Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 12
tengifarþega. Vegna mikillar óvissu um þróunina sé erfitt að spá fyrir allt árið. Hins vegar sé ljóst að flugfar- þegum muni fækka milli ára. Spurn- ingin sé sú hvort fækkun erlendra ferðamanna verði nær 10% eða 20%. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst fjöldi gistinátta á skráðum gististöðum í febrúar saman um 1,4% milli ára. Þ.e. á gististöðum í gistináttagrunni Hagstofunnar. Fjöldi hótela er í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og verða til dæmis opnuð þrjú hótel og eitt íbúðahótel við Laugaveg og hliðar- götur í sumar. Á það má benda að fjárfestingin er á þensluskeiði sem aftur kann að birtast í kostnaði. Skarphéðinn segir aðspurður að með hliðsjón af auknu framboði í ferðaþjónustu í ár verði mikið bil milli framboðs og eftirspurnar. „Maður heyrir það til dæmis frá fyrirtækjum sem bjóða afþreyingu í ferðaþjónustunni að það er allnokk- ur samdráttur í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Myndin mun skýrast þegar flugtölur fyrir apríl verða birt- ar,“ segir Skarphéðinn. Vöxtur hjá Icelandair Fram kom í tilkynningu frá Ice- landair í síðustu viku að félagið flutti 702.729 farþega fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 6% fleiri en í fyrra. Þeim fjölgaði um 3% í mars. Hins vegar fækkaði tengifarþegum hjá Ice- landair um 2% á fyrsta ársfjórðungi. Fjallað var um Max-þoturnar í Morgunblaðinu í gær. Þar leiddi Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, líkur að því að ef Max-vélarnar fara ekki á loft fyrr en eftir háannatímann verði Ice- landair með færri vélar en í fyrra. Sveinn telur rétt að draga úr framboðinu til að fá hærra verð. Framboðið hafi verið of mikið. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir aðspurður að sætaframboðið í janúar sl. hafi verið 1,9% minna en í janúar í fyrra. Skiptifarþegum hafi fækkað mikið og WOW air verið búið að gera tölu- verða breytingu á áætlunum sínum. Almennt hafi sætanýtingin verið 74% en 78% í janúar 2018. Sætaframboð í febrúar hafi verið 4,8% minna en árið áður og skipti- farþegum fækkað um 14%. Sætanýt- ingin hafi lækkað úr 80% í 78% milli ára. Sætaframboð í mars hafi dregist saman um 10,7% milli ára, einkum vegna samdráttar og loks falls WOW air. Þá sé páskafrí fyrr á árinu en í fyrra. Það geti aftur haft töluverð áhrif til samdráttar í mars í ár en til aukningar í apríl. Guðjón segir of snemmt að áætla samdráttinn í flugumferð á þessu ári. Verið sé að yfirfara gögnin. Samkvæmt farþegaspá Isavia í janúar mun flugumferðin dragast saman um 8,7% milli ára. Þar af muni tengifarþegum fækka mest eða um 18,7%. Guðjón segir flug Super Break til Akureyrar skýra aukningu í flugi til bæjarins í febrúar. Útlit er fyrir harða lendingu  Um 9% færri farþegar á Keflavíkurflugvelli á fyrsta ársfjórðungi en í fyrra  Ferðamálastjóri segir áhrifin af falli WOW air ekki komin fram  Erlendum ferðamönnum geti fækkað um 10-20% milli ára Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Óvissa er um fjölda flugfarþega og erlendra ferðamanna í ár. Hátt hlutfall flugfarþega á síðustu árum hefur ekki komið inn í landið. Skarphéðinn Steinarsson 535569 508544 587 674 179 1.787 162 1.630 Farþegafjöldi á íslenskum fl ugvöllum í janúar til mars 2018 og 2019 Farþegafjöldi um Kefl avík í janúar, febrúar og mars 2018 og 2019 Heildarfarþegafjöldi á fyrsta ársfjórðungi 2018 og 2019 600 500 400 300 200 100 0 1.800 1.600 1.400 .1200 1.000 800. 