Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Qupperneq 4
4 7. júní 2019FRÉTTIR Gullöld miðaldra iðnaðarmanna að hefjast S varthöfði hefur tekið eft- ir að sumir miðaldra karl- menn ganga um bísperrt- ir og skælbrosandi þessa dagana. Þetta er þjóðfélagshóp- ur sem hefur verið undirokaður í áratugi, nefnilega stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Liverpool. Betur þekktir sem Púlarar. Enda var liðið þeirra að lyfta stærstu mjólkurdollu Evrópu og allt virð- ist á réttri leið hjá þeim. Púlarar er vissulega réttnefni því oft eru þetta menn sem vinna strangheiðarleg störf. Iðnaðar- menn, sjómenn, vörubílstjórar. Þetta eru týpur sem seint verða sakaðir um að fylgja tískustraum- um eða að vera hip og kúl. Þegar þessir menn voru ungir átti Liver- pool sitt besta skeið. Titlarnir röð- uðust inn, bæði innan og utan landsteinana. En svo skall tíundi áratugurinn á og Liverpool hefur verið í með- allagi. Unnið einstaka dollu af og til en aldrei unnið úrvalsdeildina og ekki nema í örfá skipti átt sjéns. Lækkaði nú risið hjá þessum þjóðfélagshópi og biturðin festist í sessi með hverju vonbrigðaár- inu á fætur öðru. „Næsta tímabil“ varð algengasta orðasamsetn- ingin sem þeir notuðu. Þeir fóru einnig að lifa á fornri frægð, líkt og Fjölnismenn sem litu tárvot- ir til þjóðveldisaldar á meðan samtímamenn þeirra sultu í vist- arbandi og börðust við sull og berkla. Svarthöfði hefur einnig tekið eftir breytingum hjá öðrum þjóð- félagshópum. Manjú-menn sjást varla á götunum lengur. Þetta eru aðeins yngri menn, alveg við það að detta í miðöldrun. Fordekrað- ir tappar sem voru óþolandi í tutt- ugu ár. Þeir voru „glory-hunter- ar“ síns tíma eins og Púlararnir. Þeir tóku einnig ástfóstri við Schumacher, Tiger Woods, Tyson og Jordan. Þegar er byrjað að örla á sömu hegðun hjá þessum hópi og hjá Púlurum, það er að lifa á fornri frægð og tala um „næsta tímabil“, sem þeir gerðu svo mikið grín að Púlurum fyrir áður. Treflarnir, eða hipsterarn- ir, hafa oftast stutt Arsenal, það er þeir sem horfa á fótbolta yfir höfuð. Þeir sem áður mærðu Arsene Wenge og Thierry Henry á meðan þeir svolgruðu í sig Café Americano og hámuðu í sig Ci- abatta með eggaldin, hafa nú að mestu hætt að ræða enska bolt- ann. Nýjasta platan með Belle & Sebastian er sársaukaminna um- ræðuefni fyrir þá. Stuðningsmenn Chelsea eru margir hverjir ljóshærðir banka- starfsmenn sem aldrei höfðu horft á enska boltann áður en Eið- ur og Abramovich komu þangað. Gengi liðsins skiptir þá litlu enda hafa þeir hvort eð er meiri áhuga á crossfit og cyclothon en að sitja á sveittri fótboltakrá. City-menn geta góðu gengi fagnað en þeir eru reyndar sjald- gæfari en himbrimar. Lífið breyt- ist heldur ekkert hjá þeim sem völdu sér þá ógæfu að halda með miðlungsgóðum og lélegum lið- um. Til að mynda sér ekkert fyrir endann á hinu endalausa svart- nætti hvítklæddra Leeds-ara. Að halda með liði í enska bolt- anum er ákvörðun fyrir lífstíð. Svarthöfði hvetur því lesendur sína til að velja vel. