Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 25
Sértæk þjónusta 7. júní 2019 KYNNINGARBLAÐ Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf. mun í maí 2019 ganga frá kaupum á stórum lager færi- bandareima frá IBH. Framleiðandi rei- manna er svissneska fyrirtækið Habasit. Sérfræðingar í færiböndum og gúmmíi Eigandi fyrirtækisins er Þorsteinn Lárusson og Berglind Steinunnardóttir er framkvæmdastjóri. Gúmmísteypan hefur verið starfrækt í hartnær 70 ár. „Á þessum árum höfum við þjón- ustað útgerðaraðila, sveitarfélög, verktaka, stóriðju, vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og þjónustu. Við erum sér- fræðingar í framleiðslu og uppsetningu á færiböndum og hvers kyns vörum úr gúmmíi,“ segir Berglind. Blómstrandi viðskipti Í maí 2017 bættust við færibönd úr plasti fyrir matvælaiðnað þegar Gúmmísteypan keypti Reimar og bönd ehf. Sú viðskipti hafa blómstrað og er Gúmmísteypan enn að bæta við sig. „Frá því við keyptum Reimaþjón- ustuna hefur stefnan verið að vera með allar gerðir færibanda á lager. Með þessari viðbót er það nú orðið að veruleika,“ segir Berglind. Með þessari viðbót mun Gúmmí- steypan sækja í sig veðrið í svokölluðum kubbaböndum (e. modular belts) auk þess að auka úrval á framboði annarra reima fyrir matvælaiðnað. Gúmmísteypan er staðsett að Gylfa- flöt 3, 112 Reykjavík Nánari upplýsingar má finna á gummisteypa.is Sími: 567-4467 Netpóstur: gummisteypa@gummi- steypa.is Fylgstu með okkur á facebook: Gúmmísteypa Þ. Lárusson n Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur keypt færibandalager IBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.