Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 41
SAKAMÁL 417. júní 2019 Þrátt fyrir umfangsmikla leit á svæðinu fannst hvorki tangur né tetur af fjölskyldunni. Fjórum árum síðar, í nóvember 2013, fundust beinagrindur þeirra í fjallshlíð rúmlega fimm kílómetrum frá staðnum þar sem bifreiðin fannst. Lágu beinagrindurnar hlið við hlið með andlitin á grúfu. Jarðneskar leifar þeirra reyndust svo illa farnar að ómögulegt var skera úr um dánarorsök. En hvað var fjölskyldan að gera í lengst úti í óbyggðum? Ýmsar getgátur hafa sprottið upp um málið, meðal annars að hjónin hafi sviðsett eigin dauða, ákveðið í sameiningu að taka eigið líf eða verið flækt inn í sértrúarsöfnuð. Í bíl þeirra fannst töluvert af reiðufé, sem þótti undar- legt þar sem hjónin voru bæði bótaþegar og höfðu lítið á milli handanna. Meðal annars hafa sprottið upp getgátur um þau hafi stundað fíkniefnaviðskipti. Enginn hefur verið grunaður eða handtekinn í tengslum við andlát fjölskyldunnar og er málið enn í dag óupplýst. verið inn í húsið fyrr um nóttina. Í kjallaranum var brotinn gluggi en síðar kom í ljós að John Rams- ey hafði sjálfur verið þar að verki nokkrum mánuðum áður eft- ir að hafa læst sig úti. Á nærbux- um JonBenét fannst erfðaefni sem reyndist vera af ókunnugum að- ila. Þrátt fyrir ítarlega leit í gagna- grunni lögreglunnar reyndist ómögulegt að finna viðkomandi, en jafnvel er talið líklegt að um- rætt erfðaefni eigi sér aðrar skýr- ingar. Það gæti til að mynda ver- ið úr starfsmanni verksmiðjunnar sem framleiddi nærbuxurnar. Ramsey fjölskyldan var glæsileg á yfirborðinu; John og Patsy voru vel stæð, áttu glæsilegt hús og tvö falleg börn, Burke 10 ára og Jon- Benét 6 ára. JonBenét hafði keppt í fegurðarsamkeppnum fyrir börn en Patsy var sjálf fyrrverandi feg- urðardrottning. Rannsókn lögreglunnar beindist fljótlega að þeim John og Patsy og þótti ýmislegt benda til þess að þau hefðu ráðið dóttur sinni bana. Til að mynda kom í ljós að bréfið þar sem lausnargjalds var krafist hafði verið skrifað á bréfsefni af heimilinu. Orðalag og lengd bréfsins þótti einnig undar- legt auk þess sem í ljós kom að rit- höndin var skugglega lík rithönd Patsy Ramsey. Það þótti einnig grunsamlegt að upphæð lausnar- gjaldsins væri 18 þúsund dollarar, en það var nákvæmlega sama upp- hæð og John Ramsey hafði feng- ið í bónusgreiðslu frá vinnunni nokkrum mánuðum áður. Í kjölfarið spruttu upp getgát- ur um John og Patsy hefðu banað dóttur sinni og því næst sviðsett ránið til að hylma yfir það sem raunverulega gerðist. Við yfir- heyrslur neituðu þau bæði stað- fastlega að hafa drepið JonBenét. Þau hafa aldrei verið ákærð vegna málsins. Patsy lést úr krabbameini árið 2016. Í seinni tíð hafa spjótin einnig beinst að Burke, stóra bróður Jon- Benét og vaknað upp getgátur um að hann hafi orðið systur sinni að bana í ógáti og foreldrar þeirra reynt að hylma yfir með honum. Rannsókn lögreglunnar hefur einnig beinst að nokkrum aðilum sem ekki tengjast fjölskyldunni og þá helst dæmdum barnaníðing- um. Bandarískur karlmaður, John Mark Karr, var handtekinn og ákærður vegna morðsins árið 2006 og játaði hann á sig glæp- inn. Honum var síðar sleppt þegar í ljós kom að erfðaefni úr honum passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Á seinasta ári tók málið nýj- an snúning þegar Gary Oliva, 54 ára dæmdur barnaníðingur, ját- aði í bréfi að hafa orðið JonBenét að bana. Í kjölfarið gaf lögreglan í Bould- er frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að þáttur Oliva í málinu hafi þegar verið rannsakaður. Reglulega berast nýjar ábendingar til lögreglunnar varð- andi þetta óhugnanlega mál. Rannsókn málsins er enn opin, 22 árum eftir að það hófst. n Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum ÓUPPLÝST GLÆPAMÁL SEM OLLU ÓHUG Tylenol er eitt algengasta verkjalyfið í Bandaríkjunum Foreldrar Jon- Benét mættu í tilfiningaþrungið sjónvarpsviðtal á CNN skömmu eftir morðið JonBenét hafði keppt í fegurðar- samkeppn- um fyrir börn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.