Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Á bakvið Brauðkaup standa sex strákar sem eiga sterkar rætur í Kópavogi. Þar af búa fimm þeirra á Kársnesinu og sá sjötti er sagður á leiðinni þangað. „Við komum allir úr ólíkum áttum, bæði borg og sveit og á meðal okkar eru lögmað- ur, flugmaður, húsasmiðir, tækni- fræðingar, bruggari, kokkur, sál- fræðingur, rekstrarmenn og frumkvöðlar,“ segja þeir félagarnir kankvísir. „En það sem sameinar okkur er Kársnesið, drifkraftur, vinátta og almenn gleði.“ Að sögn þeirra félaga er Brauð- kaup fyrst og fremst staður fyrir hverfið. „Þetta er staður þar sem þú getur keypt hágæða brauð og úrvals bakkelsi til að taka með heim eða í vinnuna, en líka sest nið- ur í smá stund – fengið þér gott kaffi, ískalda kókómjólk, snúð eða samloku og spjallað við nágrann- ann. Þetta á að vera staður fyrir iðnaðarmanninn, kennarann, fram- kvæmdastjórann, nemendur, sund- fólkið, eldri borgara, krakkana, fólk í fæðingarorlofi og allt þar á milli.“ Staðsetningin mikilvæg „Þetta hús er náttúrulega hliðið að Kársnesi. Þegar þú keyrir inn Borgarholtsbrautina frá Hamra- borginni blasir þetta hús við og býður alla velkomna. Hvort sem þú ert að fara í Kópavogssundlaug, í heimsókn á Þinghólsbraut, rölta meðfram sjónum eða bara á leið- inni heim til þín – þá heilsar húsið þér. Hluti af þessum hóp var búinn að horfa á þetta hús í áraraðir og dreyma um að eignast það. Þegar húsið kom á sölu vorið 2018 var ekki annað í boði en að kýla á þetta. Og svo þegar tækifæri gafst núna í lok desember þá voru bara brettar upp ermarnar, gömlum innrétt- ingum mokað út og Brauðkaup var riggað upp á sjö vikum.“ Móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum og þeir félagar himinsælir með þær. „Við gætum ekki verið ánægðari með okkar fólk. Móttökurnar hafa verið fram- úrskarandi og efla okkur í að gera enn betur á næstu misserum en það eru spennandi tímar fram- undan í Kársnesinu. Góð þjónusta og gæðavara Matseðillinn er einnig nokkuð fjölbreyttur og verðum stillt í hóf. „Súrdeigsbrauðin eru stærsti part- urinn af okkar úrvali. Classic, gróf, heilkorna og svo dásamlega trönu- berjabrauðið eru sannkallaðir gim- steinar. Það er fátt betra en nýbak- að úrvals súrdeigsbrauð með smjöri og osti eða góðu chilli tún- fisksalati. Í bakkelsinu eru það snúðarnir sem eru alltaf vinsælir, þessir klassísku eða eitthvað aðeins öðruvísi eins og pistasíusnúðar eða cinnabun, en hindberjacroissantið hefur líka komið sterkt inn. Svo bindum við miklar vonir við grill- samlokurnar okkar - Kylie Jenner, De Niro og Don Heffe eiga eftir að gera allt vitlaust,“ segir þeir fél- agar og ljóst að ekki skortir hug- myndaauðgina á þeim bænum. Næstu skref eru enn óráðin en aðaláherslan sé að vera með góða þjónustu og gæðavöru. „Við erum svo sem að feta okkur fyrstu skref við að þjónusta hverfisbúa og vilj- um gera það eins vel og við getum. Okkur langar samt að bæta við á næstunni og bjóða meira matar- kyns tengt hádegismat, en við höldum að þar sé eftirspurn. Nú þegar erum við með grillaðar súr- deigssamlokur á sanngjörnu verði og svo ætlum við að bæta við súpu á virkum dögum. Svo eru plön um að nýta afgangs brauð í bjórgerð, en einn okkar hefur unnið í dágóð- an tíma sem bruggari. En hver veit síðan hvað framtíðin ber í skauti sér. Möguleikarnir á Kársnesinu er miklir og við eigum okkur draum um stærri hverfisstað og meiri gleði. Við sjáum hvað setur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kársnesið kallar Það er eitthvað við þessa sögu sem er svo ótrúlega heilt og fallegt. Sex vinir, allir úr Kópavoginum ákveða að opna bakarí í hverfinu, sannkallaða hverfis- búllu í viðleitni sinni til að halda lífi á gamla staðnum og búa til samkomu- stað fyrir hverfið. Staðurinn heitir Brauðkaup og að sögn vinanna á bak við hann eru þeir rétt að byrja. Vinahópurinn Ásgeir Þór Jónsson, Jónas Pétur Ólason, Jóhannes Hlynur Hauksson, Helgi Páll Einarsson, Haukur Einarsson og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson. Brauðkaup Skemmtilegt nafn á skemmti- legri hugmynd sem bætir svo miklu við hverfið og samfélagið sem þar er. Smart Útlit staðarins og hönnun þykir einstaklega vel heppnuð. Brauðbúlla Gott úrval er af sæl- kerabrauðum í Brauðkaup. Litagleði Bleiki litur- inn tekur matinn upp á næsta stig. W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.