Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 28
Sértæk þjónusta 7. júní 2019KYNNINGARBLAÐ
HUNDA- OG KATTAHÓTEL SUÐURNESJA
Hvíldarinnlögn og sumarbúðir
fyrir loðna leikfélaga
Hunda- og kattahótel Suðurnesja var opnað af hjónunum Kristínu Einars-
dóttur og Daníel Þorgeirssyni 1.
ágúst 2018. „Þetta hafði blundað í
kollinum á mér í langan tíma áður en
við ákváðum að stíga skrefið til fulls
og opna hótel fyrir hunda og ketti.
Ástæðan fyrir því að við ákváðum
að taka af skarið var sú að maður-
inn minn var á milli starfa og okkur
langaði að prófa eitthvað nýtt. Sjálf
vann ég sem aðstoðarmanneskja
dýralæknis og fann að fólk spurðist
oft fyrir um dýrahótel.
Það var greinilega mikill skortur
og sem hunda- og kattaeigandi
þá fann ég líka fyrir því að það var
erfitt að skreppa frá, því það gat
verið vandamál að finna pössun
fyrir dýrin. Þetta var augljóslega
hárréttur tími því það var strax mik-
ið að gera hjá okkur og hefur verið
síðan við opnuðum. Nú yfir jólin og
áramótin komust færri að með dýrin
sín en vildu,“ segir Kristín.
„Fólk kemur aðallega með dýr-
in sín í pössun þegar það fer er-
lendis eða bara í frí. Einnig vistum
við dýr á meðan eigendur þeirra
eru á spítala eða í endurhæfingu.
Það er líka töluvert um að fólk sem
vinnur langa vinnudaga komi með
hundana sína í dagvistun. Það
hentar sérlega vel að vera staðsett
á Suðurnesjum, ekki fjarri Leifs-
stöð. Við tökum á móti dýrum allan
sólahringinn og líka á næturna. Þeir
sem eru að fara í næturflug geta
nýtt sér nætur þjónustuna gegn
vægu þjónustugjaldi. Einnig geym-
um við bílinn fyrir þá sem vilja gegn
vægu gjaldi.“
Aðstæður hunda og katta til
fyrirmyndar
Á staðnum eru 30 stíur fyrir hunda
og tíu búr fyrir ketti. „Það komast
þó fleiri að en það, því ef um er að
ræða tvo hunda af sama heimili þá
geta þeir stundum deilt stíu.“ Í hverri
hundastíu er bæli með mjúku undir-
lagi og allir fá nagbein og leikfang.
Kattabúrin innihalda bæli, klórustaur
og kattaklósett. Fóðrun katta og
hunda er sniðin eftir þörfum hvers
og eins og hafa dýrin öll aðgang að
hreinu drykkjarvatni. „Einnig bjóð-
um við upp á þá þjónustu að baða
hunda og klippa klær gegn gjaldi. Sú
þjónusta er eingöngu fyrir hótelgesti.“
Hvíldarinnlögn fyrir ketti
Kettirnir hafa aðgang að stóru
innileiksvæði með klórustaurum og fá
klapp og knús frá starfs mönnum dag-
lega. „Þarfir þeirra eru mjög mismun-
andi og reynum við að aðlaga okkur
að þörfum hvers og eins eftir okkar
bestu getu. Þetta er næstum eins og
hvíldarinnlögn fyrir kettina því þarna
fá þeir alla þá athygli sem þeir vilja og
ná að slappa af í rólegu umhverfi með
öðrum köttum.“
Sumarbúðir fyrir hunda
Útisvæðinu er skipt í fjóra hluta sem
nær yfir 1500 fermetra. „Við aðskiljum
yfirleitt smáhundana frá þeim stóru
en það er auðvitað allur gangur á því
hverjir geta verið saman úti. Það fer
svo auðvitað eftir veðri hve mikil úti-
vera er í boði og auk þess metum við
hvern hund fyrir sig. Sumir eru orðnir
gamlir og lúnir og þurfa að vera meira
inni og hvíla sig, en þeir yngstu og
sprækustu eru yfirleitt mjög þreyttir
og glaðir þegar eigendurnir koma að
sækja þá. Þeir hafa þá verið að leika
sér úti stóran part úr degi með hinum
hundunum. Þetta er næstum því eins
og að senda hundinn sinn í sumar-
búðir.“
Ein mynd segir meira en þúsund orð
„Við tökum nánast daglega myndir
af hundunum og köttunum í leik og
birtum á Facebook-síðu hótelsins. Við
byrjuðum á þessu af rælni en fengum
svo góð viðbrögð frá viðskiptavinum
að við höfum haldið þessu áfram.
Sumir hafa meira að segja rukkað
okkur um myndir ef við erum ekki nógu
snögg að birta þær. Fólki þykir gott
að sjá dýrin sín þegar það getur ekki
verið hjá þeim.
Ein mynd segir líka meira en þúsund
orð og þarna sér fólk að dýrinu líður
vel,“ segir Kristín. n
Nánari upplýsingar má nálgast á
hundaogkattahotelsudurnesja.
com
Facebook:
Hunda- og kattahótel Suðurnesja.
Klettatröð 6a, Reykjanesbær
Netpóstur:
hundaogkattahotel@gmail.com
Bókanir í síma 777-3828 eða í
gegnum messenger á Facebook.
Stíur fyrir hunda Kattarbúr