Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 40
40 7. júní 2019
Í október 2009 hurfu hjónin Bobby og Sherilyn Jamison og 6 ára dóttir þeirra Madyson sporlaust en fjölskyldan var búsett í bænum Eufaula í Oklahomafylki. Nokkrum
dögum síðar fannst bíll þeirra við afskekktan veg, í rúmlega
klukkutíma akstursfjarlægð frá heimili þeirra. Fjölskyldan
hafði nýlega verið á svæðinu og hugðust festa þar kaup á
landsvæði.
Engin merki voru um átök. Í bílnum voru allir persónulegir
munir hjónanna, veski, símar, GPS-tæki og var bíllykilinn
ennþá í skránni. Þá fannst fjölskylduhundurinn í bílnum, nær
dauða en lífi.
SAKAMÁL
F
átt vekur meiri óhug en
óleyst glæpamál. Eftir því
sem tíminn líður minnka lík
urnar á að ráðgátan leysist.
Hvarf bresku stúlkunnar Madel
eine McCann í Portgúal er án efa
eitt þekktasta málið sem upp hefur
komið seinustu ár. Hér fyrir neðan
má lesa um nokkur dæmi í viðbót.
Hurfu sporlaust
Þann 7. júní 1992 hurfu þrjár kon
ur í bænum Springfield í Misso
uri. Þetta voru þær Sherrill Levitt
47 ára, dóttir hennar Suzie Street
er 19 ára og vinkona hennar Stacy
McCall, 18 ára.
Um ellefuleytið að kvöldi 6. júní
ræddi Sherill við vinkonu sína í
síma. Ekki er vitað hvað hún gerði
eftir það. Suzie og Stacy sáust
seinast um tvöleytið aðfaranótt 7.
júní, þegar þær yfirgáfu partý í ná
grannabæ Springfield. Allt bendir
til að þær stöllur hafi því næst farið
heim til Suzie.
Morguninn eftir hringdi vin
kona Suzie dyrabjöllunni á heim
ili mæðgnanna en enginn kom til
dyra. Engu að síður voru bifreiðar
kvennanna fyrir utan.
Móðir Stacy mætti nokkrum
klukkustundum síðar til að
grennslast fyrir um dóttur sína og
hleypti sjálfri sér inn þar sem úti
dyrahurðin var ólæst. Enginn var
heima. Móðirin hafði samband
við lögregluna í kjölfarið.
Lyklar, peningar og veski
kvennanna þriggja höfðu ver
ið skilin eftir í húsinu, auk þess
sem heimilishundurinn var einn
og yfirgefinn. Þá fundust óhreinir
þvottapokar með andlitsmálningu
á baðherberginu sem bendir til að
vinkonurnar hafi komið heim og
gert sig tilbúnar í háttinn. Þá benti
allt til þess að Sherill hefði sofið í
rúminu sína um nóttina.
Á heimili mæðgnanna fundust
engin merki um átök eða innbrot
og ekkert hafði verið átt við verð
mæti í húsinu. Þrátt fyrir fjölda
ábendinga og ítarlega lögreglu
rannsókn hefur aldrei tekist að
upplýsa hvað varð um konurnar
þrjár þessa nótt.
Andlát Natalie Wood
Bandaríska leikkonan Natalie
Wood lést árið 1981, þá 43 ára að
aldri. Hún hafði verið í bátsferð
ásamt eig in manni sínum, sjón
varps stjörn unni Robert Wagner og
leik ar an um Christoph er Wal ken.
Morguninn eftir fannst lík henn
ar fljótandi í sjónum, 200 metra frá
landi við SuðurKaliforníu. Dánar
dómstjóri úrskurðaði að hún hefði
látist af slysförum. Opinber dánar
orsök var sögð vera drukknun.
Ýmsar kenningar spruttu hins
vegar upp um hvernig dauða
leikkonunnar hefði borið að og
vöknuðu grunsemdir um að eig
inmaður hennar hefði ráðið henni
bana. Vitað er að hann var sá sem
seinast sá Wood á lífi.
