Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 7. júní 2019
hvern tíma ertu bara með, svo
ferðu að gera hlutina með öðrum
reyndari, svo gerir þú þá sjálfur.“
„Þegar ég byrjaði voru þrjár
útfararþjónustur. Í dag eru tíu
útfararþjónustur á höfuðborgar-
svæðinu og samkeppnin heilmik-
il. Við auglýsum að vissu marki, en
það er hluti af tabúinu við dauð-
ann að það þykir ekki við hæfi að
auglýsa útfararþjónustu of mikið.
Maður þarf samt alltaf að minna
á sig og ég segi að góð þjónusta
er alltaf besta auglýsingin. Margir
Hafnfirðingar vilja líka leita til
hafnfirsks fyrirtækis og það er
mjög notalegt.
Fólk deyr ekki alltaf á hefð-
bundnum vinnutíma
Hvernig er hefðbundinn vinnu-
dagur á útfararstofu, er þetta 8-4
vinna?
„Í grunninn er starfið það, skrif-
stofan er opin kl. 8-17 og við reyn-
um að gera allt sem þarf innan þess
tíma. En fólk deyr ekki bara á þess-
um tíma og hjúkrunarheimili og
líknardeildin eru ekki með aðstöðu
til að geta geymt hinn látna lengi
og hringja því í okkur og þá förum
við einfaldlega í fötin og leggjum af
stað. Minn fyrri vinnustaður sér um
að manna útköll frá lögreglu, þar
eru alltaf tveir á vakt standby allan
sólarhringinn. Það er eitthvað sem
ég gerði þegar ég starfaði þar, var á
vakt tvær vikur í mánuði og það var
of mikið fannst mér. Maður vill eiga
líf fyrir utan vinnuna líka. En móti
kemur hér að þegar fyrirtækið er
lítið og fámennt þá þarf maður að
taka á sig meira, eins og nú var ver-
ið að biðja um útför á frídegi og þá
verður maður við því.
Starf útfararstjóra felst í að sjá
um allt frá andláti til jarðsetningar.
Við sækjum hinn látna og fær-
um í líkhús, síðan koma aðstand-
endur í viðtal til mín þar sem ég
fer yfir allt ferlið með þeim. Ég er
bara með lista þar sem ég fer yfir
alla möguleika, ég sýni þeim kistur
og duftker, er þetta jarðarför eða
bálför, hvaða kirkjugarð erum við
að fara í, hvaða prest ætlið þið að
tala við, hvaða dag á útförin að
fara fram og klukkan hvað, það
þarf allt að pússlast saman.
Við klæðum og búum um hinn
látna í kistuna. Það þarf að loka
augum og munni, laga hár og
snyrta. Stundum kemur ósk um
varalit, að naglalakka eða annað,
og öllum svona óskum er lítið mál
að verða við. Það er allt opið hvað
fólk vill taka mikinn þátt í ferlinu,
en í fæst skipti vill fólk taka þátt í
því öllu.
Síðan þarf að undirbúa kistu-
lagningu og útför, í dag er algeng-
ast að þetta liggi saman, þá byrj-
um við daginn á að sækja kistuna
og keyra í kirkjuna, mætum síðan
fyrir athöfn til að taka á móti gest-
um, síðan er viðvera við athöfnina.
Að lokum þarf að keyra í kirkju-
garðinn eða það er kvatt við kirkj-
una ef þetta er bálför. Athafnir
eru oftast kl. 13 og seinnipartinn
eru viðtöl, svona reynir maður að
pússla deginum saman. Svo koma
álagspunktar, eins og síðustu tvo
mánuði, sem þýðir að stundum
eru 2-3 útfarir á dag.
Ég kann vel við þetta starf,
maður er út um allt og hittir mik-
ið af fólki, ég yrði sturlaður ef ég
væri bundinn við skrifborð allan
daginn eða við búðarstörf þar sem
maður er inni í lokuðu rými
Það eru margir kostir við þetta
starf ef þú kemst yfir þann hjalla
að þú ert að vinna með látið fólk.“
Frímann segir margt hafa breyst
í starfinu frá því hann byrjaði í því,
hvað þá frá fornu fari þegar hús-
kveðjur voru algengar þar sem
kistan með látnum einstaklingi
stóð heima í stofu í marga daga.
„Áður voru margir eldri prestar
með þetta mjög formfast, þungar
ræður, þrúgandi tónlist og athafn-
ir voru mjög erfiðar og yfirþyrm-
andi. Í dag er þetta allt að verða
miklu léttara, tillit tekið til þess
látna og aðstandenda, tónlistin er
oft dægurlög, jafnvel uppáhalds-
lög hins látna. Prestar vilja stund-
um fá fólk til að hlæja, mér finnst
mjög notalegt að vera frammi í
anddyri og heyra þegar prestur-
inn slær á létta strengi og fær fólk
til að hlæja og minnast þess góða
hjá hinum látna. Þetta léttir stund-
ina mikið. Auðvitað á þetta að vera
svoleiðis, af hverju erum við ekki
löngu komin þangað? Velflest-
ir prestar taka vel í þetta, en hins
vegar má ekki gleyma að um er
að ræða kirkjulega athöfn og því
eru oftast einhverjir sálmar og fast
form á athöfninni.“
Samskipti við aðstandendur
bæði það besta og erfiðasta við
starfið
„Að vera í hlutverki þess sem að-
stoðar fólk er það besta við starf-
ið og fólk er í langflestum tilvik-
um þakklátt fyrir það sem maður
er að gera. Á sama tíma er erfiðast
að sitja með aðstandendum sem
eiga mjög erfitt. Það reynist fólki
mjög erfitt þegar fólk fellur frá í
blóma lífsins, vegna sjálfsvíga eða
ung börn. Fólk á að geta lifað háan
aldur og dáið en því miður er það
ekki alltaf þannig, það gerist bara
og þannig er lífið. Maður er stund-
um berskjaldaður og mismun-
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórn ndur hafa yrsýn yr ang mála
in an fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
ista yr au mál sem þeir
b ra ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Rec r s
Mála- og kjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
„Ég spila bara ein-
staka sinnum enda
orðinn háaldraður“
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V
Frímann á vinnustað
„Starf útfararstjóra felst
í að sjá um allt frá andláti
til jarðsetningar.“
Stokkið út Fallhlífastökk áttu
allan hug Frímanns á tímabili.
Plötusnúðalífið
Frímann fyllir dans-
gólfið á Nasa.