Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 12
12 7. júní 2019FRÉTTIR A ðstandendur Minningar- sjóðs Einars Darra hafa nú í tæpt ár staðið að átak- inu Ég á bara eitt líf. Minn- ingarsjóðurinn var stofnaður af ættingjum og vinum Einars Darra Óskarssonar, sem lést 18 ára gam- all þann 25. maí 2018. Nýlega fóru foreldrar hans, Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, systur hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Aníta Rut Óskars- dóttir, auk vinkonu þeirra, Sigrún- ar Báru Gautadóttur, á ráðstefnu í Bandaríkjunum og hér segir Andr- ea Ýr frá henni og því sem þjóðar- átakið Ég á bara eitt líf hefur skilað á einu ári. Greinarmunur á notkun og mis- notkun lyfseðilsskyldra lyfja „Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyf- jum er nokkuð nýr vinkill, sem lítið hefur verið í umræðunni er varðar vímuefni en við teljum mikilvægt að við tölum um þetta málefni og tökumst á við það líkt og mál- efni er varða önnur vímuefni. Við, sem stöndum að þjóðarátakinu, Ég á bara eitt líf, höfum virkilegar áhyggjur af þessum málaflokki og hafa aðrir aðilar tekið undir það með okkur sem þekkja til máls- ins, til að mynda í sínum störfum. Við leggjum mikla áherslu í öllu okkar starfi á að uppfræða fólk um að notkun og misnotkun lyf- ja er tvennt ólíkt og hefjum við því öll okkar erindi á því að skilgreina hvað misnotkun á lyfseðilsskyld- um lyfjum er. Þjóðfélagið í heild verður að gera greinarmun þarna á milli og það er mikilvægt að við fræðum unga sem aldna um þann mun, bæði til að þekking sé til staðar um áhættuna við mis- notkun en líka til að fólk sem þarf að taka lyf og gerir það samkvæmt læknisráði sé ekki að upplifa að það sé að gera eitthvað rangt, enda er þá um að ræða notkun, ekki misnotkun,“ segir Andrea Ýr. Ef neysla lyfseðilsskyldra lyf- ja felur í sér að einstakling- ur innbyrðir af ásettu ráði stærri skammtastærð en lagt er til, neytt er lyfja til að upp- lifa sæluástand (e. euphoria) eða neytt er lyfja sem viðkom- andi hefur ekki fengið uppáskrif- að sjálfur, þá er talið að um sé að ræða misnotkun á lyfseðilsskyldu lyfi (National Institute on Drug Abuse, 2018). Samfélagið sem heild þarf að hlúa að samfélagsvanda „Við, með stuðningi þjóðarinn- ar, höfum nú þegar áorkað miklu á stuttum tíma og sjáum við já- kvæða þróun og breytingar í sam- félaginu. Við eigum þó langt í land og teljum við að Ég á bara eitt líf- -átakið geti gert margt en í sam- einingu getum við gert svo miklu meira og lítum við á það sem svo, að það þurfi heilt samfélag til að hlúa að samfélagsvanda, líkt og við teljum misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum og öðrum fíkni- efnum vera.“ Þjóðarátakið Ég á bara eitt líf felur í sér mörg mismunandi verkefni, allt frá almennri vit- undarvakningu sem hefur hin- ar ýmsu birtingarmyndir, mynd- bandsgerð og uppfræðsluerindi fyrir alla aldurshópa þar á með- al í grunn- og framhaldsskólum landsins. „Til að geta unnið okkar verk- efni eftir bestu getu þá er það okk- ur virkilega mikilvægt að afla okk- ur stöðugt nýrrar þekkingar, vera í takt við hraða þróun í nútímasam- félagi með því að fylgjast með nýj- um rannsóknum, nýjum aðferð- um sem gætu nýst í okkar starfi, sem og að vera opin fyrir breyting- um með breyttum aðstæðum og áskorunum. Allt okkar starf er unnið með kærleika og samstöðu að vopni, við byggjum það á rann- sóknum, áliti ungmenna sem og sérfræðinga, höldum fast í metn- aðinn og ástríðuna en höldum reiðinni frá.“ Aukin þekking á fjögurra daga ráðstefnu Fimmmenningarnir ákváðu að efla þekkingu sína frekar með því að fara á The Rx Drug Abuse & Heroin Summit (Misnotkun lyf- seðilsskyldra lyfja og heróíns, ráð- stefna/leiðtogafundur) í Atlanta í Bandaríkjunum, sem haldin var í apríl síðastliðnum. The Rx Drug Abuse & Heroin Summit er ráðstefna/leiðtoga- fundur sem nýttur er sem sam- ráðsvettvangur varðandi málefni er varða misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum og öðrum fíkni- efnum. Viðburðurinn er ætlaður öllum sem málið varðar, er þver- faglegur og leitast við að finna lausnir í sameiningu. Einblínt er á hvað er að virka í forvörnum og meðferð. Ráðstefna þessi er haldin árlega og var hún fyrst haldin árið 2012 undir forystu Operation UNITE og þingmanninum Harold „Hal“ Rogers, en hann missti son sinn vegna misnotkunar á lyfseð- ilsskyldum lyfjum. Um er að ræða fjögurra daga ráðstefnu, með hin- um ýmsu fyrirlesurum víðsvegar að og yfir 3000 ráðstefnugestum (https://www.rx-summit.com/). „Við einblíndum á það á ráð- stefnunni að afla okkur þekkingar um samfélagslega vitundarvakn- ingu, átök og forvarnir/fræðslu, það er að segja við sóttumst í að mæta á fyrirlestra þar sem þau málefni voru tekin fyrir. Við lögð- um upp með það markmið að kortleggja hvað aðrir væru að gera og hvernig verkefni, bæði hvað varðar vitundarvakningu og forvarnir, sem hafa borið árang- ur. Við gerðum okkur þó ekki fyr- irfram grein fyrir hversu gríðarstór þessi vettvangur væri og hversu mikið tengslanet við myndum enda á því að byggja upp,“ segir Andrea Ýr. Verkefni sem verður ekki leyst á einni nóttu Ráðstefnan er byggð upp þannig að viðkomandi velur þá fyr-Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Hornsófi hægri eða vinstri Verð nú 49.950 kr.Verð nú 159.415 kr. Verð nú 59.415 kr. Verð nú 34.950 kr. Verð nú 59.940 kr. Verð nú 44.950 kr. Sorento tungusófi Roberto hvíldarstóll Malmö hvíldarstóll Stockholm hvíldarstóll 10% AFSLÁTTUR Verð nú 199.920 kr. 15%AFSLÁTTUR Verð nú 245.415 kr. „Á bak við hvert andlát eru ótal mörg líf í sárum“ Fjölskylda Einars Darra og vinir fræða fólk um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja Við komumst ekki í þetta ástand á einni nóttu og við leysum þetta ekki á einni nóttu“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Á ráðstefnu Sigrún Bára, Bára, Andrea Ýr, Óskar og Aníta Rún á ráðstefnunni. Þau náðu bata Veggur á ráðstefnunni með myndum og upplýsingum fólks sem náð hefur bata. Einar Darri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.