Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 7. júní 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Orðin tóm S agt er að samfélög megi dæma af því hvernig við komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Varla er hægt að halda öðru fram en að þeir sem glíma við fötlun eða veikindi af einhverjum toga falli í þann hóp. Þá sérstaklega þeir sem hafa ekki fulla hreyfigetu og geti ekki sinnt daglegu amstri á sama hátt og flestir aðrir. Við Íslendingar stærum okkur af því að vera velferðarþjóðfélag. Stærstur hluti þjóðarinnar lítur til hinna Norðurlandanna í því sam- hengi. Hér á að vera norrænt vel- ferðarríki sem byggir bæði á frelsi og samkennd. Gagnstætt hinni amerísku leið þar sem samfélags- legur Darwinismi ríkir. En einnig gagnstætt valdstjórnarstefnu kommúnismans þar sem frelsið er ekkert. Af þessum ástæðum setjum við okkur reglur um samfélags- lega ábyrgð hins opinbera, hvort sem það fellur undir svið ríkis eða sveitarfélaga. Reglur sem skylda þessa aðila til að grípa fólk sem lendir í vanda og gera þeim kleift að eiga mannsæmandi líf. Í DV í þessari viku er rætt við Stefán Stefánsson og Örn Sigfús- son sem þurfa að skrá sig á hverjum degi inni í Gistiskýlið við Lindar- götu. Engum dylst að aðstæðurnar þar eru ömurlegar. Frelsið ekkert, einkalífið ekkert, öryggið ekkert. Öllum hrúgað á sama stað. Hvort sem þeir kljást við fíkn, alkóhól- isma, geðræn vandamál, veikindi eða einfaldlega hafa í engin önnur hús að venda. Þetta er það sem Ís- land getur boðið upp á. Ekki er aðeins við Reykjavíkur- borg að sakast, sem þó rekur Gisti- skýlið. Hvað varðar félagslegt hús- næði rekur borgin langtum fleiri íbúðir. Ekki aðeins í fjölda heldur höfðatölu einnig, 20 á hverja 1000 íbúa. Til samanburðar er hlutfallið 8 í Hafnarfirði, 3 í Mosfellsbæ og 2 í Garðabæ. Skömm hinna sveitar- félaganna er enn meiri. Stefán er bundinn við hjóla- stól, vegna MS sjúkdómsins. Sjúk- dómurinn hefur herjað hratt á hann en engu að síður hefur kerf- ið haft nægan tíma til að bregð- ast við húsnæðisleysi hans. Marga mánuði. Hann fékk jákvæð svör en engar efndir. Í tvær vikur hefur hann því þurft að leita til Gistiskýl- isins í von og óvon um að fá að sofa þar yfir nótt því það er skömminni skárra en að sofa í köldum bíla- stæðakjallara. Stjórnmálamenn geta bros- að framan í myndavélarnar þegar þeir skrifa undir reglugerðir á borð við NPA, sem á að tryggja fötluðu fólki persónulega aðstoð. Klapp- að sér á bakið og þóst vera að gera samfélaginu gagn. En svo kemur á daginn að orðin eru innantóm. n Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spádómar um endalok stjórnmálaflokka Heimsendaraus á sér aldrei stoð í veruleikanum. Engu að síður ber töluvert á því undanfarna daga og málsmetandi menn hafa stigið fram og spáð endalokum rótgróinna stjórnmálaflokka. Nýlega skrifaði Jón Hjaltason, kenndur við Háspennu, grein í Morgunblaðið þar sem hann húðskammar forystu Sjálfstæð- isflokksins fyrir að hafa orðið viðskila við grunnstefnuna. „Ég óttast að flokkurinn okkar eigi sér lengri fortíð en framtíð,“ sagði hann. Þá skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, um grein Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi formanns Framsóknar- flokksins varðandi þriðja orku- pakkann. „Sennilega áttar hann sig betur á því að flokkur hans er í lífshættu.“ Flokkarnir sem eru sitt hvor- um megin við 100 ára afmælið, mælast nú samanlagt með tæp- lega þriðjungsfylgi hjá þjóðinni og virðast ekki geta farið lægra en það. Yfirburðastaða Borgar- leikhússins Gríman verður veitt bráðlega og búast flestir við því að Borgarleik- húsið standi uppi sem sigurvegari. Er sýningin Rík- harður III talin sigurstranglegust í ár. Leikhúsið hefur unnið verðlaunin Sýning ársins síðan 2015. Borgarleik- húsið er því ekki aðeins með al- þýðlegri sýningar en Þjóðleik- húsið heldur einnig faglegri. Þegar kemur að barnasýning- um verður munurinn á stóru leikhúsunum, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, enn meiri. Á hverju ári býður Borgarleikhús- ið upp á stórfenglegar sýningar fyrir börn á meðan Þjóðleikhús- ið er með minna spennandi efni. Einu glæðurnar eru þegar verk Thorbjörns Egner eru sett á svið. Er Þjóðleikhúsið sífellt að færast í þá átt að verða eins og Rás 1, eða Gufan eins og hún er stundum kölluð. Aðeins fyrir eldri borgara og þröngan hóp menningarvita. Spurning vikunnar Óttast þú ásælni Kínverja í íslenskar náttúruauðlindir? „Nei, ég geri það ekki.“ Theodór Vilbergsson „Nei, það held ég ekki.“ Hekla Valsdóttir „Nei, ég geri það ekki.“ Eggert Kaaber „Já.“ Sigrún Ásdís Sigurðardóttir MYND HANNA/DV Strákarnir okkar Þeir voru einbeittir á æfingu í sólskininu. Á laugardaginn mætir íslenska landsliðið því albanska á Laugardalsvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.