Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 12
tengifarþega. Vegna mikillar óvissu um þróunina sé erfitt að spá fyrir allt árið. Hins vegar sé ljóst að flugfar- þegum muni fækka milli ára. Spurn- ingin sé sú hvort fækkun erlendra ferðamanna verði nær 10% eða 20%. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst fjöldi gistinátta á skráðum gististöðum í febrúar saman um 1,4% milli ára. Þ.e. á gististöðum í gistináttagrunni Hagstofunnar. Fjöldi hótela er í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og verða til dæmis opnuð þrjú hótel og eitt íbúðahótel við Laugaveg og hliðar- götur í sumar. Á það má benda að fjárfestingin er á þensluskeiði sem aftur kann að birtast í kostnaði. Skarphéðinn segir aðspurður að með hliðsjón af auknu framboði í ferðaþjónustu í ár verði mikið bil milli framboðs og eftirspurnar. „Maður heyrir það til dæmis frá fyrirtækjum sem bjóða afþreyingu í ferðaþjónustunni að það er allnokk- ur samdráttur í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Myndin mun skýrast þegar flugtölur fyrir apríl verða birt- ar,“ segir Skarphéðinn. Vöxtur hjá Icelandair Fram kom í tilkynningu frá Ice- landair í síðustu viku að félagið flutti 702.729 farþega fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 6% fleiri en í fyrra. Þeim fjölgaði um 3% í mars. Hins vegar fækkaði tengifarþegum hjá Ice- landair um 2% á fyrsta ársfjórðungi. Fjallað var um Max-þoturnar í Morgunblaðinu í gær. Þar leiddi Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, líkur að því að ef Max-vélarnar fara ekki á loft fyrr en eftir háannatímann verði Ice- landair með færri vélar en í fyrra. Sveinn telur rétt að draga úr framboðinu til að fá hærra verð. Framboðið hafi verið of mikið. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir aðspurður að sætaframboðið í janúar sl. hafi verið 1,9% minna en í janúar í fyrra. Skiptifarþegum hafi fækkað mikið og WOW air verið búið að gera tölu- verða breytingu á áætlunum sínum. Almennt hafi sætanýtingin verið 74% en 78% í janúar 2018. Sætaframboð í febrúar hafi verið 4,8% minna en árið áður og skipti- farþegum fækkað um 14%. Sætanýt- ingin hafi lækkað úr 80% í 78% milli ára. Sætaframboð í mars hafi dregist saman um 10,7% milli ára, einkum vegna samdráttar og loks falls WOW air. Þá sé páskafrí fyrr á árinu en í fyrra. Það geti aftur haft töluverð áhrif til samdráttar í mars í ár en til aukningar í apríl. Guðjón segir of snemmt að áætla samdráttinn í flugumferð á þessu ári. Verið sé að yfirfara gögnin. Samkvæmt farþegaspá Isavia í janúar mun flugumferðin dragast saman um 8,7% milli ára. Þar af muni tengifarþegum fækka mest eða um 18,7%. Guðjón segir flug Super Break til Akureyrar skýra aukningu í flugi til bæjarins í febrúar. Útlit er fyrir harða lendingu  Um 9% færri farþegar á Keflavíkurflugvelli á fyrsta ársfjórðungi en í fyrra  Ferðamálastjóri segir áhrifin af falli WOW air ekki komin fram  Erlendum ferðamönnum geti fækkað um 10-20% milli ára Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Óvissa er um fjölda flugfarþega og erlendra ferðamanna í ár. Hátt hlutfall flugfarþega á síðustu árum hefur ekki komið inn í landið. Skarphéðinn Steinarsson 535569 508544 587 674 179 1.787 162 1.630 Farþegafjöldi á íslenskum fl ugvöllum í janúar til mars 2018 og 2019 Farþegafjöldi um Kefl avík í janúar, febrúar og mars 2018 og 2019 Heildarfarþegafjöldi á fyrsta ársfjórðungi 2018 og 2019 600 500 400 300 200 100 0 1.800 1.600 1.400 .1200 1.000 800. 