Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Barcelona – Manchester United............ 3:0 Lionel Messi 16., 20., Philippe Coutinho 61.  Barcelona áfram, 4:0, samanlagt. Juventus – Ajax........................................ 1:2 Cristiano Ronaldo 28. – Donny van de Beek 34., Matthijs de Ligt 67.  Ajax áfram, 3:2, samanlagt. England Brighton – Cardiff................................... 0:2  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 55 mínúturnar með Cardiff. Staðan: Liverpool 34 26 7 1 77:20 85 Manch.City 33 27 2 4 86:22 83 Tottenham 33 22 1 10 64:34 67 Arsenal 33 20 6 7 66:40 66 Chelsea 34 20 6 8 57:36 66 Manch.Utd 33 19 7 7 63:44 64 Leicester 34 14 5 15 46:45 47 Wolves 33 13 8 12 41:42 47 Everton 34 13 7 14 46:44 46 Watford 33 13 7 13 47:48 46 West Ham 34 12 6 16 42:52 42 Bournemouth 34 12 5 17 49:61 41 Cr. Palace 34 11 6 17 40:46 39 Burnley 34 11 6 17 42:60 39 Newcastle 34 10 8 16 32:43 38 Southampton 33 9 9 15 39:54 36 Brighton 33 9 6 18 32:53 33 Cardiff 34 9 4 21 30:63 31 Fulham 34 5 5 24 32:76 20 Huddersfield 34 3 5 26 19:67 14  Cardiff á eftir: Liverpool, Fulham, Crys- tal Palace og Manchester United.  Brighton á eftir: Wolves, Tottenham, Newcastle, Arsenal og Man. City. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, oddaleikur: Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan (2:2). 19.15 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Framvöllur: Fram – Ýmir ........................ 19 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Fjölnir.......... 19 Ásvellir: KÁ – Berserkir........................... 20 BLAK Fjórði úrslitaleikur kvenna: Fagrilundur: HK – KA (1:2) ................ 19.30 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur: Philadelphia – Brooklyn .................. 145:123  Staðan er 1:1. Vesturdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur: Golden State – LA Clippers ............ 131:135  Staðan er 1:1. KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Barcelona og Ajax eru komin í und- anúrslitin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir að hafa slegið Man- chester United og Juventus út úr keppninni í gærkvöld. Barcelona vann öruggan 3:0 sigur gegn enska liðinu á Camp Nou og 4:0 samanlagt en Ajax vann frækinn útisigur, 2:1, á Juventus í Tórínó og einvígið þar með 3:2 samanlagt. Manchester United byrjaði vel á Camp Nou því Marcus Rashford átti sláarskot eftir aðeins 40 sekúndur. En Lionel Messi sló fljótlega á allar vonir enska liðsins. Hann skoraði með fallegu skoti á 16. mínútu og aftur fjórum mínútum síðar, með lausu skoti sem David de Gea hefði átt að verja auðveldlega. Þar með voru úrslitin ráðin og Philippe Coutinho innsiglaði sigur- inn með þriðja markinu snemma í síðari hálfleik. Eftir jafntefli í Amsterdam, 1:1, var Juventus mun sigurstranglegri aðilinn gegn Ajax á sínum heima- velli, og ekki dró úr því þegar Cristi- ano Ronaldo skoraði á 28. mínútu, 1:0 fyrir Juventus. En hollensku meistararnir eru með mikið sjálfstraust, eins og þeir sýndu í útisigrinum magnaða gegn Real Madrid í sextán liða úrslit- unum. Donny van de Beek jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar og það var síðan miðvörðuinn Matthijs de Ligt sem skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Þá þurfti Ju- ventus tvö mörk og það var of mikið fyrir Ronaldo og félaga sem eru fallnir úr keppni. Annað útivallarafrek hjá Ajax  Sigruðu Juventus í Tórínó og fara ásamt Barcelona í undanúrslitin AFP Sigurmarkið Matthijs de Ligt fagnar sigurmarki Ajax ásamt Daley Blind en Cristiano Ronaldo er ekki skemmt. Fjórði úrslitaleikur HK og KA um Íslandsmeistaratitil karla í blaki fór fram í Fagralundi í Kópavogi í gær- kvöld og var ekki lokið þegar blað- ið fór í prentun. HK var 2:1 yfir eftir þrjá fyrstu leikina og gat því orðið Íslands- meistari með sigri í gærkvöld. HK vann fyrstu hrinuna í gær- kvöld eftir upphækkun, 26:24, en KA jafnaði metin með sigri í þeirri næstu, 25:19. HK svaraði fyrir sig með sigri í þriðju hrinu, 25:22. Ítarlega umfjöllun um leikinn er að finna á mbl.is/sport. HK stóð vel að vígi í Fagralundi Morgunblaðið/Hari Fagrilundur Barátta við netið í við- ureign HK og KA í gærkvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eiga enn þokkalega möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir gríðarlega mikilvægan úti- sigur á Brighton í gærkvöld, 2:0. Allt bendir til þess að annað þess- ara liða falli ásamt Fulham og Huddersfield, Cardiff er enn í fall- sætinu en er nú aðeins tveimur stig- um á eftir Brighton, sem á hins- vegar leik til góða. Aron lék fyrstu 55 mínúturnar með Cardiff og spil- aði mjög vel en lið hans mætir næst Liverpool á heimavelli. vs@mbl.is Cardiff vann fall- slaginn í Brighton AFP Cardiff Aron Einar Gunnarsson og félagar gætu bjargað sér frá falli. Handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson hefur samið til tveggja ára við þýska 1. deildar liðið Bietig- heim. Þetta verður opinberað í dag, eftir því sem heimildir Morgun- blaðsins herma. Ráðning Hannesar Jóns kemur í framhaldi af slitum hans á samningi við handknatt- leikslið Selfoss sem greint var frá um liðna helgi. Hannes Jón tók við þjálfun Bie- tigheim, sem er í Stuttgart, í byrjun febrúar. Hann hafði þá þegar skrif- að undir samning við forráðamenn Selfoss um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins í sumar. Upp- haflega stóð til að Hannes Jón yrði aðeins í þjálfarastólnum hjá Bietig- heim út keppnistímablið í júní. For- ráðamenn Bietigheim lögðu hins- vegar hart að honum að skrifa undir lengri samning sem varð ofan á eftir að forráðamenn Selfoss komu til móts við óskir Hannesar Jóns um að samningurinn við þá tæki ekki gildi. iben@mbl.is Ljósmynd/Heimasíða Bietigheim Þjálfari Hannes Jón Jónsson verður áfram á hliðarlínunni hjá Bietigheim. Verður hjá Bietig- heim næstu tvö ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.