Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Qupperneq 4
4 5. apríl 2019FRÉTTIR Hjúskaparstaða og börn? Ég er kvæntur Guðrúnu S. Gísladóttur leikara. Hún átti fyrir soninn Gísla Galdur sem hefur nú fært oss tvö barnabörn. Við eigum svo saman börnin Veru sem vinnur hjá Ríkisútvarpinu og Ísleif Eld sem er nýorðinn stúdent. Leiðinlegasta húsverkið? Ég veit ekki hvort það flokkast undir húsverk, en það allra leiðinlegasta sem ég geri er að raka mig. Mér finnst það svo brjálæðislega leiðinlegt að ég get látið það vaxa mér í augum dögum saman að þurfa að grípa í sköfuna. Sem betur fer hef ég fjarska litla skeggrót svo ég þarf ekki að vinna þetta leiðindaverk mjög oft. Fyrsti bíllinn? Þegar ég tók bílpróf átti konan mín Fiat Pöndu, sem var sem sagt fyrsti bíllinn sem ég ók. Svo keyptum við nokkru seinna gamlan Peugeot 504 sem var unaðslegur bíll. Trúir þú á líf eftir dauðann? Mér finnst það mjög fyndin hugmynd, en nei, það er ekkert til í henni. Ertu A eða B maður? A er sá sem vaknar snemma og B sá sem sofnar seint, er það ekki? Ef það er rétt, þá var ég eiginlega AB-maður þegar ég var ungur og knár en er núna svona A,5 líklega. Besta bók sem þú hefur lesið? Í mörg ár nefndi ég alltaf Hundrað ára einsemd eftir Márquez þegar ég var spurður að þessu. Ég las hana á hverju ári í 15 ár og fannst hún alltaf jafn frábær. Svo lagði ég hana á hilluna í aldarfjórðung, þangað til nú í fyrra. Þá las ég hana aftur og komst að því að hún er miklu, miklu betri en mig minnti. Uppáhalds- íþróttalið á Íslandi? Ekkert sérstakt. Meðan sonur minn æfði fót- bolta með Val hélt ég náttúrlega með Val í hans flokki, en það var ástríðulítið. Mannkostir þínir? Æ, ég veit ekki. Svona spurning snýst í rauninni ekki um mína meintu mannkosti, heldur um einlægni og sjálfsmynd og ég held ég segi bara pass. En lestir? Þeir eru nú ýmsir. Það hefur oft komið sér illa að ég hef tilhneigingu til að láta hlutina danka. Fyrsta minningin þín? Ég lá á teppi fyrir utan glugga á heimili afa og ömmu á Reynimel 23 og horfði á kött sem virti fyrir sér þvottahússglugga sem vírnet var fyrir. Það gerðist ekkert. Ég hef sterkan grun um að ég hafi verið mjög lítill, nánast nýfæddur. Ert þú góður söngvari? Maður hefur gengið undir manns hönd við að sannfæra mig um að reyna ekki að syngja. Ég vildi gjarnan að hér væri um að ræða samsæri öfundar- manna en hef því miður grun um að við komandi hafi eitt- hvað fyrir sér. Leikhús eða bíó? Erfitt að segja. En þegar leikhús er virkilega, virkilega gott, þá er það náttúrlega galdur sem flöktandi myndir á skjá eða tjaldi geta hvergi nálgast. Fallegasti staður á landinu? Kolgrafarvík? Hornvík? Skálin í Hafursfell? Eitthvert gil sem ég man ekki hvað heitir á leiðinni inn í Þórsmörk? Steindautt grjótið við Þórisvatn? Ég bara veit það ekki. Heldur þú með Tomma eða Jenna? Ég verð nú að viðurkenna að ég hef litlar tilfinningar til þeirra. Ætli ég myndi ekki nefna Tomma, hinn er svoddan hroka- gikkur, er það ekki? Hefur þú æft íþróttir? Nei. Þegar ég var í 8 ára bekk fórum við í handbolta í leikfimi úti á Seltjarnarnesi og ég fékk boltann. Því miður vissi ég ekki hverjir voru með mér í liði og stóð alveg frosinn þegar allir öskruðu á mig að henda til sín. Að lokum dæmdi leikfimikennarinn á mig „tíma“ sem er regla sem ég hef aldrei heyrt um annars. En eftir þetta þorði ég ekki út á íþróttavöll. Fyrsta utanlandsferðin? Þegar ég var 6 ára fór fjölskyldan til Grikklands og bjó þar einn