600. 400. 200 0 2018 2019 Kefl avíkurfl ugvöllur Allir aðrir fl ugvellir Þúsundir farþega Þúsundir farþega Janúar Febrúar Mars* Fyrsti ársfjórðungur samtals 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting Kefl avík 569.332 535.210 -34.122 -6,0% 543.701 508.183 -35.518 -6,5% 673.985 586.873 -87.112 -12,9% 1.787.018 1.630.266 -156.752 -8,8% Reykjavík 26.857 23.593 -12,2% 25.446 24.668 -3,1% 33.192 27.593 -16,9% 85.495 75.883 -11,2% Akureyri 16.523 15.781 -4,5% 15.635 16.812 7,5% 17.670 16.881 -4,5% 49.828 49.516 -0,6% Egilsstaðir 6.889 6.390 -7,2% 5.945 5.629 -5,3% 7.445 6.379 -14,3% 20.279 18.441 -9,1% Aðrir fl ugvellir 8.146 5.500 -32,5% 6.379 6.095 -4,5% 8.873 6.230 -29,8% 23.398 17.867 -23,6% Samtals 627.747 586.474 -41.273 -6,6% 597.106 561.387 -35.719 -6,0% 741.165 643.956 -97.209 -13,1% 1.966.018 1.791.973 -174.045 -8,9% *Flugfélagið WOW air hætti starfsemi 28. mars Heimild: Isavia Janúar Febrúar Mars* 2018 2019 -8,9%-12,9% -6,5% -6% Guðjón Helgason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 13% færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars en í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn er tæp 9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir aðspurður að gjaldþrot WOW air 28. mars hafi haft lítil áhrif á talningu ferðamanna síðustu daga marsmánaðar. Önnur flugfélög hafi enda fyllt í skarðið og flutt farþega WOW air fyrstu dag- ana eftir gjaldþrotið. Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði minna milli ára í janúar og febrúar en í mars, eða um 6% og 6,5% þessa tvo mánuði. Skarphéðinn segir aðspurður að lendingin þessa tvo mánuði hafi ver- ið mýkri en Ferðamálastofa áætlaði í kjölfar þess að WOW air fækkaði þotum úr 20 í 11 í desember og sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna. Á sama hátt hafi Isavia gert ráð fyrir meiri samdrætti en raunin varð. Kyrrsetningin bætist við Við fækkun sæta vegna endur- skipulagningar WOW air hafi bæst kyrrsetning á Boeing Max-þotum Icelandair. Áhrifa þeirrar kyrrsetn- ingar hafi farið að gæta í mars og eigi þátt í meiri fækkun farþega en í janúar og febrúar. Áhrifanna af falli WOW air fari svo að gæta fyrir al- vöru í apríl. Flugumferðin í Keflavík geti minnkað um tveggja stafa tölu. „Ég held að apríl verði erfiður mánuður í ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin af falli WOW air voru ekki komin fram á fyrsta fjórðungi. Þau eru hins vegar að birtast núna. Almennt er samdráttur í ferða- þjónustu. Eftir fall WOW air hafa tvö flugfélög ákveðið að fjölga ferð- um,“ segir Skarphéðinn Berg og vís- ar til Transavia og Wizz Air. Nánar tiltekið ákváðu félögin að fjölga ferð- um til Amsterdam og London. Bætir ekki upp tapið Sú viðbót feli hins vegar aðeins í sér brot af sætaframboðinu sem hvarf með falli WOW air. Það hafi ekki heyrst af áhuga annarra flug- félaga á að auka framboðið. Áframhaldandi kyrrsetning á Max-þotum Icelandair geti haft mik- il áhrif á farþegafjöldann í sumar. Ólíklegt sé að Icelandair muni geta fyllt í skarðið með leigu á þotum. „Það gæti þýtt færri flugsæti en ella,“ segir Skarphéðinn. Það dugi líklega ekki til að vega á móti falli WOW air að Icelandair fjölgi farþeg- um sem koma inn í landið á kostnað 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.