Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Page 14
FRÉTTIR 2. ágúst 201914
Spurning vikunnar Hvað ætlar þú að gera um helgina?
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
„Ég verð að vinna alla
helgina. Ég vinn á hestaleigu og
þetta verður skemmtileg helgi.“
Ylfa Eir
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Sandkorn
„Ég fer til Eyja,
við ætlum að tjalda í garði í
heimahúsi og vera léttir á því.“
Ólafur Óskar
„Við erum nýkomin
úr ferðalagi svo við höfum
það bara notalegt í bænum.“
Valborg
Klaustursfokk
Allt fór vel fram
Vantraustsyfirlýsing
frá Seðlabankanum
É
g ber blendnar tilfinn-
ingar til verslunarmanna-
helgarinnar í seinni tíð. Ég
nenni ekki að þvæla börn-
unum mínum þvert yfir landið
til þess eins að gista í tjaldi sem
hugsanlega fýkur út í veður og
vind. Bíða í röð eftir að komast á
missnyrtilega kamra á tjaldsvæði.
Borga morðfjár fyrir mat því nestið
gleymdist úti í rigningunni. Vakna
í þvölu og illa lyktandi tjaldi því ég
hef ekki efni á betri íverustað. Ætli
þetta sé ekki aldurinn að segja til
sín? Því er ég fegin að ég nennti að
leggja þetta á mig, með glöðu geði,
á yngri árum.
Eins og þegar ég fór í fyrsta
sinn sem „fullorðin“ á Þjóðhátíð í
Eyjum. Það var árið 1999. Ég verð
að játa að minnið er gloppótt. Þó
ekki út af aldrinum heldur frekar
vegna óhóflegrar áfengisneyslu.
Það sem ég man er hins vegar allt
gott. Móðir mín heilsteikti kjúkling
fyrir mig áður en ég hélt í Herjólf
svo ég myndi ekki eingöngu lifa
á brennivíni. Ég var mjög þakk-
lát fyrir það þegar ég vaknaði í
gegnblautu tjaldinu á laugardags-
morgni. Skolaði kjúklingnum nið-
ur með hlandvolgu Bailey’s því ég
átti ekki kókómjólk. Svo borgaði
ég 5.000 kall fyrir tvær pítsusneið-
ar á Pizza 67. Hitti síðan kunn-
ingjakonu á sunnudagskvöldið.
Þá var ég búin með áfengið en
hún átti flösku af Absolut Citron
vodka. Hvorug áttum við bland.
Þannig að vodkinn var drukkinn
„dry“. Ég gat ekki drukkið sódavatn
með sítrónubragði í áratug á eftir.
Djöfulli var gaman.
Næstu árin fylgdu fleiri
útihátíðir. Galtalækur, Eldborg,
Flúðir svo eitthvað sé nefnt. Alltaf
var svo gaman. Einbeittur vilji til
að flippa, hlæja, fíflast, drekka,
syngja, brosa og dansa – alveg
sama hvernig viðraði.
Ég er ein af þeim heppnu. Að
geta rifjað upp allar þessar æðis-
legu stundir sem ég átti sem ung-
menni um verslunarmannahelgi.
En ég man líka eftir sjokkinu eftir
hverja einustu hátíð við að heyra
af öllu því sem var að gerast í
kringum mig, sem var ekki jafn
æðislegt. Hrottalegir, ofbeldisfull-
ir, niðrandi og ógeðslegir atburðir
gerðust – jafnvel bara í næsta tjaldi
við mig – á meðan ég flippaði, hló,
fíflaðist, drakk, söng, brosti og
dansaði.
Það hefur verið lenskan að
gera þessi atvik minni en þau eru.
Fegra aðstæður. Til að skemma
ekki gamanið fyrir fólki eins og
mér. Allt fór vel fram. Svona fyrir
utan þessar níu nauðganir. Samt
fór allt vel fram.
