Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2019, Blaðsíða 61
FÓKUS - VIÐTAL 618. mars 2019 I ngibjörg Rósa Björnsdóttir vinnur um þessar mundir að uppistandssýningu sem sýnd verður á Edinborgarhátíðinni í sumar. Sýningin ber hið skemmti- lega heiti Sense of Tumour og er byggð á reynslu Ingibjargar af því að greinast og takast á við krabba- mein. 2016 var áskorunarár Ingibjörg flutti til Englands árið 2013 en hún hefur í gegnum tíð- ina starfað sjálfstætt við blaða- mennsku og meðal annars tekið að sér stundakennslu í skrifum við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Árið 2016 fagnaði hún fer- tugsafmæli sínu og ákvað í tilefni þess að skora á sjálfa sig með alls kyns nýjum hlutum. Einn af þeim hlutum var uppistand. „Uppistandið átti bara að vera eitt námskeið með útskriftarsýn- ingu í London þar sem ég bjó. En svo var þetta svo gaman að ég hélt aðeins áfram og hef verið með annan fótinn í því síðan, ekki síst við að skipuleggja uppistandssýn- ingar.“ Ingibjörg flutti síðan til Skotlands í október 2016 en þar hefur hún meðal annars sinnt greinaskrifum, þýðingum og kennslu auk þess að koma á lagg- irnar skosk/íslenskri uppistands- hátíð sem haldin var í Reykjavík á síðasta ári við góðar undirtektir. „Edinborg er nokkurs konar vagga uppistands í Bretlandi svo ég datt fljótlega inn í þá kreðsu en hef unnið fyrir mér með greina- skrifum, þýðingum og kennslu og verið dálítið mikið á þeytingi milli Íslands og Skotlands.“ Ekki hægt að bjóða upp á enda- lausar „pulsuveislur“ Að hverju hefurðu helst verið að gera grín þegar þú kemur fram? „Ég byrjaði nú í þessu klassíska: það að vera Íslendingur, íslensk- an, fótboltinn og svo stefnumóta- menningin og allt það. Íslands- vinkillinn gefur jú alltaf dálítið forskot en ég var orðin svolítið leið á því efni þegar ég kom til Edin- borgar og fór í dýpra og persónu- legra efni, sem er erfiðara að vinna með og koma almennilega til skila. Og satt að segja gafst ég dá- lítið upp eftir það, tók mér langa pásu því mér fannst ég kannski ekki alveg nógu fyndin til að geta fengið fólk til að hlæja að alvar- legri atburðum úr lífi mínu.“ Aðspurð segir Ingibjörg að vissulega sé erfiðara fyrir konur að koma sér á framfæri í uppistands- heiminum. „Það er erfitt fyrir öll kyn að koma sér á framfæri í bransa sem hefur lengi verið helgaður einu kyni. En þetta er sem betur fer að breytast hægt og rólega og skipu- leggjendur að verða meira vak- andi fyrir því að það sé ekki hægt að bjóða áhorfendum upp á enda- lausar pulsuveislur. En ég finn líka að konur eru farnar að sækja meira í að mæta á uppistandskvöld af því að þetta eru ekki eingöngu strákaklúbbar lengur heldur eru konur að gera grín að einhverju sem þær tengja betur við. En þú sérð það á flest- um auglýsingum og plakötum, það eru vanalega alltaf karlkyns skemmtikraftar í meirihluta. Ein vinkona mín hér úti, mikils- virtur uppistandari, lenti í því um daginn að vera auglýst sem „Kven- kyns-uppistandarinn okkar í ár…“ á einhverju galakvöldi. Við skelli- hlógum að þessu, þetta var ein- hver eldgamall golfklúbbur að reyna að ná í skottið á breyttum tímum, rosa stoltir af sér greini- lega!“ Er mikill munur á húmor hjá Skotum og Íslendingum? Skotar og Íslendingar hafa mikinn samhljóm og þess vegna einmitt hef ég verið að reyna að rækta þessi tengsl milli uppi- standssenanna í báðum löndum. Það eina sem truflar stundum er að skilja hreiminn og sérstök orð, þannig að ég er frekar feimin við að tala mikið við áhorfendur, ef þeir eru flestir skoskir. Eins og ég segi samt, ég hef ekki verið mikið að fara upp á svið sjálf undanfarið ár, fyrr en núna, og þá með dálítið eldfimt efni svo viðtökurnar eru eitthvað sem ég er að læra á, ég er enn að prófa, og skrifa nýja efnið til að finna réttu aðferðina svo við- tökurnar eru ekki alveg marktækar ennþá.“ Margir fá sjokk í byrjun Þann 20. desember síðastliðinn greindist Ingibjörg með hrað- vaxandi brjóstakrabbamein og gekkst hún undir aðgerð fjórum vikum seinna. Hún er nú nýbyrjuð í lyfja meðferð sem lýkur í júní og því næst tekur við geislameðferð. Það kann að hljóma furðulega að í raun var það krabbameinið sem kom henni aftur af stað í uppi- standið, en Ingibjörg hafði þá ekki stigið á svið í rúmt ár. „Ég er bara þannig að ég verð að gera grín að hlutunum, út á við, til að höndla þá. Svo að þegar ég var að springa úr svörtum húmor þá skellti ég mér með vinum mínum á „open mic“ og sögurnar byrjuðu að flæða. Vanalega fær fólk mikið sjokk í byrjun, sérstaklega þar sem ég hef hingað til alls ekkert litið út fyrir að vera veik þannig að ég gat komið þeim alveg að óvörum. Og ég verð að viðurkenna að ég fékk sjálf dálítið kikk út úr því, sem er kannski óréttlátt gagnvart áhorf- endum en þeir voru vanalega fljót- ir að sjá að það væri í lagi að hlæja með mér að þessu – ekki hlæja að mér eða að krabbameininu heldur mínum persónulegu viðbrögðum og hugsunum varðandi sjálfa mig sem krabbameinssjúkling. Þetta er samt heilmikill línu- dans og ég hef farið með nákvæm- lega sama sett tvö kvöld í röð, fyrra kvöldið grenjuðu allir af hlátri VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is „Ég neita að bera virðingu fyrir krabbameini“„Ég er bara þannig að ég verð að gera grín að hlutunum, út á við, til að höndla þá. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.