Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2019, Blaðsíða 16
16 PRESSAN 7. júní 2019 Þ egar Niels Högel hóf störf á gjörgæsludeild Del- menhorst sjúkrahússins í Þýskalandi fékk hann góð meðmæli hjá fyrrverandi vinnu- veitanda sínum. Hann var sagð- ur maður sem starfaði „sjálfstætt og samviskusamlega“. Þegar mik- ið lá við var hann sagður bregðast við af „yfirvegun“ og ekki nóg með því viðbrögð hans væru „tækni- lega rétt“. Þetta voru meðmæl- in frá sjúkrahúsi í Oldenburg þar sem hann hafði starfað. Í þeim var ekki minnst einu orði á að stjórn- endur sjúkrahússins voru full- ir grunsemda vegna þess hversu margir sjúklingar létust þegar Högel var á vakt. Þeir minntust heldur ekki á að honum hafði ver- ið bannað að umgangast eða koma nærri sjúklingum og að hann hafði í raun verið þvingaður til að hætta störfum á sjúkrahúsinu. En Niels Högel var ekki allur þar sem hann var séður þrátt fyr- ir góð meðmæli og meinta getu til að bregðast hratt og örugglega við þegar erfiðar aðstæður komu upp. Hann hefur játað að hafa myrt marga sjúklinga og talið er hugs- anlegt að hann hafi myrt allt að 300. En af hverju komu vinnufé- lagar hans og yfirmenn ekki í veg fyrir að hann gæti haldið morð- æðinu áfram? Af hverju fékk þessi stórtæki raðmorðingi að leika lausum hala svona lengi? Allt þetta aðgerðarleysi gerði að verk- um að hann er einn af stórtækustu raðmorðingjum sögunnar. Fljótlega eftir að Högel hóf störf á sjúkrahúsinu í Delmenhorst vöknuðu ákveðnar grunsemdir þar. Tæpum fjórum mánuðum eft- ir að hann hóf störf þar lést Brigitte A. á meðan hún var í hans umsjá. Fljótlega fylgdu fleiri í kjölfarið, þar á meðal Hans S., Christoph K. og Joseph Z. Þýskir fjölmiðlar nota bókstaf í staðinn fyrir fullt eftir- nafn þeirra til að brjóta ekki gegn lögum um friðhelgi einkalífsins og þess vegna birtast nöfnin hér með þessum hætti. Talið er að Niels Högel, sem nú er 42 ára, sé sá raðmorðingi sem hefur flest mannslíf á samvisk- unni og er þá átt við morð á frið- artímum um allan heim. Þýsk yfir- völd telja að hann hafi hugsanlega myrt allt að 300 sjúklinga á fyrstu fimm árum þessarar aldar. Þetta mat er byggt á tíu ára rannsókn og uppgreftri og rannsóknum á rúm- lega 130 líkum í Þýskalandi, Pól- landi og Tyrklandi. Högel hefur játað að hafa myrt 43, hefur ekki vísað því á bug að hann hafi myrt 52 til viðbótar en þvertekur fyrir að hafa myrt 5 aðra. Hann hefur nú þegar verið sakfelldur fyrir morð á tveimur sjúklingum og fyrir hlut- deild í andlátum tveggja annarra. Saksóknarar hafa ákært hann fyrir 101 morð að auki og krefjast þess að hann verði dæmdur í lífstíðar- fangelsi til viðbótar því lífstíðar- fangelsi sem hann hefur nú þegar verið dæmdur í. Óþægilegar spurningar vakna Fjöldi morðanna og ekki síður sá tími sem leið þar til grunsemdir vöknuðu um það sem hann gerði, hafa vakið óþægilegar spurningar í Þýskalandi. Ein sú viðkvæmasta er hvort það sé virðing Þjóðverja fyr- ir röðun í valdastiga og ást þeirra á verkferlum, sem gerði nasistum kleift að vinna óhæfuverk sín, sem hafi gert Högel kleift að stunda dráp svona lengi. „Ef það getur gerst að hægt er að sópa rúmlega 300 dauðsföllum á 15 árum undir gólfteppið, hvað fleira er þá hægt að gera? Hvað þarf að gerast til að Þjóðverjar rétti úr sér og beiti athyglisgáfunni?“ Þetta er meðal þess sem Christ- ian Marbach hefur sagt á mörg- um þeirra funda sem hann kemur fram á í hjúkrunarfræðingaskól- um í Þýskalandi þar sem hann beinir kastljósinu að siðferðisleg- um álitaefnum í tengslum við mál Högel. Afi Marbach var eitt fórn- arlamba Högel. Ofurhetja endurlífgana Nú er Högel ákærður fyrir að hafa morð á 101 sjúklingi til viðbótar þeim sem hann hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa myrt. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt 36 sjúklinga á háskólasjúkrahúsinu í Oldenburg og 64 á sjúkrahúsinu í Delmenhorst. Dómarinn í málinu, Sebastian Bührmann, hefur fyr- irskipað rannsókn á málum átta fyrrverandi samstarfsfélaga Högel vegna gruns um meinsæri. Grun- ur leikur á að þeir hafi logið fyr- ir rétti eða að minnsta kosti leynt upplýsingum til að hylma yfir brot í starfi. Þá hafa tveir læknar og tveir yf- irhjúkrunarfræðingar á sjúkrahús- inu í Delmenhorst verið ákærð- ir fyrir manndráp af gáleysi vegna aðgerðarleysis þeirra í máli GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta 577 5757 Þýski hjúkrunarfræðingurinn myrti allt að 300 sjúklinga Af hverju brugðust samstarfsmenn hans ekki við? „Hvað þarf að ger- ast til að Þjóð- verjar rétti úr sér og beiti athyglisgáfunni? Rétt- arhöldin Niels Högel huldi andlit sitt. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.