Og nú er hún komin enn á ný,
þessi verslunarmannahelgi. Sem
á að vera skemmtileg. Það á að
vera gaman. Maður á að geta rugl-
að og bullað og drukkið (eða ekki)
og djammað hvort sem maður er
í tjaldi eða hjólhýsi, pollagalla eða
pinnahælum, einn á vappi eða
öskrandi úr sér lungun í fjölda-
söng.
Ég ætla ekki að biðja ykkur,
kæru lesendur, að ganga hægt inn
um gleðinnar dyr. Gangið ofsa-
lega hratt inn um þessar gleðidyr
og skemmtið ykkur stórkostlega
vel, hvar sem þið eruð. Við ykkur
hin, sem ætlið eingöngu að mæta
til að meiða, særa, úthúða, lemja
og niðurlægja, vil ég einfaldlega
segja: Þið megið bara endilega
fokka ykkur.
Forsætisnefnd Alþingis hefur kveðið
upp sinn úrskurð. Tveir þingmannanna
sex sem sátu að sumbli á Klaustri bar í
haust gerðust brotlegir við siðareglur Al-
þingis. Miðað við þá þingmenn sem hafa
hér með gerst brotlegir við siðareglur,
og þá þingmenn sem ekki eru taldir hafa
brotið reglurnar, má draga eftirfarandi
ályktanir: 1) Það er brot að segja að
rökstuddur grunur sé á að þingmaður
hafi gerst sekur um brot 2)Það er brot
að tala með niðrandi hætti um konur 3)
Það er ekki brot að tala með niðrandi
hætti um fatlaða einstaklinga 4) Það er
ekki brot að hreyfa engum mótbárum
við þegar maður verður vitni að brotum
annarra þingmanna á siðareglum. Þetta
verða seint kallaðar kýrskýrar ályktanir,
og siðaregluverkið jafn dularfullt og
fyrri daginn. Það má ekki tala niðrandi
um konur, en ef konan er fötluð þá má
það? Það er brot að segja rökstuddan
grun um að þingmaður hafi misfarið
með almannafé, en það er ekki brot að
taka þátt í siðareglubrotum annarra?
Niðurstaða forsætisnefndar er bara
nýjasta innslagið í Klaustursfokkið sem
virðist engan endi ætla að taka og engar
afleiðingar hafa fyrir hlutaðeigandi.
Seðlabanki Íslands hefur stefnt
blaðamanni Fréttablaðsins til að
hindra aðgang hans að upplýsingum
um samning sem Már Guðmundsson
seðlabankastjóri gerði við starfs-
mann bankans. Fyrst var óskað eftir
upplýsingum í haust, en SÍ neitaði að
veita þær. Þá leitaði blaðamaður til
úrskurðarnefndar um upplýsingamál,
sem átta mánuðum síðar úrskurðaði
að SÍ bæri að veita upplýsingarnar.
Ljóst er að Seðlabankinn unir þeim
úrskurði ekki. Með framlagningu stefnu
hefur Seðlabanki Íslands því lýst yfir
vantrausti á hæfi úrskurðarnefndarinnar
til að túlka upplýsingalög. Auk þess
er ámælisvert að átta mánuðir hafi
liðið þar til úrskurðarnefndin kvað upp
úrskurðinn. Réttur fjölmiðla og almenn-
ings til upplýsinga frá stjórnvöldum á að
tryggja gagnsæi og auka traust. Þessi
réttur veikist mikið ef stjórnvald getur
tafið málið með neitun einni saman.
Auk þess er það í engu samræmi við
málshraðareglu stjórnsýsluréttar.
„ Allt fór vel fram.
Svona fyrir utan
þessar níu nauðganir.
Samt fór allt vel fram
„Við förum á Þjóðhátíð og komum
vonandi heim á mánudag, en
eigum að vísu enga miða heim.“
Kara og Tanja
... inní tjaldi.
Við gerum því skóna að allir gangi
hægt um gleðinnar dyr um helgina.
Mynd: Eyþór Árnason