Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 18
18 8. mars 2019FRÉTTIR - ERLENT ERTU MEÐ VERKI Í BAKI, MJÖÐMUM, HNJÁM EÐA FÓTUM ? Komdu í göngugreiningu! Tímapantanir í síma 55 77 100 og á www.gongugreining.is Bæjarlind 4, Kóp. & Orkuhúsinu Rvk. honum og öðrum loforð sem aldrei voru efnd. „Það átti að borga fyrir laugar- dagana, miðað við það átti ég mánaðarlega inni hjá þeim 70 þúsund krónur fyrir skatt. Skiptir ekki máli hvaða dag vikunnar við erum að vinna, virkan dag eða um helgar. Við unnum oftast á laugar- dögum og samkvæmt okkar skiln- ingi á íslensku launakerfi þá eigum við að fá borgað extra fyrir það. Við erum með ráðningarsamning sem kveður á um yfirvinnu, um 2.800 krónur.“ Starfsmannaleigan sendi DV skjáskot af kröfu sem Romeo fékk frá Landspítalanum sem sýndi að staðan á reikningnum hans var um 700 þúsund krónur. „Já, þetta skjáskot sýnir innistæðuna mína, en ekki frá því í janúar heldur frá nóvember. Krafan var tilkomin vegna þess að ég leitaði á spítal- ann eftir vinnuslys, missti jafn- vægið í vinnunni og datt. Ég sendi þetta skjáskot á Höllu því ég skildi ekki af hverju ég var að fá þenn- an reikning og af hverju hann var svona hár. Var ég ekki sjúkra- tryggður? Ég var búinn að vera að borga skatta. En þessir peningar voru það sem ég hafði náð að safna frá því að ég kom til Íslands og tæplega 200 þúsund króna lán sem ég fékk frá Danmörku. Þessir peningar voru ekki lengur til stað- ar þegar ég talaði við fjölmiðla.“ Matarkort frá Eflingu Fyrirsvarsmaður starfsmannaleig- unnar heldur því fram að Romeo og fleiri, sem hafa hlotið aðstoð Eflingar, hafi farið með matarkort sem Efling gaf þeim, keypt mikið magn af kjöti og síðan selt það frá sér. Romeo segir þetta rangt og bauð blaðamanni að skoða allar kvittanir. „Við seldum matinn ekki, held- ur gáfum þeim sem búa í hús- næðinu að Hjallabrekku með okk- ur. Fengum kort til að kaupa fyrir alla og þetta var gefins, það voru engin skilyrði. Við fórum og keypt- um matinn fyrir alla og skiptum svo á milli okkar jafnt. Þetta voru líka ekki bara kjötvörur heldur líka sóda vatn og þess háttar.“ Með Romeo er vinur hans, Ion Anghel, sem líka vann hjá starfs- mannaleigunni. Hann bætir við: „Ég var að vinna í Noregi í viku, fór að kvarta yfir að hafa ekki feng- ið borgað rétt. Málið var svaka- lega hratt afgreitt, ég fékk strax hjálp, strax voru ráðstafanir gerð- ar og ég fékk peninginn strax. Hér gerist þetta hægar, hér vissi Efling af þessu í haust en ekkert gerðist fyrr en þetta var komið aftur í fjöl- miðla.“ Þegar Romeo kom til landsins var einn samlandi hans starfandi sem nokkurs konar umsjónar- maður. Hann hafði milligöngu fyrir Rúmenana, aðstoðaði þá við að fá kennitölu, kaupa vinnuföt, stofna bankareikning og þess hátt- ar. „En þegar hann gerði sér grein fyrir hvernig farið var með okkur reyndi hann að taka upp hansk- ann fyrir okkur hina. Þá var hann látinn fara.“ Fyrirvaralaust hent úr húsnæði eða úr landi Hann var ekki sá eini sem lenti í því að vera sagt að hypja sig þegar hann fór að leita eftir betri kjörum. Að sögn Romeos gátu þeir sem kvörtuðu eða spurðu of margra spurninga, átt von að því að verða tilkynnt að búið væri að kaupa fyrir þá flugmiða og þeir ættu að fara úr landi, jafnvel strax um nóttina. Aðrir lentu í því að verða fyrirvara- laust vikið úr starfi, enginn upp- sagnarfrestur og gert að rýma hús- næðið umsvifalaust. „Einn ungur strákur lenti á göt- unni því honum var hent út. Ég fann til í hjartanu að vita af honum þar og hringdi í hann og bauð hon- um að gista hjá okkur í herberginu, en hann þorði ekki að koma, var of hræddur. Svo var einn ungur strákur, 18 ára, við kölluðum hann krakkann, hann fékk skilaboð um að því miður væru engin verkefni í boði fyrir hann og búið væri að bóka flug fyrir hann heim klukkan eitt um nóttina. Krakkinn svaraði: „Ég get ekki farið, ég hef enga peninga til að ferðast með.“ Halla sagði að það væri ekkert mál, hún myndi leggja inn á hann. Svo lend- ir hann í Póllandi, ekki Rúmeníu. Hann hringir og spyr eftir pen- ingunum, en fær engin svör. Hann beið og beið í Póllandi. Hann talar hvorki ensku né pólsku og þarna var hann strandaður, peningalaus, á götunni í Póllandi í nokkra daga.“ Vildu ekki hætta „Ég fór til Rúmeníu í desember. Þar hafði ég samband við Höllu og tilkynnti henni að ég kæmi ekki til baka nema rétt væri gert við mig, ég fengi öll launin og byggi við betri aðstæður. Ég hef ekkert á móti henni persónulega. Ég vildi bara fá það greitt sem ég átti inni.“ Þegar Romeo kom til baka varð honum ljóst að aðstæðurnar væru ekki að fara að batna. „Við vildum ekki hætta hjá starfsmannaleigunni. Við reynd- um að fá Höllu til að tala við okk- ur. Hún vildi það ekki. Það eru sönnunargögn fyrir því að við höf- um reynt að tala við hana og að við höfum ekki hlaupið úr starfi.“ En enginn kom til að leita sátta við Romeo og hina Rúmenana sem voru ósáttir. Þess í stað komu menn til að henda þeim út. „Við sögðum að við vildum ekki vera til vandræða, við værum peningalausir og hefðum engan stað að fara á. Einn af mönnun- um talaði rúmensku svo við gátum rætt við hann, hann sagði að hann hefði ekkert á móti okkur, hann væri bara að sinna starfi sem hon- um væri borgað fyrir.“ Þessir menn sögðust vera á vegum eiganda húsnæðisins, ekki starfsmannaleigunnar svo Romeo og hinir reyndu þá að komast að samkomulagi um að fá að dvelja áfram í húsnæðinu, gegn greiðslu, á meðan þeir kæmu undir sig fót- unum. „Þá var okkur sagt að það yrðu 65 þúsund krónur á mann, fyrir viku.“ Þegar Romeo sá inn á hvaða reikning þeir ættu að leggja leig- una gerði hann sér grein fyrir að mennirnir væru á vegum starfs- mannaleigunnar. Þeir fengu að dvelja þar um nóttina en var til- kynnt að daginn eftir yrði þeim hent út, með valdi ef þyrfti. Leituðu til lögreglunnar Einn mannanna sem ætlaði að henda þeim út sagði þeim að það þýddi ekkert að hafa sam- band við lögregluna, hún vissi af þessu og myndi ekki skipta sér af. Þessu trúðu þeir, enda væri slíkt ekkert óvenjulegt í Rúmeníu. Þeir ákváðu samt að reyna og hringdu í Neyðarlínuna, en sambandið slitnaði og þeir túlkuðu það á þann veg að skellt hefði verið á þá, sem staðfesti í þeirra huga það sem maðurinn hafði sagt þeim. „Þegar það var skellt á okkur þá urðum við mjög hræddir. Það get- ur ekki verið að lögreglan skelli á okkur. Okkur fannst við vera í hættu. Þá fórum við allir persónu- lega til lögreglunnar í miðbænum. Við reyndum að útskýra aðstæð- ur okkar fyrir lögreglunni, en okk- ur var sagt að þeir gætu ekkert gert nema að handtaka okkur. Eina leiðin sem þeir hefðu til að veita okkur hjálp væri að handtaka okk- ur.“ Þarna byrjaði þetta allt, þegar það átti að henda þeim út. Þeir ákváðu að standa upp fyrir sjálfum sér og skömmu síðar var fréttastofa mætt til þeirra og fulltrúar frá ASÍ og Eflingu komnir í málið. „Það hafa um 70 starfsmanna frá leigunni leitað til Eflingar. Efl- ing segir að þetta sé eitt stærsta mál sem þau hafi fengið. Við vilj- um vinna, allir vilja vinna. Okkur langar að taka það skýrt fram að við erum ekki að leita að neinum peningi sem við eigum ekki rétt á. Við viljum ekki atvinnuleysis- bætur eða félagslegar bætur. Við viljum bara fá það sem við eigum rétt á og vinna okkur inn sann- gjörn laun. Við getum ekki verið aðgerðarlausir, við viljum fá okkar rétt.“ Að lokum Það sem blasir við blaðamanni eftir samtal við fyrirsvarsmann starfsmannaleigunnar og Romeo Sarga er að mikið af þessum vandamálum hefði verið hægt að fyrirbyggja með betra upplýsinga- flæði, ef starfsmannaleigan hefði til dæmis haft túlk í vinnu eða ný- liðafræðslu þar sem meðal annars launaseðlar væru útskýrðir fyrir starfsmönnum. Ásakanirnar á hendur starfs- mannaleigunni eru þó meiri og stærri en bara varðandi launin ein og sér. Starfsmenn halda því fram að þeir hafi verið beittir ofbeldi af aðilum á vegum leigunnar, hafi verið sópað upp í flugvél og hent heim ef þeir kvörtuðu og að þeir hafi upphaflega verið fengnir til landsins með fölskum loforðum, hálfum sannleik. Romeo Sarga talar enga ís- lensku og litla ensku. Hann kem- ur hér til landsins með ákveðn- ar hugmyndir um hvað hann á í vændum en gerir sér fljótt grein fyrir að þessar hugmyndir eru í engum takti við raunveruleikann sem tekur á móti honum á Íslandi. Hann langaði, að eign sögn, ekki að búa til neitt vesen. Hann vildi bara samtal við vinnuveit- endur sína, útskýringar og fá greitt það sem hann taldi sig eiga inni. Hann á í rauninni bágt með að skilja af hverju hann, grát- andi Rúmeninn, er orðinn andlit baráttu gegn starfsmannaleigum. Hann vill bara fá peningana sína og vettvang til að vinna sér inn sanngjörn laun. Hann á líka bágt með að skilja af hverju þetta mál er svona lengi í kerfinu, ef þetta sé klippt og skorið, líkt og hann hef- ur verið sannfærður um. Af hverju er hann enn að bíða eftir niður- stöðu? n „Við getum ekki verið aðgerðarlausir, við viljum fá okkar rétt. „Þá var okkur sagt að það yrðu 65 þúsund krónur á mann, fyrir viku . Romeo og Ion í íbúðinni í Hjallabrekku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.