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Á hebresku þýðir amen sannleikur. Hvísl reynir meira á raddböndin en venjulegt tal. Hákarlar eru einu fiskarnir sem geta deplað báðum augum samtímis. Að meðaltali eru 333 blöð í hverri klósettrúllu. Norskar kleinur kallast fattigmann, sem þýðir fátæklingur. Hver er hann n Fjöllistamaður, fæddur árið 1976. n Var í hljómsveitinni Trabant. n Er bróðursonur Guð- mundar Arnar Ragnarssonar predikara á Ómega. n Kallaði sig Rassa Prump á yngri árum. n Verk hans prýðir nú framhlið Metropolitan-safnsins í New York. SVAR: RAGNAR KJARTANSSON YFIRHEYRSLAN Þórður Helgi Þórðarsson, útvarpsmaður á RÚV og plötusnúður, fagnaði nýverið fimmtugsafmæli. Doddi, eins og hann er ávallt kallaður, hefur einnig komið fram sem tónlistarmaðurinn Love Guru, en hann gaf út lagið Lífið er ljúft, í lok maí og framundan er plata og remixplata. DV tók Dodda í yfirheyrslu. Hjúskaparstaða og börn? Trúlofaður, tvær stelpur og einn strákur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Eftir að draumurinn um að verða kábóji hvarf þá var það væntanlega útvarps- maður og poppstjarna. Skemmtilegast að gera? Hanga með vinum og fjölskyldu. En leiðinlegast? Flytja, ég mun aldrei á ævinni flytja aftur. Býrðu yfir einhverjum leynd- um hæfileikum? Er ekki viss um að ég búi yfir einhverjum opinberum hæfileikum, jú ég get klappað með annarri hendi! Það er geggjað. Versta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei kaupa þér húsnæði, leigðu bara. Hver er fyrsta minningin þín? Að detta úr rennibraut, smakka besta ís í heimi og sleikja diskinn eftir að pabbi eldaði spagetti þegar ég var fjögurra ára, gerðist allt á Mallorka. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert? Flytja að heiman úr örygginu hjá ömmu og afa í verbúð á Súðavík, verulegur skellur. Nei ég var ekki 14 ára, ég var 20 ára gamall, skíthræddur við lífið. En mest gefandi? Þegar ég geri einhverja sérþætti í útvarp- inu og fólk bankar á mig yfir sig hrifið, love it. Hver myndi skrifa ævisögu þína? Það þyrfti að vera einhver skemmtilegur því ekki er hún skemmtileg, ég held að Sóli Hólm sé byrjaður á henni. Hefur þú fallið á prófi? Jebb, í dönsku og samfélagsfræði á sam- ræmdu prófunum sem var mikill skellur því ég var veikur þegar samfélagsfræði- prófið var tekið og ég fékk ekki að taka veikindapróf, ég hefði fengið 11! Uppáhaldshljómsveit og af hverju? Það hefur alltaf verið Depeche Mode þrátt fyrir að síðustu plötur hafi verið leiðin- legar. Þeir komu inn í mitt líf á réttum tíma með skrítin hljóð og svo fannst mér svo töff að þeir spiluðu bara á hljómborð, ég vissi ekki einu sinni hvað svuntu- þeysir var. Ég var 12 ára. Stærsta stund þín í lífinu? Það eru bara klisjurnar, fæðing barnanna minna, að flytja í draumahúsið. Þegar ég sá Depeche Mode loksins á tónleikum. Ertu trúað- ur eða trúir þú á æðri mátt? Nei. Mann- kostir þínir? Það verða aðrir að svara því. En lestir? Ég vil helst ekki að aðrir svari því. Best að vera útvarpsmað- ur, plötusnúður eða Love Guru? Að vera útvarpsmaður er yndis, hitt er minna yndis. Eitthvað að lokum? Dansaðu fíflið þitt, dansaðu ! „Að halda með liði í enska boltanum er ákvörðun fyrir lífstíð Þórður Helgi Þórðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.