flutti svo í bæinn og tók við
Vogakaffi og sinnti þar kost-
göngurum. Síðan tóku við Ár-
nesárin.
Æði oft var haldið austur til
að taka þátt í alls kyns uppá-
komum og aðstoðaði ég við að
dekka upp salinn og skreyta.
Var þá oft kallað upp í miðjum
klíðum með færeysku ívafi
„Það er fundur!“ Sem þýddi á
góðri íslensku; nú er pása og
staup á barnum.
Beggi var bráðvel gefinn og
víðlesinn og fáa vissi ég jafn vel
að sér um enska knattspyrnu.
En hann var heitur West Ham-
maður. Hann var jafn vígur á
öll Norðurlandamálin nema
finnsku sem enginn kann nema
Finnar.
En nú er hún Snorrabúð
stekkur, stórt skarð er hoggið í
vinahópinn sem kallaði sig
„Landsliðið á Kanarí“. Beggi
skírði okkur þrjá vinina sem
erum í hópnum Les Trois Mo-
usquetaires þ.e.a.s. Beggi,
Svenni og Villi Nik.
Það var nú ekki leiðum að
líkjast. Margar eru nú sögur og
frásagnir af Bergleif, svo marg-
ar að Morgunblaðið dygði ekki
til í heild sinni. Að endingu vilj-
um við Guðrún votta Jóhönnu
og börnum hans Begga okkar
dýpstu hluttekningu.
Vertu sæll vinur minn. Vertu
sæll.
Sveinn Sævar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRN EGILSSON
fulltrúi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógabæ,
Seljahverfi, laugardaginn 13. apríl.
Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 23. apríl
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að styrkja Alzheimer
samtökin eða önnur mannúðarmálefni.
Lonni J. Egilsson
Gunnhildur Elsa A. Hansen
Egill Örn Arnarson Hansen Anna Silfa Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín og móðir
okkar,
ENGILBJÖRT AUÐUNSDÓTTIR
lést á hjartagjörgæslu Sahlgrenska-
sjúkrahússins í Gautaborg fimmtudaginn
11. apríl. Útför hennar verður auglýst síðar.
Ólafur Teitur Guðnason
Guðni Þór Ólafsson
Kári Freyr Ólafsson
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar