Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 18
18 PRESSAN 7. júní 2019
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
Högel. Reiknað er með að Högel
beri vitni í málum þeirra en þau
verða tekin fyrir þegar dómur hef-
ur verið kveðinn upp í máli hans
nú í júní.
Í þýskum fjölmiðlum hefur
komið fram að fyrrverandi vinnu-
félagar Högel segi að hann hafi
fljótlega fengið orð á sig fyrir að
vinna vel undir álagi, við aðstæð-
ur upp á líf og dauða. Saksóknar-
ar segja að hann hafi hins vegar
sjálfur skapað þessar aðstæð-
ur til að geta brugðist við og sýnt
hvers hann væri megnugur. Hann
gaf sjúklingunum of stóra lyfja-
skammta sem höfðu hjartastopp
í för með sér til að hann gæti,
eins og ofurhetja, endurlífgað þá.
Vinnufélagar hans kölluðu hann
Rambo vegna þessa og gáfu hon-
um hálsmen, búið til úr sprautum,
sem hann bar stoltur.
Á þeim þremur árum sem Hög-
el starfaði á sjúkrahúsinu í Del-
menhorst létust 411 sjúklingar.
321 lést þegar Högel var á vakt eða
eftir að hann lauk vakt. Yfirvöld
vita þó ekki hversu marga þeirra
hann drap. Fyrir dómi verða að-
eins tekin fyrir mál þar sem unnt
hefur verið að grafa lík meintra
fórnarlamba upp og kryfja þau til
leitar að lyfjum sem Högel gæti
hafa notað.
Loksins komst upp um hann
Það var í júní 2005 sem loksins
komst upp um Högel. Þá kom
hjúkrunarfræðingurinn Renate T.
að honum standandi yfir sjúklingi
með lungnakrabbamein, Diet-
er Maass. Slökkt var á öndunarvél
hans og í skál við hlið hans lágu
fjórar tómar sprautur með lyfj-
um sem hafði ekki verið ávísað á
Maass. Renate T. tók blóðprufu
úr Maass og sendi í rannsókn.
Daginn eftir lést hann.
Í ljós kom að lífshættulegt magn
af hjartalyfjum var í blóði Maass.
Þegar niðurstaðan lá fyrir funduðu
vakthafandi læknir og hjúkrunar-
fræðingur um málið en Högel fékk
að ljúka vaktinni. Það kostaði hina
67 ára Renate Röper lífið.
Sjálfselskur og með lítið sjálfs-
álit
Süddeutsche Zeitung hefur eftir
doktor Karl-Heinz Beine, þekkt-
um taugasjúkdómasérfræðingi
og yfirlækni geðdeilar St. Marien
sjúkrahússins í Hamm, að svo
virðist sem sjálfselska og þörf fyr-
ir að bæta upp fyrir lítið sjálfs-
álit hafi drifið Högel áfram við
morðin. Beine hefur rannsakað
raðmorðingja innan heilbrigðis-
geirans síðan 1989. Hann segir að
Niels Högel tilheyri þeim mikla
minnihluta sem myrði sjúklinga
sína. Hann segir að það sem sló
hann mest við vitnisburð Högels
sé algjör skortur á samúð, jafn-
vel þegar hann ræddi við ættingja
hinna látnu.
Högel ákvað ungur að árum að
verða hjúkrunarfræðingur eins og
faðir hans. Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Wilhelmshaven
í norðurhluta Þýskalands ásamt
eldri systur sinni.
Fljótlega eftir að hann lauk
námi og hóf störf á sjúkrahúsi
tóku vinnufélagar hans eftir því
að endurlífga þurfti marga sjúk-
linga þegar Högel var á vakt. Einn
þeirra sagði fyrir rétti að fólk deyi
á gjörgæsludeildum en ekki svona
margir og ekki svona fljótt. Annar
vinnufélagi hans sagði að í fyrstu
líti þetta bara út eins og örlög-
in séu að verki en á einhverj-
um tímapunkti breytist það og
grunsemdir vakni.
Vinnufélagar Högel ræddu
um hann og mál hans en virð-
ast ekki hafa skýrt yfirmönn-
um frá áhyggjum sínum eða
sent inn kvörtun. Það var af
ótta við að sett yrði ofan í við
þá eða vegna þess að þeir töldu
þetta ekki vera hlutverk sitt en
Þjóðverjar eru mjög uppteknir
af að vernda einkalíf sitt. Einn
hjúkrunarfræðingur á Del-
menhorst sagði yfirmönnum
sínum þó frá áhyggjum sínum
af mörgum dauðsföllum þegar
Högel var á vakt en því máli var
ekki fylgt eftir.
Beine segir að hann vonist
til að
málið og sú mikla athygli sem rétt-
arhöldin fá geti orðið til þess að
brjóta upp hefðbundna valdar-
öð á sjúkrahúsum en hún er í
mjög föstum skorðum þar sem og
í öðrum opinberum stofnunum í
Þýskalandi. n
Hjúkrunarfræðingur Framdi
myrkraverk í langan tíma.