Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf og útskýrir að á mælikvarða Lund- úna hafi Diner verið lítil keðja, t.d. í samanburði við Starbucks. Todd tók þátt í að endurskipu- leggja reksturinn í Ósló. Búllunni við Skippergate, skammt frá aðaljárn- brautarstöðinni, var lokað og lögð áhersla á búllurnar tvær sem nú eru í rekstri; við Torggötu og Thorvalds Meyers götu. Síðarnefnda gatan er í Grünerløkka en þaðan er um 15 mín- útna gangur á Torggötu. Sömu eig- endur reka þar kaffihúsið Frú Hag- en. Einn sá erfiðasti í Evrópu Todd segir veitingamarkaðinn í Ósló einn þann erfiðasta í Evrópu. Margt leggist þar á eitt. Launakostn- aður sé hár og réttindi starfsfólks mikil. Því miður hafi sumir starfs- menn misnotað þau. „Ef þú vinnur fyrir Gordon Ramsey í Lundúnum geturðu ekki verið heima í sex vikur af því að þú ert illa upplagður,“ segir Todd og vísar til kokksins fræga. Þá sé samkeppnin í Ósló hörð, húsaleiga dýr, skattar háir og kostnaður við BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ís- land. Gamla Morgunblaðsklukkan telur stundirnar og við innganginn er veggspjald frá kvikmyndinni Hrafn- inn flýgur. Nokkrir starfsmenn eru aðfluttir Íslendingar og mjólkurhrist- ingurinn er gerður úr Kjörís. Þessi blanda yljar manni dálítið um hjarta- rætur. Veitingamaðurinn Christopher Todd tók á móti blaðamanni einn fimmtudag í mars. Hann varð fram- kvæmdastjóri búllunnar haustið 2017 en hafði þá starfað í rúman áratug hjá veitingakeðjunni Diner sem seldi m.a. borgara og mjólkurhristing í London. Keðjan velti 30 milljónum evra árið 2015 og fór Todd því frá umsvifa- miklu félagi til að taka þátt í ævin- týrinu í Ósló. Hann er maður hógvær innflutning verulegur. T.d. sé dýrt að flytja inn Kjörís frá Íslandi. „Hér er lítið svigrúm fyrir mistök. Reksturinn hefur verið á uppleið. Grundvallaratriði er að gera borgar- ana eins og Tommi hefur kennt okk- ur. Við höfum sett sálina aftur í rekst- urinn,“ segir Todd og útskýrir mikil- vægi þess að bjóða góða þjónustu. Geti Hamborgarabúllan spjarað sig á svo erfiðum markaði hafi staðurinn sannað sig. Með því verði auðveldara að opna fleiri búllur í Noregi. Starfaði í Washington Framkvæmdastjóri búllunnar við Torggötu heitir Anders Ellis Bjørg- ung en Arna Margrét Ægisdóttir stýrir staðnum í Grünerløkka. Bjørgung hefur starfað á veitinga- húsum frá 19 ára aldri, þar með talið í Bandaríkjunum. Hann segir starfs- andann góðan á búllunni. „Hér er gott starfsumhverfi og allir hjálpast að. Það er frábært að Ís- lendingar í Noregi skuli hafa veit- ingastað eins og Tomma hamborgara þar sem þeim líður eins og heima hjá sér. Hingað koma Íslendingar í hverri viku,“ segir Bjørgung og út- skýrir galdurinn að baki borgur- unum. Þeir séu gerðir úr 100% nauta- kjöti úr gripum frá Lofoten í Norður-Noregi. Slátrari í Ósló hakki kjötið með sérstakri aðferð. Láti hakkavélina kólna milli 1. og 2. um- ferðar svo hitinn berist ekki í kjötið. Borgararnir séu án aukaefna. „Það er algengt að hamborgara- staðir bjóði ekki 100% nautakjöt. Við viljum hins vegar bjóða vörur í hæsta gæðaflokki. Þannig verður viðskipta- vinurinn ánægður,“ segir Bjørgung. Brauðið komi frá bakaríi nærri sem baki daglega og grænmetið ferskt. Eldað sé eftir pöntun. Margir staðir ofelda kjötið Borgararnir séu kryddaðir með salti og pipar sem myndi hjúp við eld- un. Með því grillist kjötið í eigin fitu og haldist safaríkt. Þá sé þess gætt að pressa ekki kjötið svo safinn renni ekki úr því á grillið. „Margir staðir ofelda kjötið í til dæmis 75 gráður en við reynum að hafa það 60-62 gráður,“ segir Bjørgung. Spurður um samkeppnina í Ósló segir hann búlluna m.a. keppa við Illegal Burger og Wünderburger sem hafi staði í grenndinni. Flestir viðskiptavinir búll- unnar séu 22 til 50 ára og mikið um fasta- gesti. „Mér er minnisstætt þegar Nató-þingið var hér í Ósló í nóvember. Þá fylltist allt af þýskum hermönnum sem könnuðust við búlluna frá Berlín. „Af hverju er ekki majónes með frönskunum eins og í Þýskalandi?“ spurðu þeir. Hingað kom líka við- skiptavinur frá Sádi-Arabíu sem sagðist elska búlluna í Róm.“ Fleiri staðir í undirbúningi Fyrsta búllan í Ósló var opnuð við Skippergate, steinsnar frá aðaljárn- brautarstöðinni, í október 2015 en var sem áður segir lokað. Tómas Tómasson, stofnandi og einn eigenda Hamborgarabúllu Tóm- asar, segir eigendurna farna að svip- ast eftir húsnæði fyrir að minnsta kosti þriðja staðinn í Ósló. „Við vorum með þrjá staði í Ósló um tíma. Fyrsti staðurinn á Skipper- gate var lítill og óheppilegur í rekstri. Þannig að við lokuðum honum. Nú er- um við með tvo stærri og flottari staði. Það er nýr staður á teikniborðinu. Kapp er þó best með forsjá.“ Afgreiða netpantanir Ásamt því að afgreiða á stöðunum afgreiðir búllan netpantanir á vef Foodora. Tómas segir aðspurður að Norðmenn séu ekki komnir jafn langt hvað varðar netpantanir á mat og hinar Norður- landaþjóðirnar. Kaup- máttur Norðmanna sé mjög góður og salan meiri en annars staðar. „Við höfum valið að Veitingamaður Christopher Todd stýrir uppbyggingunni í Noregi. Hann starfaði áður á veitingahúsum í London.Göngugata Búllan á Torggötu. Búllan skýtur rótum í Noregi  Hamborgarabúlla Tómasar í sókn í Ósló eftir aðlögunarskeið  Fleiri staðir eru á teikniborðinu  Tómas segir líka horft til nýrra staða í Þýskalandi  Fyrirspurnir hafi komið frá Suður-Evrópu Munir Moggaklukkan og Dylan. Tommi er andlit staðanna.  SJÁ SÍÐU 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.