600. 400. 200 0 2018 2019 Kefl avíkurfl ugvöllur Allir aðrir fl ugvellir Þúsundir farþega Þúsundir farþega Janúar Febrúar Mars* Fyrsti ársfjórðungur samtals 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting 2018 2019 Breyting Kefl avík 569.332 535.210 -34.122 -6,0% 543.701 508.183 -35.518 -6,5% 673.985 586.873 -87.112 -12,9% 1.787.018 1.630.266 -156.752 -8,8% Reykjavík 26.857 23.593 -12,2% 25.446 24.668 -3,1% 33.192 27.593 -16,9% 85.495 75.883 -11,2% Akureyri 16.523 15.781 -4,5% 15.635 16.812 7,5% 17.670 16.881 -4,5% 49.828 49.516 -0,6% Egilsstaðir 6.889 6.390 -7,2% 5.945 5.629 -5,3% 7.445 6.379 -14,3% 20.279 18.441 -9,1% Aðrir fl ugvellir 8.146 5.500 -32,5% 6.379 6.095 -4,5% 8.873 6.230 -29,8% 23.398 17.867 -23,6% Samtals 627.747 586.474 -41.273 -6,6% 597.106 561.387 -35.719 -6,0% 741.165 643.956 -97.209 -13,1% 1.966.018 1.791.973 -174.045 -8,9% *Flugfélagið WOW air hætti starfsemi 28. mars Heimild: Isavia Janúar Febrúar Mars* 2018 2019 -8,9%-12,9% -6,5% -6% Guðjón Helgason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 13% færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars en í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn er tæp 9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir aðspurður að gjaldþrot WOW air 28. mars hafi haft lítil áhrif á talningu ferðamanna síðustu daga marsmánaðar. Önnur flugfélög hafi enda fyllt í skarðið og flutt farþega WOW air fyrstu dag- ana eftir gjaldþrotið. Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði minna milli ára í janúar og febrúar en í mars, eða um 6% og 6,5% þessa tvo mánuði. Skarphéðinn segir aðspurður að lendingin þessa tvo mánuði hafi ver- ið mýkri en Ferðamálastofa áætlaði í kjölfar þess að WOW air fækkaði þotum úr 20 í 11 í desember og sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna. Á sama hátt hafi Isavia gert ráð fyrir meiri samdrætti en raunin varð. Kyrrsetningin bætist við Við fækkun sæta vegna endur- skipulagningar WOW air hafi bæst kyrrsetning á Boeing Max-þotum Icelandair. Áhrifa þeirrar kyrrsetn- ingar hafi farið að gæta í mars og eigi þátt í meiri fækkun farþega en í janúar og febrúar. Áhrifanna af falli WOW air fari svo að gæta fyrir al- vöru í apríl. Flugumferðin í Keflavík geti minnkað um tveggja stafa tölu. „Ég held að apríl verði erfiður mánuður í ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin af falli WOW air voru ekki komin fram á fyrsta fjórðungi. Þau eru hins vegar að birtast núna. Almennt er samdráttur í ferða- þjónustu. Eftir fall WOW air hafa tvö flugfélög ákveðið að fjölga ferð- um,“ segir Skarphéðinn Berg og vís- ar til Transavia og Wizz Air. Nánar tiltekið ákváðu félögin að fjölga ferð- um til Amsterdam og London. Bætir ekki upp tapið Sú viðbót feli hins vegar aðeins í sér brot af sætaframboðinu sem hvarf með falli WOW air. Það hafi ekki heyrst af áhuga annarra flug- félaga á að auka framboðið. Áframhaldandi kyrrsetning á Max-þotum Icelandair geti haft mik- il áhrif á farþegafjöldann í sumar. Ólíklegt sé að Icelandair muni geta fyllt í skarðið með leigu á þotum. „Það gæti þýtt færri flugsæti en ella,“ segir Skarphéðinn. Það dugi líklega ekki til að vega á móti falli WOW air að Icelandair fjölgi farþeg- um sem koma inn í landið á kostnað 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.