Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 50
50 8. mars 2019FRÉTTIR aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats HVERFISGATA 82, vitastígsmegiNn www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Malín Brand opnaði sig um elti- hrella í Fréttatímanum árið 2011 og tjáði sig einnig við DV um þá reynslu það sama ár. Þar sagði Malín: „Daginn sem ég sagði frá þessari óskemmtilegu reynslu í Fréttatímanum kom póst- ur frá ókunnugum manni sem bauðst til að verða nýi „stalker- inn“ minn. Sá hafði sannarlega misskilið kjarna frásagnarinnar.“ Malín var stödd með hópi ís- lenskra blaðamanna sem hafði verið boðið ásamt hópi tyrk- neskra blaðamanna í tengslum við umsóknir landanna að ESB. Malín var ásamt fleirum að spjalla við nokkra úr hópi Tyrkj- anna, þar á meðal þann sem var í forsvari fyrir hópinn. Það sem leit út fyrir að vera saklaust og almennt spjall átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. „Þessi maður var í forsvari fyrir tyrkneska hópinn, en hann var greinilega ekki í lagi. Hann tilkynnti mér að Guð hefði sagt honum að ég ætti að verða konan hans. Að það væri allt fyrirfram ákveðið af Guði, sem mér fannst fremur ósennilegt þar sem ég er sjálf guðleysingi.“ Malín leist ekki á blikuna þegar maðurinn réðst á hana. „Ég tel að það sé mesta mildi að ég gat flúið frá honum. Hann tók mjög harkalega á mér og ég var öll marin á kjálka, handleggj- um og fótleggjum eftir hann.“ Malín var flutt á annað hótel í kjölfarið. „Það tóku þessu allir alvarlega og ég er mjög þakk- lát fyrir stuðninginn bæði hjá ís- lenska hópnum og starfsfólki hótelsins. Mér var ekki rótt enda hafði maðurinn sent mér yfir 20 skilaboð á einum klukkutíma og hringt ótal sinnum.“ Þá sagði Malín einnig: „Ég var dálítið hvekkt í nokkra daga á eftir og sérstaklega þegar ég kom heim og hélt áfram að fá tölvupóst og SMS frá honum.“ Í kjölfarið þess að hafa opnað sig um þetta bárust henni skila- boð frá íslenskum manni sem bauðst til að verða nýi eltihrellir- inn hennar. „Ég hef takmarkaðan áhuga á meiri svona vitleysu og hef ekki enn ákveðið hvað ég geri í sam- bandi við það mál. Ég varð aðal- lega pirruð og reið. Óttinn kom ekki fyrr en eftir á þegar ég átt- aði mig á því hversu hættuleg- ur maðurinn var. Svona löguðu fylgir skömm og manni finnst eins og maður hafi gert eitthvað rangt, en það er mjög algengt að sú tilfinning komi upp hjá þeim sem þolað hafa ofbeldi. Þess vegna ákvað ég að gera það eina rétta, sem er að tala og segja frá. Þögnin er besta vopn gerenda í svona málum. Því er nauðsynlegt að þegja ekki! Svona hegðun er ofbeldi og það er ekkert sem segir manni að þessi maður hafi ekki leikið þennan leik áður.“ Þegar Siv Friðleifsdóttir vildi skilja við Þorstein Húnbogason ákvað hann að fylgjast með ferð- um hennar. Í október árið 2011 var Þorsteinn dæmdur til þess að greiða Siv sekt upp á 270 þúsund krónur fyrir að hafa komið, án hennar vitneskju, ökurita fyrir í bíl sem hún hafði til umráða. Í um- fjöllun DV frá september 2012 segir: „Grunsemdir hennar vöknuðu þegar Þorsteinn virtist vita allt um ferðir hennar, auk þess sem hann kom reglu- lega á sömu staði og hún. Hún lét því skoða bíl- inn og við leit í bílnum fannst ökurit- inn. Hún lagði fram kæru og Þorsteinn var ákærður og dæmdur í héraðsdómi.“ Í DV frá árinu 2010 var einnig sagt frá glímu Halldórs Laxness. „Á ákveðnum tímapunkti þurfti að hafa samband við allar leigu- bílastöðvar í Reykjavík og segja leigubílstjórum að aka vinsam- legast ekki drukknum mönn- um upp að Gljúfrasteini, heimili skáldsins, ef þeir óskuðu eft- ir því. „Menn gátu feng- ið Halldór svo á heil- ann að dæmi eru um að þeir hafi verið bún- ir að hreiðra um sig í stof- unni heima hjá honum, þegar þau hjónin brugðu sér af bæ. Þá var það nánast daglegur viðburð- ur í áraraðir að fólk hringdi og heimtaði að fá að tala við skáldið.“ MALÍN BRAND MEÐ TVO ELTIHRELLA FENGU HALLDÓR LAXNESS Á HEILANN SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR – NJÓSNABÚNAÐUR Í BÍL Eivør sótti um nálgunarbann á íslenskan mann sem átti að hafa elt hana á röndum í um þrjú ár. Málið gekk meira að segja svo langt að maðurinn flutti til Fær- eyja og tjaldaði í garðinum hjá henni í langan tíma. Maðurinn sagði meira að segja að umboðs- kona Eivarar væri það eina sem stæði í vegi fyrir sambandi þeirra og hótaði henni líkamsmeiðing- um. Í viðtali við DV árið 2013 var Eivør í viðtali um reynslu sína. Eivør hafði tekið eftir því að sami maðurinn kom á alla tónleika hennar. Þegar hún kom til Ís- lands virtist hún rekast á hann á hverju götu- horni. Í við- talinu sagði Eivør: „Hann var alltaf á sama stað og ég fann til hræðslu. Hann var að elta mig og trúði að við ætt- um í heilögu sambandi og að að- eins fjölskyldan stæði í vegi fyrir því að við gætum verið saman. Ég þurfti að leita til lögreglunnar og fá nálgunarbann, þá lét hann mig í friði um stund.“ Friðurinn varði ekki lengi. Hann mætti á minningartón- leika um látinn föður hennar öll- um að óvörum. Þar kom hann inn í kirkjuna og fékk sér sæti. Hann hefði verið beðinn um að fara en neitað. Að lokum þurfti að hringja á lögregluna sem kom skjótt á vettvang og fjarlægði manninn. „Nú hef ég sem betur fer feng- ið frið frá honum í langan tíma og skynja frið innra með mér. Mér finnst ég ekki þurfa að líta um öxl lengur. Sem betur fer, en það þurfti að ganga alltof langt áður en hann hætti. Það sem gerði það að verkum að ég þurfti að leita til lögreglunnar og stöðva hann með öllum ráðum var að hann var farinn að elta fjölskylduna. En þessu er lokið núna.“ ALLTAF Á SAMA STAÐ OG EIVØR PÁLSDÓTTIR Framhald á síðu 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.