vetur. Það var stórfengleg reynsla. Pabbi lýsti ferðalaginu í bókinni Dagbók frá Díafani, sem ég mæli eindregið með. Besta ráð sem þú hefur fengið? Það hljómar líklega einkennilega hrokafullt en ég man ekki eftir neinu sem hér gæti átt við. Eitthvað að lokum? Nei, þakka þér fyrir, ómögulega. Eru íslenskir karlar þeir heiðarlegustu í Evrópu? Ú t er komin ný skýrsla frá hinum háu herrum í Evrópuráðinu, hin svo- kallaða SPACE-skýrsla. Svarthöfði er einkar ánægður með nafngiftina. Ýmislegt athyglisvert er í skýrslunni að finna sem lýtur að fangelsis málum á Íslandi í samanburði við önnur Evrópuríki. Kemur þar fram að hvergi séu hlutfallslega færri fangar en á Ís- landi. 47 af hverjum 100 þúsund íbúum voru í fangelsi þann 31. janúar 2018. Til samanburðar má nefna að í Danmörku er hlutfall- ið 63 og í Evrópu 103 á hverja 100 þúsund íbúa. Einnig kemur fram að 10 prósent fanga á Íslandi eru konur, en það er hæsta hlutfall- ið í Evrópu. Á eftir kemur Rúss- land með 8 prósent en í Evrópu allri er hlut- fallið 5 prósent. Hvaða sannleik er hægt að finna í öllum þessum tölum? Eru Íslendingar heiðarlegasta þjóð Evrópu en konurnar okkar þær óheiðarlegustu? Eru íslenskir karlmenn þá svona ljúfir og góðir? Standa þétt saman, sumir á bomsum. Nei, ætli það. Áður en við ís- lenskir karlmenn förum að berja okkur á brjóst og stríða systrum okkar og mæðrum þá skulum við halda því til haga að fangelsis- mál hér á landi hafa verið í mikl- um ólestri lengi. Ástæðan fyrir því að einhver hafi ekki verið fangelsi þennan tiltekna dag gæti allt eins verið sú að hann hafi verið að bíða eftir að komast í afplán- un. Pláss leysið er slíkt að menn hafa þurft að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman í limbói eft- ir að komast inn og gera upp sína skuld við samfélagið. Sumir jafn- vel búnir að snúa baki við fyrri lífsstíl. Önnur ástæða gæti verið sú að dómar á Íslandi eru skammar- lega vægir í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum. Við tökum burðardýr og dópistagrey og skellum þeim óhikað inn á meðan alvöru glæpamenn, það eru ofbeldismenn, nauðgarar og barnaníð- ingar, fá hér skammar- lega stutta dóma. Dóma sem þeir afplána ekki einu sinni að fullu. Þessir brotamenn eru í langflestum tilfellum karlmenn. Nei, við skulum ekki lesa of mikið í þessar tölur. Hér er úrtakið lítið og á næsta ári gæti hlutfall kvenna allt eins verið það lægsta í Evrópu, þó að hlut- fall kvenna í fangelsum hér sé þó aðeins tíu prósent. Fyrir hverja konu eru níu karlmenn fangelsi. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Fram að 18. öld borðuðu Íslendingar af tré- og tindiskum, þá tók askurinn við. Öflugasta eldfjall sólkerfisins er Loki Patera á Íó, einu fylgitungla Júpíters. Grameðlur þjáðust af þvagsýrugigt. Uppáhaldsbíómynd Hitlers var King Kong. Meðgöngutími íslensku tófunnar er 52 dagar og gýtur hún jafnan fimm eða sex yrðlingum. Hver er hann n Starfaði um tíma í verksmiðju Volvo í Gautaborg. n Var í litlu hlut- verki í kvikmyndinni Blossi/810551. n Á dóttur sem varð heimsmeistari í módelfitness. n Hefur ekki gaman af tónlist. n Frumsýndi nýverið leikritið Súper í Þjóðleikhúsinu. SVAR: JÓN GNARR Illugi Jökulsson hefur frá unga aldri fengist við ritstörf, blaðamennsku, þýðingar, dagskrárgerð og fleira. Hann er beittur samfélagsrýnir og sat í stjórnlagaráði árið 2011. DV tók Illuga í yfirheyrslu. YFIRHEYRSLAN Illugi Jökulsson 472822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.