Rúmlega þremur áratugum
síðar steig skipstjórinn á bátn
um fram og upplýsti að hann
hefði heyrt há vært rifr ildi frá ká
etu þeirra hjóna umrædda nótt. Í
kjölfarið var málið tekið til rann
sóknar á ný og beindist rannsókn
in sérstaklega að Wagner. Wagner
hefur ávallt neitað allri aðild að
dauða eiginkonu sinnar og ver
ið afar ósamvinnuþýður við rann
sókn málsins.
Árið 2013 tók annar dánar
dómsstjóri málið til rannsókn
ar og komst að þeirri niðurstöðu
að dánarorsök leikkonunnar væri
óljós. Miðað við staðsetningu og
fjölda áverka væri líklegast að
Wood hefði verið ráðinn bani áður
en hún lenti í sjónum.
Í viðtali í sjónvarpsþættinum
48 Hours á seinasta ári sagði John
Corina lögreglumaður að enn
skorti á að framburður Wagner
passaði við framburð vitna í mál
inu og að svo virðist sem Wagner
hafi margoft breytt framburði sín
um. Þegar upp er staðið þá passi
frásögn hans ekki við atburða
rásina. Wagner hefur aldrei ekki
verið ákærður og telst málið enn í
dag óupplýst.
Tylenol morðin
Árið 1982 létust sex fullorðnir og
eitt barn í Chicago. Engin tengsl
voru milli fólksins en öll áttu þau
það sameiginlegt að hafa tekið inn
hylki af verkjalyfinu Tylenol.
Síðar kom í ljós að einhver eða
einhverjir höfðu laumað blásýru
út í lyfjahylkin. Lyfin sem fólk
ið innbyrti komu frá mismunandi
verksmiðjum og voru seld í mis
munandi apótekum víðsvegar um
borgina. Það var því talið fullvíst
að hylkin höfðu ekki verið eitruð í
framleiðsluferlinu. Líklegast þyk
ir að einhver hafi farið á milli apó
teka og laumað eitrinu í lyfin.
Árið 1986 tilkynnti James E.
Burke, formaður fyrirtækisins
Johnson & Johnson, að fram
leiðslu lyfja í hylkjaformi, sem af
greidd væru án lyfseðils hefði ver
ið hætt.
Fljótlega eftir að rannsókn
málsins hófst barst lyfjafyrirtæk
inu Johnson & Johnson bréf frá
karlmanni sem játaði að hafa byrl
að eitri í lyfin. Krafðist hann hárrar
peningagreiðslu ella myndi hann
halda því áfram. Rannsókn lög
reglu leiddi í ljós að um blekkingu
var að ræða. Málið telst enn í dag
óupplýst.
JonBenét Ramsey
Að morgni 26.desember 1996 barst
tilkynning til lögreglunnar í Bould
er í Colorado fylki að sex ára gamalli
stúlku, JonBenét Ramsey hefði verið
rænt af heimili sínu. Í örvæntingar
fullu símtali til Neyðarlínunnar full
yrti móðir hennar, Patsy Ramsey, að
bréf hefði verið skilið eftir í húsinu
þar sem krafist var lausnargjalds.
Lögreglan mætti á staðinn og
hóf rannsókn en þar sem gengið var
út frá því að um mannrán væri að
ræða var ekki leitað í húsinu. Síðar
um daginn fór John Ramsey, faðir
JonBenét, niður í kjallara hússins og
fann þar lík dóttur sinnar. Hafði hún
verið barin og síðan kyrkt.
Ekkert benti til að brotist hefði
aðrir útsölustaðir
Epal - Laugavegi 70
EPAL - Harpa
Airport fashion - Leifsstöð
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
ÓUPPLÝST GLÆPAMÁL SEM OLLU ÓHUG
n Mæðgur hurfu sporlaust n Blásýra í lyfjahylkjum
Natalie Wood og
Robert Wagner.
Enginn veit
hvað varð um
konurnar þrjár
þessa nótt